Morgunblaðið - 18.05.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAfJ'W
Rætt viö Kristinn
Símonarson,
sem unnið hefur
í hálfa öld hjá
0.Johnson
& Kaaber,
— °g
hjólar nú „hring-
veginn“ til þess aö
halda sér viö
Oft varð rýmra í geymslunum
eftir að við komum með vöruna
Hann var fæddur á
Vítusmessu, þ.e. 15. júní
1902, sem helguð er minn-
ingu Vítusar píslarvotts.
Daginn bar upp á
sunnudag. Hann vinnur
hjá 0. Johnson & Kaaber, á
skrifstofu fyrirtækisins
og er aðalstarf hans að
fylgjast með vörubirgð-
um, skrásetja pantanir og
fylgjast með lagertaln-
ingu, því að hver vöru-
tegund á sinn ákveðna
talningardag mánaðarlega.
Lengst af var hann þó
aðalverkstjóri í dreif-
ingardeild fyrirtækisins
og nú í skerplubyrjun á
hann 50 ára starfsafmæli
við fyrirtækið. Maður-
inn er Kristinn Símonar-
son, Stórholti 28 og í tilefni
starfsafmælisins spjöll-
uðum við við hann um
starf hans við fyrirtækið
og hann sjálfan.
Borinn og
barnfæddur
Reykvíkingur
„Ég fæddist í Pálshúsum á Bráð-
ræðisholti, sonur Símonar Olafs-
sonar formanns og konu hans
Sesselju Jónsdóttur. Skólagangan
var skyldunám fyrir fermingu, en
síðar nam ég síldarnóta- og neta-
bætingar — nú og svo lærir svo
lengi sem lifir,“ segir Kristinn og
kímir við. „Faðir minn var alla sína
æfi sjómaður, á skútum á vetrar-
vertíðum og svo á opnum bátum
sumar og haust. Ég var 13 ára,
þegar ég fór í fyrsta róðurinn frá
Stóru-Selvör í Reykjavík og á
haustin vann ég við netabætingar
hjá Guðjóni Olafssyni hjá H.P.
Duus. Sautján ára fór ég á togara,
sem hét Lunita og gerður var út af
Islandsfélaginu. Skipstjóri var
Björn Ólafs frá Mýrarhúsum og
fylgdi ég honum yfir á Maí, þegar
hann kom til landsins. Hinn 7. apríi
1927 varð ég fyrir slysi og varð
óvinnufær vegna lömunar á vinstra
fæti — og þar með var sjómennsk-
unni lokið að rnestu."
Réöst sem
bílstjóri til
0. Johnson & Kaaber
„Ég lærði á bifreið 1928 og tók
bílpróf 1. nóvember sama ár. Arið
1930 réðst ég svo til 0. Johnson &
Kaaber, 24. maí og var ökumaður
þar til 1942, en þá var'ég gerður að
aðstoðarverkstjóra og gerðist jafn-
framt félagi í Verkstjórafélaginu.
Þegar ég kom til fyrirtækisins
var verkstjóri minn Jón Jónsson frá
Bala og bílstjóri var Hjalti Jónsson
og tveir fullorðnir menn, sem báðir
hétu Ólafur, annar Guðmundsson,
en hinn Kárason. Þá voru einnig
tveir unglingspiltar, sem voru látn-
ir sendast með smásendingar um
bæinn og aðstoða í kaffibrennslu.
Höfðu þeir reiðhjól með bögglabera
yfir framhjóli. í kaffibrennslu, sem
tekið hafði til starfa 1924 voru
Ólafur Hjartarson verkstjóri og
aðstoðarmaður Gísli Guðmundsson,
aðallega við pökkun. Fyrsta öku-
tækið var þríhjóla, þannig upp
byggt að yfir framhjólunum var
vörukassi, en slík ökutæki voru
mikið notuð erlendis, aðallega þar
sem sléttlendi var. Þetta ökutæki
hafði ekki það kraftmikla vél, að
fara þurfti krókaleiðir t.d. til þess
að komst upp á Skólavörðuholt.
Árið 1931 fékk svo fyrirtækið sinn
fyrsta bíl, sem var yfirbyggður, en
það var splunkunýr Ford. Þetta var
mjög farsæll bíll, en dálítið var
hann hrekkjóttur."
Kapphlaup viö
bílinn niöur
Bankastræti
„Þetta var í maímánuði árið 1931.
Ákveðið hafði verið að fara í
söluferð um bæinn og var bíllinn,
Ford módel ’31, hlaðinn banana-
kössum. Sölumaður með mér var
Alfreð Andrésson og héldum við
sem leið liggur austur Austurstræti
og upp Bankastræti. Stöðvaði ég
bílinn rétt fyrir neðan, þar sem
Verzlunarbankinn er nú. Þá var að
sjálfsögðu vinstri akstur. Alfreð
sölumaður fór nú yfir götuna í
verzlunina Bristol og gaf mér merki
um það, hve marga kassa ég ætti að
koma með. Þegar ég hafði lagt frá
mér kassana inni í búðinni, varð
mér litið út um rúðu, sem var í
hurðinni. Sé ég þá ekki hvar bíllinn
er farinn af stað og rennur aftur á
bak niður Bankastrætið.
Án þess að segja nokkuð, þaut ég
út og hljóp á eftir bílnum. Komst ég
upp í hann þeim megin, sem sneri
að götunni og tókst að stöðva hann.
Ég ók honum svo aftur á sama stað
og gekk frá honum eins og ganga á
frá bíl, því að mig langaði ekki að
þreyta við hann annað maraþon-
hlaup. Veður var eins gott og verið
gat á sumardegi og því krökkt af
fólki á götunni. Ég veit ekki, hvað
hefði getað gerzt, ef mér hefði ekki
tekizt að stöðva bílinn, en alla vega
fékk ég þarna mína ráðningu og
eldskírn í bifreiðaakstri."
Tókum til í
geymslum verzlana
„Árið 1932 tók kaffibætisverk-
smiðjan til starfa í húsi H.P. Duus
við Fischersund, sem áður hafði
verið fiskþurrkunarhús. Fluttist
Hjalti Jónsson þá þangað og tók við
verkstjórn þar. Þá réðst til fyrir-
tækisins Marteinn Halldórsson bif-
reiðastjóri og áttum við ávallt mjög
góða samvinnu, sem að mínu viti
var til fyrirmyndar. Við vildum
reyna að veita kaupmönnum betri
þjónustu, en þær vörur, sem við
fluttum í verzlanir voru mjög erfið-
ar í flutningi, t.d. sekkir 50 til 100
kg að þyngd og kassar 25 til 50 kg
og jafnvel upp í 100 kg. Verzlanir og
vörugeymslur voru oft og einatt
mjög litlar og því ekki nóg að henda
vörunni rétt inn fyrir dyrnar. Þeir
sögðu því gjarnan: „Ekki veit ég
hvernig á að koma þessu fyrir." Því
buðumst við til að laga svolítið til í
vörugeymslunum, því að oft voru
kaupmennirnir rosknir menn og
pantanir voru stundum allt að því
eitt tonn. Það var því á stundum
rýmra í geymslunum, þegar við
vorum búnir að koma við með
vörur. Þessa þjónustu kunnu kaup-
mennirnir vel að meta og ég held að
fyrirtækið hafi síður en svo tapað á
að veita slíka þjónustu."
„Jú, vissulega var maður oft
þreyttur eftir að hafa stundað
daglangt slíkan burð,“ segir Krist-
inn, er hann er spurður um það,
hvort þetta hafi ekki verið erfið
vinna. „Við unnum við þetta í 10 til
11 klukkustundir á dag og við þetta
þjálfaðist maður og ég veit ekki,
hvort þeir af yngri kynslóðinni með
öll sín hjálpartæki og styttri vinnu-
dag eru öllu hraustari en við
vorum."