Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 Kúbanskir flóttamenn hlaupa að aðalhliði búðanna i Fort Chaffee Öeirðir í flótta- mannabúðum Fort Chaííee, Arkansas. 2. júní. AP. Neita ásökun um sýklahernað Moskvu, 2. júní. Thomas Kent, AP. JIMMY Carter, forseti Banda- Vændiskonur á móti þjóðnýtingu Lundúnum 31. mai — AP. SAMTÖK vændiskvenna i Bret- landi hafa lýst sig andvÍK því að starfsemi hóruhúsa verði leyfð í landinu. en löKleg starfræksla slikra stofnana hefur mjöK komið til Kreina í ýmsum löndum V-Evr- ópu. „Við viljum ekki láta þjóðnýta okkur,“ sagði Selma James, tals- maður samtakanna, á fundi með fréttamönnum í dag, „og við höfum engan áhuga á færibandavinnu. Það sem við viljum er frjálst framtak." ríkjanna fyrirskipaði í dag, að eftirlit með flóttamannabúðun- um í Fort Chaffee yrði hert. Til óeirða kom i gær í búðunum. Um þúsund Kúbumenn i búðun- um köstuðu grjóti að lögreglu og freistuðu þess að brjótast út úr búðunum. Lögregla beitti skotvopnum og særðust þrír Kúbumenn alvar- lega. Kveikt var í byggingum áður en lögreglu dreif að. Kúbu- mennirnir voru að mótmæla seinagangi stjórnvalda. Þeim þykir of langur tími um liðinn frá því þeim var komið fyrir í búðunum og þar til þeim er heimilt að fara frjálsir ferða sinna í Bandaríkjunum. Bill Clinton, ríkisstjóri í Ark- ansas, sagði í dag við fréttamenn að hugsanlega hefðu útsendarar Castrós kynt undir óánægju með- al flóttamannanna og komið óeirðunum af stað. i dag lög, sem banna sölu og dreifingu á klámmyndum af börnum. Frá og með 1. júli verður ólöglegt að bjóða klám- fengnar ljósmyndir, kvikmyndir og bækur þar sem börn eru MILTISBRUNA-faraldur við sov- ézku borgina Sverdlovsk í Úral- fjöllum í fyrra olli millirikja- deiium, og hélt bandariska utan- rikisráðuneytið þvi þá fram að faraldurinn ætti rætur að rekja til slyss i rannsóknarstöð nálægt Sverdlovsk, þar sem unnið er að þróun sýklavopna til hernaðar. Sovézk yfirvöld hafa harðlega neitað þessari ásökun, og sagt að faraldurinn hafi borizt með hús- dýrum, en aftekið með öllu að hafa brotið alþjóðasáttmálann frá 1975 um bann við rannsóknum á sviði sýklahernaðar. Nú hafa verið birt í Moskvu afrit úr dagblöðum og dreifiritum frá Sverdlovsk frá því í apríl í fyrra þar sem íbúar héraðsins eru varaðir við hættu á miltisbruna, og sjúkdómnum þannig lýst að hann breiðist eingöngu út meðal dýra og frá dýrum, en ekki frá neinum sýklaefnum. Eru íbúarnir áminntir um að gæta sérstaklega að eigin hreinlæti, og börnum algjörlega bannað að umgangast aðkomudýr. Ekki er minnzt á að neinn hafi látizt í faraldrinum, en notuð sem fyrirmyndir. Er þetta fyrsta takmörkunin, sem samþykkt er á birtingu kláms í Danmörku frá því öllum hömlum var aflétt árið 1967. Nýju lögin voru samþykkt að undangengnum háværum mót- mælum samtaka kvenna. bandaríska utanríkisráðuneytið hélt því fram að hundruð manna hefðu orðið miltisbrunanum að bráð. Veður víða um heim Akureyri 8 rigning Amsterdam 18 skýjaó Aþena 24 skýjað Barcelona 19 þokumóóa Berlín 17 skýjaó BrUssel 17 heiðskírt Chicago 26 rigning Frankfurt 14 skýjaó Genf 14 skýjaó Helsínki 22 heióskírt Jerúsalem 28 heióskírt Jóhannesarborg 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 heióskíil Las Palmas 23 lóttskýjaó Lissabon 26 heióskirt London 17 skýjaó Los Angeles 20 heióskírt Madríd 28 heiðskírt Málaga 25 heiöskírt Mallorca 22 lóttskýjaó Miami 27 heióskirt Moskva 26 skýjaó New York 29 skýjaó Ósló 20 heióskírt Parfs 18 heióskfrt Reykjavík 10 lóttskýjaó Rio de Janeiro 34 heióskírt Rómaborg 19 skýjaó Stokkhólmur 13 rigning Tel Aviv 24 heiðskírt Tókýó 27 heióskfrt Vancouver 15 skýjaó Vinarborg 18 skýjað Ekkert barnaklám Kaupmannahofn, 2. júní. AP. DANSKA Þjóðþingið samþykkti Forkosningum í Banda- ríkjunum lýkur í dag Washington. 2. júní. Frá önnu Bjarnadóttur. fróttaritara Morgunhiaósins. KOMIÐ er að lokum forkosn- ingabaráttu bandarísku stjórn- málaflokkanna. í dag, þriðju- dag. verða forkosningar haldn- ar í Kaliforníu, Ohio, New Jersey, Vestur-Virginíu, Rhode Island, New Mexico, Montana og Mississippi. Demókratar kjósa alls 696 fulltrúa á lands- þing flokksins í ágúst og repú- blikanar 428. Upphafleg spenna baráttunnar er löngu liðin hjá, en þó verður fróðlegt að sjá úrslit kosninganna i dag. Ronald Reagan hefur þegar hlotið þann fjölda fulltrúa á landsþing repúblikana, sem hann þarf til að hljóta útnefn- ingu flokksins. George Bush, sem þraukaði lengst í baráttunni gegn honum af þeim átta, sem voru í framboði í upphafi barátt- unnar í New Hampshire í febr- úar sl., lagði upp laupana um hvítasunnuna. Hann hafði þá nýunnið sinn stærsta sigur, en sama dag náði Reagan takmarki sínu — yfir 998 fulltrúum á landsþing repúblikana í Detroit dagana 14. til 18. júní nk. Jimmy Carter þarf aðeins að vinna 15—20 fulltrúa í kosning- unum í dag til að hafa hlotið þá 1666 fulltrúa, sem hann þarf á að halda á landsþingi demókrata í New York í ágúst. Edward Kennedy þarf að vinna 1200 fulltrúa til að sigra Carter, sem er augljóslega vonlaust. Hann gefst þó ekki upp og hefur ferðast vítt og breitt um Kali- forníu, Ohio og New Jersey undanfarið og hælt sjálfum sér á kostnað Carters. Talið er, að heitasta ósk Cart- ers og starfsmanna hans á síð- asta degi forkosninganna sé að sigra Kennedy í þremur stærstu ríkjunum. Þau eru öll mjög fjölmenn og sigur þar myndi sýna Kennedy, að Carter hefur stuðning í iðnaðarríkjum, Ohio og New Jersey, og hefur mögu- leika á að sigra Reagan í heima- ríki hans, Kaliforníu. Baráttan milli Carters og Kennedys er mjög hörð i þessum ríkjum, en Kennedy þykir eiga góða sigur- möguleika í Kaliforníu og New Jersey, en Carter er spáð sigri í öðrum ríkjum, sem halda for- kosningar sama dag. Kosningarnar. í Ohio þykja einna forvitnilegastar. Carter vann forkosningarnar þar 1976 og var eftir það öruggur um útnefningu demókrata. Hann sigraði Gerald Ford naumlega í Ohio í forsetakosningunum, en hefði ekki náð forsetakjöri án þess. Starfsmenn Carters hafa því lagt sig alla fram í Ohio að undanförnu. Carter sjálfur, sem hefur varla farið út fyrir girð- ingu Hvíta hússins alla kosn- ingabaráttuna, heimsótti Col- umbus, Ohio, í síðustu viku. Svo vildi til, að Reagan var með kosningafund skammt frá sama dag og má segja, að þetta hafi verið byrjun baráttunnar milli þeirra. Heimsókn frambjóðend- anna vakti litla hrifningu kjós- enda í Columbus, en skoðana- kannanir sýna, að Carter hefur 36% fylgi í Ohio og Reagan 35%. Forkosningarnar í Kaliforníu, sem er stærsta og ríkasta ríki Bandaríkjanna, eru ekki lengur mikilvægar fyrir frambjóðend- urna. Kennedy hefur þó ferðast nokkuð um ríkið og flutt boðskap sinn. í San Francisco á föstudag líkti hann Carter við Reagan og sagði, að stefna þeirra væri jafn íhaldsöm. Hann spáði því, að Carter yrði þriðji á eftir Reagan og John Anderson, ef Carter hlýtur útnefningu flokksins. Kennedy á mestu lylgi að fagna meðal spænskumælandi Kaliforníubúa, blökkufólks og ellilífeyrisþega. Hann heimsótti á laugardag félagsheimili aldr- aðra í Los Angeles og spilaði svokallað „Shuffleboard" (í fyrsta sinn, að því er virtist) við gamla fólkið í nokkrar mínútur. Síðan talaði hann við það um tillögu sína í þinginu um ríkis- rekið sjúkrasamlag og aldraða móður sína. Jerry Brown, ríkis- stjóri Kaliforníu, er á atkvæða- seðli Kaliforníu, þótt hann hafi dregið framboð sitt til baka. Kennedy óttast, að hann kunni að draga eitthvað úr fylgi hans, en Brown hefur hvorki lýst yfir stuðningi við Carter né Kennedy. Auglýsingar í fjölmiðlum eru mjög mikilvægar í kosningabar- áttu í Bandaríkjunum, sérstak- lega í Kaliforníu. Archie Bunker, sem er fræg persóna úr sjón- varpsþáttunum „All in the Fam- ily“, talar til kjósenda í auglýs- ingum Kennedys og í sömu andránni um efnahagsstefnu Carters, Reagans og Herberts Hoover, sem var forseti Banda- ríkjanna þegar kreppan mikla skall á 1929. Auglýsingar Cart- ers sýna almenning segja álit sitt á Kennedy, sem er að sjálfsögðu heldur lítið. Carter hefur þó ekki vogað að verða of harður í garð Kennedys. Hann þarf á stuðningi stuðn- ingsmanna hans að halda í nóvember og hefur þegar stungið upp á viðræðum þeirra í milli að loknum forkosningunum. Kenn- edy hefur undanfarið sagzt vera tilbúinn að gefa fulltrúum sínum frelsi til að greiða atkvæði að eigin geðþótta á landsþingi flokksins, ef Carter á við hann Jimmy Carter kappræður fyrir þingið. Carter hefur margneitað því, en sagði um helgina, að hann myndi taka skoðanir stuðningsmanna Kenn- edys til greina á landsþinginu. Hann sagðist þó ekki vera til- búinn til að samþykkja kaup- og verðstöðvun eða benzínskömmt- un, sem hafa verið helztu bar- áttumál Kennedys. Athygli almennings og Reag- ans og Carters beinist æ meir að kosningunum í nóvember. Carter segist ekki vilja taka þátt í kappræðum, sem John Anderson verður aðili að, en Reagan er tilbúinn að rökræða við Ander- son og Carter. Richard Nixon neitaði í kosningunum 1968 að eiga kappræður við Hubert Humphrey, ef George Wallace yrði þátttakandi i þeim, og þá varð ekkert úr kappræðum frambjóðenda. Reagan mun á næstunni flytjast búferlum frá Kaliforníu í nágrenni Washing- ton D.C., til að spara sér ferðalög í kosningabaráttunni. Hann mun í vikunni hitta Gerald Ford að máli. Þeir háðu harða baráttu um útnefningu repúblikana 1976. Það verður mikil hjálp við fram- boð Reagans, ef þeir sættast og Ford stendur ekki aðeins við orðin tóm heldur styður Reagan einnig í verki til forseta. Ronald Reagan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.