Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 42
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 Allt fólk er eins. Bara siövenjur þess eru mismunandi, sagði Kon- fúsíus gamli í Kína endur fyrir löngu. Og þvílík speki hefur dugaö honum til frægðar um víöa veröld í 2500 ár. Undir einum af 32 gagnmerkum fyrirlestrum um listir á Kjarvals- stööum eina helgina í febrúar, rifjuöust upp þessi spekiorð og ýttu úr vör gárum í heilabúinu. Aödragandinn var í þremur þróun- arskeiðum, sem rúnnu saman á hálfum sólarhring. Á laugardagskvöldi fögnuðum við, nokkrir vinir víetnömsku flóttakonunnar Hönnu, með henni áramótunum. Árið 4678 var að hefjast samkvæmt kínverska tímatalinu. Ár apans að ganga í garð, en að kveðja ár geitarinnar, sem einmitt haföi fallið saman viö fyrsta stjórnarskeið nýs borgar- stjórnarmeirihluta í Reykjavík með geitarækt á stefnuskrá sinni. Hanna var nú að fagna komu apaársins með áramótaveislu og bar á borö hvern réttinn af öðrum. Hvert fat var augnayndi. Matnum var raöað fagurlega og vandað val á litum í skreytinpunni. Ekki bara skellt á fatiö. I glugganum á þessum fátæklegu híþýlum mátti sjá jurtir í þottum, eingöngu rækt- aðar til að prýða matinn, sem á borð er borinn. Gera hann fallegri á að líta og lystilegri. Það rifjaði upp frá ferðalögum í Thailandi og löndunum þar í kring hve mikil áhersla er lögö á aö allt gleðji augað. Það skiptir máli á þeim slóðum í smáu og stóru. Allt er fallegt, föt, matur, blómlegt um- hverfi — og manni líður vel. Þessi sýn skerþtist á sunnu- dagsmorgun þegar litið var í Mbl. yfir grein Áslaugar Ragnars blaðamanns úr heimsókn í Bag- dad í írak, þar sem hún segir: „Á heimilum, sem ég kom á, voru hvergi myndir á veggjum, að frátöldum fjölskyldumyndum og stóru myndinni af „stóra bróður" Saddam Hussein. Þessi áberandi skotur á þeirri skreytingaþörf, sem Vesturlandabúar eru að líkindum haldnir öðrum þjóöum fremur, sést glögglega hvert sem litið er. Höfuðborg íraks Bagdad er ein- litgrábrún. Heilu íbúðarhverfin eru í þessum lit — eöa öllu heldur litleysi. Að innan eru hús a.m.k. þau, sem ég kom í, máluö í þessum sama lit — þó kom ég inn t' stofu sem var með daufum íshúsbláum lit. Það er eins og kappkostaö sé að enginn hlutur skeri sig úr og sá hinn sami tæplega álitinn meö öllum mjalla. Þetta snauöa umhverfi orkar ein- kennilega Illa á mann og verður stöðugt meira þrúgandi sem lengra líður.“ Fegurðartilfinning í daglegu lífi SA-Asíufólksins, sem alið er upþ í blómlegu, litríku landi, og skraut- leysi Arabanna úr tilbreytingar- lausri eyöimörkinni, hefur vafa- laust verið farið að mynda and- stæður í huganum, þegar Ernir Snorrason, sálfræðingur, skerpti og beindi hugleiðingunum á nýja braut í erindi sínu þennan sama morgun á ráöstefnu Lífs og lands um manninn og listina. Hann sagði: „í þjóðfélagi, þar sem list og daglegt líf verða heild, veröur hugmyndin um list í vest- rænum skilningi merkingarlaus. Ég held að menn veröi að hafa þetta í huga þegar rætt er mjög fjálglega um listir. Spurningin er hvort menn vilja viðhalda því firrta ástandi, sem viö lifum nú við, þar sem listir eru aðgreindar frá dag- legu lífi; fegurð og formskyn eru alls staðar stikkfrí í daglegri önn íslendingsins kl. 9—5 virka daga, en til sýnis á laugardögum og sunnudögum í Kjarvalsstööum og Norræna húsinu. Séu þær forsendur athugaðar, sem ýmsir hópar listamanna og menningarfrömuða á okkar dög- um byggja á, þegar þeir ræða nauðsyn frekari útbreiðslu lista — og aukinna fjárframlaga til menn- ingarmála — þá virðist eins og verið sé beinlínis að viöhalda ofangreindri firringu, þ.e. aðskiln- aöi lista og daglegs lífs. Þessir einstaklingar hugsa eins og Loðvík 14. þ.e. listin það er ég. Staðreyndin er sú að listir og menningarmál eru einangruö við tiltölulega fámennan hóp áhuga- manna og nær sáralítið út fyrir þennan hóþ. Það er rétt hins vegar að þessi hópur hefur eitt- hvaö stækkað. Þetta hefur oft verið hrakið með því að benda á hversu margir íslendingar fara í leikhús og á málverkasýningar. En í þessu tilviki er ekki athugað hvers eðlis þessi þátttaka er né hversu mikið eöa stórt hlutverk listsköþun hefur í daglegu lífi á íslandi. Hér er gengið út frá því að í list og listtúlkun séu tveir aðilar ólíkrar náttúru, listamaöurinn og listunnandfnn". Sem gáruhöfundur sat þessa morgunstund á listaþingi á Kjar- valsstöðum, tóku gráu heilasell- urnar aö blanda öllu saman sem borist hafði til þeirra frá því kvöldið áður. Og spekilegar hug- leiðingar um listir tengdust saman við lystuga réttina á fötunum hennar Hönnu meö listrænt fram bornum réttunum. Og í staö þess að velta því fyrir mér á hátíölegri listaráöstefnu hvernig viö værum stödd í listum á Kjarvalsstöðum, Þjóðleikhúsinu eöa Sinfóniuhljóm- leikum, reikaöi hugurinn snöggv- ast að hinni daglegu list á fiskiföt- unum á heimilunum. Hvar ætli íslendingar séu staddir í hvers- dagslistinni? Á seinni árum erum við í æ ríkari mæli farin að stunda viö hliö keppnisíþróttanna svokall- aöar almenningsíþróttir, svo sem skíðaferöir og sund, sem allir taka þátt í. En hvað meö almennings- listina, auk faglistarinnar? Má Sþyrja eins og sjómaöurinn í erlendu hafnarborginni: Eru þetta einkaslagsmál, eöa mega allir taka þátt í þeim? Ernir Snorrason telur nokkur heimaalin Ijón á vegi þess að allir blandi sér í slaginn. Hann sagöi: „Sérkennileg mótsögn kemur nefnilega fram í þeirri kröfu vest- urlandabúans til listamannsins, aö hann sé frumlegur. Án hugmyndar um frumleika er allt tal um listir í vestrænum skilningi merkingar- laust. Við gerum annars vegar kröfur til listamanna aö þeir séu frumlegir, hins vegar reynum við að koma á almennri þátttöku í listsköþun. Viö tölum um nauðsyn þess aö einstaklingurinn svali svokallaðri sköpunarþrá sinni, hins vegar takmörkum við hugtak- ið sköþun við það sem er frum- legt, þ.e. það sem aöeins fáum er eiginlegt. Vestræn skilgreining á frumleika er tölfræðilegs eðlis (afstæð og hreyfanleg), þannig að sá einn er frumlegur sem skapar eitthvað frábrugöið frá fjöldanum, þ.e. sá, sem er eins langt frá meöaltalinu og unnt er. Það er því alls ekki út í hött að halda því fram að þær hugmyndir um listir sem vesturlandabúar buröast með á tuttugustu öld útiloki beinlínis al- menna þátttöku, hreinlega af skilgreiningarástæöu. Þetta væru marklausar vangaveltur, ef menn álitu að þetta gæti ekki verið á annan veg. En sagan sýnir svo ekki veröur um villst að þessu hefur ekki verið alla tíð svo farið. Þeir sem rituðu íslendingasögur höföu kannski aðrar hugmyndir í þessum efnum en við (sbr. aö höfunda er þar ekki alltaf getið)". Hvaða skoðun sem menn hafa á list og listskreytingu, þá hlýtur a.m.k. að vera óhætt að mæla meö almenningslist á matarfatinu. Hún hefur alla kosti. Skaparinn úthellir ómældri sköpunarþrá sinni og sköpunargleði, áhorfandinn nýtur listaverksins og fær jafnvel aukalega vatn í munninn — og svo er það etiö. Hverfur ofan í viöstadda og angrar engan fram- ar, hvaö þá þaö geti valdiö deilym um verðuga eöa óverðuga til listamannalauna. Þetta rifjar upp vísu danska grínistans Piets Heins, sem hann flokkar sem áminningarkvæði. Sakir hæfileika- skorts í Ijóðlistinni leyfi ég mér að birta það á dönsku, í þeirri trú að norræn samvinna og dönsku- kennsla í skylduskólum frá bernsku dugi landsmönnum til að komast að merkingunni: En vej Kennum livet blir liflÍK at vandre den daK man forstár i sin inderste sjæl: Det er ikke nok. at man æriter de andre man skal ogsá huske at Kleede sig selv Og úr því Ijóð Piet Heins kom upþ í hugann, fylgir annaö á eftir. Af hverju ætli þaö sæki svo á hugann um þessar mundir? Það er svo, í lauslegri frásögn á íslenzku: Náttúran er vor faftir og móftir. sem góftar ifjafir líaf oss. Og ríkift er vor stóri bróðir sem tekur þær allar frá oss. P.s. Hæfileikarnir hafa greini- lega ekkert eflst frá fyrri vísunni. En til að koma líka til móts við þá, sem e.t.v. kjósa fremur Ijóöaklúð- ur en dönskuslettur, er í síðara tilfellinu beitt íslenzku. Þá geta allir hneykslast, hver eftir sínum smekk, og ekkert hressir á við gott hneykslisefni. Dagrún Kristjánsdóttir: „Eins og vér sáum, svo munum vér upp skera." Þennan sannleik þarf ekki að útskýra nánar fyrir þeim sem yrkja jörðina og hafa reynt þá ófrávíkjanlegu reglu að sé ^áð grasfræi, kemur upp gras, sé sáð höfrum, koma hafrar upp úr jarðveginum og sé sáð kartöflu- útsæði eða rófnafræi, þá verður uppskeran kartöflur eða rófur. Þetta virðist í fljótu bragði vera speki einfeldningsins og liggja öllum í augum uppi. Það myndi víst engum detta í hug að sá illgresi í jarðarskikann sinn og ætlast svo til, eða búast við því að upp af illgresisfræinu sprytti fönguleg nytjajurt, allt annars eðlis en til var sáð? Þessi dæmi sanna svo að ekki verður um villst, að uppskeran eða ávöxturinn fer eftir því, hverju var sáð. Þetta lögmál er „áþreifanlegt" í fyrr- nefndum dæmum og í hæsta máta jarðbundið og þar af leiðandi ekki torskilið og engum dettur í hug að rengja það. En hve margir beita sömu rökum þegar orð og hugsanir eiga í hlut? Það munu áreiðanlega vera langt um fleiri, sem álíta að þar gildi allt önnur lögmál — senni- lega nær að segja, að fáum detti í hug að þar gildi nein lögmál — a.m.k. ekki í sambandi við hugsun- ina. En hér eru ekki allir á sama máli. Þó virðist oftar, vera svo, að fólk almennt „umgangist" talað orð svo frjálslega, að það er eins og því detti aldrei í hug að afleiðingarnar (= uppskeran), hljóti að verða í samræmi við það sem til er sáð (= þau orð sem látin eru falla öðrum til tjóns), — og að allt (bæði illt og gott), sem hver og einn lætur frá sér fara, — í orði, gjörðum eða hugsun, endurkastist til upphafsins — þess sem lét það frá sér. En það sem villir um fyrir fólki er það, að það kemur ef til vill til baka í annarri mynd og ef til vill svo löngu seinna að það getur ekki tengt saman orsök og afleiðingu — telur ólánið, sem hittir það, annaðhvort vera „óheppni", eða að Drottinn sé að refsa því, alsaklausu, ellegar þá hitt, — brosi hamingjan við í hverju spori um tíma, þá sé það vegna eigin stundarverðleika, — sem vissulega gæti hugsast, hitt er ekki ólíklegri möguleiki um að „endurkast" fyrri góðverka, sé að ræða. Uppskeran — ávöxturinn, hlýtur að vera í samræmi við það sem sáð er og þá skiptir engu hvort sáðkornið og akurinn er af efninu eða andanum. Hvort heldur er, — getur uppskeran (afleiðing- in), komið í ljós í ýmsum myndum — fyrr eða seinna, fer eftir því, hvenær skilyrðin eru fyrir hendi, sem talin eru henta bezt til að greiða út „launin". Maðurinn er það sem hann hugsar, en ekki það sem hann segir eða gerir, sé það í ósamræmi við það sem inni fyrir býr. Það verður þess vegna, enginn betri með því einu að mæla fagurt, (en hyggja flátt) — eða með því að vinna sýnileg góðverk, en eiga enga löngun til þess í hjarta sínu. Þau orð og þau góðverk sem látin eru af hendi án þess að hugur og hjarta fylgi með, eru lítils virði fyrir þann einstakling sem af hendi lætur. Að vanda hugarfar sitt, er nauðsynlegra en flestir hyggja og hefur afgerandi áhrif á velferð einstaklingsins. Kristur sjálfur lagði ríka áherzlu einmitt á þetta atriði og var óvenju harðorður, er hann ávítar fræðimennina og Faríseana og nefnir þá óhikað hræsnara vegna þess að þeir leggi meiri áherzlu á að hreinsa bikar- inn og diskinn að utan — það sem blasir við öðrum — en hyggi minna að því hvernig þessir hlutir líti út að innan. Ennfremur líkir hann þeim við kalkaðar grafir, sem líti fagurlega út að utan, en séu „hið innra fullar af dauðra manna beinum og hverskonar óhreinindum." Það er vart hægt að tala skýrar og ætti að vera hverjum manni auðvelt að skilja að með þessum orðum er Kristur að fordæma hverskonar hræsni og óheilindi og að það bæti lítið úr skák, að „hreinsa bikarinn" aðeins að utan, — það þurfi fyrst og fremst að hreinsa hann að innan. Með öðrum orðum; við eigum fyrst að hyggja að okkar innri manni, leggja rækt við hugarfarið, leitast við að samræma gott hugarfar og góð verk, þá verður uppskeran eftir því, og ávextirnir góðir. Hugsanir eru í raun og veru athafnir, sem ekki verða máðar út, frekar en hvert það verk, sem við tökum okkur fyrir hendur. Það er því betra að reyna að stjórna hugsunum, eigi síður en orðum eða gerðum. Við getum ekki skýlt okkur endalaust á bak við þögn- ina, hún er aðeins stundargrið, — þvi, við erum það sem við hugsum og þegar kemur að því að gera upp ills reikninginn, fyrir jarðvistina, þá verður ekkert hægt að draga undan. Sá sem í jarðvistinni, aflaði sér ómældra vinsælda með því að tala fagurt við alla, en hugsaði ef til vill ekki jafn vel um „vinina" — hann hefur farið óviturlega að, því að skuldina þarf að greiða, jafnt þar sem hér og þar gilda engin fagurmæli sem ekki koma frá hug og hjarta, þessvegna er betra að vera ætíð heill í hugsun, orði og athöfn. Hugsun, er líka afl — máttur — sem er öflugt tæki til að breyta veröldinni til ills eða góðs, sé því beitt markvisst. Ef meiri hluti mannkyns rækt- aði með sér góðar og göfugar hugsanir og ynni þar af leiðandi aðeins þau verk sem til heilla horfðu, þá myndi sigur hins góða vera skammt undan og hinu illa útrýmt. En eins og málum horfir í dag, í heiminum, virðist hið illa hafa yfirhöndina vegna þess að of fáir finna hjá sér löngun til þess að beita hugsun sinni til góðs, í bæn og til verka. Það eru alltof fáir sem virðast gera sér grein fyrir því hverju bænin getur áorkað, sé henni beitt rétt, þ.e. ekki aðeins fyrir sjálfan sig, held- ur fyrir aðra einnig og þá fyrst og fremst þeim til handa sem orðið hafa útundan við úthlutun lífsins gæða vegna heilsuleysis, ástvina- missis og annarra erfiðra kring- umstæðna og mótlætis. Enginn má verða útundan, allir hafa þörf fyrir fyrirbæn, hvort heldur hann er hátt settur eða „lítill" í okkar augum — eða svokallaður „heið- virður" borgari eða að okkar áliti afbrota- eða á einhvern hátt misindismanneskja. Okkur gleym- ist oft, að það er ekki okkar að dæma, — jafnvel þó að við höfum rétt fyrir okkur og staðreyndir liggi fyrir, það er svo margt sem við vitum ekki — um kringum- stæður, orsakir og tilfinningar, sem liggja að baki. Það er öruggt að þeir, sem mennirnir dæma oft hvað harðast, fá mun mildari dóm hjá þeim sem hefur bæði þekkingu og vald til að dæma af réttlæti — jafnvel sýknaðir — en svo eru aðrir hylltir, bæði leynt og ljóst af mönnunum, sem eru þess alls ekki verðir. Hverju svaraði ekki Krist- ur, Faríseunum og fræðimönnun- um — allt virðulegir og háttsettir menn í samfélaginu — er þeir komu með hórseku konuna og heimtuðu að hún yrði grýtt? Hann bað þann, er syndlaus væri, að kasta fyrsta steininum. Er Krist- ur leit upp, voru allir þessir virðulegu ákærendur horfnir. Hversvegna? Þeir vissu sína eigin sök og voru því ófærir um að dæma aðra. En Kristur sagði blátt áfram: „Eg sakfelli þig ekki held- ur, far þú og syndga ekki upp frá þessu". Hve mikið getur ekki mannkynið lært af þessu enn í dag, ef það aðeins vildi ljá því góða lið og minnast þess að hið illa í heiminum, verður aldrei útrekið, nema með styrk kærleika, góðvild- ar, sannleika og réttlætis. Eins og þú sáir, muntu uppskera. Dagrún Kristjánsdóttir, 22.4.1980. Lögmál góðs og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.