Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 1
80 SÍÐUR 111. tbl. 67. árg. Perú: Fyrstu kosningar í 17 ár Lima. Perú. 17. maí. AP. FYRSTU frjálsu kosningar í Perú i sautján ár fara þar fram á morgun, sunnudag, og eru rösklega 6,4 milljónir á kjörskrá. Kosinn skal forseti, 60 öldungadeildarþingmenn og 180 fulltrúadeildarþingmenn og skulu þeir síðan taka við stjórn landsins af herstjórninni, sem hefur rikt i landinu um tólf ára skeið. Þrír frambjóðendur sein bjóða sig fram til forseta hafa yfirgnæfandi fylgi yfir aðra frambjóðendur, en ólíklegt er talið að nokkur þeirra fái þau 36 prósent atkvæða sem stjórn- arskráin kveður á u'm. Kemur það þá í hlut nýkjörins þings að velja forseta. Um það bil tveir þriðju þeirra sem nú mega kjósa hafa aldrei tekið þátt í kosningum áður. Mútumálið á Ítalíu Krafist lífstíðar- banns 5 leikmanna Mílanó. 17. maí — AP. LÖGFRÆÐINGAR ítalska knatt- spyrnusambandsins hafa krafist þess að þremur 1. deildarfélögum verði gert að leika í 2. deild næsta ár og auk þess lifstiðar leikbanns á fimm leikmenn. Réttarhöld í „mútu- málinu“ eins og það hefur verið kallað. hófust á miðvikudag og er dóms að vænta i dag. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum. Félögin sem lögfræðingarnir hafa krafist að veröi dæmd úr 1. deild eru A.C. Mílanó, sem varð ítalskur meist- ari 1979, Avellino og Perugia. Þeir sem eiga á hættu að verða dæmdir í lífstíðarbann eru tveir leikmenn Mílanóliðsins, og einn frá Lazio frá Róm, Perugia og Avellino. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í lífstíðarbann eru ítölsku landsliðs- mennirnir Paulo Rossi og Bruno Giordani. Þá hefur þess verið krafist að Feliee Colombo, forseta A.C. Mílanó verði bannað að koma nærri íþróttamálum. Rannsókn hefur einkum beinst að tveimur leikjum, milli A.C. Mílanó og Lazio og Avellino og Perugia. Ákær- an er, að úrslitin hafi verið fyrirfram ákveðin fyrir ólöglegt félag veðmang- ara. SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Allir í bátana Flugliðar á björgunaræfingu í Laugar- dalslauginni í gær Ljósm. Mbl. Kristján. Bani-Sadr biður Evrópu- þjóðir liðsinnis í gíslamálinu víðar um landið til að koma í I gíslamálið verði fyrst á dagskrá veg fyrir að reynt yrði á ný að hjá utanríkisráðherrum Efna- bjarga þeim. Búizt er við að I hagsbandalagsins sem hefja Desai hitti Dayan London 17. maí AP. EINN írani beið bana og annar slasaðist mjög mikið þegar sprengja sem þeir voru að útbúa á hótelherbergi í London sprakk í höndum þeirra. Þriðji maður sem var i herberginu slapp ómciddur. Ekki var sagt í fyrstu fréttum í hvaða hóteli þetta hefði gerzt, en lögregla girti snarlega af svæðið og sérþjálfað lið skæruliðalög- reglu hófst handa um að rann- saka málið. Bani-Sadr forseti írans skor- aði í dag á Evrópuþjóðir að þær legðu Irönum lið til að leysa gíslamálið. Samtímis því til- kynntu „námsmennirnir", að þeir hefðu dreift gíslunum enn Nýju-Delhi 17. maí AP. DESAI, fyrrv. forsætisráðherra Indlands, viðurkenndi í dag að sannur væri þrálátur orðrómur um að hann hefði hitt Moshe Dayan, þáv. utanríkisráðherra ísraels, í Nýju-Delhi fyrir tveim- ur árum og ári síðar hefði hann átt fund í V-Þýzkalandi með utanríkisráðherra Suður-Afríku. Indira Gandhi, forsætisráð- herra, sagði fyrr í þessari viku að Dayan hefði með leynd komið í heimsókn til Indlands og sagði hún að með þessu hefði Desai átt hlut að síónísku samsæri gegn Arabaheiminum og ekki hvað sízt PLO-samtökunum. Desai sagði að í samtölum þeirra Dayans hefði sá síðarnefndi hvatt til þess að bætt yrðu samskipti landanna. Indverj- ar hafa engan fulltrúa í ísrael, en leyft hefur verið að ísraelsk ræð- ismannsskrifstofa sé í Bombay. fund í Napoli í dag og einnig í Islamabad í Pakistan þar sem utanríkisráðherrar islamskra ríkja hefja fundahöld. Eldar loga enn í einu mesta olíuframleiðslusvæði í Iran eftir að olíuleiðsla var sprengd í loft upp í gær, að því er Teheran- útvarpið sagði í morgun. Þetta er á því svæði þar sem íranskir Arabar hafa látið mjög að sér kveða að undanförnu og krefjast aukinna réttinda. Útvarpið sagði að þrátt fyrir mikla og táplega framgöngu slökkviliðs hefði enn ekki tekizt að slökkva eldinn og væri fyrirsjáanlegt að mikið tjón hlytist af þessu hermdarverki. Skýring fundin á „vöggudauða ? Lundúnum, 17. maí — AP. ÞRÍR brezkir vísindamenn telja sig hafa fengið nokkra visbendingu um ástæðuna fyrir „vöggudauðanum" svokallaða, en árlega deyja tugþúsundir barna í heiminum af hans völdum án þess að nokkur hafi getað skýrt orsakirnar. „Vöggudauði“ á sér stað meðal barna innan við árs aldur. Þau hafa fundist látin að morgni eftir að hafa farið að sofa alheilbrigð að þvi er virtist og læknar hafa staðið frammi fyrir þessu vandamáli. Á Islandi koma árlega fyrir nokk- ur tilfelli „vöggudauða“. Vísindamennirnir þrír, A.R. Johnson, R.L. Hood og prófessor John Emery, birtu niðurstöður rannsókna sinna í Nature Maga- zine, virtu brezku tímariti, sem fjallar um vísindi og læknis- fræði. Þeir telja orsakir „vöggu- dauða“ vera skort á bíótíni, sem er B-fjörefni og finnst í lifur. Bíótín stuðlar að eðlilegu blóð- sykurmagni í líkamanum. Em- ery lagði þó áherzlu á, að hugsanlega væru einnig aðrar orsakir og tók fram að mikið starf væri framundan við að leysa þessa dularfullu gátu. „Það er hugsanlegt, að ein af orsökum „vöggudauða" sé tengd efna- skiptatruflun, þar sem bíótrín kemur við sögu,“ sagði prófessor Emery. Þeir félagar rannsökuðu lík 204 barna á barnaspítalanum í Sheffield. Þeir komust að því, að í þeim börnum, sem höfðu dáið af völdum „vöggudauða" var minna af bíótíni en í börnum, sem dóu af öðrum ást.æðum. Án bíótíns geta börnin framleitt nægilegan blóðsykur — en sé barnið hins vegar undir álagi, þá getur líkami þess ekki framleitt nægilegt magn af þessu efni. Því segja vísindamennirnir, að blóðsykursskortur geti valdið skyndilegum dauða, þegar barn- ið er undir álagi, eins og af völdum smitunarsjúkdóms; þeg- ar barnið hafi ekki fengið mat venju samkvæmt eða af völdum hita eða kulda. Þeir byggja kenningu sína á rannsóknum á kjúklingum en þeim var hætt við fyrirvaralaus- um dauðdaga, ef bíótín vantaði. Vísindamennirnir telja, að börn- in fái ekki nægilegt bíótín í móðurmjólkinni eða barnamjólk. Mæðrum sé hætt við að fram- leiða ekki nægilegt bíótín þegar þær séu undir álagi og þeir félagar segjast hafa komist að raun um, að bíótín hafi vantað t nokkrar tegundir barnamjólkur. Þeir hvöttu framleiðendur barnamjólkur til að hafa nægi- legt bíótín í vöru sinni og mæður að tryggja að börnin fái nægilegt bíótín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.