Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 15
MQBHUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR-18. MAÍ1980 15 Kristinn Simonarson, verkstjóri, við vinnu sína í Hafnarfstræti, Kristinn við vinnu sína á skrifstofu 0. Johnson & Kaaber, eftir 50 ára starf. nokkru áður en fyrirtækið fluttist í Sætún. Ford árgerð 1931, billinn, sem var svolítið „hrekkjóttur". Kristinn Starfsfólk 0. Johnson & Kaaber i skemmtiferð í Borgarfirði. Þá þurfti að fara yfir óbrúaðar ár. stendur við bilinn. Fyrirtækiö stækkar og þenst út „Eins og ég sagði áður, var ég gerður að aðstoðarverkstjóra árið 1942. Þá voru öll umsvif fyrirtækis- ins orðin það mikil, að við urðum að fá vörugeymslur að leigu úti í bæ. Til dæmis má þar nefna kjallara Gamla bíós og geymslur í Sænska frystihúsinu. Einnig höfðum við geymslur í kjallara á horni Túngötu og Garðastrætis. Sex árum síðar, eða 1948, tek ég svo við aðalverk- stjórastöðu við fyrirtækið, því að þá var fyrirrennari minn Jón Jónsson farinn að heilsu. 1962 er svo flutt í Sætún 8, enda fyrirtækið þá búið að sprengja allt utan af sér og kaffi- brennslan tekin til starfa við Tunguháls. Árið 1970 hætti ég svo verk- stjórastarfinu, þar eð forráðamenn fyrirtækisins vildu létta mér störf. Var ég þá beðinn að taka að mér starf, sem átti að vera undirbúning- ur að tölvuvinnslu, að skrásetja pantanir og fylgjast með vörubirgð- um, vörutalningu og leiðrétta pant- anir, sem ekki bárust réttar. Allir þeir forstjórar, sem ég hefi starfað með hafa verið þeir öndvegismenn, að ég tel þá öðrum til fyrirmyndar.“ Hvítasunnubarn „Það má með sanni segja að ég sé hvítasunnubarn, því að margt hefur gerzt af straumhvörfum í mínu lífi um hvítasunnuna og finnst mér það skemmtileg tilviljun. Þegar ég réðst til fyrirtækisins, 24. maí 1930, þá var það laugardagur fyrir hvíta- sunnu. Nú er þessi dagur einnig laugardagur fyrir hvítasunnu og giftingardagurinn minn, sem var 3. júní 1933, er einnig laugardagur fyrir hvítasunnu. Þá rændi ég matráðskonu húsbóndans, Hallfríði Jónsdóttur, en Ólafur Johnson hafði verið húsbóndi okkar beggja, minn í fyrirtækinu og hennar á heimili hans að Esjubergi." Ekki elztur þrátt fyrir allt „Nei, nei, ég er ekki elzti starfs- maðurinn í fyrirtækinu. Ólafur Hjartarson er eldri en ég, hann er fæddur 1898. Þessir húsbændur okkar eru eins og ég sagði alveg sérstakir menn. Menn mega vinna eins lengi og þeir geta og vilja. Þá á Sigríður Þóra María Kerúlf 50 ára starfsafmæli um mánaðamótin júní/júlí, en hún er bókhaldari við fyrirtækið. Vinnur hún enn, en Ólafur er nú heilsulítill orðinn. Þá hefur Ólafur Þórður Guðmundsson starfað við fyrirtækið í 47 ár.“ „Jú, þetta er allt miklu léttara í dag að sjálfsögðu. Einhver erfiðasti staðurinn, sem menn fóru með pantanir á í gamla daga var upp á loft í VR-húsinu við Vonarstræti. Þar var í gamla daga rekið hótel og þurfti að fara með vörurnar upp á háaloft. Vörurnar voru bornar upp og inn um bakdyrnar, upp þröngan stiga, sem var fullur af ölkössum. Þarna bárum við upp 200 punda sekki og þegar upp var komið, þurftum við að fara yfir hitaveitu- rör með þessa þungu byrði. Það hefur mikil breyting orðið, en ég er ekki viss um að hún hafi orðið til batnaðar í öllu. Mér finnst nú orðið illa farið með vöruna oft og einatt, enda eru pakkningarnar mun veigaminni en þær voru áður. Þá finnst mér unglingarnir oft of frakkir með lyftarana." Félagsstörf í Verkstjórafélaginu „Ég starfaði talsvert fyrir Verk- stjórafélag Reykjavíkur, eftir að ég gekk í það,“ segir Kristinn. „Minn- ist ég sérstaklega'árlegra gróður- setningaferða í Heiðmörk í land, sem félagið fékk úthlutað þar. Þá voru og haldnar árlegar jólatrés- skemmtanir og kosinn var ég í stjórn Heimilissjóðs félagsins, sem ég er enn. Fjórum sinnum var ég kjörinn á þing Verkstjórasambands íslands, 10. þingið, sem haldið var í skíðaskálanum á Akureyri, 11. þingið, sem haldið var í kvennaskól- anum að Varmalandi í Borgarfirði, 12. þingið, sem haldið var í barna- og unglingaskólanum á Hallorms- stað og á 15. þingið, sem haldið var í húsmæðraskólanum á Isafirði." Kona Kristins Símonarsonar lézt í maímánuði 1978. Hann býr nú einn að Stórholti 28 í Reykjavík. En hvernig hugsar þessi aldni verk- maður um heilsuna, nú eftir að hann á svo rólegan og góðan dag á skrifstofunni án nokkurs líkamlegs erfiðis. Hann segir frá: Hjólar umhverfis landiö „Eftir að ég fór að hafa það svo rólegt, sá ég strax, að ég þurfti að hugsa eitthvað um kroppinn á mér. Ég keypti mér því þrekæfingahjól og róðraráhald og á hverju kveldi hjóla ég 2 kílómetra. I huganum fer ég hringveginn og er nú staddur á Héraði, fer suður og austur um. Jafnframt ræ ég jafnlengi, en alls er ég um 8 mínútur að hjóla þessa tvo kílómetra. Til þess að þetta verði ekki of auðvelt, stilli ég hjólið á 4kg þunga, svo að þetta er rétt eins og ég sé alltaf að hjóla upp í móti. Fyrst, þegar ég fór að stunda þessar æfingar, lagði ég dálítið af og konan mín, sem þá var á lífi, vildi endilega að ég færi í Hjarta- vernd til þess að ganga úr skugga um að allt væri nú í lagi. Ég hafði þá ekki farið til læknis í ein 20 ár, en lét til leiðast. Niðurstaða lækn- anna var, að maður á mínum aldri gæti í raun ekki látið sig dreyma um betri útkomu en ég fékk, enda fór ég ekki alls fyrir löngu upp í Skorradal og var þar að veiða. Reri ég þá í nokkrar klukkustundir á bát með kunningja mínum, mér yngri manni, sem alltaf var að spyrja mig, hvort hann ætti ekki heldur að róa. En mig munaði nú ekki mikið um það.“ _ mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.