Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 7

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAI1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson Haukur Eggertsson í Reykjavík skrifar mér ítarleg bréf, þar sem hann ber saman það mannamál sem hann lærði af foreldr- um sínum og vinnufólk- inu, sem hann ólst upp með á Haukagili í Vatns- dal, og svo aftur marg- nefnda stofnana íslensku eða „lærðra manna“ mál- far nú á tímum. Haukur hefur trú á því, að fólkið heima á Haukagili hafi kennt sér að hugsa og tala örlítið skýrara en merkja megi af sumu því sem nú má sjá og heyra í opinber- um plöggum. Ég er ekki frá þessu, ekki síst ef rétt er, sem ég hef séð haldið fram, að tilteknir lærdómshópar temji sér af ásettu ráði málfar sem þeir einir megi skilja, en almenn- ingi sé hulið og skuli vera til marks um fáfræði þeirra, sem þetta sérstaka tungumál hafi ekki tamið sér. Hitt er svo annað mál, að sumt af því, sem Hauk- ur telur sérlega böngulegt mál, má að nokkru leyti verja, þótt ekki verði talið til fyrirmyndar. Upp úr grein í Fréttabréfi Verk- fræðingafélags íslands tekur hann þessa máls- grein: „Fljótt á litið virð- ist mér varlegt að stofnun með færri en 50 manna starfsliði geti gegnt slíku hlutverki að neinu gagni.“ Hér er tvennt athuga- vert: orðin varlegt og neinu. Oftast nær merkir lýsingarorðið varlegur, = varkár, gætinn, skynsam- legur. En það merkir einnig varhugaverður, óöruggur, og þannig mun eiga að skilja þetta í tilvitnaðri málsgrein. Hitt finnst mér meira en hæp- ið að nota orðmyndina neinu í stað nokkru, þar sem ekki er um neitun að ræða. Annað er það sem ég er sammála Hauki um að illa fái staðist. Skrifað stend- ur: „Hvorutveggja þessara ábendinga verða að teljast eðlilegar," o.s.frv. Þarna þætti mér rétt að segja: Hvor tveggja þess- ara ábendinga. Hvor tveggja er nefnifall í kvenkyni, sbr. ábending, hvorutveggja er þágufall í hvorugkyni og á hér ekki við. Vandann væri reynd- ar auðvelt að leysa með því að segja: Báðar þessar ábendingar o.s.frv. Fleira mætti tína til úr bréfi Hauks sem ástæða væri til að fjalla um, en ég læt þetta duga í bili, að öðru leyti en því að birta gamla vísu sem hann lærði strákur og greinir ekki höfund að og sleppir úr nafni, af tillitssemi við manninn sem um er ort: Hálfdauður (N.N.) í hungurskút skrækir. hugsanir sínar í málvillum flækir, hortittasmíðar og rassbogur rækir, röksemdir allar til heimskunnar sækir. Gelding þolmyndar heldur áfram. í útvarps- fréttum mátti heyra: Tek- ið var þátt í þessu, í stað þess að segja að þáttur væri tekinn. Þetta er eins vont og barnamálið: Það var barið mig, í stað þess að segja: ég var barin(n). Spurður var ég um Njörvasund (Gíbraltar- sund). Þetta er gamalt orð og merkir hið þrönga sund, sbr. njörva = festa þétt saman; nirfill = sá sem er „samansaumaður"; mannsnafnið Narfi 49. þáttur mjór, grannur; njörva nift = alsystir og enska orðið narrow = þröngur. Bæta mætti við fjarskyld- ara orði: naumur. Ekkert þykir mér athugavert við lýsingar- orðið prílinn af sögninni að príla, en kona á Akur- eyri hafði allt að því verið skútuð fyrir að taka svo til orða um krakka. Þetta er á sama hátt eðlilega myndað og vífinn af víf og kíminn, sbr. kímni. Og svo er það maki um eiginkonu eða eiginmann. Sumir kunna þessu illa, af því að þeim finnst að í orðinu makalaust felist niðrandi merking. Makalaus merkir ein- stakur, dæmalaus, óvið- jafnanlegur, sá sem ekki á sér hliðstæðu. „Er Þórólf- ur ekki ykkar maki,“ stendur í Eglu og merkir að hann sé meiri maður en þeir sem til er talað. En frummerking orðsins er jafningi, og ég þykist vera svo mikill jafnréttis- maður að ég kann ágæt- lega við að orðið maki sé haft um eiginkonu eða eiginmann eftir atvikum. Vil ég á engan hátt við því amast. Og ekki þarf makalaust að hafa niðr- andi merkingu. Við syngj- um stundum á góðri stund: Það liggur svo makalaust Ijómandi á mér, mér líkar svo vel hvernig heimurinn er. Mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart og langar að segja svo dæmalaust margt. Svo lengi lærir sem lifir. Jón Pálsson í Reykjavík fann annan Garð í þjóðskránni og var sá fæddur ári fyrr en sá eini Garður sem ég vissi um fyrir skömmu. Núllgrunns- áætlanagerð Leiðbeinendur: Stjórnunarfélag islands efnir til námskeiðs um NÚLLGRUNNSÁÆTLANAGERÐ í fyrir lestrasal félagsins að Síðumúla 23 dagana 20., 21. og 22. maí kl. 15—19 alla dagana. Kynnt veröur aðferö viö gerð fjárhagsáætl- ana, þar sem áætlunin er tekin til endur- skoðunar frá grunni og ítarlegur rökstuðn- ingur færður fyrir öllum þeim útgjöldum sem áformaö er að stofna til. Námskeið þetta á erindi til þeirra starfs- manna sem vinna aö gerö fjárhagsáætlana hjá ríkisfyrirtækjum, sveitarfélögum og stærri einkafyrirtækjum. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfélaginu, sími 82930. Björn Friðfinnsson iögfræðingur Þórður Sverrisson viðskiptafræðingur. anœstunni Urvalsferdir 1980 23/5 Ibiza 1 vika, 3 vikur, fáein sæti laus. 30/5 Mallorca. Uppselt. 13/6 Ibiza, 3 vikur, nokkur sæti laus. 20/6 Mallorca, 3 vikur, laus sæti. 24/5 London, vikuferð, laus sæti. FERÐASKR/FSTOFAN URVAL^^ STURVÖLL SÍMI 26900 VIÐ AUSTURVOLL EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.