Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 37 Akureyri var ákveðið að kaupa vél af Piper-gerð. Hún er búin öllum hugsanlegum tækjum, þ.á m. til blindflugs. Vélin kostar hingað komin um 20 milljónir, og bíður þess að verða flogið hingað til lands frá Miami, en það verk mun bandarískt fyrirtæki annast. Okk- ur reiknast til að miðað við 300 flugtíma á ári verði rekstrar- kostnaðurinn um 23—24 þúsund á klukkustund, og er þá allt með talið, tryggingar o.s.frv.," sagði Óskar. Piper-verksmiðjurnar hófu að framleiða Warrior-gerðina 1973. Vélin hefur eiginlega sama skrokk og Cherokee-vélarnar, en vængur- inn er þó frábrugðinn. Vélin er knúin 160 hestafla hreyfli og er hámarkshraði hennar 126 hnútar, en miðað við að 65% afl sé tekið út úr hreyflinum nær hún 112 hnúta hraða í 8.000 feta hæð og hefur þá sex klukkustunda flugþol. Við sama álag eyðir vélin 7,5 gallonum af benzíni á klukkustund, eða 28,5 lítrum. Ein flugvél af þessari gerð er til hér á landi, en það er TF-MÍN, sem er í eigu Sigurjóns Einarsson- ar hjá Flugmálastjórn. Flug Umsjón Ágúst Ásgeirsson, Jón Grímsson og Ragnar Axelsson Sameinar kosti þyrlu og vélflugu Framleitt hefur verið þriggja sæta loftfar, sem er nokkuð sér- stætt í útliti, minnir helzt á skordýr við fyrstu sýn. Og ekki er óeðlilegt þótt svo kunni að þykja, því hönn- uðurinn teiknaði farrými vélarinn- ar eftir að hafa kynnt sér náið augu og höfuð skordýra. Vélflugan dregur nafn af hönnuð- inum og heitir Edgley EA7 Optica. Ætlun hönnuðarins, John Edgleys, var að smíða flugvél, þar sem sameinaðir væru helztu kostir þyrlu og vélflugu, þ.e. útsýnið yrði ekki síðra en í þyrlum og reksturinn yrði jafn ódýr og rekstur smáflugv- éla. Einnig að hægt yrði að sinna eftirlitsstörfum ýmiss konar á hlut- fallslega litlum flughraða. Og reynsluflugið, en hið fyrsta fór hún 17. desember sl., bendir til þess að vel hafi tekist. Hægaflugs- eiginleikar vélarinnar eru góðir, hún gerir sitt gagn á 50 hnúta hraða, en fljúga má henni í farflugi á rúmlega 100 hnúta hraða. Þá er flugvélin einkar hljóðlát þar sem skrúfan er í stórum hólk, eins og vifta. Er hún fimm blaða, með föstum skurði, úr tré og 120 sentimetrar í þvermál. Hreyfill vélarinnar er af gerðinni Lycoming 0-320-B2B og er 160 hestöfl. Væng- hafið er rúm 39 fet, lengdin rúm 26 fet, hámarksþyngd 2,680 pund og tómaþyngd 2,030 pund. Ekki fylgja upplýsingar um flugþolið en setja má 40 gallon af eldsneyti á geym- ana. Flugvélin er að öllu leyti úr málmi. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvað flugvél af þessu tagi mun kosta, þar sem aðeins reynsluflug- vélin hefur verið framleidd. Hún varður þó talsvert ódýrari í inn- kaupi og rekstri en lítil þyrla. Fróðir menn segja að vélin sé heppileg til eftirlitsstarfa ýmiss konar, skógarvörslu, strandgæzlu, umferðareftirlits, loftljósmyndunar og, síðast en ekki sízt, til útsýnis- flugs. Einnig má flytja tvær sjúkra- körfur í vélinni með því að fjar- lægja farþegasætin. Meðfylgjandi myndir og teikningar ættu að gefa góða hugmund um útlit vélarinnar. Steve McQueen og flugdellan HÉR á síðunni hefur verið sagt frá því að flugdellan hafi gripið söngvarann Roger Whittaker föstum tökum. Höfum við spurnir af því að annar heimsfrægur maður hafi fengið flugáhuga nýlega, en það er bandaríski leikar- inn Stever McQueen, sem er gestum kvikmyndahúsanna að góðu kunnur. McQueen tók einkapróf í fyrrasumar á Santa Paula- flugvelli í Kaliforníu. Lærði hann að mestu á Stearman PT-17 flugvél sem hann á sjálfur, en undirstöðuatriði blindflugs (BIFR) lærði hann í Cessnu 150. Auk Stearman-vélarinnar á McQueen einnig Pitcairn Mailwing og Bellanca Deca- thlon-flugvél. Kennari McQueen var maður að nafni Sammy Mason, fyrrum reynsluflugmaður hjá Lock- heed og frumkvöðull á sviði listflugs á þyrlum. Loftbelg flogið hátt ÞRAUTREYNDUR bandarískur loftbelgstjóri hefur unnið til verðlauna fyrir að fljúga loftbelg hærra en nokkru sinni hefur áður verið gert. Hann heitir Chauncey Dunn og kom hann loft- belgnum í 53.000 feta hæð, en fyrra metið voru 45,836 fet, sett yfir Indlandi 1974. Dunn vann afrekið á venjulegum heitaloftsbelg af Raven S-66A-gerð. Rúmtak belgjarins var 140.000 rúmfet og karfan neðan í belgnum var opin og flugmaðurinn því óvar- inn fyrir veðri og vindum, en fyrra metið var sett á 375.000 rúmfeta loftbelg með körfu sem var lokuð og búin jafnþrýstibúnaði. Dunn var þó í sérstök- um hlífðarfötum og inni í þeim var alltaf sami loft- þrýstingur og á jörðu niðri. Hann hafði og með sér góðan búnað súrefn- istækja og tvær fallhlífar ef eitthvað skyldi bregða út af. SINDRA STALHF SINDRA STÁL Íþvíliggur styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparar tíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 NÝ NILFISK Nu er sterka ryksugan ennþá sterkari. Nýr súper-mótor áður óþekktur sogkraftur. Ný sogstilling: auðvelt að tempra kraftinn Nyr ennþá stærri pappírspoki með hraðfestingu. Ny kraftaukandi keiluslanga með nýrri festingu. Nyr vagn sameinar kosti hjóla og sleða. Auðlosaður í stigum SOGGETA i SÉRFLOKKI F.instukur mólor. cfnisgæði. mark- visst byggingarlag, afbragðs sog- slykki — já, hvcrt smáatriði stuðlar að soggetu í sérflokki. fullkominni orkunýtingu, fyllsta notagildi og dæmalausri cndingu. GERIÐ SAMANBURÐ: Sjáið t.d. hvernig stærð. lögun og staðsetning nýja Nilfisk-risapokans tryggir óskert sogafl þótt í hann safnisf. GÆÐI BORGA SIG: Nilfisk er vönduð og tæknilega ósvikin. gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. I^j 11 1^1heimsins besta ryksuga l'^/r hil Stórorð, sem reynslan réttlætir. FYRSTA FLOKKS FRA FÖNIX HÁTÚNI — SÍMI 24420 argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.