Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 Erlendur Halldórsson Hafnarfirði — Minning Fæddur 30. júlí 1900. Dáinn 10. maí 1980. Erlendur Halldórsson, fyrrver- andi yfirumsjónarmaður bruna- varna ríkisins, fæddist í Reykja- vík 30. júlí aldamótaárið, en lést að heimili sínu á Reykjavíkurvegi 26 í Hafnarfirði 10. maí sl. For- eldrar hans voru hjónin Anna Ragnheiður Erlendsdóttir, ættuð af Vatnsleysuströnd, og Halldór Friðriksson, skipstjóri, ættaður úr Breiðafirði. Man ég þau sæmdar- hjón bæði að öllu góðu í elli sinni í litla húsinu sínu á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Halldór var talinn einn fremsti skipstjóri skútuald- arinnar sem stjórnandi og siglari og er þá langt til jafnað og á engan hallað. Erlendur var elstur 6 barna þeirra hjóna, en þau voru: Jón, skipstjóri og útgerðarmaður, Frið- rik, loftskeytamaður, og Ólafía Kristín, öll látin. Á lífi eru Helga og Margrét. Erlendur fluttist með foreldrum sínum 5 ára gamall til Hafnar- + Móðir okkar SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Hjaröarhaga 27, lést að morgni 16. maí. Lilja Sigurðardóttir, Jónas Sigurðsson. + Utför móður okkar og tengdamóöur KRISTÍNAR G. EIRÍKSDÓTTUR verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 1.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru beönir að láta Áskirkju njóta þess. Grímur Grímsson, Guörún S. Jónsdóttir, Hildur Grímsdóttir Hald, Jens G. Hald, Kristín Grímsdóttir. Útför ARNBJARGAR STELLU ÞORFINNSDÓTTUR Reykjavöllum, Biskupstungum, veröur gerð frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 20. maí kl. 3. Fyrir hönd aöstandenda, Bergþóra Ingibergsdóttir, Ester Hannesdóttir, Stella Björk Guðjónsdóttir Björn Ingimundarson. og barnabörn, + Eiginmaöur minn og faðir okkar ERLENDUR HALLDÓRSSON fyrrverandi yfirumsjónarmaður Brunavamaeftirlits ríkisins Reykjavíkurvegi 26, Hafnarfiröi verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. maí kl. 2. Guðríöur Sveinsdóttir og börn. + Unnusti minn, sonur okkar og bróöir, VALÞÓR KARASON , Hamarsgötu 9, Fóskrúösfirði, verður jarðsunginn frá Fáskrúösfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. maí 1980 kl. 2. Fyrir hönd ættingja, Hulda Linda Stefánsdóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Kári Jónsson, og bræöur. + Hjartkær faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi GUÐMUNDUR INGVARSSON Grandavegi 38, verður jarðsunginn þriðjudaginn 20. maí kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Baldur Guðmundsson, Anna Jónsdóttir, Bragi Guðmundsson, Erla Erlendsdóttir, Helga Þórunn Guömundsdóttir, Hafdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA INGIBJÖRG HJALMARSDOTTIR frá Sæbóli í Aðalvík, sem lést þ. 7. maí veröur jarðsungin 19. maí frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. Höröur Sverrir Agústsson, Guðmundur Ágústsson, Guðmundur Hjálmars, Hulda Ágústsdóttir, Þorbjörg Ágústsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Siguröur Jónsson, Haraldur Eiriksson og barnabörn. fjarðar og síðar til Flateyjar á Breiðafirði, þá 15 ára. Til sjós fer Erlendur 14 ára með föður sínúm og er til sjós þar til hann hefur vélstjóranám hjá Guð- mundi Sigurðssyni á Þingeyri við Dýrafjörð. Þar kynnist hans konu sinni, Guðríði Sveinsdóttur, þaðan ættaðri. Þau gengu í hjónaband 2. des. 1922 og settust að í Hafnar- firði. Þeim varð 6 barna auðið. Elsta barn þeirra, Þórveig Jakob- ína, f. 1924, og lést á fyrsta ári, en hin eru: Anna Ragnheiður, f. 1926, Sólveig Sveinbjörg, f. 1930, Gunn- ar Hafsteinn, f. 1932, Halldóra Elsa, f. 1933, og Þórlaug Aðalheið- ur, f. 1939, sem öll eru flutt að heiman og hafa stofnað sín eigin heimili. Vinna við vélar virtist veita Erlendi sérstaka lífsfyllingu, enda léku vélstjórn og vélaviðgerðir í höndum hans. Þeir er gerst máttu um dæma töldu að aldrei kæmi hann svo að nokkurri vél að hann kæmi henni ekki í gang, þó svo að aðrir hefðu orðið frá að hverfa. Og þegar hann var spurður, hvernig hann hefði farið að, sagði hann: „Blés á hana“! Erlendur var vél- stjóri á ýmsum skipum. Síðast í 2 ár á fyrsta olíuflutningaskipi íslendinga, Skeljungi, er hann hafði eftirlit með áður en smíði þess lauk í Hollandi 1928. Síðan starfaði hann í Hafnarfirði við vélsmíðar og vatnsveitulagnir. Sem pípulagningameistari lagði hann í ýmis hús, m.a. í Flensborg- arskólann og raftækjaverksm. Rafha. Þau störf er Erlendur var þekktastur fyrir og það um allt land, voru störf hans að bruna- málum. Félag tæknimanna í brunamál- um, en í því eru m.a. slökkviliðs- stjórar og eldvarnaeftirlitsmenn víðsvegar að af landinu, fór þess á leit við Erlend í september sl. að mega heiðra hann fyrir störf hans að brunamálum, með því að gera hann að fyrsta heiðursfélaga sín- um. Af þessu tilefni átti undirrit- aður viðtal við Erlend á heimili hans, sem flutt var í hófi er haldið - var honum til heiðurs. Skal nú greint frá því, eins og Erlendur vildi að það væri (en þó stytt hér). En áður skal þess getið, að í þakkarræðu sinni sagði Erlendur, að hann hefði aldrei áorkað því sem hann gerði, nema vegna þess að hann ætti góða konu, sem hefði staðið traust við hlið hans og fór um það mörgum, fögrum orðum. Fyrstu afskipti Erlends að brunamálum voru þau, að hann ásamt Jóni Ásmundssyni, sem var Hafnfirðingum að góðu kunnur, komu fyrstir að þegar hið svokall- aða Siglfirðingahús brann við Hverfisgötu í Hafnarfirði, 25. febr. 1931. Á leið til landsins var þá Albín-slökkvidæla og þegar hún kom til bæjarins bað þáver- andi bæjarstjóri, Emil Jónsson, síðar ráðherra, Erlend um að taka hana úr umbúðum og koma henni í gagnið. Margir áhorfendur söfn- + Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir, afi, bróðir og mágur GÍSLI SIGURGEIRSSON Strandgötu 19, Hafnarfiröi, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. maí kl. 1.30 e.h. Jensína Egilsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, bróðir og mágkona. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGTRYGGS BJARNASONAR Suðurgötu 80, Akranesi. Sigríöur Sígfúsdóttir, Sigfríður Sigtryggsdóttir, Matthías Sveinsson, Þorvaldur Sigtryggsson, Ingveldur Sverrisdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa KRISTJANS FRIDRIKSSONAR iönrekanda, frá Efri-Hólum. Oddný Ólafsdóttir, Sigurveig Kristjánsdóttir, Karl Friðrik Kristjánsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Heiörún Kristjánsdóttir, Friörik Steinn Kristjánsson, Sigrún Kristjánsdóttir og barnabörn. Ólafur Agúst Ólafsson, Berglind Bragadóttir, Mogens Lorenzen, Ævar Kjartansson, Ingólfur Steinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, + Þökkum auösýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa INGIMARS ÞORKELSSONAR Skipasundí 86. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliöi á deild A-7 Borgarspítalanum fyrir þeirra miklu umhyggju og hjúkrun í erfiöum veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. María A. Þóröardóttir, Martha Ingimarsdóttir, Alexander Goodall Jakobsson, Þorkell Ingimarsson, Grethe Kortsen, Haukur Ingimarsson, Ása Hjálmarsdóttir, Guöný Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. uðust að Erlendi við starfann og heyrði hann einn mann segja: „Að þeir skuli ekki fá mann úr Reykja- vík til að gera þetta." Síðar verður hann starfsmaður Hafnarfjarðar- bæjar við eldfæraeftirlit, ásamt störfum við slökkviliðið, fyrir 150 kr. á mánuði. Jafnframt þessu starfaði Erlendur eftir sem áður að ýmsum verkefnum. Hann smíð- ar yfir slökkvibíl og setur á hann dælu, sem fyrir var á stöðinni, og smíðaði ásamt Árna Sigurjóns- syni slönguþurrkturn slökkvi- stöðvarinnar. Geir G. Zoéga, vegamálastjóra, sem jafnframt var fyrsti yfir- umsjónarmaður brunavarna frá 1929, leist svo vel á smíði Erlends á slökkvibifreiðinni, að hann ósk- aði eftir því að Erlendur tæki að sér verkefni fyrir embættið í sambandi við slökkvitækja- og öryggisbúnað. Síðan þróast þessi mál upp í það að Erlendur verður fastur starfs- maður Brunavarnaeftirlits ríkis- ins, samkv. ósk Geirs Zoéga, frá 1934. En starfið var fólgið í því að ferðast um landið til eftirlits með brunavörnum. Þau ferðalög voru ýmsum erfiðleikum bundin. Vegir voru ekki greiðari en það að áætlunarferð í bifreið frá Reykjavík til Seyðisfjarðar svo dæmi sé nefnt, tók fjóra daga. En Brunavarnaeftirlitið varð síðan að leigja báta eða hesta til ferðalaga fjarða eða staða á milli vegna vegaleysis. Þróun milli Geirs Zoéga og Erlends verður sú, að samvinna næst við þáverandi forstjóra Brunabótafélagsins, Halldór Stef- ánsson og Stefán Jóhann Stef- ánsson að keypt er hús við Álfa- skeið 31 í Hafnarfirði fyrir starf- semina og fengið starfsfólk undir stjórn Erlends. Þarna skapaðist góð aðstaða til að panta til landsins og hafa til staðar vara- hluti, slökkviáhöld og ýmsan bún- að til brunavarna. Þá útbjó Er- lendur ágæta aðstöðu til yfirbygg- inga á slökkvibifreiðum, sem sendir voru til ýmissa staða á landinu. Þetta voru kanadískar bifreiðar, sem keyptar voru í kössum, ósamsettar, svo og eldri bifreiðar. Erlendur smíðaði og útbjó samtals 31 slökkvibifreið. I þessu húsi, sem var upp á 3 hæðir, var komið fyrir skrifstofum og fékkst þá góð aðstaða til að hafa samband við hin ýmsu byggðarlög. Þarna fór fram seglasaumur, m.a. á stökkseglum og yfirbreiðslum, sem ekki stóð að baki erlendum búnaði, sem völ var á. Eins og áður segir var aðstaða til að sinna þessum málum í upphafi miklum erfiðleikum háð, samgöngur erfiðar og ferðalög tímafrek. Fjármagn var af skorn- um skammti, en Brunabótafélagið eitt var látið kosta eftirlitið. En starfsmenn slökkviliða á viðkom- andi stöðum voru ólaunaðir. Út- búnaður og skilningur ráðamanna var ekki nægur. Fjármagn, sem varið var til þessara mála, var af skornum skammti og allt of lítið, já hörmulega lítið og var sárt til þess að vita. Þá gat það komið fyrir að fjármagn, sem verja átti til vatnsveitna og brunamála og fengið var að láni hjá Brunabóta- félaginu, væri notað til annarra hluta. Með þrautseigju og þolin- mæði var þessum málum þokað í það horf, sem best var hægt að gera, miðað við aðstæður á þeim tíma. En tímarnir voru aðrir þá, svo tæpast er hægt að ætlast til að þeir menn, er með þessi mál fjalla nú, geti gert sér grein fyrir því. Þó svo að Geir Zoéga væri yfirmaður þessara mála, þá varð Erlendur að gera allar skýrslur og útbúa tillögur og leggja fyrir hann. En samstarf þeirra var ávallt eins og best varð á kosið og mátu þeir hvor annan og vildi Erlendur að það kæmi fram, að samstarf hans við Geir Zoéga og Stefán Jóhann Stefánsson var sérstaklega gott í öllu bruna- varnastarfi. Við fráfall Geirs Zoéga, en hann lést í ársbyrjun 1959, óskaði ráð- herra þessara mála að mega skipa Erlend yfirmann brunamála, en Erlendur færðist undan því að verða skipaður, en féllst á að vera settur í embættið. en orsakir þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.