Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 Utgerðarmenn Til sölu eru reknetaveiöarfæri, Hornafjaröarfrystari og kraftblökk. Uppl. í síma 92-8206 Grindavík. Fyrirtæki til sölu Hlutafélag, sem rekur heildverzlun og iönaö, er til söiu. Þeir sem kynnu aö hafa áhuga á þessu sendi upplýsingar til blaðsins fyrir 25. þ.m., auö- kennt: „Heildverzlun — iðnaöur — 6463“. Fyllstu þagmælsku heitið. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Bresku miölarnir Coral Polge og Robin Stevens sýna ósjálfráöa teiknun og skyggnilýsingu í félasheimili Seltjarnarness í dag, sunnudaginn 18. maí kl. 20.30. Aögöngumiðar viö innganginn. Stjórnin Ur furu og eik Baöskápar, fataskápar. Til sölu og sýnis. Á góðu veröi. Sófaborö kr. 80.000.-. Smíöum eftir máli í eldhús o.fl. Tréiðjan Tangarhöföa 2. S: 33490. Opið í dag frá kl. 13-17 og alla virka daga. Fyrirliggjandi OFNÞURRKAÐUR HARÐVIÐUR TEAK 21/zx5“ — ARAPUTANGA 2 og 2V2“ — RAMIN 1V4x6“ — AFORMOSIA 21/2“ — OREGON PINE 2 og 21/2x5“ — PITCH PINE 2 og 21/2“ Rásaður krossviöur (Douglas Fir og Singtex) 9,5 og 12,5 mm, 122x244 og 122x274 cm. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27 — Símar 86100 og 34000. Stúdentamyndatökur Barnamyndatökur Brúðarmyndatökur Fermingarmyndatökur Passamyndir í öll skírteini. Allar myndatökur í lit. V______________________4 Ljósmyndastofan Laugavegi 13 sími 17707 Ég fékk ágætt bréf frá Magnfríði Sigurbjarnardóttur, sem komin er á áttræðisaldur og ættuð af Snæfellsnesi. Henni segist m.a. svo frá: „Þegar ég var 5 eða 6 ára fékk móðursystir mín jólakort, sem ég var afar hrifin af. Á því var vísa, sem ég hef aldrei séð síðan. Kortið var með „Gleðileg jól“ og vísan var þannig: Nú er ylrík indæl sól engin til að skína. í staö þess góð og guöhelg jól gleöji sálu þína. „Þessi vísa hefur alltaf verið mér mjög kær,“ skrifar Magnfríður. Ég er henni þakklátur fyrir bréfið og væri gamaii, ef einhver kannaðist við vísuna, vissi eitt- hvað frekar um þetta jólakort eða höfundinn. Stefán Eiríksson, umboðsmaður Morg- unblaðsins á Akureyri, sem lést í vetur, var ágætur hagyrðingur og vísnamaður, eins og áður hefur komið fram í þessum þætti. Hér er mannlýsing eftir hann: Engri krónu sóar sá, sá þó marga slíka. Kosti fáa á og á enga sína líka. Ekki veit ég, hverjum hann sendi þessa afmæliskveðju: Á þína vegi lífs um lönd Ijósiö ávallt skíni. Traust þig styöji hulin hönd, heims þó lániö dvíni. Kveðja til Jóhanns Magnússonar frá Mælifellsá á sumardaginn fyrsta 1976: Liöinn vetur þakka ég þér þess ég hlít aö minnast. Þaö er margt sem þakka ber þér var gott aö kynnast. í mínum huga mynd þín glögg mætir oft og tíðum, Kominn ert meö reisn og rögg réttur úr öllum stríöum. Vinátta þín veröur mér vissulega dýrust, hana vil ég þakka þér, þar er myndin skýrust. Fús ég minnist fyrri daga fínleg voru handtök þín er vísur mínar varst að laga viömótshlýjan af því skín. Eflaust betri ýmsir væru og til manns þeir kæmust fyr ef slíkum höndum fleiri færu um fátæklegar tilraunir. Vel ég minnist Lóu líka Ijúfri á þinni ævibraut enginn finnur aöra slíka óska sinna förunaut. Ég er á hlaupum eins og hinir ykkur kveöja aö sinni verö. Gleðilegt sumar góöu vinir ég geng svo viö í næstu ferö. Stefán Eiríksson. Jóhann þakkaði fyrir sig með þess- ari vísu: Þökk fyrir Ijóöin þú minn góöi vinur, lipra óðinn ávallt þinn, ég vil bjóöa velkominn. Nú fer Alþingi senn að Ijúka. Halldóra B. Björnsson skáldkona vann þar í mörg ár og eins og geta má nærri urðu henni mörg tilefni til þess að kasta stöku, svo létt sem henni lá vísuorðið á vörum. Þetta var kveðið á þinginu 1946—47, og var tilefnið 180. mál, þingskjal 445: Þaö má sjá af þingskjölum, (en þau eru stundum margumdeild) aö flutt hefur veriö frumvarp um fávitahæli í efri deild. Líka er hægt aö lesa þar löngu vituö sannindi aö tillögunni tekiö var meö takmörkuðum skilningi. Er rætt var um sölu kristfjárjarða í Austur-Húnavatnssýslu sagði Halldóra: í Húnaþingi viöreisnin góöbændur gisti, þá græddu þeir sumir, hjá öörum taprekstur var. Nú kaupa þeir efnaðir allar jaröir af kristi. Þeir ætla ekki aö láta hann veröa sveitfastan þar. Ég hef fengið mjög góðar undirtektir vegna „glerhússins", sem kynnt var í síðasta blaði. Ekki hefur mér þó borizt botn við fyrrihlutann: Páll og Þóra Melsteö voru meira en vel séö. Rétt er það, að hann er dálítið nýstárlegur og þeim mun skemmtilegra ætti þess vegna að vera að spreyta sig á honum. En víst þakka ég vel öll þau bréf, sem mér hafa borizt og vænti, að ekki verði þar lát á. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. Limran: „Ég legg,“ mælti Gróa á Leiti, „mitt lostfagra höfuö í bleyti. Þótt ég anni ekki kvööum frá útvarpi og blööum, þá ann ég meö fyrirheiti." K.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.