Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 35 Fjárfestingarlánasjóðir: Mismunandi lánskjör LÁNSKJÖR helztu fjárfestingarlánasjóða eru nokkuð mismunandi. Nú á tímum er einnig vert að hyggja að öðrum þáttum heldur en hinum eiginlegu vöxtum, eins og t.d. tryggingarákvæðum, lántökugjöldum o.s.frv. Til skýringar birtist hér samanburðartafla um lánskjör helztu fjárfestingarlánasjóða eins og þau voru i lok siðasta árs. Ársvextir Lántöku- Hámarks- gjald Tryggingar- Iánshlutfall af 1. Framkv.sj. íslands: % % ákvæði Lánstímiframkvæmd Innl. fé, óverðtr. 33,5 breytil. 2,0 10-15 ár Innl. fé, verðtr. 5,0 2,0 100% verðtr. 15 ár Erlent fé Allt að 1,0 um- fram erl. lánið 2,0 100% gengistr. 10 ár 2. Byggðasjóður: Innl. fé 22,0 óverðtr. 4-12 ár Erl. fé 9,0 100% gengistr. 8-10 ár 3. Fiskveiðasj. íslands: Gengistr. (SDR) 100% 9,0 1,5 Lántak. fái 58% gengistr. og 42% 3-18 ár50—75% Vísitölutr.100% 4. Stofnlánad. landbún.: 5,5 1,5 vístölutr. Alm. lán bænda 3,0 1.5 100% verðtr. 6-20 ár30—60% Jarðakaupalán 1.0 1,5 100% verðtr. 20 ár3 m.kr. Dráttarvélar og félagsl. framkv. bænda Vinnslustöðvar: 5,0 1,5 100% verðtr. 6-15 ár30—60% Innl. fé 100% verðtr. 5,5 1,5 Lántak. fái 50% verðtr. og 50% 15—20ár50% Erl. fé 100% gengistr. 5. Iðnlánasjóður: 11,5 1,5 gengistr. Byggingalán 5,5 2,0 100% verðtr. 12 ár60% Vélalán 2,5 1,0 100% verðtr. 5ár60% 6. Iðnrekstrarsjóður: 7. Ferðamálasjóður: 18,0 1,0 óverðtr. 1-5 ár50% Lán 100% verðtr. 5,5 Lántak. fái 55% Lán óverðtr. 34,5 breytil. tn 1 í* o verðtr. og 45% 6-15 ár50% 8. Stofnlánad. samv.fél.: óverðtr. Lán 100% verðtr. 5,5 2,0 Lántak. fái 97% 12 ár50% Lán óverðtr. 34,5 breytil. verðtr. og 3% óv.tr. 9. Verzlunarlánasjóður 10. Byggingarsj. ríkisins: 3,5 2,0 100% verðtr. 12 ár50% Nýbyggingar 2,25 1,0 100% verðtr. 26 ár35% hám. 5,4 m.kr. Eldri íbúðir 2,25 1,0 100% verðtr. 15 ár2,7 m.kr Leiguíb. sveitarfél. 2,25 1,0 100% verðtr. 33 ár80% Til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis 4,0 1,0 óverðtr. 42 ár3,0 m.kr. Cr skýrslu Framkvæmdastofnunar rikisins. Samkeppnishömlur og verðbólga Junior Chamber hreyfingin hélt nýlega ársþing sitt og helgaði það málefninu Frjálst viðskiptalif — vagga velmegunar. Á opnunarhátið flutti Ragnar Halldórsson forstjóri ísals erindi um þetta efni og birti þá meðfylgjandi töflu til skýringar. I henni má m.a. sjá afleiðingar haftapólitikurinnar þ.e. að verðbólga varð hér um 1140% á siðasta áratug meðan að hún varð um 1000% lægri í helztu samkeppnislöndum okkar á sama tima. LAND samkeppnis Z£GLUJZ VERÐM YNDUN ÁJZ4NGUJZ 1969-/979 V-pýikaland Etanna 60% Dandarth'n. hom/ur Frjáls /OO % /30% Hortgur Donmork. EfiirHt ^ l /20% /4o% ísJond Engar V/dtoPt hoft 1UtO% Björn Teitsson, rektor, við heimavist Menntaskólans á Isafirði. Einnig má sjá nýbyggingu skólahússins. Mynd Mbi. Kristján. Menntaskólanum á ísafirði slitið 25 stúdentar útskrifaðir í ár Á LAUGARDAG var Mennta- skólanum á ísafirði slitið. 25 stúdentar voru útskrifaðir og var það sjöundi árgangurinn sem útskrifast frá skólanum. Daðey Einarsdóttir, Bolungarvik, var hæst á stúdentsprófi með eink- unnina 7,8 en hæstu einkunn við skólann náði Gunnar Nielsson frá ísafirði i 1. bekk, hlaut 9,2. í vetur voru 140 nemendur i skól- anum, 8 fastráðnir kennarar voru starfandi og jáfn margir stundakennarar. Björn Teitsson er rektor Menntaskólans á tsa- firði. Menntaskólinn á Ísafirði hefur verið til húsa í Barnaskólahúsinu gamla. Blaðamaður Mbl. ræddi við Björn um helstu vandamál sem nú steðja að skólanum. „Á árunum 1971 til 1976 var byggð heimavist fyrir 80 manns auk mötuneytis. Þetta var gert í tveimur áföngum. Næst þessu var að byggja skóla- hús og áttu framkvæmdir að hefjast á árunum 1974%75, en þær hófust ekki fyrr en á síðasta ári. Þessi óeðlilegi dráttur hefur mjög hindrað eðlilega þróun skólans og sú skoðun hefur verið sett fram, að það fé, sem renna átti til- menntaskóians hér á ísafirði, hafi runnið austur á Hérað til bygg- ingar menntaskóla þar,“ sagði Björn Teitsson. „Ætlunin var að gera húsið fokhelt á þessu ári en eins og málin standa nú er hæpið að af því geti orðið. Við höfum takmarkað fé og okkur hefur verið meinað að teygja okkur tii fjárveitinga næsta árs. Þetta er ákaflega bagalegt, því eins og er fer öll kennsla frám í gamla Barnaskólanum, en hann var byggður 1901. Hér á Isafirði eru stækkandi árgangar og barn- askólinn býr við þröngan kost. Það var raunar aldrei meiningin að barnaskólinn léti húsið af hendi en svo var þó gert og það kallað til bráðabirgða. En það er nú svo með bráðbirgðalausnir á íslandi að þær vilja verða til langframa. Frá 1976 til 1978 fengum við engar fjárveitingar til uppbyggingar- starfsins." Að hve miklu leyti fullnægir núverandi húsnæði þörfum skól- ans. „í dag eru 140 nemendur og þeir rúmast með naumindum í húsinu. Þá er mikill galli að nginn salur er til staðar og ekki hægt að kalla nemendur saman á sal. Húsnæðismál kennara hafa og verið erfið viðureginar hér. Um margra ára skeið hefur verið húsnæðisekla á ísafirði. Ástandið hefur nokkuð batnað eftir að fólk fór að flytja í nýtt hverfi inni í firði. Þetta ástand hefur bitnað á okkur að því leyti, að erfitt hefur verið að fá kennara. í heimavist- inni eru fjórar litlar íbúðir sem kennarar hafa haft til umráða. Þá höfum við haft á leigu íbúðarhús, þar sem þrjár fjölskyldur hafa búið. Eins hafa íbúðir verið leigð- ar úti í bæ,“ sagði Björn ennfrem- ur. Þá kom fram í máli hans, að fyrstu ár skólans var talsvert um nemendur úr öðrum landshlutum en nú sækja nánast eingöngu Vestfirðingar skólann, þar af liðl- ega helmingur ísfirðingar og að 60% nemenda við skólann er stúlkur — einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. í ár eru 10 ár frá því Menntaskólinn á ísafirði tók til starfa. tórkostlegur hljómplötumarkaður f Vörumarkaðnum Úrval kassetta í bílinn Armúla 1a Aoo^- Hljóm- plötu- útgifan hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.