Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 Á örfáum mínútum um hádegið á föstudag læddist þessi þokutunga inn fyrir Seltiarnarnes og inn með sundum, en hvarf síðan jafnhljóðlega eftir skamma stund. Olafur K. Magnússon smellti þessum þremur myndum með stuttu millibili og má þar sjá hvernig þokan kom og fór. Flymo lof tpúðavclarnar eru stcrkarjéttar og mcðfærilcgar. Margar tcgundir! Útsölustaðir Flymo: Reykjavik: Alaska, Breiðholti. BB byggingavörur. Jón Loftsson byggingavörur. O. Ellingsen. Blómaval, Sigtúni. KRON, Hverfisgötu. Jes Ziemsen, Hafnarstræti og Ármúla. Ðrynja, Laugavegi. Sölufélag Garðyrkjumanna. Kópavogur: BYKO. Tæknimiðstöðin. Hafnarfjörður Verslunin Málmur. Mosfeflssveit Samvirki. Vestfirðir Rörverk, ísafirði. Norðurtand: Raforka, Akureyrí. Austurtand: Fell, Egilsstöðum. Suðurtand: Kristall, Höfn Hornafirði. G.A. Böðvars- son, Selfossi. Brimnes, Vestmannaeyjum. Murray sláttuvélarnar eru m.a. fáanlegar sjálfdrifnar. Amerísk hörkutól! Heildsölubirgðir: Tæknimiðstöðin H.F. S. 91-76600 V eggskrey tingarmálið á skóla vangefinna: „Vil að málið nái fram að ganga,“ —segir menntamálaráðherra „Tilbúinn til þess að lækka hug- verkskostnað,64 — segir listamaðurinn „ÞAÐ ER ákveðinn vilji af minni hálfu til þess að listaverk eftir Einar Hákonarson verði á nýju skólabyggingunni fyrir vangefin börn, sem nú er verið að reisa við Safamýri. Það hafa farið fram viðtöl milli listamannsins, Magnúsar Kristinssonar formanns bygginganefndar og fulltrúa frá ráðuneytinu, en engin lausn hefur ennþá fengist,“ sagði Ingvar Gislason menntamálaráðherra i samtali við Mbl. þegar við inntum hann eftir því hvernig staðan væri varðandi veggskreyt- inguna sem Einar Hákonarson var beðinn að gera tillögu að fyrir nýbygginguna. „Það er vilji fyrir því af minni hálfu að þetta mál nái fram að ganga, en það er ekki að fullu leyst ennþá, en ég hef farið fram á það við listamanninn að kostnaður við verkið verði minni. Búið er að steypa vegginn sem listaverkið á að vera á, en það á ekki að skipta miklu máli varðandi uppsetningu verksins eða svipaðs verks," sagði menntamálaráðherra. Morgunblaðið hafði samband við Einar Hákonarson listmálara og spurði hann um hans afstöðu í málinu. „Eg hef setið tvo fundi varðandi þetta dularfulla mál á síðari fundinum þar sem ráðuneytis- stjóri menntamálaráðuneytisins sat kvaðst ég reiðubúinn til þess að greiðsla til mín yrði lækkuð ef það mætti verða ti.l þess að leysa málið. Ég bað um tillögu þar að lútandi, hvað mönnum þætti eðli- legt og sanngjarnt og bíð eftir svari," sagði Einar Hákonarson. Stuðningsmenn Guðlaugs á Austurlandi setja á stofn trúnaðarmannaráð Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar í Austurlands- kjördæmi hafa sett á fót trúnað- armannaráð í helstu þéttbýlis- kjörnum kjördæmisins og unnið er að þvi að opna kosninga- skrifstofur á þessum stöðum. Búið er að opna skrifstofu á Höfn í Hornafirði á Höfðavcgi 8, og þar er fyrst um sinn opið kl. 20-22. Hér fer á eftir listi yfir trúnað- armannaráð í Austurlandskjör- dæmi (15. 5.) Egilsstaðir: Árni Halldórsson, Sigurður Óskar Pálsson, Ásmund- ur Þórarinsson, Ingimar Jó- hannsson, Bragi Hallgrímsson, Ármann Halldórsson, Þorsteinn Sveinsson kf.stj., Ingimar Jóns- son, Guðbjörg Kolka, Jón Krist- jánsson. Seyðisfjörður: Jón Magnússon, Gunnhildur Eldjárns, Jónas Jó- hannsson, Anna Kristín Jó- hannsd. Ásgeir Ámundsson, Birg- ir Hallvarðsson, Guðrún Bóasdótt- ir, Sveinn Valgeirsson, Þórdís Bergsdóttir. Neskaupstaður: Benedikt Gutt- ormsson, Sigfinnur Karlsson, Garðar Lárusson, Ottó Sigurðs- son, Magnús Sigurðsson, Gunnar Davíðsson, Gísli Garðarsson, Viggó Sigfinnsson. Reyðarfjörður: Aðalsteinn Eiríksson, Marinó Sigurbjörnsson, Valtýr Sæmundsson, Haukur Sig- fússon, Óskar Ágústsson, Kristinn Þ. Einarsson, Gunnar Hjaltason. Fáskrúðsfjörður: sr. Þorleifur Kristmundsson. Stöðvarfjörður: Friðgeir Þor- steinsson, Guðjón Smári Agnars- son, Hafþór Guðmundsson, Árni Guðbjartsson, Sólmundur Jóns- son, Ólafur Guðmundsson, Björn Friðgeirsson, Ármann Jóhanns- son, Steinar Guðmundsson, Björn Kristjánsson, Steindór Sighvats- son, Kjartan Vilbergsson. Breiðdalsvík: Birgir Einarsson skólast., Jónas Jónsson, Guðjón Sveinsson, rith., Jóhanna Sigurð- ardóttir, Hanna Ingólfsdóttir, Gerður Benediktsdóttir, Árni Guðmundsson, Sigursteinn Melsted, Hákon Hansson, dýral. Sig. Pétursson, Ólöf Kristjáns- dóttir. Djúpivogur: Hjörtur Guð- mundsson, kf. stj., Valgeir G. Vilhjálmsson, Ingimar Sveinsson, Bogi Ragnarsson, Már Karlsson, Ólafur Eggertsson. Höfn í Hornafirði: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ásgerður Árn- ardóttir, Gunnar Snjólfsson, Ósk- ar Helgason, Viðar Þorbjörnsson, sr. Gylfi Jónsson, Hermann Hans- son, Ásgrímur Halldórsson. Fréttatilkynning. Lög frá Alþingi: Fasteignir ÞRENN lög voru samþykkt á Alþingi sl. föstud. I fyrsta lagi breyting á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem fela í sér skorður við kaupum erlendra sendiráða hérlendis. Kaupsamningar og af- söl varðandi slíkt húsnæði „skal leggja fyrir dómsmálaráðuneyt- ið og öðlast gerningurinn eigi gildi fyrr en ráðuneytið hefur samþykkt hann með áritun sinni". í öðru lagi breyting á lögum um brunatryggingar utan sendiráða Reykjavíkur, sem m.a. kveður á um brunatryggingar útihúsa, gripahúsa, hlaða, geymslna og annars, sem metið verður sem hús, eins og segir í frumvarps- greininni. Felld var breytingar- tillaga um að húseigendur mættu velja um tryggingarfélag í þessu sambandi. í þriðja lagi breyting á um- ferðarlögum um hækkun trygg- ingar ökutækja í 180 m. kr. og í 360 m. kr. fyrir ökutæki, sem flytja mega fleiri farþega en tíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.