Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAI1980 25 Mannréttindi fótum troöin burði við einsflokkskerfi alræð- isríkja sósíalismans. Minnihluti þjóða heims og mannkyns býr við lýðræði og þegnréttindi, í þeim skilningi þessara orða, sem við leggjum í þau. Óþarfi er að fjölyrða um aðstöðu minnihlutahópa eða verkalýðsfélaga (verkfallsrétt) í Ráðstjórnarríkjunum. Eða inn- limun Eystrasaltsríkja, innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu, innrás í Afganistan — eða inn- byrðis styrjaldir sósíalistaríkja í Indó-Kína: innrás Kína í Víet- Nam og Víet-Nam í Kambódíu o.s.frv. Öll falla þessi reynslu- dæmi í sama farveg og sama staðreyndalón. Lýðræði og mannréttindi eru ii** Vesturlandabúum helg arfleifð, sem þeir vilja standa trúan vörð um og varðveita til næstu kyn- slóða. Sú er höfuðforsenda fyrir tilurð Atlantshafsbandalagsins, varnarbandalags vestrænna ríkja, sem tryggt hefur frið og fullveldi þjóða í okkar heimshluta frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Þá tryggingu frelsis og friðar þarf að efla en ekki veikja. Hver var reynslan af hlutleysinu? Þrjár Norðurlandaþjóðir, sem treystu á hlutleysi til að tryggja öryggi sitt, voru hernumdar í síðari heimsstyrjöldinni: Dan- mörk og Noregur af Þjóðverjum, Island af Bretum. Það er engin tilviljun að allar þessar þjóðir eru nú — reynslunni ríkari — aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Reynslan af þessari aðild er ótví- ræð. Varnarsamstaða vestrænna ríkja hefur tryggt frið í okkar heimshluta. Ef valdajafnvægið raskast — ef varnarkeðjan rofnar — er hættunni boðið heim. Minnihlutahópur hér á landi berst gegn aðild íslands að þessu varnarbandalagi. Til þess hefur hann bæði skoðanalegan rétt og aðstöðu í þeirri þjóðfélagsgerð, sem við viljum varðveita, m.a. með aðild að þessu bandalagi. Engu að síður er þessi barátta háð, a.m.k. að hluta til, á fölskum forsendum. Táknrænt var er svokallaðir „hernámsandstæðingar" stóðu að andmælum í svörtum kuflum og grímuklæddir. Þeir há sum sé baráttu sína bak við grímu þjóð- rækni, friðar og hlutleysis, efalítið sumir hverjir í góðri trú en bernsku og raunar hættulegu mati á staðreyndum umheimsins. Við erum vopnlaus þjóð í þjóð- braut milli hins nýja og gamla heims. Við erum aðilar að varnar- bandalagi vestrænna ríkja til að fullnægja frumskyldu hverrar sjálfstæðrar þjóðar: að tryggja öryggi sitt. Við teljum fullveldi okkar og mannréttindum bezt borgið með samátaki þeirra þjóða, sem við eigum samleið með um þjóðfélagsgerð og menningararf- leifð. Þess vegna samræmist það þjóðrækni okkar, varðveizlu okkar á menningararfleifð, þjóðfrelsi, friði og öryggi að styrkja varnar- keðjuna í okkar þágu — og annarra lýðræðisþjóða. Og það er athyglisvert, og íhug- unarefni, að fyrst og fremst þeir, sem vilja þjóðfélagsgerð okkar feiga, og sjá „þúsund ára ríkið“ gegnum gleraugu „þjóðfélagsbylt- ingar" fylkja sér undir merki hinna grímuklæddu í baráttu gegn íslenzkri Natóaðild, þrátt fyrir reynsluna af haldleysi hlutleysis í síðari heimsstyrjöldinni. Fjóröungur úr atkvæöi Fjallandi um mannréttindi og kosningarétt — og annmarka, sem þjóðfélagið þarf að þróast frá, verður ekki komizt hjá að minna á mismunun í kosningarétti hér á landi. Frá því að núverandi kjör- dæmaskipan komst á, árið 1959, hafa mannfjöldahlutföll kjör- dæma landsins breytzt svo mjög, að íbúar Reykjavíkur og Reykja- nesskjördæmis hafa aðeins fjórð- ung úr atkvæði miðað við íbúa hinna fámennari kjördæma. Lengi hafa menn steininn klappað í tali um leiðréttingu þessa misræmis. En nú er enn eitt alþingi á enda — eða svo gott sem — án þess að núverandi ríkisstjórn hafi viðrað þá leiðréttingu. Var þó e.t.v. frek- ar að vænta einhvers frumkvæðis ríkisstjórnar vegna þess, að nú- verandi forsætisráðherra er jafn- framt formaður stjórnarskrár- nefndar, sem svo lengi hefur þæft málið. Satt bezt að segja hlýtur langlundargeð íbúa þessara kjör- dæma, eða rúms helmings þjóðar- innar, löngu að vera þrotið. Þeir geta ekki látið troða á sér öllu lengur. — Óvissan í íslenzkum stjórnmálum er og slík að enginn veit, hvenær næst verður kosið til þings. Það er því nauðsynlegt að koma leiðréttingu fram tafar- laust. Allir sanngjarnir menn viður- kenna hinsvegar að landsbyggðar- fólk hefur um margt verri hags- munastöðu en þéttbýlisbúar. Þann mismun verður að má út án þess að ganga á mannréttindi á borð við kosningarétt. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og mann- réttindum. Þar getur enginn til lengdar unað fjórðungsrétti, enda vansæmd við að búa. Benzínverðið Hverjir eru verðþættir benzíns, sem hefur hækkað í verði meir en flestir aðrir útgjaldaliðir almenn- ings i landinu? — Ekki er úr vegi að fara ofan í saumana á því einfalda dæmi, svo ríkulega sem það snertir flesta þjóðfélagsþegna. Verð á benzíni, sem nú er kr. 430.-, sundurliðast þannig: • Tollur og söluskattur í ríkissjóð .... 156.14 36.3% • Benzíngjald í Vega- sjóð ........... 91.36 21.3% • Kaupverð erlendis og dreifingar- kostnaður .... 182.50 42.4% Hlutur ríkissjóðs og Vegasjóðs í benzínverðinu er því hvorki meiri né minni en 57.6%. Þar af ganga aðeins 21.3% sem benzíngjald til Vegasjóðs. Ríkissjóður tekur bróð- urpartinn. Svo undarlegt sem það er, eru tollar og benzíngjald skattstofn fyrir söluskatt! Þannig leggst skattur ofan á skatt. Þegar benzíngjald hækkaði um kr. 20.43 um miðjan aprílmánuð sl. hækk- aði söluskatturinn um kr. 4.80. Þetta minnir óneitanlega á sölu- skatt ofan á flutningskostnað vöru út á land, en þann veg skattleggur ríkisvaldið vanda fólks í strjál- býli, vegna hærra almenns vöru- verðs. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) flutti á Alþingi frumvarp til niðurfellingar söluskatts af flutn- ingsgjaldi, enda sú staðreynd, að vörugjald er hærra úti á landi en í Reykjavík, óréttlátur gjaldstoín til söluskatts. Það leysir enginn vanda mað að auka hann. Senni- lega verður þetta frumvarp Sigur- laugar eftir óafgreitt, er stjórnar- liðar halda í sumarfrí, eftir þing- lausnir, því miður. Tekjur ríkissjóðs af benzín- sköttum eru áætlaðir 29V4 millj- arður króna 1980. Þetta þýðir 10 milljarða króna hækkun frá 1978, umfram verðlagsbreytingar. Ekki ein króna þessa milljarða skatt- auka rennur til vegaframkvæmda. Þvert á móti eru framkvæmdir vegaáætlunar skornar niður. Islendingar eru vanþróuð þjóð í vegamálum og eyða milljörðum króna í haldlítið viðhald malar- vega, ofaníburð sem regn og vind- ar bera á burt — og viðhald og eldsneyti bifreiða, sem við gætum sparað með því að leggja bundið slitlag á fjölförnustu þjóðvegi. Víða kemst fólk ekki leiðar sinnar á vetrum, jafnvel í neyðartilfell- um, vegna skorts á uppbyggðum vegum. Auknar framkvæmdir í vegamálum eru, ásamt orkufram- kvæmdum, arðbærasta og jákvæð- asta verkefni þjóðarinnar sem bíður úrlausnar. Ný land- græðslu- áætlun - Þjóðar- gjöfin Einn af örfáum vorboðum í óvissu íslenzkra stjórnmála er væntanleg ný landgræðsluáætlun 1981—1985. Samkvæmt yfirlýs- ingu ráðherra er hún nú í vinnslu og verður lögð fyrir þingflokka og Alþingi á hausti komanda. Þjóðargjöfin, sem samþykkt var til uppgræðslu örfoka lands á 11 alda afmæli íslands byggðar, 1974, er uppurin. Eftir er einungis að nýta verðbætur, sem greiddar verða á þessu ári. — Landgræðslu- áætlun, sem þjóðargjöfin fjár- magnaði, miðaðist fyrst og fremst við það að stöðva hraðfara gróður- og jarðvegseyðingu nálægt byggð og ræktun uppblásinna svæða. Þessi landgræðsla var síðbúin afborgun af skuld þjóðar við land — en jafnframt innlegg í gróður- banka þjóðarinnar. Landgræðsla og skógrækt, sem ár trésins minnir á, eru verðug verkefni. Talið er að aðeins 1% lands okkar sé nú vaxið skógi. Sterkar líkur benda hins vegar til að um þriðjungur landsins hafi verið klæddur birkiskógi, áður en eyðing skóga hófst. Skógrækt, bæði til nytja og yndisauka, á nú vaxandi fylgi að fagna með þjóð- inni og er það vel. Nú fer sumar í hönd og flóra landsins vaknar af vetrardvala, til lita og ilms. Vonandi verður sumarið hagstætt, veðurfarslega og efnahagslega, ekki sízt þeim atvinnuvegum, sem háðastir eru tíðarfari. Þéttbýlisbúar, sem leggja land undir fót til að kynn- ast landinu og njóta þess, þurfa að umgangast náttúru þess af um- hyggju. Fáar þjóðir eiga betra land, þrátt fyrir hnattstöðu þess og þær takmarkanir, sem henni fylgja. Það á í raun ærinn auð, ef menn kunna að nota hann. En sá auður verður ekki leystur úr læðingi nema með vinnusemi, ár- vekni, hagsýni — og síðast en ekki sízt samstöðu gagnvart þeim efna- hagsvanda, sem ógnar nú rekstr- arstöðu fyrirtækja og lífskjörum þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.