Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 39 HELSTU ÚTSÖLUSTAOIR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: B.B. Byggingavörur, Suðurlandsbraut 4 Blómaval, Sigtúni Brynja, Laugavegi 29 Fálkinn, Suðurlandsbraut 8 Handið, Laugavegi 168 Ingþór Haraldsson, Ármúla 1 Járnvörudeild KRON, Hverfisgötu 52 Málning & Járnvörur, Laugavegi 23 Sölufélag garðyrkjumanna, Reykjanesbraut 6 Málmur, Hafnarfirði Stapafell, Keflavik Bláfell, Grindavik Axel Sveinbjörnsson, Akranesi Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi G.A. Böðvarsson, Selfossi Svo og helstu raftækja- og byggingavöruverslanirum land G. Þorsteinsson & Johnson h/f ARMULA1 — SÍMI 85533 Þessar ungu dömur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þær 2400 krónum. Þær eru báðar 8 ára gamlar og heitir sú stærri Ragnheiður Eiríksdóttir og lægri stúlkan Ljósbrá Baldursdóttir. Stjórnmálin eiga ekki fyrst og fremst að snúast um hagsmunabaráttu þrýstihópa — segir í stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar Tékkneskir kvikmyndadagar B/acksiDecken GARÐSLÁTTUVÉLAR Á AÐALFUNDI Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna i Reykjavík, sem haldinn var laugardaginn 10. mai siðastlið- inn, var samþykkt eftirfarandi stjórnmálaályktun: „Hagfræðingar, heimspekingar og stjórnmálamenn víðs vegar á Vesturlöndum setja nú fram skel- eggari og rökfastari kröfur fyrir sjálfræði einstaklinga en þekkst hafa áður í vestrænni hugmynda- baráttu. Heimdallur fagnar þess- ari hreyfingu og telur hana mik- ilvæga, ekki síst vegna þess að hún tekur á ýmsum grundvallarspurn- ingum stjórnmálanna sem legið hafa í láginni undanfarna áratugi. það er allrar athygli vert að skoða íslenskar stjórnmálaumræður og stjórnmálastarfsemi á íslandi í ljósi þessarar þróunar. Frjálslyndismenn á íslandi hafa hleypt nýju blóði í stjórnmála- umræðurnar með því að taka upp þráðinn frá erlendum skoðana- bræðrum sínum. Gefnar hafa ver- ið út bækur um frjálshyggju á síðustu misserum, skrifaður fjöldi blaðagreina og haldnir fundir og málþing með heimsþekktum fræðimönnum. Á sama tíma og kynntar hafa verið nýjar hugmyndir, kenningar og röksemdafærslur fyrir mann- helgi og einstaklingsfrelsi, þá hafa vinstri menn á íslandi þagað þunnu hljóði. Þögn þeirra er talandi tákn fyrir málefnalega stöðu þeirra, rökþrot sósíalism- ans. TÉKKNESKIR kvikmyndadagar hófust s.l. laugardag í Háskóla- bíói, en þeim lýkur fimmtudag- inn 22. mai n.k. Þær kvikmyndir sem sýndar verða eru: „Skuggar sumarsins", leikstjóri er Frantisek Vlácil en handritið er eftir Jirí Krizan, „Stefnumót í júlí“, leikstjóri er Karel Kachyna en handrit eftir Ota Hofman, Haltu honum hræddum" leikstjóri er Ladislav Rychman en handritið eftir Frantisek Vlácek og V.P. Boro- vicka, Adela er svöng, leikstjóri er Olrich Lopský en handritið eftir Jirí Brdecka, „Litla hafmeyjan“, leikstjóri er Karel Kachyna en handrit eftir Ota Hofman og „Krabat" teiknimynd eftir 0. Preussler. Tékkneska sendiráðið, Tékk- nesk-íslenska menningarfélagið og Háskólabíó standa að þessum kvikmyndadögum. Úr kvikmyndinni „Stefnumót í júlí“. Vert er að gefa því gaum, að öll stjórnmálastarfsemi mótast af grundvallarviðhorfum til samfé- lagsins. Á Islandi sem og í öðrum velferðarríkjum hefur sú skoðun haft æ meiri áhrif á stjórnmála- starfið að samfélagið sé lokað kerfi endanlegs og óumbreytan- legs magns lífsgæða. í samræmi við þessa skoðun hafa stjórnmála- menn talið það meginhlutverk sitt að úthluta til hinna sífjölgandi þrýstihópa sívaxandi skattheimtu ríkisvaldsins. Þess vegna meðal annars hafa forvígismenn stjórn- málaflokka tal-ið sér akk í að hafa sem flesta fulltrúa hinna marg- víslegu hagsmunahópa á fram- boðslistum flokkanna. Heimdallur telur þetta hættu- legt viðhorf. Heimdallur mótmæl- ir þeirri skoðun, að stjórnmál hljóti fyrst og fremst að snúast um hagsmunabaráttu þrýstihópa. Það er mál til komið að stjórn- málamenn og almenningur skoði stjórnmálin og starfsemi þeirra í víðara samhengi og geri sér grein fyrir að markmið stjórnmálanna hlýtur miklu fremur að vera fólgið í því að skapa og viðhalda réttlátri samfélagsskipun, sem gefur um leið mesta möguleika á almennri velferð. Um það markmið ættu stjórnmálin að snúast í ríkara mæli en þau hafa hingað til gert.“ Þessir piltar eru bræður og eiga heima í Suðurvangi 2 í Hafnarfirði. Þeir héldu nýlega hlutaveltu og söfnuðu 10.500 krónum sem þeir afhentu Rauða krossi íslands. Þeir heita, talið frá vinstri, Páll, 11 ára, Haukur, 9 ára og Reynir, 7 ára, og eru þeir Aðalsteinssynir. Er afkoman léleg? Nokkrar spurningar til VSÍ Skemmtilegar uppákomur þess- ir sjónvarpsþættir með „aðilum vinnumarkaðarins". Úr því að manni er ekki boðið að vera með má reyna dagblöðin. Ég geri ekki tilraun til þess að spyrja verka- lýðsforingja óþægilegra spurn- inga. Þeir svara ekki óbreyttum blaðalesendum (nema þeir hjá BSRB). Látum oss því reyna Þorstein Pálsson, hann er fyrrver- andi ritstjóri og hlýtur að hafa tilfinningu fyrir blaðasiðum. Þorsteinn: — Þér er tíðrætt um lélega afkomu fyrirtækja. Viltu birta tölur frá árunum 1978 og 1979 sem sýna t.d. útkomu fyrirtækja eftir starfsgreinum, landshlutum eða starfsmannafjölda? — Þér er líka tíðrætt um minnkandi þjóðartekur. Hverjar voru þær 1978 og 1979 og á hverju byggir spá fyrir 1980? Hve stór er hlutur félagsmanna VSÍ og fyrir- tækja þeirra í þessum tekjum? — Hvernig skiptust eigin tekjur félaga í VSÍ á árinu 1979, segjum í flokkana 2—5 milljónir, 5—1Ö milljónir, 10—20 milljónir og yfir 20 milljónir króna á ári? — Veist þú hve stóran hlut félag- ar VSÍ gætu hugsað sér að draga af sínum tekjum og nota til reksturs til þess að halda fyrir- tækjum gangandi eins og það kallast? Ari T. Guðmundsson. H-112" Loftpúða-sláttuvél Skemmtileg nýjung Lauflétt loftpúða-sláttuvél sem liður yfir grasflötinn og slær bæði rakt, þurt og hátt gras af snilld. 15 metra snúra. Tvöföld einangrun. 1000 W mótor. Þrjár hæöarstillingar. D-808 SuperT Hefur sannað ágæti sitt við íslenskaraðstæður, enda langmest selda garðsláttuvél á islandi. Létt og lipur, þægileg og örugg. Tvöföld einangrun, 15 metra snúra, 525 W mótor. Þrjár hæðarstillingar. D808.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.