Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAI1980 33 og Fleetwood Mac og enn erfið- ari að fá, en þetta eru nokkur nöfn sem selja sínar plötur vel hér, þó listgildi svo vinsælla hljómsveita hafi alla tíð verið dregið í efa af ýmsum. Eins má nefna aðra ódýra hljómsveit, Police, sem er þriggja manna hljómsveit, með einn rótara, en þeir hafa selst vel hér, og rekja rætur sínar í jazz, og hljóm- sveitargryfjur í merkum Leik- húsum í London! Giska má á að kostnaður við vinsælar hljómsveitir sé á bilinu 30—40 milljónir með flutningi á hljómtækjum sem ætla má að sé um 20 milljónir af því þar sem um sérstakt leiguflug væri að ræða. Ef þessi tæki væru til hér á landi, þ.e. leigutæki eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum væri augsýnilegt að hægt væri að komast sæmilega En þó út úr góðum hljómleikum. tæki væru fyrir hendi er vissu- lega líklegt að helmingur allra tónlistarmanna þyrfti að hafa með sér sérbúnað og hreinlega léki ekki nema með sínum eigin tækjum þannig að það er spurs- mál líka þó að það auðveldaði allar umræður við erlenda að- ilja. Þess má líka geta að þó enn haldi Listahátíð þeim möguleika opnum að poppið eigi sinn full- trúa á Listahátíð þá er hann einn á móti 100. Ef Listahátíðarmenn hafa einhvern tímann þurft að ráða hljómsveitir á árshátíðir eða skólaböll, ættu þeir að vita, að jafnvel íslenskar hljómsveitir sem hafa kveinkað undan verk- efnaskorti, eru oftast fullbókað- ar 2—3 mánuði fram í tímann, ef eitthvað er í þær spunnið. T.d. hafa flest allar hljóm- sveitir ráðstafað sumartíman- um nú þegar. Erlendar hljómsveitir sem eru á plötusamningum og með umboðsmenn eru mun erfiðari að eiga við hvað viðvíkur tíma. Yfirleitt eru umboðsmenn til- búnir með ársáætlun fyrir fram ársfjórðungslega, samkvæmt viðtali við B.P. Fallon síðastliðið sumar, en hann var einn af lykilmönnum á Knebworth hljómleikum Led Zeppelin í fyrrasumar. Fallon, sem einnig hefur hljómsveitir eins og Boomtown Rats o.fl. og var umboðsmaður Marc Bolan upp á toppinn og þar til hann tók við því sjálfur, tjáði undirrituðum einnig að undirbúningurinn að Kneb- worth hljómleikunum hefði tek- ið um ár, og þess má líka geta að til stóð að þeir léku á íslandi viku áður, en skiptu yfir á Danmörku á síðustu stundu, þar sem erfitt var að ná fótfestu hér. En þó Listahátíð telji ekki þess vert að leggja jafn mikið í að ná popp listamönnum og öðrum, þá er það þó gleðifrétt fyrir unnendur popp tónlistar að söluskattsniðurfellingin á tón- leikahaldi nær til popptónlistar að þessu sinni og það ætti að greiða veginn til þess að mögu- legt sé að halda hér hljómleika hvort heldur sé með innlendum eða erlendum og ef stór og mikil hljómflutningstæki koma í sumar eykur það enn veg popp- hljómleikahalds, og ætti jafnvel að skapast álíka grundvöllur og á jazzhljómleikum. Og við efum það ekki að þó Listahátíð mistakist enn einu > sinni að fá popp fulltrúa þá verður einhver annar til þess að fylla það skarð. Madness koma til íslands! Hljómplötuútgáfan Steinar hf. mun fá bresku „ný-ska“ hljómsveitina Madness til lands- ins í sumar. Þrátt fyrir það að allt útlit sé fyrir því að Listahátíð bregð- ist yngri kynslóðinni með popp- hljómsveitir, þá eru aðrir sem koma til með að uppfylla þær óskir. Steinar hf. eru þeir fyrstu til að tilkynna komu popp- hljómsveitar í sumar, og eflaust ekki þeir siðustu. Madness er hljómsveit sem er búin að gefa út eina breið- skífu sem gengið hefur ágætlega hérlendis og gekk mjög vel í Bretlandi. Þess má geta að þrjú lög af þessari plötu, „One Step Beyond“ náðu toppnum í Bretlandi. Madness verða í heimsreisu í júni-júlí og er á stefnuskrá að hagraeða íslandi inn í þá mynd. en ef það bregst kemur hljóm- sveitin gagngert til íslands að þeirri reisu lokinni. Steinar Berg, forstjóri Steina hf. tjáði Slagbrandi jafnframt að útgáf- an væri þess utan með mörg járn í eldinum og kæmu margar hljómsveitir og listamenn til greina að koma til íslands. Þursarnir í Þjóðleikhúsinu Hinn íslenski Þursaflokkur heldur lokatónleika sína í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöldið 19. maí næstkom- andi klukkan níu. Þessi setning hljómar kannski einkennilega, en það hefur þó gerst að popphljómsveit hefur fengið Þjóðleikhúsið til umráða eitt kvöld til hljómleikahalds ef kalla má Þursana popp- hljómsveit. Undanfarna mánuði hafa þeir farið víðreist um landið og leikið á 31 hljómleik og gerðu sér meira að segja ferð til ísafjarðar, en sá landshluti hefur oftast verið skilinn út undan. Efni hljómleika þeirra byggist að mestu upp á seinni plötu þeirra „Þursabiti", en lögin hafa mörg hver tekið á sig nýjan búning í meðförum þeirra í þessari ferð, en auk þess eru þeir með lög af fyrstu plötunni og ný lög sem enn hafa ekki myndast á plast. Dagskráin er orðin um tveggja og hálfs klukkutíma löng með hléi. Verður gaman að heyra hvernig tónlistin nýtur sín í þessu völundarhúsi, en það ku vera búið ágætum hljómskilyrðum. Um 600 manns komast í sæti og miðaverð vera nokkuð skaplegt, eða 5000 kr. í betri sætunum en eitthvað lægra á svölum, enda þörf á kíkjum þar. Lokatónleikar ÞURSANNA á þessu ári! Hljómleikar þessir verða líklega þeir síðustu með Þursunum í þeirri mynd sem þeir eru í dag, því til stendur að stokka ríflega upp í sveitinni, þó ekki sé komið á hreint hvernig. Einnig gerðu þeir ráð fyrir að tónlistarstefnan breyttist eitthvað, og þeir semdu efnið að mestu leyti sjálfir. Annars stendur til hjá þeim að hefja vinnu að nýrri rokkóperu um Gretti í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, og verður það að líkindum sýnt í Iðnó í haust. Munu þeir semja tónlistina við stykkið. Þar að auki hyggjast þeir taka sitt fyrsta sumarfrí síðan Þursaflokkurinn var stofnaður, en þess má líka geta að í sumarfríinu ætla þeir að hefja vinnu á nýrri breiðskífu! Og hluti þeirra mun þess utan koma við sögu í væntanlegri kvikmynd um Tívolí, sem byrjar í haust, en þar munu þeir sjá um tónlistina. Þannig að þó Þursarnir verði önnum kafnir er hér um síðasta tækifæri að ræða til að sjá þá flytja þá tónlistarstefnu sem þeir hafa byggt upp á undanförnum tveim árum. Þess má geta að ef miðar verða einhverjir eftir á mánudeginum verða þeir til sölu í Þjóðleikhúsinu nokkrar stundir fyrir sýningu. Rolling Stones enn að vinna að nýju plötunni Þeir sem hafa beðið eftir nýju Rolling Stones plötunni, sem reyndar var tilbúin 1979, og átti svo að koma út i mars, síðan í april, siðan var komið á hreint að hún ætti að koma úr 2. mai, þeir verða að biða ögn lengur! Þó að það hafa verið komið plötunúmer og hvaðeina hefur það nú gerst að Jagger og félagar eru i stúdiói þessa dagana að endurblanda nokkur lög, og nafnið „Emotional Rescue“ verður jafnvel ekki endanlega nafnið. Annars er plata þeirra nokkuð merkilegt fyrirbæri, þar sem hún á að vera haldin þeim eiginleika að ekki sé hægt að gera nema ónýta afsteypu af henni þannig að ólöglegar útgáfur verða ekki til staðar í þetta sinn. Þó er sagt að platan komi um miðjan maí, en við eigum eftir að sjá það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.