Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 47 begar Geir Hallgrimsson fór í íyrstu opinbera heimsókn íslenzks forsætisráðherra til Sovétríkjanna 1978 var Ishkov aðalfylgdarmaður hans á ferðalagi víða um Sovétríkin. Ilann tók einnig þátt í viðræðum forsætisráðherranna og á þessari mynd er hann fjórði frá vinstri við borðið og situr við hlið Kosygin forsætisráðherra sem nú er sagður einn standa gegn því að Ishkov verði opinberlega ákærður vegna kavíarsmyglsins. Sovétríkin: Kavíarsmygl kom Ishkov úr ráðherra- embættinu „í gróðafíkn þeir flykkjast að kaviarnum eins og flugur að sykurmolum." segir Pravda. handteknir vegna máls þessa í Moskvu og miklu fleiri að því er talið er vítt og breitt um Sovét- ríkin. Það sem kom upp um kavíar- hringinn voru mistök, þar sem „síldardósir" voru sendar í verzl- anir. Hinn almenni Rússi þagði, þegar hann uppgötvaði lúxus- kavíar í stað reyktu síldarinnar, borðaði bara sinn kavíar óg þóttist heppinn. En þar kom að síldardós með kavíar hafnaði á matborði lögreglumanns, sem fór að rannsaka málið. Þar með sprakk blaðran. Kavíarinn hefur sem fyrr seg- ir freistað margra Rússa. Fyrir þremur árum var sextán hátt- settum opinberum starfs- mönnum vikið úr störfum, þegar upp komst um leynilega kavíar- verksmiðju og dæmin eru fleiri. 1978 var framleidd í Sovétríkj- unum gamanmynd um svarta- markaðsbrask með kavíar: „Ég skal gera dulítið fyrir þig, ef þú gerir dulítið fyrir mig“. Mynd þessi varð geysivinsæl og var henni hampað opinberlega. En um síðasta kavíarhringinn hefur verið mjög hljótt eins og sést á því, að fyrstu fréttir eru nú að berast til Vesturlanda ári eftir að Alexander Ishkov var vikið úr stöðu sjávarútvegsráðherra vegna málsins. „ÞESSAR fréttir um Ishkov koma mér ákaflega á óvart, bæði vegna hans valdamiklu stöðu sem æðsti maður sovézkra sjávarútvegsmála í ein 40 ár og svo vegna hins persónulega, en í okkar kynnum reyndist hann sérstaklega vingjarnlegur og hlýr maður,“ sagði Matthías Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráð- herra, er Mbl. spurði hann um kynni hans af Alexander Ishkov fyrrum sjávarútvegsráðherra, sem í fyrra var vikið úr starfi vegna stórfellds kavíar- smygls til Vesturlanda. „Reyndar skil ég nú,“ sagði Matthías, „svolítið skrýtin viðbrögð annars aðstoðar- sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, sem hér var á ferð fyrir skömmu, er ég bað hann að skila sérstaklega góðri kveðju frá mér til Ishkovs.“ Alexander Ishkov kom hingað til lands þrisvar sinnum, síðast 1977 til að undirrita tvíhliða fiskverndunarsamning milli ís- lands og Sovétríkjanna. Árið eftir fór Matthías Bjarnason í opinbera heimsókn til Sovétríkj- anna í boði Ishkovs. „Ég man að Ishkov hafði þá á orði, að það færi nú að koma að því að hann hætti, aldursins vegna," sagði Matthías í samtali við Mbl. „Maðurinn sjálfur kom mér ákaflega vel fyrir sjónir. Hann var ákveðinn samningamaður og reyndi að ná sem mestu fram fyrir sín mál og sína þjóð. En þegar staðið var upp frá samn- ingaborðinu var hann ekkert nema vingjarnleikinn og alúðin.“ Það segir sig sjálft að maður með slíkan ferli að baki skilur eitthvað eftir sig og eitt helzta afrek Ishkovs sem sjávarútvegs- ráðherra var hversu afskaplega vel hann skipulagði fiskveiði- flota Sovétmanna og veiðar hans á úthöfunum." Ishkov átti mikil samskipti við Norðurlönd í ráðherraembætt- inu, við Island, Noreg og Færeyj- ar. Matthías Bjarnason sagði í samtalinu við Mbl., að það sem hann hefði heyrt hjá Norðmönn- um og Færeyingum af þeirra kynnum við Ishkov færi alveg saman við hans eigin reynslu af manninum. Snemma á síðasta ári var skýrt frá því í stuttri frétt á baksíðu Pravda, að Alexander Ishkov hefði látið af starfi sjáv- arútvegsraðherra eftir 39 ára opinbera þjónustu. Blaðið gat þess einnig að Kosygin, forsætis- ráðherra, ætti í sérstökum við- ræðum við starfsmenn sjávar- útvegsráðuneytisins. Það var svo ekki fyrr en fyrir skömmu að fréttir bárust til Vesturlanda um það, sem raunverulega hafði gerzt. Alexander Ishkov ásamt Matthiasi Bjarnasyni sjávarútvegsráð- herra og Einari Ágústssyni utanríkisráðherra við undirritun tvíhliða fiskverndarsamnings 25. apríl 1977. Kavíarsmygl þetta er talið vera eitthvert stærsta auðgunar- mál síðari tíma í Sovétríkjunum og hefur þó kavíarinn leitt margan Sovétmanninn í freistni fyrr. Átta yfirmönnum sjávar- útvegsráðuneytisins auk Ishkovs hefur verið vikið frá störfum vegna málsins og talið er að aðeins persónulegur kunnings- skapur Ishkovs og Kosygins standi í milli ráðherrans fyrr- verandi og opinberrar ákæru á hendur honum. Eftir því sem vestrænir fréttaritarar í Moskvu hafa komizt næst, er hvorki ljóst nákvæmlega hversu mikið af kavíar er um að ræða né heldur hvaða fjárhæðir, en þeir, sem rannsaka málið, eru sagðir öld- ungis hlessa á umfangi málsins. Kavíar í tonnatali var fluttur frá ríkisverksmiðjum í sérstakar umbúðaverksmiðjur, þar sem kavíarinn var settur í dósir merktar reyktri síld. Síðan voru „síldardósirnar" seldar til fyrir- tækja á Vesturlöndum, Sviss og V-Þýzkalands að því er talið er, en „kavíargróðinn" var lagður inn á bankareikninga í Sviss. En kavíarhringurinn stóð ekki að- eins í útflutningi, heldur átti hann líka viðskipti við ýmsa aðila innan Sovétríkjanna, þ.á m. veitingahúsaeigendur. Á þriðja hundrað manns hafa verið Larsen vann í 6. umferð Buxojno. Júgóslavíu. 17. maí. AP. CRSLIT i sjöttu umferð Stór- meistaramótsins í Bugojno urðu þau að Bent Larsen vann Kaval- ek, jafntefli varð hjá Gligoric og Ivkov, skák Kuraica og Timmans fór í bið, Anderson og Tal gerðu jafntefli og einnig þeir LjubojeV- ic og Hort, og Karpov og Polu- gaevski. Staðan er þá sú að Larsen er efstur með 4,5 v., Polugaevski er með 3,5 v., Timman hefur 3 v. og biðskák, Tal og Ljubojevic eru með 3 v., Anderson, Karpov og Ivkov með 2,5 v. og biðskák, Gligoric og Kavalek með 2,5 v., Hort 2 v. og biðskák og Kuraica með 1,5 v. og 1 biðskák. Almennur fræðslufundur um endurhæfingu hjartasjúkra HJARTA- og æðaverndarfélag Reykjavíkur heldur fjórða fraéðslufund sinn á Hótel Borg fimmtudaginn 22. maí 1980 kí. 17.00. Viðfangsefni þessa fundar verður endurhæfing hjarta- sjúkra. Erindi um efnið flytja þeir Magnús Einarsson endur- hæfingarlæknir og Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoðandi. Þá verða pallborðsumræður um viðfangsefnið. Stjórnandi um- ræðna verður dr. Árni Kristinsson læknir en aðrir þátttakendur Magnús Einarsson læknir, Eyjólf- ur Sigurjónsson endurskoðandi og Snorri Páll Snorrason yfirlæknir. Fundarmönnum verður gefinn kostur á að leggja spurningar fyrir þátttakendur við pallborðið og taka þátt í umræðum. Aðalfundur félagsins verður haldinn áður en fræðsludagskráin hefst en öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur í Lögbergi á miðvikudag um lífefnafræði PRÓFESSOR Laurens van Deen- en frá Ríkisháskólanum í Ut- recht í Hollandi er staddur hér- lendis í boði Lifefnaíræðifélags íslands, Sambands evrópskra lífefnafræðifélaga og Springer- Verlag. Heldur hann á miðviku- dag, 21. maí kl. 17:15 FEBS- Ferdinand Springer fyrirlestur- inn í Lögbergi. Fyrirlestur þessi er haldinn árlega i tveimur eða fleiri aðild- arlöndum sambandsins og verður nú haldinn í Tyrklandi, Búlgaríu og Júgóslavíu auk Islands, en hann er nú haldinn hér í fyrsta sinn. Rannsóknarverkefni Laur- ens van Deenen er efnasamsetning og starfsemi frumuhimna og skipulag fituefna og próteina í frumuhimnunni. Hefur hann ritað fjölda greina um sérsvið sitt og tekið þátt í alþjóðasamstarfi lífefnafræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.