Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 2 1 Birgir ísl. Gunnarsson: Skatturinn í verzlraiar- og skrif- stofuhúsnæði fastur í sessi Einn af þeim nýju sköttum, sem vinstri stjórn Olafs Jóhann- essonar setti á, var festur í sessi á Alþingi í vikunni. Það var hinn sérstaki skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem á var lagður árið 1979 og átti þá að gilda í eitt ár. Hér er um að ræða sérstakan eignaskatt, sem nem- ur 1,4% af fasteignamatsverði þessa sérstaka húsnæðis. Borgarstjórn mótmælti skattinum Borgarstjórn Reykjavíkur tók þennan skatt til sérstakrar um- ræðu í desember sl. og sam- þykkti með 8 samhljóða atkvæð- um að mótmæla þessari skatt- lagningu og skoraði jafnframt á Alþingi að fella þetta frumvarp. Hversvegna lét borgarstjórn þetta mál til sín taka? Ástæðan er sú, að fasteigna- skattar hafa hingað til verið einn af tekjustofnum sveitarfé- laga. Ýmsum hefur þótt fast- eignaskattarnir í hærra lagi, þótt ekki væri bætt sérstökum aukasköttum ofan á. Ríkið hefur hér búið til nýjan fasteignaskatt og þar með seilst inn á tekjuöfl- unarsvið sveitarfélaganna. Þess- vegna taldi borgarstjórn það óeðlilegt að frumvarp ríkis- stjórnarinnar yrði samþykkt. Nýr fast- eignaskattur Á sl. ári nam þessi skattur hér í Reykjavík um 760 millj. kr. og fjöldi gjaldenda var 806. Til samanburðar má geta þess, að fasteignagjöld í Reykjavík voru á sl. ári um 3,6 milljarðar, þannig að hinn sérstaki skattur ríkisins slagar hátt upp í fast- eignagjöldin eða um 22%. Birgir ísl. Gunnarsson Þá má benda á að þessi skattur kemur með mismiklum þunga á fasteignir í Reykjavík, eftir því hvar þær eru staðsett- ar. Fasteignamat í miðbænum í Reykjavík er miklum mun hærra en annars staðar í borginni. Þessi skattur ríkisins íþyngir því verulega ýmsum eignum í mið- bænum. Hann stuðlar að flótta fyrirtækja úr gamla bænum og dregur því úr áhuga manna uppbyggingu þar og að gæða miðborgina auknu lífi. Eykur erfið- leika atvinnu- rekstursins Það er því mjög eðlilegt að borgarstjórn hafi lagst gegn þessum skatti. Hér kemur og fleira til. Þessi skattur er lagður á sérstakar atvinnugreinar og byggist á þeirri trú vinstri manna, að verzlunarrekstur og skrifstofuhald sé endalaus upp- spretta nýrrar skattheimtu og geti stöðugt verið mjólkurbú fyrir ríkishítina. Verzlunar- rekstur kaupfélaganna og Sam- bandsins ber því þó ekki vitni að þessi kenning sé rétt. Á sl. ári varð verulegt tap á rekstri kaup- félaganna og horfur víðast sízt betri i ár. Þessi skattheimta eykur á þessa erfiðleika og hlýtur að koma niður á verzlun- arþjónustu um land allt. Skattinn átti að afnema Það var röng ákvörðun hjá ríkisstjórninni að framlengja þessum skatti. Hann átti að afnema nú, eins og reyndar fleiri nýja skatta, sem vinstri stjórn Olafs Jóhannessonar lagði á.af ótrúlegri hugkvæmni. Rétt er að geta þess að lokum að á Alþingi greiddu atkvæði með þessum skatti þingmenn Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar innan Sjálfstæðis- flokksins. Stjórnarandstæðingar úr hópi sjálfstæðismanna greiddu atkvæði gegn skattinum. Rommy í Iðnó, eitt vinsælasta leikrit síðari ára LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir n.k. sunnudag leik- rit sem samið var og frumsýnt í New York fyrir þremur árum, en síðan hefur það farið sigurför viða um heim. Leikrit- ið heitir Rommy í islenzku útgáfunni, En the Gin Gaine á frummálinu. Það fjallar um líf tveggja eldri borgara, karls og konu, sem hafa lent á elliheim- ili. Þau fara að spila, kynnast Bingó lögreglu- kórsins í Sigtúni LÖGREGLUKÓRINN er á förum til Stokkhólms, þar sem verður haldið hinn 29. maí mót nor- rænna lögreglukóra, en sú hefð, að norrænir lögreglukórar hittist á slíku móti, er nú orðin 30 ára. Fyrsta mótið var haldið í Stokk- hólmi 1950. í Lögreglukórnum eru 27 söngvarar, söngstjóri er Magnús Ingimarsson. Til þess að fjármagna þessa ferð verður haldið bingó í Sigtúni í dag, sunnudag 18. maí, og hefst það klukkan 15. Ókeypis aðgangur verður að bingóinu og eru veglegir vinningar í boði, m.a. tvær utan- landsferðir til Luxemburg. Þá mun kórinn sjálfur taka lagið í Sigtúni í dag. Nafn eins ræðumanns féll niður í fréttatilkynningu um fund stuðningsmanna Péturs Thor- steinssonar, sem haldinn var í Sigtúni á uppstigningardag, féll niður nafn konu hans, Oddnýjar Thorsteinsson, í upptalningu ræðumanna. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. þannig og líf þeirra opnast i gegn um spjallið yfir spila- mennskunni. Leikarar eru tveir, þau Sigríður Hagalin og Gísli Halldórsson. Rommy er fyrsta leikrit höf- undarins, D. L. Couburn frá Bandaríkjunum. Hann nam við- skiptafræði, en heillaðist svo af leiksýningu í New York að hann sá hana tíu sinnum og að því loknu kynntist hann leikurun- um og spurði þá spjörunum úr um leikrit og leikritun og af- raksturinn í fyrstu lotu varð Rommy. Tomas Zoega þýddi leikritið, Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri og Daníel Williams- son sá um lýsingu. Rommy fjallar um þá stöðu í samfélaginu þegar eldra fólkinu er bæði vitað og óafvitað ýtt til hliðar, en þau leggja kapp á að halda sinni reisn. Norræn haf- ísráðstefna í Reykjavík NORRÆN ráðstefna sérfræðinga um hafís verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavík í vikunni og hefst hún á morgun, mánudag. Hlynur Sigtryggsson veðurstofu- stjóri setur ráðstefnuna kl. 10 og verða síðan fluttir fyrirlestrar á morgun og þriðjudag. Hafíssérfræðingar og hafrann- sóknamenn frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum flytja fyrir- lestra um ýmsar hliðar hafíss og veðurfars og íslenzkir veðurfræð- ingar flytja fyrirlestra sína síðari dag ráðstefnunnar. Fjallar Þór Jakobsson um hafísrannsóknir, Trausti Jónsson um neikvæð áhrif rekíss á hitastig hérlendis og Borgþór H. Jónsson um hitafar á íslandi síðustu 100 árin. Á mið- vikudag er ráðgert að bjóða upp á ferð til Vestmannaeyja og á fimmtudag er ráðstefnugestum boðið í heimsókn á Veðurstofu íslands. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU -<C ROW N> mest selda tæki landsins komið aftur Þaö er samdóma álit þúsunda kaup- enda aö þetta tæki sé bestu kaup landsins. TÆKNILÝSING: Útvarp: Langb.-, miðb.- og FM-stereo Plötuspilari: Allar stæröir af plötum — vökvalyfta. Segulband: Mjög fullkomið Automatiskt Crom. Magnari: 2x15 wött = 30 wött. Nóg fyrir flesta. Hátalarar: 2 stk. fylgja með í samræmi við magn. HVER BÝÐUR BETUR? VERSLIÐ f SÉRVERSLUN MEÐ qpr LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Greiðslukjör: Ca. 150.000.- út rest á 4 mánuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.