Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 DASH 7 flugvél í flugtaki á Reykjavikurflugvelli. Vél af þessari gerð sýndi kúnstir sínar á flugdegi i Reykjavík í fyrra. Skýrt er frá í erlendum flugblöðum að Arnarflug hafi pantað tvær vélar af þessari gerð, en Magnús Gunnarsson forstjóri Arnarflugs ber þær fregnir til baka. „Erum ekki að kaupa DASH 7“ í EINU af þeim flugvélablöðum flugi sagði í viðtali við Mbl. að sem berast hingað til lands segir ekkert væri hæft í þessum fregn- um nýjar flugvélapantanir, að um, en taldi að hugsanlega væri Arnarflug hafi pantað tvær flug- um misskilning að ræða af hálfu vélar af gerðinni DASH 7 hjá de tímaritsins, þar sem forsvars- Havilland-flugvélaverksmiðjun- menn Arnarflugs hefðu skoðað um í Kanada, og eína vél af vélar af þessu tagi á dögunum. gerðinni Piper Navajo, en félagið „Við erum ekki að kaupa DASH 7 á eina slíka fyrir, er keypt var af flugvélar, enda henta þær ekki á Flugstöðinni. flugleiðum okkar innanlands," Magnús Gunnarsson hjá Arnar- sagði Magnús. (Jrklippa úr útlenzka flugblaðinu þar sem greint er frá nýjustu pöntunum í nýjar flugvélar. B-727 vinsæl ÝMSA fróðleiksmola er stundum að finna i fréttabréfi Flugleiða, Félagspóstinum, en þar á meðal var eftirfarandi klausa. Þrátt fyrir þá staðreynd að nýjar flugvélategundir koma á markaðinn bráðlega svo sem Boeing 757 og Boeing 767 og ennfremur DC-9-80, heidur áfram sala flugvéla sem er okkur hér að góðu kunn. Hinn 5. mars sl. tilkynnti Eastern Airlines um kaup á 16 flugvélum af gerðinni Boeing 727-200. Þessar flugvélar verða afhentar félaginu á tímabilinu frá því í apríl 1981 til ársloka 1982. Sama dag tilkynnti svo Pan American kaup á átta flugvélum af gerðinni 727-200 sem verða afhentar félaginu á árunum 1981 og 1982. Þessar flugvélar hyggst Pan Am nota til innanlandsflugs í Þýskalandi, til flugs í Karíbahafi og innanlands í Bandaríkjunum. Alls hafa nú verið pantaðar 1,765 þotur af gerðinni 727, þar af hafa 1,572 verið afhentar 95 kaupendum. Þær fregnir hafa borizt, að þotan, sem Arnarflug seldi Aer Lingus í haust, sé svo illa farin af tæringu að hún hafi verið tekin úr notkun og verði rifin í stykki og það heillega úr henni notað í varahluti. Þotan var af gerðinni Boeing 720-047B og bar einkennisstafina TF-VLC. Fyrirtækið Omnionics á Merriteyju í Flórída hefur sent frá sér þessa mynd af líkani af sjóþotu, sem fyrirtækið hyggst framleiða, og er gert ráð fyrir að fyrstu vélinni verði reynsluflogið þegar á næsta ári. Vélinni hefur verið gefið nafnið Dolphinair, en ekkert hefur verið látið uppi um tæknilegar upplýsingar annað en það að hún mun hafa 3,000 sjómílna flugþol. Annars má ráða af myndinni að bæði skrokkur og vængur eru öðruvísi enn menn eiga að venjast. Vélin mun einkum verða framleidd með þarfir stórfyrirtækja í huga. þ.e. tii viðskiptaferða. Akureyringar stofna flugklúbb Piper Warrior flugvél eins og senn bætist í flugflota Akureyringa. STOFNAÐ hefur verið á Akureyri hlutafélagið Vélflug, sem hefur kaup og rekstur flugvéla á stefnu- skrá sinni. Félagið hefur pantað nýja fjögurra sæta flugvél af gerðinni Piper Warrior II hjá Piper-verksmiðjunum í Miami í Bandaríkjunum, og er hún vænt- anleg til landsins með vorinu. Vélar félagsins verða eingöngu leigðar hluthöfum til útsýnisflugs og skemmti- eða viðskiptaferða, en félagið er öllum opið og hver sem er getur því gerst hluthafi, án tillits til þess hvort hann hefur flugpróf eða ekki. I spjalli við Flugsíðuna sagði Óskar Steingrímsson hjá Flugfél- agi Norðurlands, en hlutabréfa- sala hefur m.a. farið fram á vegum F.N., að þegar hefðu um 25 manns gerst hluthafar, flestir frá Akureyri og nágrenni, en einn væri þó úr Reykjavik. Hann sagði að verð bréfanna væri 100 þúsund krónur stykkið, og væru dæmi um að sami maður keypti sex til sjö hluti. Væru hluthafar ýmist án nokkurra flugréttinda, í flugnámi eða með einkapróf. „Aðdragandinn að stofnun Vél- flugs er sá, að ýmsum félögum í Vélflugfélagi Akureyrar þótti sem lítið væri um einkaflug hér á Akureyri og vildu bæta úr. Hér eru að vísu nokkrar einkaflugvél- ar, en að þeim hafa fáir aðgang, og til að bæta úr brýnni þörf var þetta félag um flugvélarekstur stofnað. Það var strax ákveðið að kaupa nýja vél, þar sem hún yrði örugg- ari í rekstri, fyrstu árin a.m.k. Og þar sem F.N. hefur umboð fyrir Piper hér á landi og með viðgerð- ar- og varahlutaþjónustu hér á Hún flýgur Boeing 727 ÞESSI undurfagra kona er flug- maður á Boeing 727-þotum hjá bandaríska flugfélaginu Contin- ental Airlines, en þar í landi starfa margar konur sem flug- menn og flugstjórar, jafnvel eru dæmi um að áhafnir farþega- flugvéla séu eingöngu skipaðar konum. En því er sagt frá þessari konu hér, að fyrir skömmu sá tímaritið Glamour Magazine ástæðu til að velja hana í hóp tíu kvenna sem þykja hafa staðið sig sérstaklega vel á framabrautinni í atvinnulífinu. Konan heitir Claudia S. Jones og er 34 ára. Auk þess að fljúga farþegaþotum sem- ur hún og syngur sönglög og hafa mörg þeirra verið gefin út á hljómplötu. Þá stofnaði hún í heimabæ sínum, Las Vegas, fyrir- tæki til að selja nýjar og notaðar flugvélar. DC-10 vélar öruggastar? Á EFTIRFARANDI klausu rák- umst við í nýlegu fréttabréfi Flugleiða, Félagspóstinum: I fréttatilkynningu sem nýlega barst frá Douglas flugvélaverk- smiðjunum í Bandaríkjunum er vakin athygli á því að í yfirlýsingu sem gefin var út að lokinni gagngerri, sex mánaða langri skoðun (hin lengsta sem gerð hefur verið) á DC-10 breiðþotum með þátttöku mörg hundruð sér- fróðra manna, komist Flugmála- stjórn Bandaríkjanna að sömu niðurstöðu og framleiðendur vél- arinnar — þ.e. að vélin sé eigi síður örugg en aðrar flugvélar, jafnvel öruggari en flestar aðrar og tæknilega fullkomin. Og eftir yfirmanni Flugmála- stjórnarinnar, Langhorne Bond, er þetta haft: „DC-10 vélarnar í Bandaríkjun- um eru sennilega langöruggastar allra farþegavéla sem í notkun eru í dag ...“ í lok tilkynningarinnar segir að flugtímar DC-10 véla séu nú kringum 80.000 klst. á mánuði og farþegar rúmlega fjórar milljónir á mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.