Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 39 stinga niður penna og minnast Finns heitins, en við hjónin áttum þess oft kost á liðnum árum að hitta þau Finn og Eygló bæði hér í Hafnarfirði á heimili vina okkar og eins á Skaganum. Minnisstæð er mér stund þegar fjölskyldur okkar Arna dvöldu við veiðar og útivist við Gljúfurá í Borgarfirði fyrir 12 árum síðan, en þá fengum við í heimsókn Finn og Eygló ásamt þýskum hjónum, sem með þeim voru, hann hafði verið verk- fræðingur við gerð Akraneshafnar á sínum tíma og þá unnið með Finni. Áttum við saman ánægju- lega stund og var um margt spjallað. Fann ég greinilega hve Finnur heitinn unni því umhverfi, sem við þarna dvöldum í og var ég margs vísari um Borgarfjörð og það mannlíf, sem þar hrærist er við skildum. Börn þeirra Finns og Eyglóar urðu 3 og eru tvö búsett í Reykjavík, Trausti giftur Guðrúnu Stellu Gunnarsdóttur, og eiga þau 3 börn og Anna gift Trausta Þorsteinssyni en þau eiga einn son. Árni Grétar er búsettur í Hafnarfirði giftur Sigríði Olivers- dóttur og eru börn þeirra 3. Að leiðarlokum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur til Eyglóar, barna henn- ar og annarra ástvina. Sveinn Guðbjartsson. í dag verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju útför Finns Árna- sonar, trésmíðameistara frá Akranesi, en hann lézt að elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi 24. maí sl. liðlega 75 ára að aldri. Finnur Árnason var fæddur á Akranesi 8. janúar 1905, sonur hjónanna Árna Árnasonar, trésmíðameistara og Margrétar Finnsdóttur, en þau hjón bjuggu allan búskap sinn á Akranesi og eru bæði látin fyrir alllöngu síðan. Finnur ólst upp í foreldrahús- um, elstur fjögurra sona, lifa tveir þeirra, Aðalsteinn múrarameist- ari og Lárus, málarameistari, en Jón alþingismaður og útgerðar- maður lézt fyrir þremur árum síðan. Þá ólst upp á heimilinu systur- dóttir Margrétar, Gíslína Krist- jánsdóttir, sem enn þá býr þar sem heimili Margrétar og Árna stóð og þar sem systkini Gíslínu höfðu ævinlega haft athvarf. Ungur lærði Finnur trésmíði hjá föður sínum. Unnu síðan Finnur og Aðalsteinn bróðir hans saman að húsbyggingunni í mörg ár og eru þau fjölmörg húsin á Akranesi, sem sjá má handbragð þeirra bræðra. Þegar Akranes fékk kaup- staðarréttindi, hófust miklar framkvæmdir á vegum bæjarfé- lagsins og þó fyrst og fremst við höfnina. Réðst Finnur þá verk- stjóri til Akranesbæjar og gegndi því starfi í meira en hálfan annan áratug. Mér hafa sagt kunnugir menn, að þar hafi Finnur Árnason sýnt frábæra hæfni sem verkstjóri og á milli hans og þeirra sem undir hans stjórn störfuðu, hafi ríkt gagnkvæmt traust og vinátta. Sumar eftir sumar störfuðu yfir eitt hundrað manns og að miklu leyti sami hópurinn undir verk- stjórn Finns. Mun sá hópur hafa verið Finni mjög handgenginn og honum að skapi, enda harðdugleg- ir menn. Þegar Finnur Árnason varð fimmtugur ritaði Pétur Ottesen alþingismaður Borgfirðinga af- mæliskveðju til hans, en Pétur var öðrum gerkunnugri mönnum og málefnum þar um slóðir. Hann ritaði m.a.: „Þegar fyrst var hafist handa um hinar stærri framkvæmdir Akranesbæjar, voru ráðnir til forystu verkstjórar úr öðrum byggðarlögum. En brátt kom þar að farsælla mundi að fela verk- stjórnina heimamönnum. Og er forystumenn bæjarins tóku þá ákvörðun að fela manni úr byggð- arlaginu verkstjórnina til fram- búðar varð Finnur Árnason fyrir valinu. Þótti hann þá hafa sýnt svo mikinn dugnað og árvekni í starfi sínu og verkhæfni að vel væri fyrir séð um þessar fram- kvæmdir með þvi að fela honum þar forystustarfið. Má af því ráða hversu Finni hafa farist störf þessi úr hendi, að hér hefur hann gegnt forystuhlutverki óslitið á annan áratug. Hefur þó, sem nærri má geta, oft reynt á úrræði hans og forsjá við svo vandasöm og umfangsmikil störf á öllum þessum árum. Það er hverju byggðalagi, ekki síst þar sem jafnmikið er í ráðist og á Akra- nesi, ómetanlega mikiisvert að heima fyrir séu til menn er séu þeim vanda vaxnir að taka að sér framkvæmd stórra, umfangsmik- illa og vandasamra verka." Engin vafi er á því að Finnur Árnason hefur verið einn slíkra manna fyrir sinn fæðingarbæ. Auk forystu við hafnargerðina stóð hann fyrir margvíslegum framkvæmdum. Má sem dæmi nefna að hann var yfirmaður Bíóhallarinnar á Akranesi og byggingameistari barnaskólans. Munu þeir æði margir sem unnu undir stjórn hans um dagana. Á Akranesi starfaði Finnur Árnason mikið að félagsmálum og á hann hlóðust fjölmörg trúnað- arstörf. Hann var formaður Iðn- aðarmannafélags Akraness á ann- an tug ára og fulltrúi þeirra á landsþingum iðnaðarmanna. Um skeið var hann formaður Verk- stjórafélags Akraness og átti sæti í stjórn landssamtaka þeirra. Þá tók Finnur mikinn þátt í tónlist- arlífi þeirra Akurnesinga, enda gæddur ágætri söngrödd, söng með karlakórnum „Svanir" í fjölda ára og í kirkjukór Akra- ness, en þar gegndi hann for- mennsku um hríð og var í stjórn kirkjukórssambandsins. Árið 1963 réðst Finnur til bygg- ingaeftirlits hjá húsameistara ríkisins og hafði þar með höndum eftirlit með prestsetrum. Gegndi hann þeim störfum til sjötugsald- urs. Þar sem annars staðar var viðbrugðið samviskusemi Finns og ósérhlífni samfara mikilli ná- kvæmni. Eftir að Finnur Árnason hóf störf hjá húsameistara fluttist hann til Hafnarfjarðar en þangað sótti hann, 30. des. 1932, sinn góða og trausta lífsförunaut, Eyglóu Gamalíelsdóttur Jónssonar, sem lifir mann sinn. Þar eyddi hann síðan ævikvöldinu með vinum og fjölskyldu konu sinnar. Síðustu árin dvaldi hann sjúkur á Sól- vangi þar sem hann naut þeirrar frábæru hjúkrunar sem þar er veitt, og ekki skorti umönnun eiginkonu hans og fjölskyldu svo sem verða mátti. Þau Finnur og Eygló eignuðust þrjú börn. Árna Grétar, hæsta- réttarlögmenn og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði kvæntan Sigríði Oli- versdóttur, Önnu Sigurbjörgu rit- ara í fjármálaráðuneytinu og hús- freyju í Reykjavík, gift Trausta Þorsteinssyni vélsmið og Trausta Gamaliel rafvirkja að Ljósafossi kvæntur Guðrúnu Stellu Gunnars- dóttur og voru barnabörnin orðin sjö. Kynni mín af Finni Árnasyni og þeim bræðrum hófst ekki fyrr en þeir voru komnir vel á miðjan aldur. Mér varð strax ljóst, að þar fóru menn, sem voru þéttir á velli og þéttir í lund, menn ákveðinna skoðana og mikils vilja, með sterka skaphöfn. Um leið og sjálfstæði einstakl- ingsins var haft að leiðarljósi hafði Finnur til að bera hógværð og lipurð ásamt mikilli greiðvikni og munu þessir eiginleikar allir hafa komið honum vel að notum í hinu margþætt ævistarfi hans. Ég hygg að Finnur Árnason hafi að mörgu leyti kunnað vel við sig í Hafnarfirði, enda átti hann þar margt vina og kunningja. Engu að síður var mér ljóst, að hann leit á sig sem Akurnesing fyrst og fremst því „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Á Akranesi munu líka verk Finn Árnasonar lengi standa. Finnur Árnason er í dag kvadd- ur af fjölmörgum vinum og kunn- ingjum sem þakka honum sam- ferðina, og biðjum honum guðs blessunar. Við sendum eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Björg Árnadóttir í hlutverki Eddu i „THE STORYLAND” eftir Kristinu G. Magnús. Mvndin er tekin á sýningu í Arts Theatre í London. (Ljósmyndari Magnús S. Ilalldórsson). Ferðaleikhúsið: Hélt sex sýningar f yrir f ullu húsi í West End í London Ferðaleikhúsinu var nýlega boðið að halda sex sýningar í The Arts Theatre í Lundúnum. á vegum Unicorn barnaleikhúss- ins. Sýndi Ferðaleikhúsið nýtt íslenskt barnaleikrit, The Story- land eða Sögulandið eftir Kristinu G. Magnús, sem jafn- framt leikstýrði verkinu. Jafn- framt því sem þetta cr í fyrsta skipti sem Ferðaleikhúsið sýnir i London, þá er þetta í fyrsta skipti sem islensk leiksýning er haldin i West End á vegum islensks leikhúss. West End, sem er í hjarta Lundúnaborgar, hefur að geyma mörg gömul og fræg leikhús, og meðal þeirra er The Árts Theatre, sem var opnað árið 1927 og hefur alla tíð síðan verið starfrækt af miklum krafti. Leikhúsið hefur gengið kaupum og sölum gegnum árin. Oft hafa verið tekin til sýninga ný tilraunaleikverk, sem hafa vakið athygli. Um tíma starfaði the the Royal Shakespeare Theatre þar með kynningar á nýjum áður óþekktum leikritahöfundum. Fyrir 15 árum settist barna- leikhúsið the Unicorn Theatre For Children að í Arts leikhús- inu, sem er eina barnaleikhúsið i London þar sem atvinnuleikarar eru með leiksýningar fyrir börn allt árið um kring, (6 sýningar í hverri viku). Jafnframt er Arts leikhúsið með sýningar á hverju kvöldi, jafnvel tvær þannig að suma daga eru þrjár sýningar á dag. Á ári hverju býður the Unicorn þekktum leikhópum að koma með barnasýningar og hefur hver gestaleikhópur 1 sýningarviku (6 sýningar) til umráða. Oftast eru 4 fyrstu sýningarnar ætlaðar viss- um skólum, en 2 síðustu sýn- ingarnar eru opnar almenningi. Kristín sagði aðsóknina hafa verið mjög góða að sýningunum, og var uppselt á þær allar. Sagði hún börnin hafa tekið sýningunni vel, og haft margs að spyrja í lok þeirra. Sagði Kristín börnin vera skemmtilega og þakkláta áheyrendur, en jafnframt mjög gagnrýna, þar sem þau lægju ekki á því ef eitthvað mætti betur fara að þeirra dómi! Leikritið kvað Kristín vera byggt á norrænni goðafræði og á íslenskum þjóðsögum, og hefði varla verið unnt að koma með slíkt efni á heppilegri tíma til Lundúna. Nýlega hefði Magnús Magnússon verið með víkinga- þætti í breska sjónvarpinu, og svo hefði víkingasýningin í London vakið mikla athygli. Undirbúning sýningarinnar í London sagði Kristín hafa tekið langan tíma, og alls störfuðu við hana úti um 30 manns. Leikarar voru allir íslenskir, nema hvað Leikendur í The Storyland; Björg Árnadóttir, Kristin G. Magnús, Tania Ann Bennett, Christopher Iiurles og Michael Cule. En að uppfærslunni stóðu um 20 manns. aðallega íslcndingar. Einnig störfuðu um 10 manns á vcgum Arts leikhússins við hverja sýningu. Adam og Eva leikin af Christ- opher Hurles og Björgu Árna- dóttur. Ljósm: Magnús S. Hall- dórsson. auglýst var eftir tveimur breskum leikurum. Sóttu 40 manns um, og voru ráðnir tveir ágætir leikarar. Með hlutverk í leikritinu fóru þá Björg Árnadóttir, Christopher Hurles, Michael Cule, Kristín Magnús og Tania Ann Bennett, sem er ung ensk-íslensk stúlka. Tónlistin var ettir Atla Heimi Sveinsson, og fluttu hana Man- uela Wiesler og Monika Abend- roth, hljóðmeistari var Sigfús Guðmundsson, slidemyndir eftir Friðriku Geirsdóttur, búningar gerðir af Dórótheu Sigurfinns- dóttur og Huldu Fjólu flilmars- dóttur, og brúðurnar gerði Jón Guðmundsson. Ferðaleikhúsið var stofnað árið 1965, og á því 15 ára afmæli í ár. Hefur það verið með sýningar fyrir útlendinga hér á sumrin og mun svo verða í sumar og að sögn Kristínar, þrátt fyrir erfiðan fjár- hag, sem í og með væri til kominn vegna ferðarinnar til Lundúna, en til þeirrar farar fékkst aðeins 500 þúsund króna styrkur að hennar sögn. Sagði hún þar vera ólíku saman að jafna, aðstoð opinberra aðila hér á landi og þeirra aðila er styrktu önnur leikhús er sýndu í sama leikhúsi, sem hlutu ríflega styrki frá ríki og bæjarfélögum. Sagðist hún vera þeirrar skoð- unar, að listsköpun ætti að vera frjáls og sækja frumleika sinn til einstaklinganna sjálfra, og í þeim anda ætti að veita iðandi menn- ingarlífi verðugan og viðeigandi stuðning, eins og réttilega hefði verið bent á í ritstjórnargrein í Vísi nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.