Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 27

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 27
-Il.-Jk MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 „Að sitja uppi með skömmina af styrjöld, sem Bandamenn tapa“ Eftir flóttann frá Dunkirk bauð Hitler upp á frið en fékk heldur kaldar kveðjur frá Bretlandi. Or- ustan um Bretland hófst. Þjóverj- ar beindu í fyrstu flugher sínum gegn hernaðarlega mikilvægum stöðum, radarkerfi Breta og flug- völlum. Brezki flugherinn var illa undir átökin búinn en baráttan í loftinu var vægðarlaus. Þjóðverj- um varð vel ágengt í kafbátahern- aði sínum. Bretland virtist að falli komið þegar Hitler beindi flugher sínum að borgum Bretlands. Þetta gaf flugher Breta óvænt svigrúm, flugveliirnir voru ekki lengur helsta skotmark þjóðverja. En Hitler ætlaði að brjóta á bak aftur baráttuþrek Breta með lofthern- aði gegn borgum landsins. Linnu- lausar loftárásir voru gerðar — og Coventry var lögð í rúst. Bretar vissu fyrirfram um þá árás í gegn um dulmálsvél sína. Það var Churchill þung raun, þegar hann varð að velja á milli að vara íbúa Coventry við — eða eiga á hættu, að Þjóðverjar kæmust á snoðir um að Bretar hefðu dulmálsvél í sínum fórum. íbúar Coventry voru ekki varaðir við og þann 14. nóvember 1940 var borgin lögð í rúst. Hitler grobbaði sig af eyði- leggingu Coventry og sagði að allar borgir Bretlands yrðu „Cov- entryseraðar". Bretar komust á snoðir um fyrirhugaða innrás Þjóðverja í landið í gegn um dulmálsvélina í Bletchley. Útlitið var svart — fall Bretlands virtist yfirvofandi. Stephenson fann mjög til þessa hugsunarháttar í Bandaríkjunum. Þetta gerði starf hans mun erfið- ara. Öflugir aðilar í Bandaríkjun- um kærðu sig ekki um þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu. Það var álit margra áhrifamikilla ráðgjafa forsetans, og undir það ýttu tveir helstu sendiherrar Bandaríkjanna erlendis, þeir William Bullitt i París og Joseph Kennedy í Lund- únum, að barátta Breta væri vonlaus. Joseph Kennedy fór ekki dult með þá skoðun sína, að stríðsrekstur Breta væri vonlaus. Hann hvatti forsetann ákaft til að fara ekki í stríð og varaði hann við að „sitja uppi með skömmina af styrjöld, sem Bandamenn gerðu ráð fyrir að tapa. Kennedy skrif- aði til Roosevelt: „England berst fyrir eigum sínum. Þeir berjast ekki gegn Hitler, ... þeir munu á allan mögulegan hátt reyna að finna leið til að flækja okkur í styrjöldina." Hann varaði banda- ríska auðjöfra við stuðningi við Breta. — þeir væru gjaldþrota og skorti gull til að greiða fyrir hergögn keypt í Bandaríkjunum. Stephenson var á öndverðum meiði. „Vopnabúr Bretlands eru tóm,“ sagði hann við forsetann, „en við munum sigra. Bretar láta ekki beygja sig auðveldlega". Churchill bað forsetann um að láta Bretum í té 50 tundurspilla en forsetinn varð að hafna því þar sem til þess þyrfti samþykki þjóðþingsins og tíminn væri ekki hentugur. Staða Roosevelts var erfið — meirihluti starfsmanna Hvíta hússins var gegn þátttöku í styrjöld. Sífelldar fregnir um nýja og nýja ósigra Breta fyllti hann efasemdum um getu þeirra til að standast Þjóðverjum snúning. Þá voru forsetakosningar framundan í landinu og almenningur var engan veginn tilbúinn í styrjöld, og vildi ekki heyra á slíkt minnst. Raunar var Roosevelt ásakaður um að ætla að steypa landinu í stríð ef hann næði kosningu en hann neitaði því alfarið. Forsetinn varð að fara eins leynt með stuðning sinn við Breta og hægt var, því ef það spyrðist út, myndi 235 var hægt að smíða kjarnorku- sprengju. Þetta kom Róosevelt í sjálfu sér ekki á óvart, það er, að hægt væri að búa til karnorkusprengju. Al- bert Einstein, hafði sex mánuðum áður skrifað forsetanum bréf, og skýrt honum frá „sérstaklega öfl- ugri sprengju af nýrri tegund" sem hægt væri að smíða. Einstein lagði til við forsetann að hann skipaði sérstakan ráðgjafa til að hafa samband við vísindamenn, sem unnu á þessu sviði og sameina krafta þeirra. Stephenson gerði Roosevelt ljóst, að á 'þessum árum voru Bretar lengst komnir á sviði kjarnorkuvísinda. Starf á þessu sviði fór fram í Lundúnum, Ox- ford, Cambridge og Liverpool. Ef nazistar næðu þessum borgum, þá myndu þeir taka risastökk fram á við í kjarnorkuvísindum. Hættan var, að ef Bretland yrði hernumið, þá myndu Þjóðverjar uppskera þrotlaust starf brezkra vísinda- manna á sviði kjarnorkuvísinda — og ekki þurfti að skýra fyrir Roosevelt hvaða afleiðingar það hefði í för með sér, ef Adolf Hitler hefði yfir að ráða kjarnorku- sprengju. Stephenson skýrði forsetanum einnig frá dulmálsvélinni, sem Bretar höfðu náð á sitt vald, og þrotlausri vinnu í Bletchley við að rjúfa dulmálslykla Þjóðverja. Hann skýrði forsetanum frá hinni umfangsmiklu leyniþjónustu Breta og hve mikilvægum hlekk borgaralegir menn gegndu í því starfi. Hann skýrði frá þeirri staðfestu Breta, að gefast ekki upp gegn Þýzkalandi nazismans. í Evrópu yrði unnið neðanjarðar gegn hernámi Þjóðverja. Helztu vopn sem beitt yrði í slíkri bar- áttu, var öflug leyniþjónusta og þekking á sviði skæruhernaðar. Skæruhernaður varðar veginn inn í Evrópu „Skæruliðar" spurði forsetinn. „Þeir munu varða veginn aftur inn í Evrópu," svaraði Stephenson. „Hvernig" spurði forsetinn. Steph- enson tók þá appelsínu af borði‘og sagði: „Ef ég væri ormur og vildi komast inn í þessa appelsínu, þá myndi ég skríða á henni, þar til ég fyndi holu til að komast inn. Svo gæti farið, að ég þyrfti að skríða, þar til appelsínan rotnaði og hola myndaðist. En ég mundi komast inn í appelsínuna, að því tilskildu þó, að ég svelti ekki fyrst. Ef við sveltum ekki áður... þá munum við komast aftur inn í Evrópu.“ Roosevelt greip þegar inntak um- mæla Stephenson. Bandaríkin yrðu að veita Bretum umfangs- mikla aðstoð, ef Bretar ættu að þrauka. Vopn, vígvélar, matvæli, sam- vinna á sviði leyniþjónustu — hvaðeina. Innan nokkurra klukkustunda hafði Roosevelt komið á fundi með Stephenson og John Edgar Hoo- ver, yfirmanni bandarísku al- ríkislögreglunnar. Stephenson ræddi um, að koma þyrfti á samvinnu FBI og Breta, sem yrðu að fá að starfa í Bandaríkjunum — koma þar á laggirnar leyni- þjónustu. Hoover sagði, að hann gæti ekki heimilað slíka starfsemi. Til þess þyrfti leyfi frá forsetan- um sjálfum. „Ég mun fá það“ svaraði Stephenson að bragði. „Að því tilskildu, þá munum við starfa saman. Þú og ég. Engir aðrir koma þar nærri." Þetta var upphafið að samstarfi þessara tveggja manna — langri samvinnu og á köflum stormasamri. Stephenson til- kynnti til Churchill: “Forsetinn hefur lagt drög að nánustu mögu- legri samvinnu brezku leyniþjón- ustunnar og FBI. Það, að forsetinn skuli samþykkja þetta, sýnir stað- festu hans í að standa með okkur. Nazistar í Bandaríkjunum eru vel skipulagðir. Þeir munu gera sér grein fyrir nauðsyn bandarískrar hjálpar við Breta og munu því beina spjótum sínum, að því að halda Bandaríkjunum hlutlaus- um.“ hans og Roosevelt, sem gerði sér grein fyrir hættunni af nazisman- um. ílann gerði sér grein fyrir, að „fyrsta víglína" Bandaríkjanna var Bretland. Hann vildi lítið eiga saman að sælda við Chamberlain — þess vegna hafði hann snúið sér til þess manns á Bretlandi, sem var í fararbroddi þeirra afla, er vildu berjast fyrir lýðræðinu í heiminum. Það var ákveðið að Stephenson færi til Bandaríkjanna. Hann flaug með kanadísku vegabréfi norðurleiðina, um Labrador til Montreal. Hann hélt til fundar við Roosevelt og það sem hann hafði að segja forsetanum var sláandi: Brezkir hermenn um borö í skipum á leiö frá Dunkirk í júní 1940. Bretar uröu aö yfirgéfa gífurlegt magn hergagna á meginlandinu. uldi þeirra — en aðeins að því tilskildu, að okkur takist að þrauka hér á Englandi.“ Roosevelt — haukurí horni Breta Bretar áttu dyggan stuðning Franklin Roosevelt, forseta Bandaríkjanna. Hins vegar var mikil andstaða í Bandaríkjunum við stríðsrekstur. Einangrunar- sinnar voru mjög öflugir og bundu hendur forsetans. Áður en Churchill varð forsætisráðherra höfðu skapast sterk tengsl milli Þjóðverjum hafði tekist að kljúfa atóm úranium Bretar höfðu komist að því, að Þjóðverjar undir stjórn tveggja vísindamanna, Otto Hahn og FrTEz Strassmann, hafði tekist að kljúfa atóm úraníum. Áhugi Þjóðverja á þungavatnsverksmiðjunum í Nor- egi staðfesti einnig hvað Þjóðverj- ar voru að hafast að. Þá var einn fremsti kjarnorkuvísindamaður heims, Nóbelsverðlaunahafinn Niels Bohr, í hernumdu landi Þjóðverja — Danmörku. Bretar vissu, að með því að nota úraníum Sjá næstu síðu A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.