Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 DULARFULLI KANADAIHABURINN Þýzkir hermenn viö æfingar fyrir innrásina í Bret- land. Reynt var aö líkja eftir staö- háttum í Bret- landi viö æf- ingarnar. það espa einangrunarsinna upp og færa þeim vopn í hendur. Roosevelt sýnir hugrekki En Roosevelt var staðráðinn í því, að gera það sem kostu var. í viðræðum við Lothian, lávarð sendiherra Breta í Washington skýrði hann honum frá hvað Bandaríkjamenn hygðust gera, ef Þjóðverjar næðu Bretlandi á sitt vald. Allur floti Breta skyldi fluttur til Höfðaborgar, Singa- pore, Aden og Sydney en aðalfloti Bandaríkjanna tæki við gæzlu á Atlantshafi. Bandaríkin tækju að sér varnir Kanada og annarra landa Breta. Hann sagði einnig, að ef hættuástand kæmist á þetta stig, þá mundu Bandaríkin heim- ila brezkum skipum að nota hafnir í Bandaríkjunum til birgðaöflunar og endurskipulagningar. Þó Bandaríkin hefðu ekki formlega sagt Þýzkalandi stríð á hendur, vegna stjórnarskárákvæða, þá mundu þau í raun verða styrjald- araðili, sem „aðstoðaði Bretaveldi á allan hátt og herti hafnbannið á Þýzkaland". Þessi ákvörðun styrkti málstað Breta verulega, þó staða þeirra hafi virst næsta vonlaus sumarið 1940. Roosevelt tók þessa ákvörðun algjörlega á eigin ábyrgð. Hún var tekin gegn ráði meirihluta starfsmanna Hvíta hússins. Sterk öfl unnu leynt og ljóst, að halda Bandaríkj- unum utan við stríð. í kjölfar breytingana á stjórn- inni ákvað Roosevelt að skipa Henry Stimson sem hermálaráð- herra. Hann hafði hugleitt að skipa „Wild Bill“ Donovan, sem hermálaráðherra en gerði hann í þess stað að sérlegum ráðgjafa sínum. Donovan var síðar falið að koma bandarískri leyniþjónustu á laggirnar — forvera CIA. Stephenson var mjög ánægður með þessa skipan mála. „Öflun varnings frá Bandaríkjunum var mikil nauðsyn á þessum árum,“ sagði Stephenson síðar, „það var brennandi nauðsyn að fullnægja þessari þörf, og varð til þess að ég ósjálfrátt — ég held að ég geti ekki tekið sterkara til orða — einbeitti mér að einstakling, sem gæti þrátt fyrir öll sambönd mín á æðri stöðum komið meiru í fram- kvæmd en ég. Donovan var í þessari aðstöðu — hann hafði áhrif á menn í opinberum og hálfopinberum störfum. Hann gat hrundið meiru í framkvæmd en nokkur annar. Mat mitt reyndist rétt í þessum efnum. Um þessar mundir átti Roosevelt um tvær leiðir að velja — hjálpa Bretum, með því að veita alla hugsanlega aðstoð en hin var að gefa Breta upp á bátinn. Þeir hefðu þegar tapað stríðinu og því væri til- gangslaust að hjálpa þeim. Afleið- ingin yrði aðeins að bandarísk vopn féllu Þjóðverjum í skaut með falli Breta. Því væri rétt að einbeita sér að endurvígbúnaði Bandaríkjanna til að bægja hætt- unni frá. Það mátti að miklu leyti þakka óþreytandi baráttu Dono- van fyrir fyrri stefnunni, að hún var um síðir tekin upp. Ég þarf ekki að minna á, að meirihluti bandarísku ríkisstjórnarinnar hallaðist að þeirri skoðun, að Bretar hefðu tapað stríðinu og í sama streng tóku einangrunar- sinnar, eins og Lindbergh ofursti og Wheeler, öldungadeildarþing- maður. Donovan var á hinn bóg- inn sannfærður um að Bretland gæti og mundi lifa ef það fengi næga aðstoð frá Bandaríkjunum. Verkefni mitt var því í fyrsta lagi að skýra honum frá helztu þörfum Bretlands, svo hann gæti komið þeim á framfæri á réttum stöðum og í öðru lagi fá honum í hendur áþreifanlegar sannanir til stuðn- ings þeirri röksemd, að aðstoð við Bretland væri ekki vanhugsuð góðgerðarstarfsemi heldur hyggi- leg fjárfesting." Bretar fá tundurspillana Roosevelt átti óhægt um vik, að afhenda Bretum tundurspillana, þar sem það væri brot á hlutleys- islögunum. í lok júlí 1940 skoraði Churchill á Roosevelt að afhenda tundurspillana. Hann skrifaði m.a. „... tap á tundurspillum af völdum loftárása getur vel orðið svo alvarlegt, að brotnar verði á bak aftur varnir okkar á leiðum á Atlantshafi til aðdrátta matvæl- um og öðru.“ Þessi áskorun Chur- chill kom hreyfingu af stað í Washington og forsetinn sagði m.a. „... enginn getur magtt gegn því, að líf Breta gæti oltið á tundurspillunum ef Þjóðverjar legðu til atlögu". Og Bretar vissu í gegn um dulmálsvél sína, að innrás var einmitt fyrirhuguð síðar á árinu. Allra leiða var leitað til að finna leið til að afhenda tundurspillana, án þess að brjóta hlutleysislögin, og án þess að leggja málið fyrir þingið. Þann 21. ágúst gat Stephenson skýrt frá því, að forsetinn hefði fallizt á, að afhenda tundurspillana 50. „Þetta hafði mikil áhrif í Evrópu,“ skrif- aði Churchill síðar í endurminn- ingum sínum. Stephenson var fal- ið að færa Donovan sérstakar þakkir brezku stjórnarinnar fyrir hans framlag, til þess að tund- urspillamálið næði fram að ganga. Samstarf Donovans og Stephen- son varð mjög náið og árang- ursríkt. Við fyrstu sýn kann þetta samstarf að hafa virzt víðs fjarri leyniþjónustu og sérstökum að- gerðum, sem honum hafði fyrst og fremst verið falið. En sannleikur- inn er sá, að Donovan var mjög mikill styrkur að samböndum Stephenson. Stephenson hafði að- gang að leynilegum upplýsingum, og gat látið Donovan þær í té. Þess má geta, að líklega hefði það reynzt ógerlegt að sigrast á mót- bárum í Bandaríkjunum við af- hendingu miðlunartækis í sprengiflugvélar, sem kallað var Sperry, ef ekki hefði annars vegar notið við leyniþjónustu Stephen- son og hins vegar Donovan, sem hafði sterk sambönd í stjórnsýsl- unni. Mikilvægt starí BSC, að tryggja að hergögn keypt í Bandaríkjunum yrðu ekki fyrir skemmdarverkum Einn mikilvægasti hlekkur í starfsemi BSC í Bandaríkjunum var að tryggja, að hergögn þau, sem Bretar pöntuðu yrðu ekki fyrir skemmdarverkum, hvort sem var í verksmiðjum eða í höfnum landsins. Um þessar mundir voru búsettar í Bandaríkjunum um 6 milljónir þýzkumælandi manna og fjórar milljónir ítölskumælandi. Margir þessara bandarísku borg- ara voru starfandi í verksmiðjum, sem framleiddu hergögn vegna pantana frá innkaupanefnd Bret.a í New York. Áður en BSC tók að sér hið opinbera öryggiseftirlit, var fátt, sem komið gat í veg fyrir umfangsmikil spellvirki í verk- smiðjum sem framleiddu vopn fyrir brezkan reikning, eða að unnið yrði stórkostlegt tjón á þeim 20 milljóna lesta brezka skipastóli, sem notaði bandarískar hafnir. Brezka innkaupanefndin undir stjórn Arthurs Purvis hafði út- nefnt öryggiseftirlitsmann. Stofn- aðar voru siglingaöryggisdeildir og lánstraustsathugunardeild. Hin fyrri reyndi að ganga úr skugga um hversu örugg þau fyrirtæki voru sem unnu fyrir brezkan reikning og gerðar voru ákveðnar kröfur til fyrirtækja. Hin síðari gerði ráðstafanir til að tryggja öruggan flutning nauð- synja á hafnarbakka. En öll að- staða deildanna var mjög bágbor- in og þær gátu á engan hátt leyst þau verkefni, sem þeim var ætlað. Purvis var því alls hugar feginn, að geta falið Stephenson þessi ábyrgðarstörf. Þau skyldu verða hlutverk öryggisdeildar BSC, sem innlimaði jafnframt þær deildir innkaupanefndarinnar er haft höfðu störfin með höndum. Mál þessi komust öll í fastar skorður. Starfsmenn öryggisdeildar BSC héldu 24 stunda vörð í brezkum skipum, sem fluttu vörur til Bret- lands. Kerfi þetta var fært út til allra helztu hafnarborga Banda- ríkjanna og árið 1941 var þetta kerfi aukið svo það náði til 26 aðalhafnarborga S-Ameríku. Ár- angurinn var sá, að ekkert brezkt skip fórst eða tafðist alvarlega af völdum spellvirkis í bandarískri höfn öll stríðsárin. Þá var einnig nauðsynlegt, að koma í veg fyrir njósnir óvinarins um komu og brottför skipa úr bandarískum höfnum. Baráttan um Atlantshafið stóð sem hæst, og brezkur skipastóll varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum kafbáta Þjóðverja. Þúsundir sjó- manna fórust á Atlantshafinu. Þjóðverjar fylgdust með skipa- ferðum og var þeim upplýsingum komið áleiðis til þýzku kafbátanna sem síðan lágu fyrir skipum á leið yfir Atlantshafið. Engin miskunn Stephenson gat sýnt af sér hörku og miskunnarleysi. „Því varð að halda frá forsetanum," sagði Ian Fleming, höfundur Jam- es Bond sagnanna. Hann skýrði frá atviki, sem Edgar Hoover hafði sjálfur sagt honum. „Brezk- ur sjómaður seldi Þjóðverjum upplýsingar um ferðir skipalesta yfir Atlantshafið. „Litli Bill“ hafði upp á svikaranum, eftir að tekizt hafði að lesa dulmál þýzks njósn- ara í New York. Þar var kafbátum sagt, hvar brezkar skipalestir færu, og hvar þeir ættu að liggja fyrir þeim, einnig hvaða skipalest- ir hefðu hernaðarlega mikilvægan farm. Bill fór út úr skrifstofunni síðdegis daginn, sem dulmálið var lesið. Hann kom aftur á skrifstof- una þegar kvöldaði. FBI-maður sagði þá: „Einhver ætti að veita þessum tíkarsyni ráðningu." Bill horfði niður eftir hægri hendi sinni, lyfti henni og sló í borðið. „Ég hef þegar gert það,“ sagði hann. FBI-maðurinn hélt að Stephenson væri að g'era að gamni sínu, þar til hinn svikuli sjómaður fannst daginn eftir látinn í kjall- araholu." Fleming sagði um þetta atvik: „Sönnunargögn bentu ótvírætt til sektar sjómannsins. Morð hans bjargaði sennilega lífum hundruð sjómanna og dýrmætum förmum. Það forðaði sjómanninum frá rétt- arhöldum og snörunni. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sumner Welles skrifaði síðar, að brezka leyni- þjónustan hafi á stundum verið of miskunnarlaus og vitnaði þá til smölunar Breta á sjómönnum, sem höfðu strokið af skipi í Baltimore. Bretar fóru á knæpur og tóku sjómennina með valdi og fluttu til skips. Þetta var auðvitað freklegt brot á bandarísku landi. Stephenson gerði sér því far um, að reyna að halda slíkum atvikum í láginni, svo góðum samskiptum hans við forsetann yrði ekki stefnt í voða. Baráttan gegn undir- róðri og njósn- um Þjóðverja Þjóðverjar áttu nokkru gengi að fagna á sviði njósna og enn frekar á sviði undirróðurs, einkum áróð- urs, sem beindist gegn Bretlandi og var ætlað að koma í veg fyrir fyrirhugaða hjálp Bandaríkjanna og halda þeim utan við stríðið. Sumt af þessari starfsemi var skipulagt á laun í þýzka sendiráð- inu í Washington af sérstaklega háttsettum flugumönnum, eins og dr. Gerhard Westrick, sem kom til New York vorið 1940 frá Japan. Hann veitti áhrifamiklum banda- rískum kaupsýslumönnum, eink- um úr olíuiðnaðinum, og lofaði bandarískum fyrirtækjum íviln- unum í hinni nýju Evrópu nazism- ans. Stephenson fór að kanna starfsemi hans í júní 1940 og hann varð þess fljótlega áskynja, að hann fékk heimsóknir fjölda til- tölulega óþekktra ungra Banda- ríkjamanna af þýzkum ættum, og þeir störfuðu í hernaðarlega mik- ilvægum verksmiðjum. Einn helzti tengiliður Westrick var forseti olíufélags, sem lá undir grun um að selja möndulveldunum olíu þrátt frir hafnbann Breta. Westrick lést vera starfsmaður þessa olíufyrirtækis. Forseti fé- lagsins var viðstaddur veizlu, sem haldin var Westrick til heiðurs í New York til að fagna falli Frakklands. Augljóst var, að Westrick var að reyna að sann- færa helztu kaupahéðna Banda- ríkjanna um, að Þjóðverjar hefðu þegar unnið styrjöldina í Evrópu og ef Bandaríkin héldu sig utan stríðsins, þá yrðu laun þeirra fólgin í forréttindum á sviði við- skipta og iðnaðar. Stephenson fékk meðalgöngu- mann til að koma þessu á fram- færi við New York Herald Tri- bune. Greinar blaðsins um starf- semi Westrick leiddu til þess, að víðs vegar um Bandaríkin voru skrifaðar forustugreinar, þar sem varað var við hættunni af 5. herdeild Þjóðverja. Þessar upp- ljóstranir höfðu mikil og skjót áhrif — svívirðingarbréfum rigndi yfir Westrick og fjandsamlegur mannfjöldi safnaðist saman utan við hús hans. Westrick var ekki vært í Banda- ríkjunum og svo fór, að utanríkis- ráðuneytið bað um, að hann yrði kallaður til Þýzkalands. Herald Tribune var óskað til hamingju með að hafa svælt úr landi hinn hættulega sendiboða Adolfs Hitl- ers og kom uppástunga um að blaðið fengi Pulitzer-verðlaunin eftirsóttu fyrir afrekið. Franklin Roosevelt, forseti var- aði sérstaklega í ræðu á þinginu við 5. herdeild, í henni væru borgarar sem taldir væru friðsam- ir, en væru raunverulega hluti setuliðs fjandmannanna. Hann benti á, að öryggi bandarísku þjóðarinnar væri ekki aðeins ógn- að með vopnum, „Við vitum um nýjar árásaraðferðir," sagði hann, „Trojuhestinn, fimmtu herdeild- ina, sem svíkur þjóð, sem er óviðbúin svikum. Njósnarar, spellvirkjar, svikarar eru leikend- ur í þessum nýja harmleik." Bandaríkjamenn sinntu lítt þessum aðvörunum forsetans. Þvert á móti, því að „föðurlands- vinafélög" höfðu sprottið um land- ið gervallt og áttu þau, að því er látið var í veðri vaka, að þjóna hagsmunum „ameríkanisma“ en mikilvægasti fulltrúi hans var hin auðuga og volduga „America First“ nefnd. Tugir þessara sam- tvinnuðu samtaka einangrunar- sinna efndu til fjöldafunda, gáfu út bæklinga og fréttablöð. í De- troit til að mynda var Halifax lávarður þá sendiherra í Wash- ington, grýttur eggjum og þrosk- uðum tómötum. Samtökin áttu sína fulltrúa á þingi, bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeild- inni. Einn þingmanna, sem studdi þessi samtök, lýsti því yfir á fundi að „England og Frakkland npyddu núverandi stríð upp á þriðja ríkið". Aðeins fáeinum mánuðum fyrir árásina á Pearl Harbour lýsti Lindbergh ofursti, einn helzti framámaður „America First", sem höfðu um milljón meðlimi, því opinberlega yfir, að það væru aðeins þrír aðilar í landinu, sem vildu að Bandaríkjamenn færu í stríð — Bretar, Gyðingar og Roosevelt-stjórnin. Stephenson beitti sér gegn þess- um samtökum, og fékk hann til liðs við sig ýmis andnazísk sam- tök. Hann lét menn sína fylgjast með fundum þessara samtaka, hverjir væru á þeim o.s.frv. Einn njósnara Stephenson vingaðist við konu þá, sem stjórnaði fyrirlestra- skrifstofu „America First" og fékk hjá henni upplýsingar um samtök- in. Hann komst meðal annars að því, að Hamilton Fish, fulltrúa- deildarþingmanni var greidd ávís- un frá samtökunum. Stephenson tókst að krækja í afrit og koma á framfæri við blöðin. Þá tókst njósnurum Breta að afhenda Fish nafnspjald, eftir ræðu Fish, þar sem á stóð „Der Fúhrer þakkar þér“. Þetta þótti hið ágætasta blaðaefni og varð mikill álits- hnekkir fyrir Fish. Sókn BSC gegn „America First" dró verulega úr mátti þessara samtaka og dró verulega úr notagildi þeirra fyrir Þjóðverja. Síðasti stóri fundur þessara samtaka var haldinn sunnudaginn 7. desember og þá var ræðumaður öldungadeildar- þingmaður, einn helzti foringi einangrunarsinna. Á fundinum barst fréttin um árás Japana á Pearl Harbour. Öldungadeildar- þingmaðurinn sagði þá án hiks. „Það er nákvæmlega það sem Bretar ætluðu okkur.“ Fáeinum dögum síðar voru Bandaríkin komin í styrjöldina við hlið Breta og „America First" varð ekkert nema ljós endurminning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.