Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 31 Sextugur á morgun: Bjarni Sigurðs- son frá Mosf elli Bjarni Sigurðsson lektor frá Mosfelli, þar sem hann var prest- ur á þriðja áratug, verður sextug- ur á morgun, mánudaginn 19. maí. Sextíu ár er nú á tímum ekki talin umtalsverður aldur en þegar litið er yfir farinn veg, frá því Bjarni fluttist austan úr sveitum að Straumi (Straumsvík) á æsku- árum sínum, kemur fljótt í ljós að þessi yfirlætislausi maður hefur skilað góðu dagsverki. Hann á vonandi enn eftir að bæta þar við. Einbeitni Bjarna kom fram þeg- ar í æsku. Má þar til nefna að hann sótti skóla frá Straumi til Hafnarfjarðar og fór þá yfirleitt alltaf á milli hjólandi eða gang- andi. Úr skóla í Hafnarfirði lá leið hans norður á Akureyri og settist hann í MA. Þaðan lauk hann stúdentsprófi vorið 1942. í Háskól- anum nam hann lögfræði og tók embættispróf vorið 1949. Sama vorið og hann varð júiristi lágu leiðir okkar fyrst saman. Hann gerðist blaðamaður við Morgunblaðið. Hann hafði verið á blaðinu í um að það bil þrjú ár, er hann ákvað að söðla um. Hann gerðist þó ekki lögfræðingur, held- ur settist hann á skólabekk á nýjan leik: innritaðist í guðfræði- deild Háskólans og tók að læra til prests. Bjarni var er hér var komið sögu orðinn fjölskyldufaðir. Hann hætti ekki blaðamennskunni held- ur las hann guðfræðina meðfram daglegum störfum sínum á blað- inu, oft löngum og erfiðum kvöld- vöktum. Skarpa greind, meðfædd- an dugnað og áræðni skorti hinn unga blaðamann ekki. Veraldar- auði var þó ekki fyrir að fara á því heimili. Okkur, sem með Bjarna störfuðum, kom ekki á óvart að hann lauk guðfræðináminu á skömmum tíma. Þetta var í byrj- un árs 1954. Var hann nú orðinn í senn lögfræðingur og guðfræðing- ur. Nú hætti hann blaðamennsk- unni. Mosfellsprestakall hafði losnað og var hann kosinn prestur þar. Bjarni fluttist nú með fjöl- skyldu sína frá Reykjavík upp í Mosfellsdal. Gamla prestsetrið var þá orðið svo úr sér gengið að óhjákvæmilegt var að reisa nýtt. Var það þá um leið flutt á þann stað sem það hafði staðið frá fornu fari, uppi á hól í norður- hlíðum dalsins. Auk þess sem Bjarni þjónaði Lágafellssókn var hann prestur Kjalnesinga og þjónaði Brautar- holtskirkju, en á prestskaparárum hans var Brautarholtssókn hluti af Mosfellsprestakalli. Einnig þjónaði hann Árbæjarprestakalli, því upphaflega náði Lágafellssókn niður að Elliðaám. Seinna var Árbæjarsókn stofnuð. Þjónaði hann henni fram til ársins 1971. Var byggðin þá orðin svo fjölmenn að stofna varð þar sérstakt prestakall. Þá var Bjarni þjónandi prestur í Þingvallasveit í þrjú ár og messaði í Þingvallakirkju. Og ekki skal því'gleymt að hann var prestur Viðeyjarkirkju. Hann kom t.d. á vinsælli skipan messugjörða þar. Hann tók upp miðnæturmess- ur í kirkjunni á Jónsmessunótt. I farsælu starfi sem sóknar- prestur þeirra Mosfellinga hafði hann veg og vanda af því að reist var Stefánskirkja á grunni hinnar fornu Mosfellskirkju. Fór kirkju- vígslan fram vorið 1965. Einn rismesti sonur Mosfellssveitar fyrr og síðar, Stefán Þorláksson, ein af sögupersónum Innansveit- arkróniku Halldórs Laxness, hafði ákveðið að eigur sínar skyldu eftir sinn dag renna til endurreisnar hinni fornu Mosfellskirkju. Sem prestur í sókninni lét Bjarni allverulega til sín taka á sviði félagsmála í sveitinni. Fram á árið 1976 var Bjarni prestur Mosfellsprestakalls, en það sama ár varð hann lektor við guðfræði- deild Háskólans. Bjarni hefur löngum haft af því ánægju að stinga niður penna og liggur eftir hann allnokkurt efni á síðum Mbl. um hin margvísleg- ustu mál, því hugðarefni hans hafa ætíð verið mörg. Veturinn 1968—69 fór Bjarni til framhaldsnáms, sem hann stund- aði við háskólann í Köln í Þýzka- landi. Lagði hann einkum stund á kirkjurétt, en eins og nafnið bend- ir til er það í stuttu máli sagt lagalega hliðin á málefnum kirkj- unnar. Það sem hér hefur verið rakið segir nokkurt brot af sögu hins sextuga lærdómsmanns. Árið 1950 kvæntist Bjarni eig- inkonu sinni, Aðalbjörgu Guð- mundsdóttur, frá Norðfirði. Börn þeirra urðu fimm. Á síðasta ári urðu þau fyrir þeirri sorg að missa son, elzta barnið í systkinahópn- um. Aðalbjörg hefur verið stoð og stytta Bjarna í starfi hans, eftir því sem heilsa og kraftar hafa leyft. Hún, ekki síður en Bjarni, minnist starfsáranna í Mosfells- sveit með þakklæti og gleði. í sveitinni þar uppfrá eignuðust þau ýmsa af sínum beztu og tryggustu vinum. Það eru rúm 30 ár frá því að fundum okkar Bjarna bar fyrst saman. Mannkostir hans fara ekki framhjá neinum, sem honum kynnast, einstaklega viðræðugóð- ur maður er hann og manna glaðbeittastur ef svo ber undir. Við gamlir samstarfsmenn hans á Mbl. sendum honum innilegar hamingjuóskir. Og þessum sextuga vini mínum þakka ég tryggð hans og vináttu. Árna honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á ókomnum árum. Sv.Þ. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERO AÐALSTRÆTI « - SlMAR; 17152-17355 Árni Blandon og Guðbjörg Þórisdóttir hlutu verðlaun fyrir bestu þýddu barnabókina. Næst þeim stendur Páll H. Jónsson, sem hlýtur nú í annað sinn verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina. Lengst til hægri er Jenna Jónsdóttir, sem gerði grein fyrir úrskurði dómnefndar. Ljósm. Kristján. Barnabókaverð- laun hlaut Agnarögn í föðurleit besta þýðingin í GÆR voru afhent verðlaun fræðsluráðs fyrir bestu barna- bækur, útkomnar á árinu 1979 við athöfn í Höfða. Verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabók- ina hlaut Páll H. Jónsson fyrir bókina Agnarögn og fyrir bestu þýðingu á barnabók hjónin Guð- björg Þórisdóttir og Árni Bland- on fyrir bókina „í föðurleit“ eftir hollenska rithöfundinn Jan Ter- low. Báðar komu bækurnar út hjá Iðunni á árinu 1979. Það er venja fræðsluráðs Reykjavíkurborgar að veita slík verðlaun, og munu það vera einu verðlaunin, sem veitt eru fyrir barnabækur. í dómnefnd voru Geir Gunnlaugsson, Jenna Jóns- dóttir og Teitur Þorleifsson. Sagði Jenna er hún gerði grein fyrir vali dómnefndar, að nefndinni hefði verið vandi á höndum, þar sem Páll hlyti verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina annað árið í röð, en sýnt var — svo ekki varð um villzt að bókin Agnarögn bar af þeim íslenzkum barnabók- um, sem út komu á árinu. Bókin Agnarögn byggist á samskiptum æsku og elli og Páll hafi ritað barnabækur sínar eftir að hárin á höfði hans eru orðin silfurgrá. Það sé í senn skemmtilegt og táknrænt að enn stendur við hlið hans ungt fólk, sem tekur á móti þýðingar- verðlaunum. Páll H. Jónsson var lengi kennari á Laugum og var ritstjóri Samvinnunnar, en býr nú á Húsavík. Guðbjörg Þórisdóttir er kennari að mennt og hefur lokið BA-prófi í íslenzku, skilaði þá ritgerð um Kötlu-bækur Ragnheiðar Jóns- dóttur. Árni Blandon er kennari, hefur lokið BA-prófi í sálarfræði, sveinsprófi og meistaraprófi í trésmíði g leiklistarprófi frá London. Hann leikur nú annað aðalhlutverkið í leikriti Sigurðar Guðmundssonar Smalastúlkan og útlagarnir. Þau hjónin þýddu saman verðlaunabókina í föður- leit. En þau hafa áður þýtt og lesið þýðingar sínar í útvarp. Auk þess sem þau ala upp tvö börn, eru þau nú að gera 10 barnaþætti fyrir útvarp. Sigurjón Pétursson, forseti borg- arstjórnar, afhenti verðlaunin í Höfða að viðstöddu fræðsluráðs- fólki, kennurum o.fl. gestum og bað verðlaunahafa vel að njóta. ÁLLISTI MILLIBIL BUTILLÍM RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLÍM DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI 53333 hefur þú gluggaó í okkar gler Hér eru nokkrar staóreyndir varóandi hió fullkomna - tvöfalda - einangrunargler heistu yf irburðir tvöfaldrar límingar GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sltt I framlelöslu elnangrunarglers á (slandi, meö endurbótum I framleiöslu og fram- leiöslutækni. Meö tilkomu sjálfvlrkrar vélasamstæöu f fram- leiöslunni getum viö nú f dag boðiö betri fram- leiöslugæöi, sem eru fólgin f tvöfaldri Ifmingu I staö einfaldrar. Af sérfræðingum sem stundaö hafa rannsóknir á einangrunargleri ertvöföld Ifming besta framleiöslu- aöferð sem fáanleg er f helminum f dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, f þaö sem hún nú er. Aóferðin samelnar kosti þeirra afla sem ekki hefur verió hægt aó sameina f einfaldri Ifmingu, en þaö er þéttleiki, vióloðun og teygjanleiki. j grundvallaratrióum eru báðar aóferóirnar eins. Sú breyting sem á sér staö f tvöfaldri límingu er sú, aö þegar loftrúmslistar (állistar milli gierja), hafa veriö skornir f nákvæm mál fyrir hverja rúöu, fylltir meó rakaeyðandi efni og settir saman á hornum, þannig aö rammi myndast, þá er rammanum rennt f gegn um vél sem sprautar „butyl" Ifmi á báðar hliöar listans. Lfm þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúóunnar. Yfirllmi er sprautaö sfðast inn á milli glerja og yfir álrammann, meö þvl fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf aó hafa til þess aó þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. Minni kuldaleiöni, þar sem rúöur og loftrúmslisti liggja ekki saman. Meira þol gagnvart vindálagi. 1. 2. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.