Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 38

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 Jarðstöðin Skyggnir í gagnið í lok ágúst: JARÐSTÖÐIN Skyggnir undir Úlíarsíelli í Mosfells- sveit verður væntanlejía tilbúin til notkunar síðla sumars, en nú er unnið af kappi við að ljúka niðursetningu tækja og prófun. Gerir verktaki ráð fyrir að afhcnda Pósti og síma stöðina til afnota kringum mánaðamótin ágúst — september. Af hálfu Pósts og síma hefur byKKÍngarnefnd fylgst með gangi mála, en rekstrarnefnd mun síðan taka við daglegri umsjón stöðvarinnar. í byKginííarnefndinni eiga sæti Gústaf Arnar yfir- verkfræðingur tækni- og rekstrardeildar Pósts og síma, Jón Valdimarsson tæknifræðingur og Jón Þóroddur Jónsson verkfræðingur, en hann hefur unnið með verktakanum og kcmur til með að hafa umsjón með rekstri stöðvarinnar. Blaðamaður Mbl. hitti þá þrjá að máli nýlega og greindu þcir frá verkefnum þeim, sem Skyggnir kemur til með að annast og hafði Gústaf Arnar orð fyrir ncfndarmönnum: — Hlutverk SkytíKnis er fyrst on fremst aö auka mötjuleika á síma- þjónustu milli íslands otí annarra landa, en sæstrentíirnir Scotice, milli íslands, Færeyja of; Bretlands, 0)í Icecan, milli íslands os Kanada, eru nú fullnýttir. Þótt afkastatjeta þeirra hafi síðustu árin verið aukin með ýmsu móti þá hefur hún verið altoörlejía fullnýtt síðustu 2 árin og því orðið brýnt að fjölga talsíma- rásum. Það var hægt annað hvort með því að leggja nýja sæstrengi eða reisa jarðstöð sem þessa og sú lausn varð ofan á. Annað hlutverk Skytígnis er að taka á móti sjón- varpsefni, en símaþjónustan er að- alhlutverkið og hefur orðið vart þess misskilnings að stöðin sé reist að miklu leyti vegna sjónvarpsins. Geturðu lýst í stuttu máli hvernig jarðstöð vinnur? sem er nokkurs konar sameignar- félag allra landanna og rekur það gervihnettina, en hvert land leggur fram ákveðið fjármagn í hlutfalli við notkun þess á gervihnettinum. Einnig má nefna að bilanir eru auðveldari viðfangs en í sæstreng. I jarðstöð er allt tvöfalt og tekur yfirleitt ekki langa stund að skipta um bilaðan hlut og ólíklegt er að samband hennar rofni í marga daga Jarðstoðin Skyggnir i Mosíellssveit verður tilbúin til notkunar síðla sumars og þarna má sjá hvar skermurinn gapir móti sólinni. Ljósm. Emilía en síðan eigi rekstur hennar að standa undir sér. Það er svolítið erfitt að segja til um það strax hvernig verðlagi símtala verður háttað, en eftir því sem talrásunum til útlanda fjölgar ættu tekjur Pósts og síma að fara vaxandi. Það hlýtur líka að verða stefnan að arður sá sem jarðstöðin gefur af sér renni að nokkru til neytenda í lækkuðum gjöldum, en fyrst í stað verða þau trúlega óbreytt. Hvernig er háttað samning- um við Stóra norræna rit- símafélagið, hversu stóran hluta á það í Skyggni? — Eins og áður kom fram er samvinna milli Pósts og síma og Stóra norræna til ársins 1985 um sæstrengina. Svipuð samvinna gild- ir einnig um jarðstöðina. Hlutur þess er kringum 37% af bygg- ingarkostnaði stöðvarinnar en fé- lagið fær tekjur samkvæmt samn- ingi, sem gildir til ársins 1991. Eftir það verður jarðstöðin algjörlega eign íslendinga. Viljum við hins vegar fá fullan umráðarétt yfir henni fyrr, getum við keypt Stóra norræna út eftir ársbyrjun 1986. Alls mun Skyggnir kosta kringum 2,2 milljarða króna. Hversu mikið sjónvarpsefni kemur gegnum Skyggni? — Það hefur aðallega verið talað um að kaupa daglega fasta frétta- þætti frá Evrópu, sem sjónvarpið síðan vinnur úr efni, sem það telur eiga erindi til okkar. Móttaka sjónvarpsefnis gengur þannig fyrir sig, að þegar sjónvarpið hefur keypt Annast aðallega móttöku símtala en sjónvarpsefnis eftir þörfum — I aðalatriðum starfar hún þannig að hún tekur á móti boðum eða merkjum frá gervihnetti, sem staðsettur er yfir miðbaug og fylgir hann snúningi jarðar og er því næstum kyrrstæður séð frá jörðu. Jarðstöð í öðru landi sendir merki upp í gervihnöttinn, sem berast síðan til okkar, en merki þessi eru mjög veik. Loftnet jarðstöðvarinn- ar tekur við merkjunum, sem síðan eru mögnuð upp og sérstakur búnaður gerir síðan kleift að vinna úr þeim „símtalið". Héðan fara símtölin niður í Múlastöðina við Grensásveg, sem verið er að setja upp, og þaðan í símakerfið í Reykjavík eða út á land. Með sjónvarpsefnið gengur þetta svipað fyrir sig. Gegnum gervihnöttinn er tekið við merkjum frá jarðstöð í einhverju ákveðnu landi, sem sjón- varpið hefur skipti við, sent í mælaborð í Múlastöðinni og þaðan eftir sérstakri leiðslu í sjónvarps- húsið við Laugaveg. Hvers vegna varð þessi stað- ur fyrir valinu? — Eitt af því sem ræður vali slíkra stöðva er hornið við gervi- hnöttinn. Gervihnettirnir þrír, sem við komum til með að geta haft samband við, eru allir við miðbaug og því er æskilegt að hafa stöðina sem syðst, en hornið má ekki vera undir 10—12 gráðum. Hér er hornið 17,5 gráður. Við höfðum líka sam- ráð við veðurfræðinga um veðurfar á þeim stöðum, sem til greina komu og vógu uppiýsingar þeirra þungt. Annað sem hefur áhrif á staðarval er fjarlægð frá byggð og þjónustu, rafmagni og hversu mikið kostar að fá landið. Ilefur Skystínir marga kusti umfram sæstreng eða var jarðstóð ódýrari lausn en að leggja nýja strenRÍ? — Jarðstöð hefur talsvert marga kosti fram yfir sæstreng og hún er líka talin vera ódyrari lausn. Ef við lítum á kostir.a má t.d. nefna að sæstrengur hefur aðeins takmark- aðan fjölda talrása, en við jarðstöð má sífellt bæta við og hún gefur líka möguleika á að ná til allra þeirra landa sem starfrækja svip- aða stöð og er það mun einfaldara heldur en að fara um sæstreng og síðan gegnum miðstöðvar í öðrum löndum, kannski mörgum. Nú eru yfir 100 lönd í Intersat—kerfinu, eins og gerst getur með sæstreng. Hann getur slitnað, það tekur kannski marga daga að fá viðgerð- arskip, síðan getur það ef til vill ekki athafnað sig þegar á staðinn er komið og viðgerðin sjálf tekur nokkra daga. Þess hafa líka verið dæmi að sæstrengirnir hér hafi verið bilaðir í fleiri vikur. Þess vegna er mun meira öryggi í jarðstöð og þótt hún geti að sjálf- sögðu orðið fyrir bilunum og skemmdum, t.d. af völdum náttúru- hamfara, þá ætti það að vera sjaldgæft. Nefna má að á þeim 15 árum, sem Intersat—kerfið hefur starfað hefur nýtni þess verið 99,9%. Ilvað þolir skermurinn mik- inn vind? — Skyggnir er byggður með það fyrir augum að þola hið mesta fárviðri. Getur stöðin starfað í allt að 80 hnúta vindi, sem mundi samsvara 14 vindstigum. Stýribún- aður, sem getur verið sjálfvirkur, stýrir loftnetinu í þá stefnu, sem gefur mestan merkisstyrk frá gervihnettinum. Fari vindhraði hins vegar upp fyrir 80 hnúta verður að taka stöðina úr notkun og leggja loftnetið á bakið. Verður hætt að nota sæsíma- strengina þegar jarðstöðin kemst í gagnið eða verða báðar lciðir notaðar áíram? — Samningurinn við Stóra nor- ræna ritsímafélagið gerir ráð fyrir að í árslok 1985 hætti notkun sæstrengjanna, enda voru þeir teknir í notkun á árunum 1961 og 1962 og endingartími þeirra ekki talinn lengri en 20—25 ár. Næstu árin verða því bæði sæstrengirnir og jarðstöðin notuð, en hvað gerist eftir 1985 er ekki enn Ijóst. Það er að mörgu leyti erfitt að vera háður aðeins einni leið með samband við útlönd og stefna marga landa er að hafa tvær jarðstöðvar eða hafa sæstreng líka. Það á eftir að taka um það ákvörðun hér hvort verður ofan á. Hins vegar má nefna að enn er verið að leggja sæstrengi, t.d. milli Evrópu og Bandaríkjanna svo þeir eru alls ekki taldir úreltir ennþá. Verður mikil breyting á aí- greiðslu símtala við útlönd með tilkomu jarðstöðvarinn- ar? — Um leið og Skyggnir kemst í gagnið verður tekinn í notkun nýr búnaður sem gerir það mögulegt fyrir símnotendur að hringja beint til útlanda. Það verður sjálfsagt aðalbreytingin og við gerum ráð fyrir því að opna strax beint samband við Þýzkaland og Suð- ur—Evrópulönd. í Svíþjóð er verið að koma upp nýrri stöð og verður erfitt að komast í samband við hana fyrr en síðast í október og þá hin Norðurlöndin um leið og senni- lega Bretland. Annars verður beina sambandinu komið á smám saman til að létta breytinguna. Oft hefur verið kvartað yfir því á seinni árum að erfitt væri að hringja hingað frá Þýzkalandi og öðrum Evrópulönd- um, en talsverð bót ætti að geta orðið á því. Það má kannski segja að breytingin geti komið fram á símareikningunum, ef mönnum hættir til að tala of langt þegar símastúlkurnar koma ekki lengur inn á línuna og tilkynna tímann. Verða þá talsímaverðirnir á „09“ óþarfir eftir að beina sambandið kemst á? — Nei, þeir verða ekki óþarfir, því að margir kjósa að panta símtöl Byggingarnefnd jarðstöðvarinnar skipa þeir (f. v.): Gústaf Arnar, yfirverkfræðingur, Jón Þóroddur Jónsson verkfræðingur og Jón Valdimarsson tæknifræðingur, en þarna standa þeir hjá aðalstjórn- borðinu í stöðinni sjálfri. sín gegnum stöðina þótt hægt sé að hringja beint. Sumum vex það e.t.v. í augum að hringja beint til útlanda o.s.frv. þannig að þeirra verður áfram þörf. Hins vegar minnkar trúlega álagið á þeim, en það er hreint ótrúlegt hversu miklu þær hafa fengið áorkað við erfið skilyrði og þrengsli og hefur það sýnt sig að afköst þeirra eru mun meiri en venjan er í flestum löndum. Vanda- málið er hins vegar það eitt, að línurnar anna ekki alltaf álaginu og þess vegna safnast upp óafgreidd símtöl og nokkur bið getur orðið. Þetta ætti hins vegar að hverfa með jarðstöðinni, hún ásamt sæstrengj- unum getur annast mun fleiri símtöl er nú er og því verður hægt að afgreiða símtöl til útlanda nokk- urn veginn jafnóðum. Verða símtöl til útlanda ódýr- ari? — Búizt er við því að jarðstöðin verði rekin með halla fyrstu 2 árin, eitthvert efni utan frá, lætur það okkur vita helzt með nokkurra daga fyrirvara, og þá könnum við hvort hægt sé að fá rás og mögulegt sé að taka við efninu. Þetta er hins vegar hægt með styttri fyrirvara, jafnvel nokkrum klukkutímum, en markast af því hvort rás er laus í gervihnett- inum þegar á þarf að halda. Við tökum síðan við efninu, sendum það í mælaborð okkar í Múlastöðinni og þaðan fer það eftir kapli til sjón- varpsins, eins og áður er lýst. Fyrst í stað hefur aðallega verið talað um þessa fréttaþætti, en það er ekkert því til fyrirstöðu að taka við næstum hverju sem er, sem sjón- varpið kann að óska. I framhaldi af þessu mætti nefna að þegar við gengum um húsið var einmitt verið að sjónvarpa frá útför Títos. Var þarna kominn hinn daglegi fréttaþáttur strax um kaffi- leytið, en útförin hafði farið fram þann morgun. Hefði því sjónvarpið getað sýnt þá um kvöldið myndir frá útförinni og er Ijóst að jarðstöð- in flýtir hingaðkomu efnis um að minnsta kosti einn sólarhring. Skermurinn eða loftnetið er rúm- ur 31 metri í þvermál og getur hann snúizt á sérstakri braut, eins og komið er fram. Stöðvarhúsið sjálft er eiginlega undirstöður loftnets- ins, en þar eru hin ýmsu tæki og búnaður, aðstaða fyrir starfsmenn, skrifstofuherbergi, fundaherbergi, viðgerðastofa o.s.frv. En hversu margir munu vinna við Skyggni? — Það verða ekki nema 3 menn hér uppfrá í fastri vinnu, en þeirra hlutverk er aðallega að fylgjast með tækjum og gera við það sem þarf. Eru það símvirkjaverkstjóri og símvirkjar, sem fengið hafa sér- staka þjálfun í Bandaríkjunum til að starfa við slíka stöð. Stöðin verður í daglegri umsjón verkfræð- ings, sem í upphafi mun vera hér verulegan hluta dagsins. Hins veg- ar verður stöðinni að mestu stjórn- að frá Múlastöðinni. Þaðan er hægt að stjórna öllu sem þarf og þess vegna er ekki gert ráð fyrir að hér séu starfsmenn nema í venjulegri notkun stöðvarinnar í dagvinnu. Starfsmannafjölda verður haldið í algjöru lágmarki og eru þeir mun færri en í svipuðum stöðvum er- lendis. Hins vegar á að fjölga reynist það nauðsynlegt, en við viljum frekar byrja með fáa og bæta við eftir þörfum. jt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.