Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 29 Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði: Vítavert ábyrgðarleysi að draga samningsgerð NOKKUÐ er liðið á fimmta mánuð frá þvi samningar runnu út og enn örlar ekkert á því að alvöru viðræður séu í augsýn — segir í ályktun aðalfundar Feálgs byggingariðnaðarmanna i Hafn- arfirði, sem haldinn var nýlega. Fundurinn „fordæmir harðlega þetta vítaverða ábyrgðarleysi og bendir á að allur dráttur á endurnýjun samninga er ein- göngu á kostnað launafólks i landinu.“ í ályktuninni segir að kaupmáttur launa sé orðinn mun lakari en hann var við gerð kjarasamninganna 1977. Byggingariðnaðarmenn í Hafn- arfirði segja í þessari ályktun, að þar sem enn sé fyrirsjáanlegt að enn sígi á ógæfuhliðina, verði ekkert að gert, þýði ekki fyrir vinnuveitendur að viðra hug- myndir um stórskertar vísitölu- bætur. „Verkalýðshreyfingin hef- ur alltaf og mun alltaf berjast gegn þeirri kenningu vinnuveit- enda, að verðbólgan sé launafólki að kenna og verði ekki leyst nema með skertum vísitölubótum. Þá eru taldir upp ýmsir verð- bólguhvetjandi liðir. Síðan segir: „Þeir þættir, sem hér hafa verið upptaldir eru allir þess eðlis, að ákvörðun ríkisvalds hverju sinni stjórnar þeim og eru viðræður við ríkisstjórn því nauðsynlegar til þess að breyta þeim þáttum. Fulltrúar launþega hafa margoft lýst vilja sínum til slíkra við- ræðna ...“ Undir lok ályktunar- innar hvetur félagið launþega til þess að standa þétt saman og knýja viðsemjendur sína til samn- inga án tafar, en beita ella öllum tiltækum ráðum til þess að svo megi verða. Frá lögreglunni: Yitni vantar að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitn- um að ákeyrslum í borginni. Þeir, sem upplýsingar geta veitt, eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar hið íyrsa: Frá kl. 22.00 miðvikudaginn 7. maí, til kl. 14.30, fimmtudaginn 8. maí, var ekið á bifreiðina P-2018, sem er hvítur Audi, á bifreiðastæði við bílasölu Eggerts í Höfðatúni. Föstudaginn 9. maí kl. 09.00—13.25 var ekið á bifreiðina R-4208, sem er rauðbrúnn Daihatsu, á bifreiðastæði við Ármúlaskóla. Sunnudaginn 11. maí, frá því fyrir miðnætti til kl. 01.00 var ekið á bifreiðina V-307, sem er blár Volks- wagen, við hús nr. 21 við Víðimel. Sunnudaginn 11.05 kl. 02.00 til kl. 10.00 var ekið á bifreiðina R-57605, sem er gulbrúnn Volkswagen, á móts við hús nr. 11 við Lokastíg. Þriðjudaginn 13. maí frá því kl. 13.00 til kl. 17.00 var ekið afbifreiðina R-7164 sem er brúnn Chevrolet, á bifreiðastæði við Iðnaðarbankann í Lækjargötu. k.iÆeHcasumar’80 / ár er Melkasumar i Herrahúsinu Þvi flöggum viö geysilegu úrvali af léttum og þægilegum sumarfatnaði frá Meika. M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, skyrtum, stutterma skyrtum I o.m.fl. Allt sómaklæöi enda frá / Melka komin. / , BANKASTR/ETI 7 & AÐALSTRÆTI4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.