Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 Ráðsteína Krabba- meins- jélags íslands Síðastliðinn föstu- dag gekkst Krabba- meinsfélag Islands fyrir ráðstefnu að Hótel Loftleiðum um krabbamein. Rætt var um nokkra þætti í starfsemi Krabba- meinsfélags Islands og litið til framtíðar- verkefna félagsins varðandi leit og rann- soknir, auk þess sem skýrt var frá þeim vonum sem bundnar eru við nýbyggingu fyrir krabbameins- lækningar á Islandi. Ráðstefnan bar yf- irskriftina „Hvað get- um við betur gert“. Er- indi á ráðstefnunni fluttu þeir dr. Gunn- laugur Snædal, for- maður Krabbameinsfé- lags íslands, Guð- mundur Jóhannes- son, yfirlæknir leitar- stöðvar Krabbameins- félagsins, Gunnlaugur Geirsson, yfirlæknir frumrannsóknastofu Krabbameinsfélagsins, Hrafn Túliníus, yfir- læknir Krabba- meinsskrárinnar, og Þórarinn E. Sveinsson læknir á Geisladeild Landspítalans. Mbl. birtir í dag þrjú þeirra erinda, sem flutt voru, þeirra dr. Gunnlaugs Snæ- dal, Guðmundar Jó- hannessonar og Hrafns Túliníus. Erindi Þórarins E. Sveins- sonar og Gunnlaugs Geirssonar verða birt síðar í vikunni. I Dr. Gunnlaugur Snædal, formaður Krabba- meinsfélags íslands Nú er liðið á fjórða áratug síðan krabbameinssam- tökin skutu rótum hér á landi. Það var lán þess- ara samtaka að í upphafi völdust áhugasamir, bjartsýnir og duglegir menn til forystu, enda voru verkefnin næg. Þá ríkti enn vonleysi og hræðsla við krabbamein sem sjúkdóm og þurfti því ekki síst á bjartsýni að halda til að snúa við biaðinu og hefja sókn gegn krabba- meini. Það yrði of langt mál að telja upp allt það sem gert hefur verið en rétt er þó að rifja upp nokkur atriði. Mörgum þótti það undarlegt þegar Krabbameinsfélagið hóf skipulegar skoðanir á „heilbrigðu fólki". Það var árið 1957 sem Leitarstöð-A var komið á fót. Hún var starfrækt sem almenn leitarstöð fyrir krabbamein hjá einkennalausu fólki. Frumrann- sóknir hófust þá um leið enda varð sú rannsóknaraðferð meðal annars til þess að ýta leitarstarfi úr vör. Þó nokkur krabbamein hafi fundist og auk þess fjöldinn allur af alls konar kvillum, sem nauðsynlegt var að kæmu til læknisaðgerða, þá sá félag- ið sér ekki fært að reka þessa almennu ieitarstöð lengur en til 1969, enda voru afköst við slíka almenna leit of lítil. Á tímabili var starfrækt einnig Leitarstöð-C, sem hafði það verkefni að rannsaka nánar þá sem komið höfðu til rannsóknar í Leitarstöð-A, en voru með sýrulausan maga. Var þá ein- göngu leitað að magakrabbameini. Þessar stöðvar hafa ekki verið starf- ræktar síðustu árin. Nú hefur stjórn Krabbameinsfélag íslands ákveðið að skipa nefnd lækna til að leggja mat á það hvort ekki' sé orðið tímabært að hefja aftur rekstur leitarstöðvar fyrir karlmenn. Er einkum haft í huga að unnt sé að greina fyrr en ella krabbamein í blöðruhálskirtli, endaþarmi og ristli. Væntum við þess að álit nefndarinn- ar liggi fyrir í haust. Árið 1964 var farið að leita skipulega að krabbameini í leghálsi og forstigum þess og var stöðin nefnd Leitarstöð-B. Síðan 1974 hefur leit að brjóstkrabbameini verið fast- ur þáttur i þessum hópskoðunum. Ég vil þó leyfa mér að fullyrða að árangurinn sem náðst hefur í bar- áttunni við krabbamein í leghálsi hefur vakið athygli víða og má raunar mæla hann í tugum manns- lífa sem bjargað hefur verið. Varð- andi brjóstkrabbamein verðum við að leita nýrra leiða til að ná betri árangri en þó ber ekki að vanmeta það sem áunnist hefur. Leitin að leghálskrabbameini byggist á skoðun frumsýna. Frá því leitarstöð-A var komið á fót hefur Krabbameinsfélagið rekið frumu- rannsóknastofu í tengslum við leit- arstöðvarnar, en að sjálfsögðu varð mikil aukning er Leitarstöð-B hóf starf sitt, því að leitin byggðist að verulegu leyti á frumurannsóknum. Áður styrkti Krabbameinsfélag íslands rannsóknarfólk til að sækja menntun sína og starfsþjálfun til annarra landa, fyrst og fremst hjá Radiumhospitalet í Ósló, en á því hefur nú orðið sú breyting að kennslan fer fram hér. Á síðustu árum hefur rannsóknarstofan í auknum mæli tekið við frumusýnum úr öðrum líffærum en leghálsi, og er nú svo komið að þetta er eina frumurannsónastofan sem starfrækt er hér á Iandi. Er mikilvægt að rekstur hennar verði tryggður áfram og könnuð frekari not þessarar rannsóknaraðferðar við leit að krabbameini. Krabbameinsskráin vinnur, eins' og nafnið bendir til, að skráningu krabbameina og hefur haldið nákvæmar skrár yfir fjölda meina síðustu 25 árin. Úrvinnsla þessara upplýsinga og annað rannsóknar- starf hefur þó sífellt verið að aukast og eru þegar farnar að birtast athyglisverðar niðurstöður slíkra rannsókna í þekktum erlendum fræðiritum. Eins og kunnugt er, þá býður landið okkar upp á ýmsa möguleika á þessu sviði sem erlend- ar vísindastofnanir kunna vel að meta. Hér hefur verið minnst á þrjá stærstu þættina í starfi Krabba- meinsfélags íslands, þ.e. leitarstarf, frumurannsóknir og krabbameins- .. stjórn Krabba meinsfélags íslands hefur ákveðið að skipa nefnd lækna til að leggja mat á það hvort ekki sé orðið tímabært að hefja aftur rekstur leitar- stöðvar fyrir karlmenn. skráning. En við gerum meira. Varðandi krabbameinslækningar má geta þess að félagið vann á sínum tíma að því, að keypt voru til landsins almenn geislalækninga- tæki, en síðar kobolt tæki, sem reynst hafa hornsteinn í geislameð- ferð við krabbameini hérlendis. Við munum stuðla eftir mætti að frekari uppbyggingu krabbameinslækninga á Landspítalanum. En á þessari litlu ráðstefnu okkar sleppum við þó þeim þætti sem margir telja að muni, þegar tímar líða, öðlast meiri sess, en það er heilbrigftÍ8fræðslan. Krabbameins- félag íslands hefir á eigin spýtur tekið að sér slíkt hlutverk í formi vandaðs tímarits fyrir almenning „Fréttabréfs um heilbrigðismál", sem nýtur síaukinna vinsælda. Þar er fjallað um krabbamein en einnig önnur svið heilbrigðismála. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur hefur hins vegar á hendi útgáfu fræðslurita um krabbamein og sér auk þess um fræðslu í skólum Iandsins um krabbamein, ekki síst reykingar. Það starf hefur borið árangur sem eftir hefur verið tekið. Reykjavíkurfélagið hefur einnig með höndum rekstur Happdrættis Krabbameinsfélagsins. Á þess veg- um er nú farið að nota nýtt slagorð samtakanna sem ég vil benda á, en það hljóðar svo: „Stuðningur ykkar er okkar vopn“. Þessi meitlaða setning minnir á það að ef við fáum stuðning þjóðar og þings munum við geta beitt þeim vopnum sem tiltæk eru í baráttunni við krabbameinið. Á hvern hátt við getum barist mun koma fram í ræðum manna á ráðstefnunni sem við hér sitjum. Hrafn Tulinius, yfirlæknir Krabba- meinsskrárinnar Faraldsfræði er fræðigrein sem fjallar um orsakir sjúkdóma, með það fyrir augum að koma í veg fyrir þá. Hér er átt við orsakir í víðri merkingu, ekki bara beinar orsakir heldur einnig alla þá orsakaþætti sem hafa áhrif á hve- nær og hjá hverjum sjúkdómurinn kemur fram. Krabbameinsfélagið hefur frá upphafi haft það á stefnu- skrá sinni að láta rannsaka gang krabbameina hér á landi. Með því vill félagið leggja sitt af mörkum til að afla þekkingar á orsökum krabba- meina. Því var þegar á fyrstu árum félagsins hafin söfnun upplýsinga um krabbameinssjúklinga og árið 1954 hófst starf Krabbameinsskrár- innar á skipulegan hátt. Þá var aðeins áratugur liðinn síðan fyrsta krabbameinsskráin sem nær til heillar þjóðar hóf starfsemi sína, en það var í Danmörku. Á þeim árum sem íslenska Á þeim árum sem íslenzka krabbameinsskráin spannar hefur heild- artíðni krabbameina breyst óverulega, þó að um lítils háttar aukn- ingu sé að ræða. Breyt- ingar varðandi krabba- mein í einstökum líffærum eru þó mun meiri, aukning í sum- um, en minnkun _ « í öðrum. 7/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.