Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 33 Sarah Bernhardt Lúxus smákökur Möndludeig: 200 gr. möndlur 4 beizkar möndlur eða 1 tsk. bittermöndlu-olía 220 gr. flórsykur (ca. 3 V* dl.) 3 eggjahvítur Smjörkrem: 60 gr. sykur (3/i dl.vatn 3 eggjarauður 150 gr. smjör 1 msk. kókó Ennfremur: 75 gr. súkkulaði (beiskt reyndar ef fæst) 1 tsk. (mais) olía Uppskriftin er fyrir um 30 stk. af kökum. Möndludeigið: Möndlurnar eru látnar liggja í vatni og hýðið tekið af, og síðan þær fínmalaðar, gjarnan í steinseljukvörn og blandaðar flór- sykrinum. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og þeim hrært út í blönd- una. Og olíunni jafnframt ef hún er notuð. Þá eru litlar kökur mótaðar með tveimur teskeiðum og þess gætt að engin toppur verði ofan á þeim. Þær eru síðan settar á smurða plötu sem jafnframt hefur verið stráð með hveiti eða á plötu með sérstökum bökunar- pappír á. Þá eru kökurnar bakaðar í ofni við 175—200 gr. í ca. 15 mínútur. Þá eiga þær að hafa léttan lit yfir sér. Kælið þær augnablik og takið af piötunni með beittum hníf helzt og kælið betur á rist. Smjörkremið: Sjóðið vatn og sykur í um fimmtán mínútur við lágan hita, — yfirborðið á að „perla". Takið af hellunni þegar blandan hefur þykknað ögn og dropi úr henni verður að longum þræði frá sleifinni. Hrærið eggjarauðurnar og hellið heitum sykuríeginum hægt útí og hrærio í á meðan. Kælið blönduna dálítið og setjið síðan smjörið útí í teskeiðatali, — hægt. Hrærið vel í allan tímann. Þá á að blanda kakóinu útí og hræra enn vel í. Kælið jafning- inn síðan vel, jafnvel í ísskáp í um hálfa klukkustund. Bræðið á meðan súkkulaðið saman við olíuna. Þá er kremið sett á botninn á kökunum, — toppar mega gjarnan myndast, og setjið kðkurnar síðan í ísskápinn í fimmtán mínútur eða í frystirinn í fimm mínútur og þekjið siðan kremhliðina með súkkulaði- blöndunni. Kökurnar eiga að fá að „þorna“ á smjörpappír t.d. áður en þær eru borðaðar. Sarah Bernhardt kökur eru mikið lostæti en það er alls ekki hægt að halda því fram að hráefnið sé ódýrt. Þær eru kenndar við leikkonuna frægu en ekki verður það staðhæft hér að þær hafi verið hennar uppáhalds kökur, — um það vita aðstandendur þessarar síðu ekki. En eins og áður segir þá bráðna þessar lúxus kökur í munninum eins og ljúfasta sælgæti. Pétur á fundi á Akureyri Pétur J. Thorsteinsson hélt al- mennan fund á Akureyri á fimmtudagskvöld. Fundurinn var haldinn á Hótel KEA. Fundurinn hófst með því að boðið var uppá kaffisopa, og þá lék Ingimar Eydal létt lög á píanó. Dagskrá fundarins hófst með ávarpi Péturs Thorsteinssonar, og síðan voru lesin upp skeyti, sem fundinum bárust frá nærliggjandi byggðalögum. Næst á dagskránni var ræða Herdísar Elínar Steingrímsdótt- ur, og þvínæst flutti Oddný Thor- steinsson ávarp. Þær Halldór Ingimarsdóttir og Heiðdís Norðfjörð fluttu ljóðaþátt um vorið og Örn Gústafsson flutti ávarp í lok dagskrárinnar, en fundinum lauk með því að Pétur Thorsteinsson tók aftur til máls og svaraði fyrirspurnum fundar- gesta. Fundarstjóri var Vilhelm Þor- steinsson. Fundurinn stóð í um það bil tvær klukkustundir. (Or fréttatilkynningu). Guðlaugur á Aust- urlandi Guðlaugur Þorvaldsson hefur nú síðustu daga verið á ferðalagi um Austfirði. Á meðfylgjandi mynd er Guðlaugur á fundi stuðn- ingsmanna á Höfn í Hornafirði síðast liðinn miðvikudag. Guðlaugur svaraði fjölda fyrir- spurna fundarmanna. í lok fund- arins hélt eiginkona Guðlaugs Kristín Kristinsdóttir stutt ávarp og sleit fundinum. Nú eftir helgina er ráðgerð ferð Guðlaugs Þorvaldssonar til Vest- fjarða. (Úr fréttatilkynningu). Ungt fólk með Albert UNGT stuðningsfólk Alberts Guðmundssonar hefur skipulagt kosningahátíð og ber hátíðin nafnið UNGT FOLK MEÐ AL- BERT. Margir þekktustu skemmti- kraftar landsins koma þar fram og skemmta viðstöddum. Þar á meðal verða hljómsveitin Brimkló, Start og hljómsveit Magnúsar & Jóhanns. Pálmi Gunnarsson syng- ur. Baldur Brjánsson kynnir og skemmtir og tískusýningarsam- tökin Model 79 sýna nýjustu tísku unga fólksins frá Quadro. Öll vinna listafólksins er gefin. Á hátíðinni verður í fyrsta sinn notað nýtt hátalarakerfi er hljómtækjaverslunin Sterio hefur flutt til landsins. Hátalarakerfi þetta, sem er af gerðinni Electro- Voice er 20 þúsund wött og því alstærsta hátalarakerfi landsins. Með komu þess opnast möguleikar á hljómleikjahaldi erlendra hljómsveita, en vandamálið fram að þessu hefur verið mjög hár flutningskostnaður hljómflutn- ingstækjanna til landsins. Versl- unin Sterio lánar hátíðinni tækin endurgjaldslaust, til reynslu. Albert Guðmundsson og kona hans Brynhildur Jóhannsdóttir munu bæði ávarpa gesti. Hátíðin verður í Laugardals- höllinni n.k. miðvikudagskvöld 4. júní og hefst kl. 21.30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fram- kvæmda- nefnd Vigdísar á Húsavík MÁNUDAGINN 12. maí sl. var haldinn fundur með Vigdisi Finn- bogadóttur, leikhússtjóra, til undirbúnings forsetakosningun- um. Tilnefnd hefur verið fram- kvæmdanefnd í Húsavík og nær- sveitum, til að vinna að kjöri Vigdísar í kosningunum 29. júní, nefndina skipa: Sigrún Ingvarsdóttir, Héðins- höfða Tjörneshreppi. Ástríður Sæmundsdóttir, Árholti, Tjörnes- hreppi. Hanna Guðnadóttir, Heið- argarði, Aðaldælahreppi. Ragn- heiður Jónsdóttir, Hafralækjar- skóla, Aðaldal. Baldvin Atlason, Hveravöllum, Reykjahreppi. Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, Skútustaðahreppi. Hildur Ás- valdsdóttir, Gautlöndum, Skútu- staðahreppi. Svanhildur Her- mannsdóttir,' Barnaskóla Bárð- dæla, Bárðdælahreppi. Kolbrún Bjarnadóttir, Yztafelli, Ljósa- vatnshreppi. Jón Pétursson, Ár- hvammi, Laxárdal, • Reykdæla- hreppi. Aðalbjörg Pálsdóttir, Vallakoti, Reykdælahreppi. Hrefna Jónsdóttir, Baughól 36, Húsavík. Birgir Steingrímsson, Garðarsbraut 44, Húsavik. Einar Njálsson, Baldursbrekku 5, Húsa- vík. Nefnd þessi mun opna kosn- ingaskrifstofu að Laugarbrekku 22, kjallara. Skrifstofustjóri verð- ur Ásta Valdemarsdóttir. (Úr fréttatilkynningu). Aldraðir úr Laugarneshverfi í skemmtiferð Stanzað var við Þjoðminja- safnið áður en haldið var úr bænum. Ljósm. Ól. K. Mag. FÉLAG sjálfstæðismanna i Laug- arneshverfi bauð sl. laugardag öldruðum til skemmtiferðar. I hverfinu eru mörg heimili fyrir aldraða og var fólki þar boðið i ferðina. Um 130 manns þágu boðið og var farið i 3 langferðabil- um. Var stjórn félagsins með i för og fararstjórar, hver i sinum bil, borgarfulltrúarnir Elín Pálma- dóttir. Markús örn Antonsson og Páll Gislason. Var fyrst ekið um Breiðholtið og nýju hverfin skoðuð, sem fæstir hinna öldruðu höfðu séð fyrr. Þá var ekið í Þjóðminjasafnið og það skoðað. En leiðin iá síðan út úr bænum, ekið um Kjalarnes og Kjós brir langferðabilar biða eftir ferðafólkinu fyrir utan bjóð- minjasafnið. meðan það brá sér inn og skoðaði það. Næst verður væntanlega komin lyfta i húsið. Jensina Guðmundsdóttir (á miðri myndinni fremst) lét sig ekki muna um að taka þátt i ferðinni. þótt hún sé orðin 97 ára gömul. Og við hlið hennar situr Kristin Ólafsdóttir 89 ára. bær eru hér í hópi aldraðra af heimilinu við Dalhraut, sem var i fremsta bilnum: En þar var fararstjóri Elin Pálmadóttir. og hringinn um Þingvallaveg. En í ferðalok var boðið upp á kaffi í Sigtúni og kom þar til móts við ferðafólkið Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri. Áttu þar allir saman ánægjulega stund. Ávarpaði for- maður hverfafélagsins, Baldvin Jó- hannesson, gestina, svo og Geir Hallgrímsson, sem sagði það ánægjulegt að geta sýnt hinum öldruðu uppbyggingu í þessari borg, því það væru þeir sem hefðu gert uppbyggingu hennar mögu- lega. Undirbúning ferðarinnar önnuð- ust fyrir hverfafélagið þau Frey- gerður Kristjánsdóttir og Halidór Leví.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.