Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAI1980
Lokaafgreiðsla
Jan Mayen-máls-
ins á mánudag
FYRRI UMRÆÐU um Jan Mayen-málið lauk í Samein-
uðu þingi á föstudagskvöld og kemur málið væntanlega
til lokaafgreiðslu á mánudag. Þá var í fyrradag
samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp um öryggi,
aðhúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.
Nokkur ágreiningsatriði lag- en stjórnin leggur kapp á að málið
anna, m.a. um kostnaðarhlið, á að
skoða nánar á haustþingi og
freista þess að lagfæra áður en
lögin taka gildi um næstu áramót.
Þá var frumvarp um húsnæðismál
afgreitt frá efri deild á föstudag,
hljóti fullnaðarafgreiðslu á þessu
þingi. Líklegt þykir þó ekki að svo
verði þar sem þinglausnir verða á
þriðjudag og nokkur ágreiningur
um efnisatriði, sem talin eru þurfa
frekari athugunar við.
Ræðumenn flokkanna
í útvarpsumræðunum
Á mánudagskvdld kl. 20 hefst útvarp frá almennum stjórnmála-
umræðum á Alþingi. Fá þingflokkarnir 15 — 20 mínútna ræðu-
tíma í fyrri umferð og 10 — 15 mínútur í síðari umferð. Gunnar
Thoroddsen og stuðningsmenn hans fá 20 mínútur. Ræðumenn
flokkanna hafa verið ákveðnir þessir, fyrst taldir þcir sem tala í
fyrri umferð:
Frá Sjálfstæðisflokki Geir
Hallgrímsson og Sverrir Her-
mannsson, af hálfu Gunnars-
manna taia Gunnar Thoroddsen
og Pálmi Jónsson, frá Alþýðu-
flokki Benedikt Gröndal og Jó-
hanna Sigurðardóttir í fyrri
umferð og Árni Gunnarsson í
síðari umferð, frá Framsóknar-
flokki Ingvar Gíslason og
Steingrímur Hermannsson og
frá Alþýðubandalaginu Svavar
Gestsson, Skúli Alexandersson
og Ólafur Ragnar Grímsson.
Á hestum í veiði
á Arnarvatnsheiði
ARINBJÖRN Jóhannsson hyggst í sumar bjóða innlendum og
erlendum ferðamönnum upp á hesta- og veiðiferðir á Arnarvatnsheiði.
Er þar um 6 daga ferðir að ræða og verður ferðast upp á heiöina á
hestum og dvalið þar við veiðar í Strípalónum og Austurá.
Með ferðum þessum hyggst Ar-
inbjörn sameina hestamennsku og
veiðar og telur að margir hafi
áhuga á því að kynnast fornum
ferðasiðum, með trússahesta og
leggur hann sjálfur til allan bún-
að, hesta, viðleguútbúnað, veiði-
stengur, veiðileyfi, leiðsögn og
matföng. Hann tekur aðeins 6
manns í hverja ferð, kveður það
hæfilegan fjölda og betur vera
hægt að sinna hópnum sé hann
ekki fjölmennari. Gist verður á
Aðalbóli og leitarmannakofum og
hver dagur skipulagður með
hestamennsku og veiðum til skipt-
is. Arinbjörn Jóhannsson kvaðst
hafa farið nokkrar slíkar ferðir á
síðasta sumri og verður fyrsta
ferðin í sumar 29. júní og sú
síðasta 29. ágúst.
Hann hefur
kynnt ferðir þessar nokkuð í
Þýzkalandi, þar sem hann er
búsettur nokkurn hluta ársins, og
í Reykjavík er það Útivist, sem
annast afgreiðslu og upplýsingar
auk hans sjáifs.
Frá einni ferð Arinbjörns í fyrrasumar þegar ferðast var
Arnarvatnsheiði í nokkra daga á hestum og veitt m.a. í Austurá.
um
... £r*/**0
Séð austur yfir svæðið þar sem lónið verður og inntakið en þarna er nú unnið að borun fyrir þéttingu
botpsins og síðar verður tekið til við garðana. Ljósm. jt.
Framkvæmdum við Hrauneyjafossvirkjun miðar vel:
Starfemenn nú um 350
— verða flestir um 600
UM ÞAÐ BIL 350 manns eru nú við störf að framkvæmdum við
undirbúning Hrauneyjafossvirkjunar. Snjóa er nú að leysa efra og
verktakarnir sex, sem þar hafa fólk í vinnu, eru smám saman að
auka við mannskapinn eftir því sem verkið verður mannfrekara.
Miðar framkvæmdum samkvæmt áætlun og eru sumir verktakarn-
ir jafnvel nokkuð á undan áætlun.
I sumar er ráðgert að vinna virkjun hefur og starfsmanna-
Stöðvarhúsið í byggingu. í
brekkunni ofan við það verða
aðveiturörin lögð.
allan sólarhringinn á 12 tíma
vöktum við venjulega vinnu og 6
tíma vöktum á tækjunum. Unnið
er nú við smíði stöðvarhúss,
gröft og jarðvegsflutning vegna
inntaksskurðar, boranir til að
þétta uppistöðulónið og síðar við
garðana kringum lónið svo eitt-
hvað sé nefnt.
Flestir verða
starfsmenn í sumar um 600, en
vinnan fer fram meira og minna
allt árið, hlé verður rétt um jól
og nokkuð fram yfir áramót í
svartasta skammdeginu. Hraun-
virki, Fossvirki, Vatnsvirki,
ASEA, ítalska fyrirtækið Gali-
leo og þýska fyrirtækið Keller
eru hvert með sinn mannskap
við tilheyrandi verkefni. Lands-
hóp og Olíufélagið og Skeljungur
sjá verktökum fyrir nauðsynlegu
eldsneyti. Svelgja stórvirkar
jarðýtur eitt til tvö tonn af olíu á
dag og hafa bílar Olíufélagsins
vart undan við að fóðra þær sem
og önnur tæki þarna, en erfitt er
nú um alla flutninga upp þangað
vegna þungatakmarkana á veg-
um. Hraunvirki hefur af þeirri
ástæðu ekki ennþá fengið að
flytja af hafnarbakkanum nýja
vörubíla sína og hjólaskóflu á
staðinn, en ráðgera það fljótlega
eftir helgina. Hraunvirki er
fyrsti verktakinn á svæðinu, sem
tekið hefur upp nokkurs konar
afkastagreiðslur á launin, en
aðrir eru um þessar mundir að
semja um það.
Flugleiðir:
Flugliðum bannað að
nota kveikjara um borð
Ástæðan eru fréttir sem félaginu hafa borist
af sprengingum þar sem fólk hefur týnt lífi
íyrir skömmu bárust félag-
inu upplýsingar frá írska
flugfélaginu Áir Lingus um
„ASTÆÐAN fyrir því að við
sendum út dreifibréf til
starfsmanna okkar þar sem
varað er við notkun sígar-
ettukveikjara sem ekki er
hægt að fylla á um borð í
vélum félagsins, notkun
reyndar bönnuð, er sú að
að tvívegis hcfðu slíkir
kveikjarar sprungið í vösum
fólks um borð í þeirra vélum
með þeim afleiðingum að
viðkomandi létust," sagði
Hlutfallslega sýktust fleiri af salmonella-
sýklum á Islandi en í Bandaríkjunum
SALMONELLA-bakteríur ollu
sýkingu í rúmlega tvöfalt fleiri
fslendingum en Bandaríkja-
mönnum á árinu 1979. sé miðað
við höfðatölu, að því er fram
kom í erindi, sem Guðni Al-
freðsson dósent hélt á vegum
Líffræðifélags íslands í vikunni
og fjaltaði um salmonellasýkla í
umhverfi og dýrum á íslandi.
Kom fram hjá Guðna, að á
síðastliðnu ári hefði 71 íslend-
ingur sýkst fyrir tilverknað
salmonella-bakteríunnar. Það
jafngildir að í Bandaríkjunum
hefðu um 70.000 manns sýkst á
sama hátt, en þeir voru þó ekki
nema 31.000 skv. opinberum
skýrslum. Var þó um greinilega
aukningu sýkinga af völdum
salmonella-bakteríunnar að
ræða í Bandaríkjunum á síðasta
ári, miðað við nokkurra ára
tímabil þar á undan.
Þá kom fram hjá Guðna, að
fyrir áratug hefði ein tegund af
salmonella-bakteríum verið hér
alls ráðandi, en í seinni tíð hefði
salmonellategundunum fjölgað
og fjölbreytnin aukist. Væri nú
ekki óeðlilegt að fyndust 15—20
salmonellategundir í rannsókn-
um á fólki hér á landi, og enn
fleiri salmonellastofnar.
Guðni gerði í erindi sínu grein
fyrir salmonellarannsóknum á
síðustu árum í umhverfi á
íslandi. í einni rannsókninni
voru valin fimm stærstu skolp-
útföllin í Reykjavík, þ.e. við
Shellstöðina í Skerjafirði, í krik-
anum fyrir neðan útvarpshúsið, í
Rauðarárvíkinni, fyrir neðan
gatnamót Sæbrautar og
Kringlumýrarbrautar, og loks í
Elliðavogi. Tekin voru sýni úr
skolpinu, þar sem fellur í sjó
fram. í þeim sýnum sem tekin
voru við Shellstöðina, reyndust
95 af hundraði jákvæð, og sama
útkoma var úr sýnatökum í
Elliðavogi. Af sýnum sem tekin
voru fyrir neðan útvarpshúsið
reyndust 64% vera jákvæð.
Sagði Guðni að á þessum stöðum
væri æði mikil og stöðug meng-
un til staðar.
Máfar og máfadrit var einnig
rannsakað 1978 og 1979, og
reyndist talsverður hluti þeirra
sýna jákvæður, þ.e. innihalda
salmonellabakteríur.
Leifur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleið-
um, í samtali við Mbl.
Leifur sagði að krafturinn í
þessum sprengingum væri
áætlaður á við þrjár dýnamit-
stengur. Leifur sagði ennfrem-
ur að nauðsynlegt væri að vara
farþega við því að bera með sér
slíka kveikjara á ferðum.
Um ástæður fyrir þessum
sprengingum kvaðst Leifur
ekki geta fullyrt, sennilega
væri um bilun að ræða í
kveikjurunum.
Stuðningsmenn
Guðlaugs í Kópavogi
Opnuð hefur verið kosninga-
skrifstofa stuðningsmanna Guð-
laugs Þorvaldssonar í Kópavcgi að
Skemmuvegi 36. Skrifstofan er
opin aila virka daga kl. 15.00—
21.00 og um helgar kl. 13.30—
19.00.
Kosninganefnd skipa: Eggert
Steinsen, formaður, Sigtryggur
Jónsson, Fríða Einarsdóttir, As-
geir Pétursson, Sigurlaug Zóph-
oníasdóttir, Gunnar Þorleifsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir, Halldór
Sigurðsson og Hákon Sigurgeirs-