Morgunblaðið - 18.05.1980, Síða 41

Morgunblaðið - 18.05.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 41 skulu ekki raktar hér, en það varð til þess að Erlendur naut ekki fullra eftirlauna. Árið 1966 lætur Erlendur af störfum sem yfirmaður bruna- mála og hafði hann þá starfað hjá eftirlitinu í 32 ár sem fastur starfsmaður. Erlendur sótti ýms- ar ráðstefnur erlendis og skóla, t.d. í Ósló í Noregi, Danmörku og Hollandi, en þar lærði hann með- ferð í sambandi við olíuskip. Ég var búinn að þekkja Erlend frá því ég var á unglingsárum og átti margar ógleymanlegar ánægjustundir með honum og eins er hann miðlaði mér af fróðleik sínum í brunamálum, m.a. er ég fór með honum í eftirlit kringum landið. Hann var að mörgu leyti sérstakur persónuleiki, heill og heilsteyptur, sem hélt ró sinni á hverju sem gekk. Það sem mig undraði mest, og fleiri reyndar, að hann virtist ekki geta reiðst, hversu illa sem viðmælandi lét, heldur átti hann það til að koma með sitt sérkennilega bros, sem honum einum var lagið. Það var oft hart sótt að Erlendi og af óbilgirni, en Erlendur var fastur fyrir og heill í sinni rósemi. — Hann var trúr sínum málstað — hinn góði þjónn, er ekki mátti vamm sitt vita. Með erfiði sínu plægði hann hrjóstruga jörð og sáði, en aðrir uppskáru. Farsælu ævistarfi er lokið og að leiðarlokum skal honum þakkað. Far þú í friði, þú hinn trúi þjónn. Ég veit að hann trúði orðum frelsarans: Ég lifi og þér munuð lifa. Sig. Þórðarson. Ferming í dag FERMING í Búrfellskirkju í Grímsnesi í dag 18. maí kl. 14. Prestur sr. Ingólfur Ástmarsson. Fermd verða: Ingi Þór Jónsson, Irafossi. Laufey Böðvarsdóttir, Búrfelli. Ragnhildur Kjartansdóttir, Vaðnesi. Athafnasemi unglinga í Reykjavik könnuð: Yfir 33% unglinga vinna með skólanum Nærri 50% vilja fá skautahöll í hverfi sitt Fyrirlestrar um heyrn spendýra og taugastarfsemi Dr. Gareth Leng frá rannsókna- stöðinni i Babraham i Englandi mun flytja tvo fyrirlestra um rannsóknir sínar í boði rann- sóknarstofa i lifeðlisfræði og lífverkfræði. Mun hann fjalla um nýlegar athuganir sínar á heyrn spendýra svo og rannsóknir, sem hann hefur unnið að á starfsemi tauga í heiladingli og undirstúku og áhrif þeirra á losun hormóna. Fyrri fyrirlesturinn nefnist „Coding in endocrine neurons" og verður hann fluttur þriðjudag 20. maí kl. 13 og hinn síðari „The physiology of the cochlear recept- or system" flytur hann á fimmtu- dag 22. maí kl. 11 og verða þeir báðir fluttir í húsnæði Háskólans að Grensásvegi 12 og eru öllum opnir. SAMSTARFSNEFND á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur og Fræðsluráðs Reykjavíkur, sem starfað hefur undanfarin ár, hef- ur látið safna ýmsum upplýsing- um um tómstundaiðju unglinga. Var í könnuninni leitast við að fá svör þeirra við spurningum um æskulýðs—, tómstunda— og skólamál. Félagsvisindadeild Há- skólans undirbjó og skipulagði könnunina og önnuðust hana í samvinnu við fulltrúa nefndar- innar þeir Þorbjörn Broddason, Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Karisson. Könnunin fór fram meðal nem- enda í 5.-9. bekk grunnskóla í nær öllum skólum borgarinnar 5. febr. sl. Voru 6.636 nemendur í þessum bekkjum og náði könnunin til 6.025 eða 91,2% þeirra. Dregið var úrtak 899 svarlista úr könnun- inni og byggjast niðurstöðurnar á tölvuúrvinnslu þess úrtaks. Gekk úrvinnsla könnunarinnar óvenjuhratt fyrir sig þar sem niðurstöðurnar liggja fyrir innan þriggja mánaða frá því að frum- gagna var aflað að mati þeirra er að könnuninni stóðu. Hér verður gripið niður í nokkrar niðurstöður könnunarinnar og tölur teknar úr töflum. Heimanám Varðandi heimanám á dag kem- ur í ljós að 52,8% af heildinni telja sig verja minna en 1 klst. á dag í heimanám, 48% stúlkna og 57,4% pilta. Rúm 38% heildarinnar verja 1—2 tímum á dag í heimanámið, 6,5% verja 2—3 tímum á dag og 0,8% 4 tímum eða meira. Þá kemur fram í töflum að sá tími, sem fer í heimanám virðist óháður því hvort eða hve mikið móðir vinnur utan heimilis og fram kemur í annarri töflu að athafna- semi í tómstundastarfi virðist ekki draga merkjanlega úr þeim tíma, sem varið er til heimanáms. Tómstundir Þá var ítarlega spurt um tóm- stundaiðju og aðra athafnasemi unglinganna fyrir utan heima- nám, svo sem notkun fjölmiðla, íþróttaiðkun, dansleiki, heimsókn- ir til kunningjanna o.s.frv. Segir í niðurstöðum með töflunum að unglingar í Reykjavík séu athafnasamir fjölmiðlanotendur. Áberandi sé hversu útvarpsnotk- un sé langt að baki notkun ann- arra fjölmiðla og megi ugglaust rekja ástæðurnar til þess að með- færileg hljómflutningstæki séu nú orðið allútbreidd meðal unglinga. Þá bendir könnunin til þess að þátttaka í heimilisstörfum sé fast- ur liður hjá meirihluta ungl- inganna, en aðeins 5% telja sig aldrei hjálpa til heima, 36,6% á hverjum degi og 38,4% um hverja helgi. Þá kemur fram í töflu að viðskiptamenn leiktækjasala sé ekki fjölmennur hópur þegar litið sé á heildina. Virðist fámennur kjarni sækja þá stíft og bendir könnunin til þess að nálægt því 200 unglingar í Reykjavík eigi aðalathvarf sitt á þessum stöðum. Spurt var um aðstöðu til tóm- stundastarfs og unglingarnir beðnir að tilgreina hvaða 4 atriði af 13, sem upp voru talin, þeir helzt vildu að þeir gætu lagt stund á í sínu hverfi. 19% vildu fótbolta- völl, 18,3% körfuboltavöll, 15.9% handboltavöll, 49,5% skautahöll, 42,1% sundlaug, 9,5% trimm- brautir, 36,1% hjólreiðabrautir, 28,3% minigolfvöll, 7,6% aðstöðu í skólanum til sameiginlegs tóm- stundastarfs barna og foreldra, 18,8% félagsheimili fyrir ungl- inga, 29,8% unglingadansstað, 65% tívolí, 34% bíó og 6,9% eitthvað annað. Atvinna Rúm 33% hafa launaða vinnu utan heimilis með skólanum og 32% á heimili. Rúm 36% vinna 1—5 klst. á viku, 14,9% 6—10 tíma, 5,6% 11—15 tíma, 2,4% 16—20 og 3,4% 21 tíma eða fleiri. Fyrir þessa vinnu fá 60% minna en 5.000 kr., 15,9% 5—10 þús.kr., 8,1% 10-15 þ.kr., 4,2% 15-20 þ.kr. og 11% meira en 20 þ.kr. Yfir 65% unglinganna fá vasapeninga heiman frá sér og fá flestir minna en 2.500 kr., á viku eða 31,9%, 24,8% fá 2.50Ó—5.000 kr., 10,2% fá 5.000-7.500 kr., 3% allt að 10 þ.kr. og 3,35% yfir 10 þ.kr. Á þessari töflu koma fram svör unglinganna við spurningunni um það hvað þau geri helzt sér til afþreyingar á virkum dögum og er þar átt við tómstundaiðju fyrir utan skóla og heimanám. 2-3 i 2-3 sinnum sinni sinnum svo til aldrei í mánuöi í viku i viku daKÍVKa a) lcs bækur, blöð eða tímarit (annaö en námsefni) 1.8'* 4.5'/ 5.4'* 13.1'* 75.1'* á) hlusta á tónlist 2.3'/ 2.6'/ 4.1'* 11.0'* 80. l'* b) horfa á sjónvarp 0.6'/ 1.4'/ 1.6'* 15.5'* 81.0'* c) hlusta á útvarp 5.3'/ 5.5'/ 13.3'* 27.6'* 48.2'* d) sinni áhujtamálum mínum heirna (t.d. handavinnu, frímerkjasöfnun, teiknun o.s.frv.) 21.0'/ 19.0'/ 18.6'* 25.2'* 16.2'* ö) er heima meö fjolskyldunni 2.4'/ 4.4'/ 7.7'* 20.9'* 64.9'* e) é) hjálpa til heima fer í heimsókn til 5.0'/ 10.9'/ 16.0'* 31.6'* 36.6'* ættintya minna 10.0'Z 43.2'/ 26.2'* 17.4'* • 3.2'* f) fer í heimsókn til vina on kunnintya 2.1'/ 10.2'/ 13.0'* 29.0'* 44.8'* fér að hitta vini ok kunn- in^ja annarsstaðar (t.d. úti í sjoppu) 43.6'/ 10.2'/ 10.2'* 17.7'* 18.3'* h) þvælist bara um meö félojíum mínum 41.5'/ 14.0'/ 11.9'* 16.0'* 16.6'* i) fer í partý 55.1'/ 30.8'/ 9.9'* 30.5'* 0,7'* í) fer í bíó 5.1'/ 46.4'/ 36.4'* 10.2'* 1.9'* j) fer á dansleiki/diskótek (ekki átt viö dansleiki í skólanum eða á venum Æskulýösráös Reykjavíkur) 74.5'/ 18.6'/ 5.5'* 1.2'* 0.2'* k) fer á dansleiki á venum Æskulýösráös Reykjavíkur HO.O'Z 11.8'/ 5.0'* 2.1'* 1.1'* 1) fer á dansleiki/diskótek í skólanum 44.0'/ 51.6'/ 3.1'* 0.5'* 0.8'* m) fer aö horfa á kappleiki eða íþróttamót 48.1'/ 35.8'/ 9.5'* 5.2'* 1.4'* n) fer á skíði 45.4'/ 28.6'/ 13.4'* 10.2'* 2.5'* 0) stunda einhverjar aðrar íþróttir 29.7'/ 11.4'/ 1.3.3'* 25.9'* 19.6'* ó) a»fi íþróttir meö íþrótfafélagi 61.9'/ 2.3'/ 10.9'* 18.5'* 6.3'* í» fer á opiö hús i skólanuin 66.0'/ 27.9'/ 4.7'* 0.6'* 0.8'* <n tek þátt í tómstunda- starfi í skólanum 68.6'/ 8.3'/ 20.3'* 2.2'* 0.6'* r) tek þátt í tómstunda- starfi i félajísmiöstöö 89.4'/ 4.2'/ 4.5'* l.O'* 0.9'* s) (Fellahelli, Bústööum) fer i leiktækjasal 68.1'/ 20.0'/ 4.3'* 4.8'* 2.8'* t) æfi sonjj eöa hljóðfæraleik 76.2'/ 2.2'/ 7 1'* 8.1'* 6.4'* u) stunda dans eða ballett 69.4'/ 2.0'/ 23 4'* 3.0'* 2.2'* ú) fer í tfönnuferðir/ útiletfur 46.4'/ 40.0'/ 6.0'* 3.6'* 3.9'* V) stundu hestamennsku 78.6'/ 11.l'/ 2.0'* 2.8'* 5.5'* X) fer aö vinna 59.0'/ 12.1'/ 8.2'* 8.2'* 12.6'* y) annað 49.6'/ 6.5'/ 11.2'* 11.2'* 21.4'* Tafla þessi birtist í Mbl. sl. þriðjudag, en þá varð viðskila frétt er fjallaði um könnun samstarfsnefndar á vegum Æskulýðsráðs og Félagsmálastofnunar Reykjavíkur um tómstundir unglinga. Þessi mynd var tekin á tólfta ttmanum i fyrrakvöld á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka, en þar hafði skömmu áður orðið mjög harður árekstur tveggja bifreiða. Þrennt var flutt á slysadeild en ekki reyndist unnt að fá í gær nákvæmar fregnir um meiösli. Þau voru þó ekki talin alvarleg að sögn. Mikið bensin lak úr fólksbilnum, sem sést á myndinni, og var slökkvilið fengið til þess að sprauta þvi af brautinni til þess að koma i veg fyrir eldhættu. Ljósm. Mbl. Július. OggOtt með Efitex Elitex er innréttingaefni. Reynsla Norðmanna hefur sýnt að Elitex er innréttingaefni sem skapar þægilegt og þrifalegt umhverfi, auk þess sem það þolir allar aðstæður. Norðmenn gera strangar kröíur um hreinlæti og vatnsþol. Þess vegna nota þeir Elitex í veggi og þiik í mismunandi húsagerðir fyrir landbúnað, íiskiðnað og annan iðnað. Elitex má einnig nota f klæðningar í sambandi við vatns- og skólpleiðslur eða í geymslur fyrir bæði hráefni og fullunna vöru. Elitex innréttingar í ís- og frystihús eykur hreinlætið. Hin vatnsþolna Elite plata er kjarninn í Elitex og plöturnar eru klæddar beggja vegna með hertu plastlagi. Plöturnar koma þannig tilbúnar frá verksmiðjunni. Gerið strangar k'röfur um innréttinguna og veljið Elitex. Orkla spónplötur fást hjá flestum timbursölum og byggingavöruverzlunum um land allt. & Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR IIEILDVERZLUN h.f., Síöumúla 33. 105 Reykjavík. Sími 84255.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.