Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 48
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jtloríjimblatiib Síminn á afgreiðslunni er 83033 Þorsteinn Pálsson: Sérfundur með VMSÍ með svipuðu sniði og öðrum sérsamböndum „VIÐ höfum marj?ítrekað að við viljum helzt gera rammasamninK við Alþýðusambandið, en hins vegar getum við ekki gert slíkan samning, ef þá skortir umboð tii þess að gera hann,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands í gær, er Morgun- blaðið spurði um væntanlegt tilboð VSÍ til Verkamannasambands Islands, sem getið var í Morgunblaðinu í gær. „Við munum leggja alla áherzlu á að gera slíkan rammasamning við ASÍ, en í raun hefur ekkert enn breytzt með stöðu þess,“ sagði Þorsteinn. Hann kvað ekki búið að boða til neins fundar milli VSI og VMSI og kvað raunar óvíst, hvort af fundi milli þessara aðila yrði, áður en kæmi að sáttafundi milli ASÍ og VSÍ næstkomandi föstu- Vísital- an nálægt áætlun ÚTREIKNINGUR á vísitölu framfærslukostnaðar stendur nú yfir og er ekki lokið. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunbiaðið aflaði sér í gær eru likur á að spá sú, sem gerð var í apríl, standist, en þar var rætt um 13,2% hækkun eða því sem næst. Eftir er þá að draga frá rýrnun við- skiptakjara til þess að finna verðbótavísitöluna, en Ijóst mun vera að hún lækkar þessa tölu a.m.k. um VÆ%. I stjórnarsáttmálanum var því lofað að auka niðurgreiðslur í takt við þá hækkun verðlags, sem yrði. Við þetta var ekki staðið hinn 1. marz og ætli ríkisstjórnin sér að efna þetta loforð, þurfa niðurgreiðslur nú að vera þeim mun rækilegri. Mun ríkisstjórnin hafa hug á að láta niðurgreiðslurnar koma til frádráttar verðbótavísitölu nú. Það mun þó ekki heimilt lögum samkvæmt, þar sem Ólafslög kveða á um að vísitalan sé byggð á verðlagi 1. maí, og verður því að koma til laga- breyting. Velta menn nú fyrir sér, hvort ríkisstjórnin ætlar að gefa út bráðabirgðalög rétt eft- ir að Alþingi hefur verið sent heim. Til þess að fullnægja stjórn- arsáttmálanum þyrfti að auka niðurgreiðslur þannig að a.m.k. 3 prósentustig eyddust. I niður- greiðslum landbúnaðarvara kostar hvert prósentustig ríkissjóð rúmlega 3ja milljarða króna útgjöld á ári. Því er hér um að ræða a.m.k. 9 milljarða króna útgjöld. dag. „Ef af honum verður, verður hann væntanlega með svipuðu sniði og fundir með öðrum sér- samböndum. Við höfum á fundum með þeim hafnað öllum kröfum, sem hafa í för með sér aukinn launakostnað, en samþykkt að ræða önnur atriði í undirnefndum. Geri ég ráð fyrir, að ef af fundi með Verkamannasambandinu yrði, þá yrði hann á svipuðum nótum og þessir fundir með sér- samböndunum." Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, tefur það mjög fyrir samningsgerð, að ekkert hefur heyrzt frá ríkisstjórninni um ósk- ir VSI um þríhliða viðræður, ríkisvalds, ASÍ og VSÍ. Verka- mannasambandið hefur einnig ályktað með þeim hætti, að nauð- syn ber til að ríkisvaldið komi inn í samningsgerðina, þar sem VMSÍ „ieggur áherzlu á að skattalækk- anir frekar en krónutöluhækkanir kaups" séu „raunhæfari kjarabæt- ur til launafólks". Vinnumálasam- band samvinnufélaganna ályktaði einnig og telur nauðsynlegt, „að ríkisstjórnin hafi nú þegar frum- kvæði um viðræður við samtök vinnumarkaðarins um áform ríkisstjórnarinnar um leiðir til þess að ná fram þessum markmið- um og hvernig kjarasamningar verða gerðir við þau skilyrði". Þau markmið, sem rætt er um eru efnahagsleg markmið ríkisstjórn- í Haínarfirði á uppstigningardag og gert að grásleppu í rigningunni. Ljósm. Ól. K. M. * Sölustofnun lagmetis og Iðnaðardeild SIS: Gaffalbitar fyrir hálfan milljarð til Sovétríkjanna SAMNINGAR um sölu á 20 þúsund kössum af gaffalbitum til Sovétríkjanna eru nú á lokastigi að sögn Gylfa Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra Sölustofn- unar lagmetis, en Sölustofnunin í samvinnu við Iðnaðardeild Sambandsins hefur staðið í þessum samn- ingum við sovézka samvinnusambandið. Gylfi sagði að væntanlega yrði hægt að skrifa undir samninga á allra næstu dögum, þar sem þegar væri búið að semja um alla aðalþætti. Verðmæti þessara 20 þúsund kassa er rúm 1 milljón Bandaríkjadollara, eða tæplega hálfur milljarður íslenzkra króna. Á þessu ári hefur þegar verið samið um sölu á 20 þúsund gaffalbitum, þannig að lagmetis- viðskiptin við sovétmenn eru farin að nálgast milljarð íslenzkra króna. Gylfi sagði aðspurður að enn væri ekki búið að semja um sölu á jafn miklu magni og á síðasta ári, enda færu viðskiptin við Sovét- menn gjarnan þannig fram að samið væri um einstaka farma, en ekki gerður heildarsamningur. Þjófurinn sat fastur MAÐUR einn gerði í fyrrinótt tilraun til að brjótast inn í fyrirtæki innarlega á Laugavegi. Ætlaði hann að skríða inn um glugga en tilraunin tókst ekki betur en svo, að hann festist í glugganum og gat ekki með nokkru móti losað sig. Undir öðr- um kringumstæðum hefði maðurinn vafalaust ekki viljað hitta lögregluna en í þetta skipti var hann komu hennar feginn. Lögreglumönnunum tókst að losa manninn úr prísundinni og fékk hann síðan ókeypis gistingu í fangageymslum lögregl- unnar um nóttina. Mikil ölvun í borginni: Ráðist að manni og honum veittir áverkar MIKIL ÖLVUN var í Reykjavík í fyrrinótt, sérstaklega í miðborginni, og miklar annir hjá lögreglunni. Fangageymslurnar fylltust um nóttina og gisti þar 31 maður. Skemmdarverk voru hins vegar með minna móti. Um hálfþrjúleytið í hafi verð á manninn og fyrrinótt fannst maður í hann sleginn. Ekki var búið porti BSR, meðvitundarlít- að taka skýrslu af mannin- ill og með mikla áverka á um þegar Mbl. fór í prent- andliti. Er talið að ráðist un og málsatvik því óljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.