Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 27 Phantom II lendir á Keflavíkurflugvelli. Varnarlidið ræður yfir 12 slíkum vélum. pnin og í sland eirra og fréttaflutning fréttaþættinum Víðsjá 21. maí sl.: „Allt frá 1961 þegar bandarísk sprengiflugvél með kjarnorku- sprengjur hrapaði á Grænlandi hafa íslensk stjórnvöld sóst eftir tryggingu Bandaríkjamanna fyrir því, að kjarnorkuvopn verði ekki geymd hér á landi. Og utanríkis- ráðherrar íslands hafa margoft lýst því yfir að sú trygging sé fyrir hendi, að um það sé samkomulag milli ríkjanna." í þessum sama þætti var einnig sagt: „Ein virtasta stofnunin af síðastnefnda taginu (þ.e. hlutlaus vopnarannsóknastofnun) og lík- lega sú áreiðanlegasta hvað varð- ar vitneskju um herafla Banda- ríkjanna úti í heimi, er Center for Defense Information í Washing- ton D.C....“ Og síðan segir frétta- maðurinn Hallgrímur Thorsteins- son: „Nýlega hafði ég samband við kjarnorkuvopnasérfræðing þess- arar stofnunar, Bill Arkin, og spurði hann hvaða vitneskja lægi að baki slíkum staðhæfingum." Og fréttamaðurnn vísar þar til greinarinnar í Defense Monitor frá 1975 eftir Barry Schneider. Stofnun þessi hefur nú gert hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli með yfirlýsingu, sem birtist hér í blaðinu sl. laugardag. í yfirlýsingunni kemur fram, að stofnunin hafi nýlega framkvæmt rannsókn „til að svara beiðni íslenska ríkisútvarpsins". Og hafi hún leitt í ljós, að við starfsemi stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli sé meðal annars farið eftir „Hand- bók sjóhersins um kjarnorkuör- yggismál". íslenska utanríkisráð- uneytið hifur upplýst, að þessa handbók sé að finna í öllum mikilvæguni flotastöðvum Banda- ríkjanna um allan heim. Svo að rannsóknin að „beiðni íslenska ríkisútvarpsins" sannar hvorki eitt né neitt. Hins vegar væri fróðlegt að fá vitneskju um það frá útvarpinu á hvaða forsendum það byggir þá niðurstöðu sína, að hin bandaríska stofnun sé „ein virtasta“ hlutlausa vopnarannsóknastofnunin og „lík- lega sú áreiðanlegasta hvað varð- ar vitneskju um herafla Banda- ríkjanna úti í heimi". Er þetta óhlutdrægni í fréttamennsku? í kynningarriti um sjálfa sig segir stofnunin: „Stefna stofnunarinnar er að stuðla að öflugum vörnum en hún er andvíg of miklum útgjöld- um til hermála og of fjölmennum herafla." Og af viðtali við for- stjóra hennar, Gene la Rocque fyrrverandi varaflotaforingja, sem birtist í maí—júní hefti tímaritsins Challenge nú í ár má ráða, að hann er harður baráttu- maður fyrir ákveðnum sjónarmið- um, sem eru andstæð þeirri stefnu, sem bandarísk stjórnvöld hafa mótað og eru að móta í varnar- málum. Og hvaðan hefur frétta- stofan það, að William Arkin sé „kjarnorkuvopnasérfræðingur", hann mun nú stunda nám til að ná MA-gráðu við Georgetown-há- skóla í Washington og starfa hjá stofnuninni samhliða námi sínu. í bæklingum stofnunarinnar er hann hvergi kynntur sem „kjarn- orkuvopnasérfræðingur" enda vinnur hann að almennum athug- unum varðandi herstöðvar Banda- ríkjanna í öðrum löndum. Þegar á allt þetta mál er litið kemur í ljós, að ekkert liggur annað staðfest fyrir en að íslensk- ir ráðherrar hafi rétt fyrir sér í yfirlýsingum sínum um að hér á landi séu ekki kjarnorkuvopn. Og þótt Center for Defense Inform- ation telji í yfirlýsingu sinni, sem birt var á laugardaginn hér í blaðinu, að frá mati þeirra sem semja hernaðarlegar áætlanir væri skynsamlegast að hafa slík vopn hér á landi til að tryggja öryggi landsins og Atlantshafs- bandalagsins sem best, er ólíklegt svo ekki sé meira sagt, að íslenska ríkisstjórnin breyti þess vegna frá fyrri stefnu. Norðmenn hafa engin kjarnorkuvopn í sínu landi en stunda þó kafbátavarnir með Or- ion-flugvélum og hafa fullkomnar orrustuþotur, er þjóna sama til- gangi og vélarnar á Keflavíkur- flugvelli. Varla væru þeir að leggja á sig mikinn kostnað við flugvélakaup og rekstur, ef þeir teldu, að vélar sínar kæmu að engu gagni. Það, sem eftir stendur, er því málsmeðferðin hér innan lands af hálfu herstöðvaandstæðinga og fréttastofu hljóðvarpsins og væri æskilegt, að þeir aðilar gerðu hreint fyrir sínum dyrum eins og Center for Defense Information og gerðu grein fyrir því, hvers vegna þeir vilja síst af öllu trúa yfirlýs- ingum íslenskra ráðherra. Björn Bjarnason (Ljó»m : Bandarítki Hotinn.) Irion á Keflavíkurflugvelli en þær eru ætlaðar til kafbáta pnlausar. Varnarliöið ræöur yfir níu slíkum vélum. Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON Listahátíð 1980 LISTAHÁTÍÐIN 1980 hófs't í sól og blíðu með alls konar skemmtilegu tilstandi á Lækjartorgi. Vormenn ís- lands, Hamrahlíðarkórinn, hófu athöfnina með söng og Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, setti hátíðina. Ræða hans var stutt og laggóð, þar sem fjallað var um þá þætti listsköpunar er snýr til kostnaðar og ábata af slíkum athöfnum, svo og eðlislæga þörf allra manna fyrir list. Því næst flutti Hamrahlíðarkórinn laga- flokk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, er hann kallar Kiljanskviðu. Fluttir voru fjórir söngvar úr þessum flokki og hafa flestir verið fluttir áður, t.d. Haldið hún Gróa hafi skó, sem um árabil hefur verið eitt þekktasta lag Gunnars: Kórinn söng vel en heldur var staðið illa að „míkrafónuppröðun", svo að tæplega heyrðist meira en í jaðarröddunum og styrkstill- ingar voru annaðhvort of eða van, sem hlýtur að stafa að því, að viðkomandi tækni- menn kunna ekki að stilla tæki sín nema á einföld og sviðsþröng hljóð. Að söngn- um loknum hófst skemmtan spánska leikhópsins og minnti atferli hans á fræg karnivöl, með alls kyns kát- legt atferli, fólk með stórar grímur, stultumenn og píparar. Af þessu hafði fólk góða skemmtan, þó íslend- ingar séu óvanir slíkum úti- leikjum og má telja, að það tiltæki listahátíðarnefndar- innar hafi heppnast, að færa hátíðina út til fólksins í stað þess eingöngu að miða hana við fínar opnunarathafnir. Rafael Frúbeck de Burgos Göran Söllscher Sinfóníutónleikar Fyrstu tónleikar lista- hátíðarinnar voru haldnir í Háskólabíói og voru þar flutt verk eftir Turina, Rodrigo og Dvorák. Tónleikarnir hófust með strengjasveitarverki eftir Turina, er hann nefnir Oracion del torero. Turina (1882-1949) var ásamt Alben- iz og Falla af þjóðlega spánska skólanum. Hann var góður píanisti, frægur kenn- ari og starfaði frá 1914 í Madrid. Eftir að hafa lokið námi hjá Jose Trago í Mad- rid, stundaði hann nám í París frá 1905 og var í slagtogi með d’Indy, Ravel og Debussy. Bæn nautaban- anna, samin 1925, er falleg tónsmíð og var mjög vel leikin undir stjórn Rafael Frúbeck de Burgos. Verkið er upphaflega samið fyrir strengjakvartett en nýtur sín mjög vel í flutningi strengja- sveitar. Annað verkið á efn- isskránni var gítarkonsert eftir Joaquin Rodrigo (f. 1902). Rodrigo varð blindur á fjórða aldursári og hefur samið mikið af smærri verk- um. Hann er þekktastur fyrir Concierto de Aranjuez (1939). Göran Söllscher gítarleikari flutti verkið og var yfir leik hans mikill þokki. Síðasta verkið var svo 5. eða 9. sinfónían eftir Dvorák, en hann samdi 9 slík verk og er „Sinfónía nýja heimsins" síðasta sinfónían hans. Fjórar fyrstu sinfón- íurnar voru ekki gefnar út fyrr en eftir dauða tón- skáldsins og því er þessi ruglingur orðinn til. Sinfóní- an var vel flutt og er ljóst að Sinfóníuhljómsveit Islands þarf að leggja áherslu á að fá til landsins goða (og þá auðvitað fræga) stjórnendur, því með því móti er tryggt að viðgangur sveitarinnar verð- ur mestur og áheyrendur munu þá ekki láta sitt eftir liggja, eins og kom fram á þessum tónleikum. Rafael Frúbeck de Burgos „kom, sá og sigraði“. Tónleikarnir í heild voru sérkennilegir, hóf- ust með innhverfri bæn, þeirra sem leika sér að dauð- anum, hélt svo áfram í leit manns eftir þeirri fegurð sem blind augu gátu ekki sagt frá og enduðu á stór- brotinni sýn til nýrrar menn- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.