Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 1
122. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsm Það er ekki oft sem sjómenn fá tækifæri til þess að tylla sér niður á þilfari, en þarna var ærin ástæða til, þvi skipið var fullt og trollið einnig, en myndina tók Sigurgeir í Eyjum um borð i Vestmannaeyjatogaranum Breka. Á hátiðisdegi sjómanna sl. sunnudag, sjómannadeginum, gáfu sjómenn sér einnig tækifæri til þess að staldra við og dvelja með sínum i landi, en við segjum nánar frá hátíðarhöldunum á bls. 5. Stórfellt tjón í sprengjutil- ræðum skæruliða í þrem- ur olíuhreinsunarstöðvum S-Afríka: Jóhannesarbont, 2. júni. ap. ernissinnaðra blökkumanna SKÆRULIÐAR úr röðum þjóð- ollu í morgun stórtjóni með Sprengjutilræði gegn aröbum á vesturbakkanum 2. júní. AP. í SAMRÆMDUM ofbeldisaðgerð- um gegn forystu Palestinumanna á vesturbakka Jórdanar limlestu óþekktir hryðjuverkamenn tvo arabíska borgarstjóra i dag. Ann- ar missti báða fætur, en hinn annan fótinn. Þriðji borgarstjór- inn slapp naumlega, en i öllum tilvikum hafði sprengjum verið komið fyrir i bifreiðum borgar- stjóranna. Samtímis því sem sprengjurnar sprungu hófust mótmælaaðgerðir á vesturbakkanum, og nú er þar yfirvofandi allsherjarverkfall Pale- stinumanna til að mótmæla þess- um ofbeldisaðgerðum, en ísraelska setuliðið er farið að búa sig undir hefndarráðstafanir Palestínu- manna. Menachem Begin forsætisráð- herra Israels hefur skorað á bæði Palestínumenn og Gyðinga á vest- urbakkanum að sýna stillingu og orðrómur er á kreiki um að ísraelskir öfgamenn hafi staðið fyrir sprengjutilræðunum til að hefna hryðjuverkanna i Hebron fyrir mánuði, en þar létu sex Israelsmenn lífið. Hefur PLO kraf- izt aukafundar í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna til að fjalla um þessi nýjustu ofbeldisverk. sprengjutilræðum í þremur oliuhreinsunarstöðvum í Suð- ur-Afríku. Manntjón varð ekki er sprengjurnar sprungu eða í eldunum, sem af þeim hlutust. Allt lögreglu- og herlið lands- ins var kallað út í snatri þegar sprengjurnar höfðu sprungið, en lögreglan hefur enn ekki komizt á slóð skæruliðanna. Það var Lundúna-deild Afríska þjóðar- ráðsins, sem lýsti því yfir að liðsmenn úr samtökunum hefðu verið að verki á öllum stöðunum, en þessi skæruliðasamtök eru bönnuð í Suður-Afríku. Slökkvistarf í olíuhreinsun- arstöðvunum stóð yfir í allan dag, og þegar kvöldaði hafði tekizt að hefta útbreiðslu elds- ins. Talið er að þarna hafi fuðrað upp olíuvörur fyrir upp- hæð sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenzkra króna. Þetta er í fyrsta sinn, sem skæruliðar í Suður-Afríku vinna skemmdarverk af þessu tagi, og spá ýmsir því að í kjölfarið fylgi stóraukinn skæruhernaður. (AP-simamynd) Aðkoman á staðnum þar sem lestirnar skullu saman var ljót og aðstaða til björgunarstarfa aflcit. Clark í íran í óþökk Carters 2. júni. AP. RAMSEY Clark, fyrrum dóms- málaráðherra í stjórn Bandaríkj- anna, er kominn til írans ásamt niu löndum sínum til að taka þátt í ráðstefnu, sem ber yfirskriftina „Gla'psamlegt athæfi Bandaríkj- anna“. Ráðstefnan er haldin á vegum byltingarstjórnarinnar í fran, og er þátttaka Clarks og félaga hans í óþökk stjórnar Cart- Svíþjóð: Tíu biðu bana og yfír sextíu slösuðust í iárnbrautarslysi Stokkhólmi. 2. júni. AP. AÐ MINNSTA kosti tíu biðu bana í miklu járnbrautarslysi í Vestur-Svíþjóð í morgunsárið, þar af sjö skólabörn. Yfir sextíu manns hafa verið fluttir í sjúkra- hús, og er óttazt um líf a.m.k. niu úr þeim hópi. Þá eru verulegar likur á að allmörg lík eigi eftir að finnast i lestarflakinu. Ekkert er vitað um orsök þessa slyss, en það vildi til er þéttsetin lest með um 250 farþegum á norðurleið frá Gautaborg rakst á nær tóma lest, sem var á suðurleið. Árekst- urinn varð milli Faiun og Bor- lange. í einum fremsta vagni farþega- lestarinnar var hópur 10—11 ára skólabarna. Björgunarsveitir áttu í miklum erfiðleikum að ná líkum og særðu fólki úr brakinu, en slagveð- ur og truflun á fjarskiptasambandi tafði mjög björgunaraðgerðir. Erfiðlega gekk að koma hinum særðu í sjúkrahús þar sem forvitn- ir vegfarendur ollu umferðaröng- þveiti í nágrenni slysstaðarins. Báðir lestarstjórarnir komust lífs af. Hvorugur kann nokkra skýringu á því sem gerðist, en annar þeirra sagði í dag: „Allt í einu heyrði ég í neyðarhemlunum. Svo kom harkalegur skellur og svo vissi ég ekki af mér fyrr en allt var afstaðið." Getum er að því leitt að þrumuveður, sem varð á þessum slóðum aðfaranótt mánudagsins, hafi laskað merkjakerfi járn- brautakerfisins, en talsmaður sænsku ríkisjárnbrautanna sagði að frumrannsókn málsins beindist fyrst og fremst að því að kanna hvort sú tilgáta væri rétt. Powell blaðafulltrúi Bandaríkja- forseta lýsti því yfir í dag, að Clark og ferðafélagar hans yrðu látnir svara til saka fyrir að vanvirða bann stjórnarinnar í Washington við þátttöku í ráðstefnunni, en bandaríska dómsmálaráðuneytið hafði áður lýst því yfir að viðurlög við því að virða ekki bannið gætu orðið tíu ára fangelsi og allt að 50 þúsund dala sektir. Við upphaf ráðstefnunnar í Te- heran í dag flutti Bani-Sadr forsæt- isráðherra írans ræðu þar sem hann veittist harkalega að Bandaríkja- stjórn, en við sama tækifæri for- dæmdi Clark stjórn Carters fyrir hina misheppnuðu tilraun til að bjarga bandarísku gíslunum. Kvað Clark ákvörðun um björgunarleið- angurinn hafa verið lögleysu og brot á bandarísku stjórnarskránni, um leið og hann lét í ljós vonir um að ráðstefnan og þátttaka hans og félaga hans tryggði það að banda- rísku gíslunum 53 yrði sleppt von bráðar. Gíslarnir hafa nú verið í haldi í sjö mánuði. Skömmu eftir sendiráðstökuna í nóvember sendi Carter forseti Clark áleiðis til Te- heran til að semja við byltingar- stjórnina um að gíslunum yrði sleppt, en Clark fékk þá ekki að koma til írans. Fregnir hafa borizt af nýjum átökum írana og íraka á landamær- um ríkjanna, og segja íranir að um 30 manns hafi fallið og 80 særzt um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.