Morgunblaðið - 18.05.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 18.05.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Mörg hættumerki * Iræðu Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra á aðalfundi bankans koma fram ýmis hættumerki, sem ástæða er til að íhuga. Þróun efnahagsmála í heiminum hefur tekið nýja og óheillavænlegri stefnu, sem einkennist af vaxandi misvægi í greiðslujöfnuði, áframhaldandi verðbólgu samfara hættu á efnahagslegum sam- drætti, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, mikilvægustu markaðslöndum okkar. Síðan á styrjaldarárunum hefur ekki mælst meiri verðbólga hér á landi en á síðara helmingi ársins 1979. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 1,4% af þjóðarframleiðslu 1978 en varð óhagstæður um 0,9% 1979, Ýmislegt bendir til þess, að greiðslubyrði vegna erlendra lána muni þyngjast verulega á þessu og næstu árum, ef svo fer fram sem horfir. Aform um takmörkun útlána bankakerfisins á síðasta ári urðu að engu. Þótt þá væri stefnt að því, að aukning peningamagns í umferð yrði 25% á árinu jókst það um 56% og fór þannig langt fram úr áætlun. Greinilegt er, að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar missti alveg tökin á baráttunni við verðbólguna á síðasta ári þrátt fyrir setningu svonefndra Ólafslaga, sem öllu áttu að bjarga. Eftir ráðstafanir ríkisstjórnarinnar um haustið 1978 komst verðbólgan í bili niður fyrir 40% en á árinu 1979 stefndi allt í óefni og verðlag fór að hækka á ný, svo að árshækkun verðbólgunnar var um síðustu áramót komin upp í 60%. í ræðu sinni sagði Jóhannes Nordal: „Þótt segja megi, að sá varnarsigur hafi unnist í efnahagsmálum undanfarin þrjú ár, að náðst hafi viðunandi jöfnuður í viðskiptunum við útlönd og haldið hafi verið uppi blómlegri atvinnustarfsemi í mörgum greinum þrátt fyrir verðbólguvandann, er ekki þar með sagt, að íslenskt hagkerfi eða þjóðfélag þoli slík átök til lengdar ... Baráttan um tekjuskiptinguna hlýtur því að harðna, ákvarðanir um fjárráðstafanir eru teknar á grundvelli óeðlilegrar óvissu um framtíðina og mikilvæg langtíma verkefni sitja á hakanum vegna átakanna við verðbólguvandamál líðandi stundar." Með þessi varnaðarorð í huga er á fáu meiri þörf en styrkri ríkisstjórn, sem tekur á efnahagsmálunum með skynsamlegri festu. Því miður er fátt, sem bendir til þess, að þannig sé málum nú farið. Allir kjarasamningar eru lausir og ríkisstjórnin hefur með sífelldum skattahækkunum gengið þvert á þá stefnu, sem aðilar vinnumarkaðarins telja skynsamlegasta til lausnar á kjaravandan- um. Jóhannes Nordal gat þess í ræðu sinni, hvernig ríkisstjórnin hefði tafið fyrir framgangi þeirrar lögfestu stefnu, að koma á jákvæðri ávöxtun innlends fjármagns og útlána og tryggja þannig bæði aukna fjármagnsmyndun í landinu og réttlæti til handa þeim, sem með sparnaði leggja þjóðfélaginu til fé til rekstrar og fjárfestingar. í samræmi við þessa stefnu áttu vextir að hækka 1. mars s.I. en að beiðni ríkisstjórnarinnar var fallið frá þeirri hækkun. Næsta lögbundna áfangahækkunin á að koma til framkvæmda 1. júní n.k. Af því tilefni sagði seðlabankastjórinn í ræðu sinni: „Vill bankastjórn Seðlabankans leggja ríka áherslu á þá siðferðilegu og lagalegu skyldu að standa við framkvæmd lánskjarastefnunnar sem ákveðin var á síðastliðnu ári.“ Og taldi hann brýnt, að ekki yrði hvikað frá settu marki og breyting verðbótaþáttar vaxtanna verði í fyllsta samræmi við þau fyrirheit, sem gefin hafa verið. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur stóðu að þeirri lagasetn- ingu á síðasta ári, sem markaði umrædda stefnu í vaxtamálum, og það er til marks um hentistefnu þessara flokka og skeytingarleysi um þau loforð, sem þeir hafa gefið, ef þeir ætla enn að tefja fyrir framgangi hennar. Éða eru það fylgismenn Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra, sem nú beita sér fyrir því, að landslögum er ekki framfylgt? I.lok ræðu sinnar vék Jóhannes Nordal að því, að íslendingar hefðu á tímum auðlindakreppu betri skilyrði til þess að mörgu leyti en íi stair aðrar iðnvæddar þjóðir, að halda hlut sínum og tryggja batnandi lífskjör. Vísaði hann þar bæði til fiskimiðanna og ork imda vatnsafls og jarðhita. Og sagði síðan: „En á báðum þessum sviðum er eftir að marka stefnu, sem tryggi hagstæðustu nýtingu þessara verðmæta." Hvergi sjást þess merki, að núverandi ríkisstjórn sé fær um að móta stórhuga og skynsama stefnu á þessum mikilvægu sviðum. Sjávarútvegsráðherrann lætur reka á reiðanum við mótun fiskveiði- stefnunnar og iðnaðarráðherrann er altekinn af hugmyndum um nýjar aðferðir til skattlagningar á orkulindir landsmanna um leið og hann boðar hrerna afturhaldsstefnu að því er iðnþróun og virkjanir varðar. Þannig má með sanni segja, að ræða Jóhannesar Nordal beini huga manna að þeim mörgu hættumerkjum, sem nú gera vart við sig í íslenskum þjóðmálum. | Reykjavíkurbréf Laugardagur 17. maí Llfskjör og atvinnuöryggi I ágætri grein Sigurgeirs Jónss- onar, bankastjóra, sem nýlega var birt í Mbl., og fjallaði um „fram- farir eða stöðnun í íslenzku efna- hagslífi", er m.a. vikið að land- flótta héðan á tímabilinu 1870— 1920. Segir Sigurgeir að sá land- flótti hafi staðið allt frá því að heilbrigðisástand fór að batna að marki hérlendis, svo að verulega dró úr manndauða, og þar til að uppbygging í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, sagði til sín í þjóðar- tekjum og lífskjörum. Greinarhöfundur víkur að þeim landflótta, sem sagt hefur til sín á síðari árum, er vitni um, „að eitthvað mikið sé að í íslenzka efnahagskerfinu". „Þessi tvö ein- kenni, verðbólgan og nýr land- flótti, ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum," sagði Sigur- geir, og eru hættuboðar. Birgir Isleifur Gunnarsson, al- þingismaður, vék að þessu sama fyrirbæri í umræðu á Alþingi um lánsfjáráætlun. Hann sagði: „Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar hafa flutzt brott af landinu íbúar sem hér segir: 1976 2104 1977 2367 1978 2233 1979 2373 — eða samtals á 4 árum 9.077 einstaklingar." Enginn vafi er á því að þessi „landflótti" er að sínu leyti nokkur mælikvarði á mismunandi aðstæður hérlendis og í nágranna- löndum að því er varðar fjöl- breytni í atvinnutækifærum, af- komuöryggi og lífskjör. Þjóð, sem lokar augum fyrir þeim hættuboða er í þessari „þróun'* felst, getur ekki „gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Lífbeltin tvö Landkostir byggjast á tveimur lífbeltum, sem framfærsla og kjör þjóðarinnar hafa hvílt á um aldir. Hið ýtra lífbelti, sem spannar fiskimið okkar; og hið innra lífbelti, sem nær til gróðurbeltis- ins umhverfis hálendið. Nýt- ingarþol þessara tveggja „höfuð- stóla", fiskistofna og gróðurlendis, er takmarkað. Halda þarf þann veg á málum í þjóðarbúskapnum, að arðsemi þeirra beggja verði í hámarki, án þess að ganga á höfuðstólinn. Jafnvel þó svo vel takist til er einsýnt, að annað og meira verður til að koma, ef tryggja á atvinnuöryggi á nýbyrj- uðum áratug (20.000 ný at- vinnutækifæri), sambærileg lífskjör og nágrannalöndum og fyrirbyggja þar með áframhald- andi landflótta, sem því miður hefur sagt til sín hin síðari árin, samanber tilgreindar tölur hér að framan. Framhjá þeirri staðreynd verð- ur ekki komizt, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að eini færi vegurinn til framtíðar atvinnu- og afkomuöryggis og sambærilegra þjóðartekna og lífskjara og ná- grannar búa við er vegur orkunýt- ingar (fallvatna og jarðvarma), iðju og iðnaðar. Orkan í fallvötnum og jarð- varma er auðlind sem endurnýj- ast. í henni felst sú aukning verðmætasköpunar og sú ábót á þjóðartekjur, sem á skortir í dag til að bæta þjóðarafkomuna, og allar starfsstéttir gera kröfu til. Verðmætasköpun í þjóðarbúinu er og forsenda þess að hægt sé að fjármagna þá félagslegu þjónustu á sviði trygginga, fræðslumála, heilbrigðismála, samgöngumála o.fl. félagsmálasviða, sem kröfur standa til. Atvinnutækifæri fram- tíðarinnar verða, ef vel tekst til, ekki sízt innan þessa þjónustu- geira þjóðfélagsins, sem fram- leiðsluatvinnuvegir verða að gera mögulegan. Leidir í atvinnumálum Sigurgeir Jónsson segir í tilvitn- aðri grein: „Tvær meginhliðar eru hugsan- legar. Annarsvegar er það sem nefna mætti almenna iðnaðarleið eða smáiðnaðarleið í íslenzku samhengi. Hún væri fólgin í því að hefja almenna iðnaðarframleiðslu að mestu óháða auðlindum bæði til útflutnings og fyrir innlendan markað ...“ „Hin leiðin byggðist á því að hagnýta aðra náttúruauð- lind en fiskimiðin, þ.e.a.s. orku- lindir landsins, með hliðstæðum hætti og fiskistofnarnir hafa verið hagnýttir og byggja á þeim grunni öflugan útflutningsiðnað." Síðar segir greinarhöfundur: „Ég ætla að taka það fram strax að ég tel algerlega óraunhæft við núverandi aðstæður að ætla sér að fara smáiðnaðarleiðina, ef auka á samkeppnisfæra vöruframleiðslu eins mikið og þörf er á. Hún myndi hreinlega ekki leysa þann vanda að koma í veg fyrir stöðnun. Samt sem áður er vafalaust hægt að ná talsverðum árangri á vissum sviðum, t.d. með framleiðslu í takmörkuðum mæli á sérstökum neyzluvörum í háum gæðaflokki. Dæmi um þetta er hluti af ullar- iðnaðinum, þar sem óhætt er að segja að undraverður árangur hafi náðst." Ástæðan til þess að höfundur telur smáiðnaðarleiðina ekki nægja, eina sér, er tvíþætt: Sam- keppnin frá þróunarlöndunum, þar sem vinnulaun eru brot af því sem hér er, og samkeppnin við háþróuð iðnaðarlönd á þeim svið- um, sem þau standa bezt að vígi. Síðan rökstyður hann að „stór- iðjuleiðin sé miklu vænlegri til árangurs við núverandi aðstæður, og ekki verði annað séð en að öll nauðsynleg viðskiptaleg og tækni- leg skilyrði hafi skapazt til þess að hægt sé að hefja nýtingu orku- linda landsins til iðnaðar í stórum stíl.“ (Sjá greinar Sigurgeirs Jónssonar í Mbl. 9. og 13. maí sl.). Davíð Scheving Thorsteinsson, form. Félags ísl. iðnrekenda, held- ur því hinsvegar fram, „að fara verði báðar leiðirnar, bæði leið smá- og stóriðnaðar, hlið við hlið, hér sem annarsstaðar". — Nefnir Davíð Noreg sem dæmi um land sem farið hafi bil beggja og smáiðnaður og stóriðnaður dafni hlið við hlið. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir í þessu efni hjá þjóðfélagsþegnun- um; einnig um eignarform eða eingaraðild á hugsanlegum stór- iðnaðarfyrirtækjum. Um hitt verður trauðla deilt með rökum, að þriðja auðlindin, orkan, verður að koma inn í efnahagsdæmi þjóðarinnar í mjög ríkum mæli, ef þjóðin á að tryggja sér sambæri- lega lífskjarastöðu á þessum ára- tug og nágrannar hennar beggja megin Atlantsála búa við. Tvær hliðar á sama fyrirbærinu Ef grannt er gáð er rekstrarör- yggi atvinnuvega og atvinnuör- yggi almennings tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Búa þarf at- vinnuvegum þau rekstrarskilyrði að fyrirtækin geti vaxið, ef mark- aðsaðstæður leyfa, tæknivætt sig til að auka á framleiðni og stand- ast samkeppni, og helzt risið undir þeim lífskjörum starfsfólks, sem bjóðast í nágrannalöndum. Til þess að svo megi verða þurfa fyrirtækin að búa að eðlilegri eiginfjármyndun, á sama hátt og gengur og gerist í samkeppnis- þjóðfélögum. En því er ekki að heilsa, bví miður. Eiginfjármyndun, þ.e. gróði eða hagnaður, hefur ekki verið „gælu- orð“ á íslandi. Sífellt hefur verið þrengt að atvinnurekstri, einkum með hvers konar skattheimtu ríkisvalds, sem staðið hefur eðli- legri atvinnuþróun og uppbygg- ingu fyrirtækja fyrir þrifum. Engu er líkara en skattastefnan feli í sér að atvinnureksturinn skuli rétt aðeins skrimta, þegar bezt lætur; sé sífellt á horriminni og háður ríkisforsjánni. Þetta hefur veikt rekstrarstöðu og sam- keppnisstöðu framleiðslufyrir- tækja, og sagt til sín í fábreyttari valkostum á sviði atvinnutæki- færa og minna svigrúmi í kjara- málum almennt. Við aðstæður, eins og nú eru í þjóðarbuskapnum, þ.e. versnandi viðskiptakjör út á við og stöðnun í þjóðartekjum, hefði ríkisvaldið átt að draga saman segl, hægja á skattheimtu, svo ekki yrði gengið um of á rekstrarstöðu atvinnuvega eða kjarastöðu almennings. Öfugt var brugðizt við. Skattheimtan hert meir en nokkru sinni. Hækk- un vörugjalds og söluskatts, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar beitti sér fyrir á liðnu ári, var framlengd, og söluskattur hækk- aður enn um Wi.%. Tekjuskattur hækkaður, útsvör hækkuð, og hlutur ríkissjóðs í benzínverði er 56% svo dæmi séu nefnd. Þetta bitnar að sjálfsögðu bæði á fólki og fyrirtækjum. Því stærri hlut sem ríkisvaldið tekur til sín af þjóðartekjunum, því minna verður eftir til skipta milli ráðstöfunar- tekna fólks og rekstrarfjár fyrir- tækja. Þjódfélags- gerðir Þegar menn velta fyrir sér hvers konar þjóðfélagsgerð sé líklegust til að búa einstaklingn- um afkomuöryggi og frelsi; eða þann ramma, sem næst kemst því að tryggja hamingju þeirra, er eðlilegt að byggja á tiltækri reynslu, sem jafnan er ólygnust. Reynslan af sóíalisma er komin til ára sinna í Sovétríkjunum og fjölmörg ríki A-Evrópu, Asíu og Afríku hafa fetað þessa reynslu- slóð. Eftirtektarvert er að niður- staðan er hvarvetna sú sama, þrátt fyrir allt tal um mismun- andi sósíalisma, bæði að því er varðar efnislega afkomu fólks og andlegt frelsi. Samanburður á þjóðfélagsgerð sósíalismans og hinna borgaralegu lýðræðisþjóð- félaga Vesturlanda leiðir eftirfar- andi ótvírætt í ljós: • — Verðmætasköpun og þjóðar- tekjur í samkeppnisþjóðfélögum vestrænna ríkja eru margfalt meiri — og almenn lífskjör að sama skapi betri — en í hagkerfi sósíalismans. • — Einstaklingsfrelsi til skoð- ana, tjáningar, listsköpunar, at- vinnustarfsemi, ferðalaga o.s.frv. er mun víðfeðmara í borgara- legum lýðræðisríkjum en alræð- isríkjum sósíalismans. • — Hið borgaralega þjóðskipu- lag felur í sér hæfileika til að þróazt frá annmörkum sínum, sem vissulega eru ýmsir, til meiri fullkomnunar, á friðsaman hátt, fyrir meirihlutaáhrif í frjálsum félagasamtökum og leynilegum kosningum til þjóðþinga og sveit- arstjórna. Einnig á þessu sviði eru yfirburðirnir augljósir í saman-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.