Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980
HJÓNIN Sverrir Sigurðsson og
Ingibjörg Guðmundsdóttir hafa
ákveðið að gefa Iláskóla íslands
95 málverk úr safni sínu og
mun gjöf þessi verða fyrsti vísir
að Listasafni Háskóla íslands. í
gjöfinni eru 70 málverk eftir
Þorvald Skúlason og spanna
þau yfir listamannsferil Þor-
valds. Hin 20 málverkin eru
eftir valinkunna íslenska
myndlistarmenn. Formlega
verður gjöfin afhent á Háskóla-
hátíðinni í vor. sem haldin
verður 28. júní n.k. og verður
þá einnig opnuð sýning á gjöf-
inni í aðalbyggingu Háskóla
íslands.
„Þetta er mjög höfðingleg gjöf
og það má í senn segja að hún sé
ævintýraleg og kærkomin, því
þennan þátt hefur kannski ein-
mitt vantað í starfsemi Háskól-
ans,“ sagði Guðmundur Magn-
ússon háskólarektor í samtali
við blaðið en tók fram að gefend-
um yrði sérstaklega þakkað á
væntanlegri Háskólahátíð.
Af hálfu gefenda er það skil-
yrði sett að nokkur hluti
verkanna verði ávallt til sýnis og
Sverrir Sigurðsson stendur hér við eitt málverka Þorvalds
Skúlasonar en meginhluti gjafarinnar til Háskóla íslands eru
málverk eftir Þorvald.
Sverrir Sigurðsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir:
Gefa Háskóla Islands 90 mál-
verk eftir íslenska listamenn
að öll verði gjöfin aðgengileg
þeim, sem óska að kynna sér
verkin. Þá hefur verið stofnað
Listasafn Háskóla íslands og
eiga sæti í stjórn þess Gylfi Þ.
Gíslason prófessor, sem er for-
maður, gefandinn Sverrir Sig-
urðsson og Björn Th. Björnsson
listfræðingur. Jafnframt hefur
verið ákveðið að framvegis skuli
1% af nýbyggingarsjóði Háskól-
ans ganga til kaupa á listaverk-
um. Að sögn Guðmundar Magn-
ússonar háskólarektors er
áformað að sýningaraðstaða
fyrir Listasafn Háskólans verði í
fyrirhuguðu Hugvísindahúsi,
sem ætlunin er að hefja fram-
kvæmdir við á þessu ári en það á
að rísa við Sturlugötu milli
Árnagarðs og Norræna hússins.
Mjólkurlítrinn hækkar um 46
kr. — Smjörkílóið um 478 kr.
NÝTT verð á landbúnaðarvörum
tók gildi í gær, mánudag, og hækka
búvörur i smásölu miili 12,5% og
15%. Mest er hækkunin á mjólkur-
afurðum, en hver lítri af mjólk
hækkar úr 313 krónum i 359
krónur eða um 14,2% og hvert kiló
af smjöri hækkar úr 3.188 kr. í
3.666 kr. eða um 15%. Hvert kiló af
45% osti hækkar úr 3.003 kr. í 3.442
kr. eða um 14,6%. Verð á skyri og
rjóma hækkar i smásölu um 14,9%.
Súpukjöt hækkár úr 2.179 krónum
hvert kíló í 2.455 kr. eða um 12,7%,
hvert kíló af heilum lærum hækkar
úr 2.464 krónum í 2.771 krónu eða
um 12,5% og dilkakjöt í heilum
skrokkum, skipt eftir óskum kaup-
enda hækkar úr 1.949 krónum í 2.197
krónur eða um 12,7%. Nautakjöt í
heilum og hálfum skrokkum hækkar
úr 2.233 krónum í 2.547 krónur eða
um 14,1% og er þá miðað við eitt kíló
áf UNl verðflokki.
Sexmannanefnd varð sammála um
11,79% hækkun á útgjaldalið verð-
lagsgrundvallar landbúnaðarafurða.
Ágreiningur var milli fulltrúa fram-
leiðenda og neytenda í nefndinni um
hvernig þessi hækkun ætti að dreif-
ast á einstakar afurðir en samkomu-
lag náðist, þegar ríkisstjórnin ákvað
að greiða niður hækkun á ull,
umfram meðaltalshækkunina, þar
sem gæruverð var látið haldast
óbreytt. Þessi aukna niðurgreiðsla á
ull nemur 174 krónum á hvert kíló.
Hækkun verðlagsgrundvallarins er
einkum vegna 11,7% hækkunar
Fundur hjá
sjálfstæðis-
mönnum á
Suðurnesjum
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Keflavíkur
heldur næstkomandi fimmtudags-
kvöld kl. 20.30 fund stjórnar og
trúnaðarmannaráðs sjálfstæðisfé-
laganna á Suðurnesjum. Verður
fundurinn í Sjálfstæðishúsinu í
Keflavík en Matthías Á. Mathiesen
alþingismaður mætir á fundinn og
mun ræða stjórnmálaástand nú að
loknu Alþingi.
launaliðarins og 47,07% hækkunar á
áburði í grundvellinum. Launaliður
grundvallarins frá 1. marz sl. var
rúmlega 10,1 millj. en hækkar nú um
tæplega 1,2 milljónir.
Vinnslu- og dreifingarkostnaður
búvara hækkaði einnig vegna launa-
hækkana hjá starfsfólki vinnslu-
EINS OG Irá var skýrt í Morgun-
blaðinu á laugardag samþykkti
stjórn Fiskveiðasjóðs lánveitingar
vegna nýsmíði þriggja skuttogara.
Hins vegar hafnaði stjórnin um-
sókn Aðalsteins Jónssonar á Eski-
firði, sem hyggst skipta á 13 ára
gömlu skipi og nýrri skuttogara.
Við atkvæðagreiðslur um þessi
mál urðu fulltrúar útgerðarmanna
stöðvanna. Þá hækkaði krónutala
smásöluálagningar um 10% á kjöti,
smjöri og kartöflum en um 9% á
mjólk og öðrum mjólkurvörum.
Niðurgreiðslur voru við þessar verð-
breytingar auknar á fjórum vöruteg-
undum og eru það á mjólk, rjóma,
skyri og smjöri.
og sjómanna í minnihluta í stjórn-
inni, en hún er skipuð 7 mönnum.
Vildu þeir báðir samþykkja umsókn
Aðalsteins Jónssonar útgerðar-
manns á Eskifirði, en voru hins
vegar á móti lánveitingum vegna
nýsmíði á togurunum þremur, sem
fara eiga til Húsavíkur, Skaga-
strandar og Hólmavíkur.
Björn Þorfinnsson:
Kaldhæðni að setja
listahátíðina á
sjómannadaginn
í RÆÐU sinni við hátiðahöld
sjómannadagsins í Nauthólsvík
lét Björn Þorfinnsson, sem tal-
aði fyrir hönd sjómanna, orð
falla um það að þar sem sjó-
mannadagurinn væri nú haíd-
inn í 43. sinn væri það hálfgerð
kaldhæðni að setja listahátíðina
sama dag.
Hann tók það fram að sjó-
menn teldu sig þó ekki eiga
þennan dag.
Við setningu listahátíðar á
Lækjartorgi sagði Njörður P.
Njarðvík formaður listahátíðar-
nefndar að það væri tilviljun að
setningu listahátíðar bæri upp á
sama dag og sjómannadagurinn
og því hefði ekki verið hægt að
breyta. Sendi hann sjómönnum
kveðjur hátíðarinnar. Ingvar
Gíslason menntamálaráðherra
tók undir þessi orð Njarðar.
Fiskveiðasjóður:
Fulltrúar sjómanna
og útgerðarmanna
urðu í minnihluta
Tryggingastofnun ríkisins:
Allar bætur hækka um
11,7% og tekjutrygg-
ing um 5% að auki
UM þessi mánaðamót hækkuðu
allar bætur Tryggingastofnunar
rikisins um 11,7% til samræmis
við hækkun kaupgjaldsvísitölu,
en að auki hækkuðu bætur til
þeirra, sem eru með fulla tekju-
tryggingu um 5%. Hækkun tekju-
tryggingarinnar er samkvæmt
ákvæðum í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar. Að sögn Ól-
afs Björgúlfssonar, aðstoðarfor-
stjóra Tryggingastofnunarinnar
má ætla að bætur Trygginga-
stofnunarinnar hækki næst að
þremur mánuðum liðnum, nema
ríkisstjórnin ákveði annað.
Eftir hækkunina nemur elli- og
örorkulífeyrir einstaklings 91.915
kr. á mánuði en var áður 82.287 kr.
en til hjóna verður lífeyririnn
165.447 kr. en var áður 148.117 kr.
Tekjutrygging einstaklings hækk-
ar úr 75.583 kr. í 88.651 kr. á
mánuði. Og hjá hjónum hækkar
tekjutryggingin úr 127.775 kr. í
149.867 kr.
Yfirvinnubann hjá
flugumferðarstjórum
YFIRVINNUBANN Félags
islenskra flugumferðarstjóra
hófst á sunnudag. Að sögn Sig-
urðar Haukssonar, gjaldkera fé-
lagsins, er ástæðan fyrir þessu
yfirvinnubanni, krafa flugum-
ferðarstjóra um að sömu laun
verði greidd fyrir yfirvinnu á
sumrin við flugumferðarstjórn
alls staðar á landinu. Birgir
Guðjónsson í samgönguráðuneyt-
inu vildi í gær ekki tjá sig um
aðgerðir flugumferðarstjóra en
sagði málið vera til athugunar í
ráðuneytinu.
Áhrif yfirvinnubannsins koma
einkum fram í því að nokkuð hefur
dregið úr flugi á vegum Varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli og
kennslu- og æfingaflugi frá
Reykjavíkurflugvelli en einnig
fellur niður kvöldflug Flugleiða
hf. til staða úti á landi, eins og
Akureyrar og Egilsstaða.
Sigurður Hauksson sagði að
flugumferðarstjórar á Reykja-
víkurflugvelli og á Keflavíkur-
flugvelli hefðu verið yfirborgaðir
við yfirvinnu á sumrin. „Þess-
ar yfirborganir voru tilboð af
hálfu samgönguráðuneytisins á
sínum tíma og boðið til að fá
okkur til að vinna meira. Sem fyrr
sagði hafa þessar greiðslur þó
aðeins náð til flugumferðarstjóra í
Reykjavík og Keflavík en ekki til
þeirra, sem starfa úti á landi. Úti
á landi starfa flugumferðarstjórar
á Akureyri, Egilsstöðum og Vest-
mannaeyjum að sömu störfum og
starfsbræður þeirra í Reykjavík
og Keflavík. Við höfum farið fram
á að allir flugumferðarstjórar í
landinu fái sömu laun, og til að
knýja á um það höfum við gripið
til þessa yfirvinnubanns."
Flugleiðir:
Áhyggjur vegna sýninga á
myndinni „Dauði prinsessu“
„ÞAÐ ER rétt, að við höfum lýst
áhyggjum okkar yfir því að
islenska sjónvarpið skuli áforma
að taka myndina „Dauði prins-
essu" til sýningar. Við höfum lýst
þessum áhyggjum okkar fyrir for-
ráðamönnum sjónvarpsins en frek-
ar höfum við ekki aðhafst i mál-
inu,“ sagði Sveinn Sæmundsson,
blaðafulltrúi Flugleiða hf., í sam-
tali við Mbl. í gær.
„Það hefur komið fram, að
Saudi-Arabar hafa brugðist mjög
hart við sýningum á þessari mynd
og hafa jafnvel rekið breska sendi-
herrann úr landi. Við höfum einnig
heyrt að þeir hafi rofið viðskipta-
samninga vegna þessa máls. Að því
er Flugleiðir varðar, þá höfum við
áhyggjur af framtíð pílagríma-
flugsins, sem hefur verið mjög
ábatasamt fyrir félagið. Þetta
pílagrímaflug hefur veitt fjölda
manns vinnu á okkar vegum í þá 2
mánuði, sem það hefur staðið yfir á
ári hverju, og að undanförnu hafa
það verið um 100 manns, sem hafa
unnið við þetta, en þegar flestir
voru þarna suður frá þá voru þeir
120. Síðast annaðist félagið slíkt
pílagrímaflug í haust sem leið, en
hvað verður í ár er allt óráðið enn.“
Skoðanakannanir Vísis og Dagblaðsins:
Um þriðjungur hefur
ekki tekið afstöðu
UM ÞRIÐJUNGUR kjósendahef-
ur enn ekki tekið afstöðu til
frambjóðendanna fjögurra í for-
setakosningunum 29. júní eða
neituðu að svara í skoðanakönn-
unum Vísis og Dagblaðsins, sem
greint var frá í gær. Samkvæmt
þessum könnunum hafa þau Guð-
laugur Þorvaldsson og Vigdís
Finnbogadóttir mest fylgi.
í könnun Vísis var gert 1055
manna úrtak og náðist í 852
kjósendur, en úrtakið var unnið af
Reiknistofnun Háskólans. 23,3%
aðspurðra ætla að kjósa Vigdísi
samkvæmt könnuninni, 22,81%
Guðlaug, 12,82% Albert Guð-
mundsson og 9,12% Pétur. 24.17%
voru óákveðin og 7,77% neituðu að
svara eða samtals 31,94%. Ef
aðeins eru teknir með þeir, sem
Albert Guðmundsson
Guðlaugur Þorvaldsson
Pétur Thorsteinsson
Vigdis Finnbogadóttir
Rögnvaldur Pálsson
Óákveðnir
Svara ekki
höfðu gert upp hug sinn fékk
Vigdís 34,24%, Guðlaugur 33,51%,
Albert 18,84% og Pétur 13,41%.
í könnun Dagblaðsins var gert
600 manna úrtak og af þeim, sem
tóku afstöðu til frambjóðendanna
fjögurra fékk Guðlaugur 38,7%,
Vigdís 32,2%, Albert 19,3% og
Pétur 9,8%. Ef allir spurðir eru
teknir með lítur dæmið þannig út,
að Guðlaugur fékk 25%, Vigdís
20,83%, Albert 12,50%, Pétur
6,33%, óákveðnir voru 29,50% og
5,33% svöruðu ekki eða samtals
34,88%.
Dagblaðið birti niðurstöður
sams konar könnunar 12. maí
síðastliðinn. Hér að neðan eru
úrslit í þremur fyrrnefndum
könnunum: Dagblaðið Visir Dagblaðiö
12. mai 2. júni 2. júnf
10,8% 12,82% 12,50%
23,2% 22,81% 25,00%
4,8% 9,12% 6,33%
24,8% 23,30% 20,83%
0,2% — _
32,5% 24,17% 29,50%
3,7% 7,77% 5,33%