Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÖIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAtléÍO Innilega þakka ég ykkur öllum sem sýnduö mér einstaka vinsemd og heiður á áttrœðisaf- mæli minu 30. apríl. ÞORGERÐUR ÞORGILSDÓTTIR, RAUÐALÆK 19. Dragtir Ný sending. Kjólar glæsilegt úrval. Dragtin, Klapparstíg 37. Togvírar 11/2, 2“, 21/2, 23/4 fyrirliggjandi. Hagstætt verö. Jónsson & Júlíusson, Ægisgötu 10 — Sími 25430. Garðyrkjustöð Hveragerði Til sölu er garðyrkjustööin Álfafell í Hveragerði. Stöðin er í fullum rekstri. Ræktuð pottablóm og afskorin blóm. Upplýsingar í síma 13343. Hlutavelta veröur haldin í Fáksheimilinu viö Elliðaár sunnudag- inn 18. maí kl. 14.00. Meðal vinninga: ★ Feröaútvörp ★ Vasatölvur ★ Ótal eigulegir munir ★ Engin núll ★ Allur ágóöi til líknar- og styrktarmála. Kiwanisklúbburinn Elliöi TIL SÖLU Til sölu er fasteignin Stakkholt 3, áöur Heyrnleys- ingjaskólinn. Fasteignin skiptist í tvo megin hluta, sem tengdir eru með stigagangi. Eldri byggingin er kjallari, hæð og rishæö samtals um 385 fermetrar brúttó. Var hús þetta til skamms tíma notað sem íbúðarálma og getur hentað til slíks eöa sem skrifstofur o.þ.l. Nýrri byggingin er samtals 465 fermetrar aö gólfflatarmáli. Er hún á 3 hæöum. 1. og 2. hæð henta vel sem skrifstofur, kennslustofur og þ.h. Á 3. hæö er hins vegar 5 herb. íbúö um 130 fm. Húsin eru um 200 m frá Hlemmtorgi. Nánari uþpl. eru veittar á skrifstofu Hampiðjunnar h/f viö Brautarholt. Þorvaldur ólafsson prófdómari ásamt nokkrum nomendanna á prófstað. Stýrimannaskólinn í Eyjum: Níu nemar þreyttu próf í sundköfun Prófið fór fram í sundhöllinni í Vestmannaeyjum og í snjónum við Æðarsand norðurundir Heimakletti. Síðari hlutinn þótti talsverð þolraun fyrir kafarana og áttu þeir að kafa eftir snurpu- hring niður á 11 metra dýpi og koma honum í land eftir botnin- um um 200 metra leið yfir grýttan botninn. Þetta námskeið á vafalaust eftir að koma þess- um verðandi stýrimönnum og öðrum til góða í framtíðinni ef óvænt óphöpp verða á hafi úti. Um borð i Lóðsinum á leið á prófstað, Friðrik Ásmundsson skólastjóri (t.v.) og Einar Sveinn Jóhannesson skipstjóri. Á leiðinni með snurpuhringinn í land bar ýmislegt fyrir augu, marhnúta, igulker og ufsatitti. NÍU NEMENDUR við Stýri- mannaskólann i Vestmannaeyj- um luku fyrir nokkru nám- skeiði og prófi í sundköfun og er þetta í fyrsta skipti, sem froskköfun er meðal náms- greina i slíkum skóla hérlendis, en hér var þó ekki um skyldu- fag i skólanum að ræða. Gunn- ar Felixson hjá Tryggingamið- stöðinni afhenti þeim er þreyttu prófið skírteini sín, en Trygg- ingamiðstöðin gaf skólanum köfunarútbúnað að andvirði 2.5 milljóna króna við það tæki- færi. Námskeiðið í köfuninni hófst í byrjun þessa árs og hófu um 30 manns þátttöku í því, en 9 gengust síðan undir lokapróf. Kennarar voru Sigurður Ósk- arsson og Jóhannes Kristjáns- son, kafarar í Eyjum, en próf- dómari var Þorvaldur Ólafsson starfsmaður Siglingamálastofn- unar ríkisins. Próf þetta gefur í raun ekki sérstök réttindi, en hins vegar fá viðkomandi viður- kenningu samkvæmt alþjóðleg- um reglum um froskköfun. ■ ■*«« ■ 11 3£1 «i > Stór og myndarlegur hópur stýrimannaskólanema í sundlauginni í Vestmannaeyjum í vetur, en allmargir heltust þó úr lestinni áður en yfir lauk. Nemendur í lauginni, kennararnir á bakkanum. (Ljósm. Sigurgeir.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.