Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 18. MAÍ1980 Frásagnir frá fyrstu hendi sem veita innsýn í æðstu forystu Sovétríkjanna eru fágætar. Nú hefur júgóslavneskur diplómat, Veljko Micunovic, sent frá sér bókina Moskvu-dagbók, sem fjallar um tvö og hálft ár sem hann dvaldist í Moskvu sem sendiherra Júgóslava. í starfi sínu komst hann í mjög náið samband við Krúsjeff. Endurminningar hans gefa mjög skýra mynd af óvissu sambandi Júgóslava við Rússa og æðstu leiðtogum Sovétríkjanna, ekki sízt innbyrðis deilum þeirra og tilraun Krúsjeffs tii að halda fram forystuhlutverki Rússa í alþjóðahreyfingu kommúnista. Micunovic var trúnaðarvinur Tito og fyrsti háttsetti fulltrúi Júgósiava í Moskvu síðan Tito rauf sambandið við Stalín 1948. Skömmu eftir komu hans til Moskvu kom til óeirða í Póllandi, sem minnstu munaði að leiddu til íhlutunar Rússa. Uppreisnin í Ungverjalandi fylgdi síðan í kjölfarið. Bæði Júgóslavar og Rússar voru viðriðnir þessa atburði og þeir leiddu til sundrungar milli þeirra. f Moskvu-dagbók sinni birtir Micunovic í fyrsta skipti frásögn af leynifundi, sem Krúsjeff og Tito áttu á heimili Júgóslaviuforseta á eynni Brioni í nóvember 1956. Moskvu-dagbók Moskvu, 25. október 1956 Vestrænir diplómatar dreifa ógnvekjandi fréttum um atburð- ina í Ungverjalandi. Samkvæmt þeim hefur fólk farið út á göturn- ar í stórhópum og komið hefur til ofsafenginna mótmælaaðgerða gegn ungversku ríkisstjórninni. Atburðirnir fengu fljótlega á sig yfirbragð andstöðu gegn stjórn- inni. Mótmælendur eru sagðir hafa brotið niður hið stóra bronzlíkneski af Stalín í Búda- pest... í gærkvöldi hitti ég Krúsjeff að máli í Kreml að beiðni hans. Helzta og eiginlega eina umræðu- efni okkar var Ungverjaland. Krúsjeff var vægast sagt mjög áhyggjufullur að sjá. Hann segir að blóði hafi verið úthellt þar, ásakar Vesturveldin og segir að andsovézk öfl hafi gripið til vopna gegn „herbúðunum" og Sovétríkj- unum. Hann heldur þvi fram, að Vesturveldin stefni að endurskoð- un afleiðinga síðari heimsstyrj- aldarinnar, hafi látið til skarar skríða í Ungverjalandi og muni síðan reyna að brjóta á bak aftur hvert einasta sósíalistaríki í Evr- ópu, eitt af öðru. En hann fullyrð- ir, að Vesturveldin hafi reiknað dæmið skakkt. Hann sagði mér að færa Tito orðsendingu, þar sem fram kæmu viðhorf Rússa til ástandsins og sjá mætti að þau væru þess albúin að svara vald- beitingu með valdbeitingu. Krús- jeff fullvissaði mig um, að sovézka valdaforystan væri algerlega á einu máli um þetta. Rússar mundu styðja pólitíska lausn í Ungverja- landi, ef slík lausn væri möguleg. En Krúsjeff lét á sér skilja, að hann hefði enga trú á slíkri lausn. Hann sagði, að við Júgóslavar gætum komið heilmiklu til ieiðar nú í þágu málsstaðar sósíalisma í Ungverjalandi. Belgrad, 28. október 1956 Ég hafði í fyrsta skipti samband við háttsettá embættismenn hér í gær og í morgun. Ástandið í Póllandi og valdataka Gomulka gegn vilja Rússa, en þó sér í lagi atburðirnir í Ungverjalandi, hafa útskúfað hugljúfum hugmyndum um samskiptin, sem voru milli okkar og Rússa á Krím fyrir tæpum mánuði. Eynni Brioni, 3. nóvember 1956 Skrifstofa Tito skýrði mér frá því í gær, að Krúsjeff og Malenkov kæmu til Brioni síðdegis til mjög mikilvægra viðræðna við okkur. Þeir ferðast undir fölskum nöfn- um með lítilli tveggja hreyfla Ilyushin 14-flugvél. Það voru þeir, sem báðu um að fá að koma, og lögðu áherzlu á að það væri geysilega mikilvægt. Þeir undir- strikuðu einnig þá leynd, sem hvíldi yfir ferðinni. Ég var kvaddur á fund Félaga Tito um kl. 4 e.h. og Félagar Rankovic og Kardelj voru þá þegar hjá honum. Énginn var mættur úr utanríkismálanefnd okkar. Við vorum allir á einu máli um, að Rússar kæmu ekki hingað undir þessum kringumstæðum af nokkurri annarri ástæðu en Ung- verjalandi, þar sem ástandið er stöðugt að verða glundroðakennd- ara. Meiri ringulreið og óvissa ríkir í sambandi við stefnu Nagy- stjórnarinnar en fyrir nokkrum dögum og Búdapest er umkringd rússnesku herliði. Krúsjeff og Malenkov komu til Pula laust eftir kl. sex um kvöldið og fóru síðan með bát til litlu hafnarinnar nálægt bústað Tito á Brioni. Úti var niðamyrkur og ekki sást handarskil, hávaðarok var og sjógangurinn á hinni stuttu leið til Brioni eins mikill og úti á rúmsjó. Við gengum niður að höfn: Tito, Kardelj, Rankovic og ég til þess að bíða hinna óvenjulegu gesta. Krúsjeff og Malenkov voru mjög þreytulegir, einkum Malen- kov, sem gat varla staðið. Rúss- arnir kysstu okkur á báðar kinnar. Þetta var einkennileg athöfn á litlum og mannauðum hafnar- bakkanum. Gestum okkar var mikið í mun að við kæmum saman til fundar eins fljótt og mögulegt væri og hálftíma síðar hófust viðræðurnar á fyrstu hæð bústaðar Tito. Krús- jeff og Malenkov voru einir meira að segja án sendiherra síns í Júgóslavíu. Af okkar hálfu mættu Tito, Rankovic, Kardelj og ég. Enginn annar var í herberginu — enginn til þess að skrifa niður á minnismiða, enginn túlkur og eng- ir „tæknifræðingar“. Ekkert var á borðinu, jafnvel ekki bréfmiði. Enginn skrifaði nokkuð hjá sér; aðeins kom fyrir öðru hverju að einhver okkar hripaði niður hjá sér á miða hvað hann ætlaði að segja eða langaði til að spyrja um og þegar hann hafði lokið máli sínu reif hann miðann og fleygði honum í öskubakka. Það var engu líkara en að við reyndum að búa svo um hnútana, að ekkert vitnað- ist um fund æðstu leiðtoga Júgó- slavíu og Sovétríkjanna og út- rýmdum öllum verksummérkjum. Þetta var allt mjög einkenni- legt. Atburðarásin er eins hröð og á stríðstíma; raunar geisar stríð, sem virðist jafnvel harðna, og það er háð af herafla „fremsta og stærsta lands sósíalismans“ gegn þjóð „sósíalistísks bræðralands" og aðila að „herbúðum sósíalista". Og þetta gerist í fyrsta skipti í sögu sósíalismans! Viðræðurnar við Krúsjeff og Malenkov stóðu frá klukkan sjö um kvöldið hinn 2. nóvember til kl. 5 um morguninn 3. nóvember. Krúsjeff sagði í byrjun, að þeir væru komnir til að ráðfæra sig við okkur um ástandið í Ungverja- landi, eða öllu heldur skýra okkur frá því sem þeir væru að búa sig undir að aðhafast. Þeir sögðu að daginn áður, 1. nóvember, hefðu þeir talað við Pólverja í Brest. Eftir það hefðu Krúsjeff og Mal- enkov farið til Búkarest, þar sem þeir hefðu rætt við Dej og Rúm- ena. Leiðtogar Tékkóslóvakíu und- ir forystu Novotni hefðu komið til fundar við þá. Síðan hefðu Krús- jeff og Malenkov farið til Sofia til viðræðna við Búlgara. Allt hefðu þetta verið leynilegar heimsóknir. Þeir hefðu einnig ráðfært sig við Kínverja. Sendinefnd frá kínverska kommúnistaflokknum undir forystu Liu Shao-chi hefði verið í Moskvu og eins og allir aðrir hefðu þeir verið algerlega sammála Rússum í öllu. Pólverjar hefðu haft sínar eigin skoðanir, en jafnvel þeir hefðu verið sammála því að ástandið í Ungverjalandi væri að snúast upp í gagnbyltingu. Pólverjar vissu hvað Rússar hefðu ákveðið að gera og um aðra undankomuleið væri ekki að ræða. Krúsjeff og Malenkov vildu skýra okkur frá ákvörðun Sovétríkjanna og hlýða á viðhorf okkar. Krúsjeff ræddi hvernig atburð- irnir í Ungverjalandi væru að þróast í gagnbyltingu. Hann byrj- aði með tilfinningahita, án þess að færa fram nokkra alvarlega skilgreiningu á atburðarásinni, og sagði að verið væri að myrða kommúnista í Ungverjalandi, murka úr þeim líftóruna og hengja þá. Hann minntist á áskor- un Imre Nagy til Sameinuðu þjóðanna og fjórveldanna og úr- sögnina úr Varsjárbandalaginu. Spurningin væri sú hvort kapítal- ismi yrði endurreistur í Ungverja- landi. „Hvað getum við gert úr því sem komið er?“ spurði Krúsjeff. „Ef við látum atburðina ganga sinn gang mundu Vesturveldin segja að við værum annað hvort heimskir eða veiklundaðir og það er eitt og hið sama. Við getum með engu móti leyft það, hvorki sem komm- únistar né alþjóðahyggjumenn eða sem sovézkt ríki. Við fengjum kapítalista upp að landamærum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.