Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF umsjón: Sighvatur Blöndahl Mismunandi tekjur eftir landshlutum Meðfylgjandi mynd skýrir sig að nokkru leyti sjálf. Þó er rétt að benda á hinn mikla mun sem virðist vera á tekjum manna eftir landshlutum, jafnvel þó fjarlægðir milli þeirra séu ekki miklar. Nægir í þessu sambandi að nefna Reykjavík og Reykjanes ann- ars vegar og hins vegar Suður- land og Vestmannaeyjar, en tæplega 30% munur virðist vera á tekjum manna í síðar- nefnda tilvikinu í árslok 1980. Ef miðað er við meðalbrúttó- tekjur framteljenda eftir aðal- atvinnu kemur fram m.a. að tekjur sjómanna af fiskveiðum voru um 24% hærri í Vest- mannaeyjum en í Reykjavík og byggingarmanna um 31% hærri úti í Eyjum. Meðal- brúttótekjur á landinu öllu samkvæmt skattframtölum voru á árinu 1978 3,8 milljónir kr. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið tekið tillit til þess vinnutíma sem liggur að baki þeim tekjum sem hér hefur verið rætt um. Bændur fjárfesta líkt og áður Þorgeir Eliasson hjá Globus sagði að salan á landbúnaðartækj- um hefði aukist mikið að undan- förnu, t.d. hefði salan á traktorum tvöfaldast á síðustu tveimur ár- um. Mér virðist því sem bændur fjárfesti líkt og áður en þess ber að geta að þeir eru sjálfsagt betur undir það búnir núna en áður. Eiður Steingrímsson hjá Véla- deild Sambandsins sagði að sér virtist salan heldur minni en í fyrra þegar á heildina er litið. Odýrari tækin seljast þó alltai stöðugt en meiri sveifla er í sölu dýrari véla. Aðspurður sagði Eið- ur að hann sæi ekki neinn mismun í eftirspurn eftir landshlutum. Baidur Þorsteinsson hjá Véla- borg sagði að salan hjá þeim hefði gengið mjög vel í vor, sérstaklega á dráttarvélum og jarðvinnslu- tækjum. Einnig hefur verið mikil sala í sturtuvögnum. Mér sýnist salan vera öllu meiri sunnanlands en norðan sagði Baldur að lokum. Sýknaðir af kæru verðlagsstjóra EINS og fram hefur komið í fréttum sýknaði Hæstiréttur Samband málm- og skipasmiðja og Landsamband isl. rafverk- taka vegna kæru Verðlags- skrifstofunnar á hendur þeim. Af þessu tilefni ræddi Við- skiptasíðan við Guðjón Tómas- son framkvæmdarstjóra Sam- bands málm-og skipasmiðja. Hann sagði að forsaga þessa máls væri sú að þeir hefðu sett á grundvelli þágildandi verðlags- iaga, umsamdar kauphækkanir inn í kauptaxta þann er j)eir gáfu út fyrir útselda vinnu. I lok 3. gr. þessara laga sagði svo og var verið að vitna til verksviðs verðlagsnefndarinnar: „Ákvæði þessarar greinar taka ekki til vörutegunda sem verðlagðar eru samkvæmt sérstökum lögum né heldur vöru sem seld er úr landi eða launa fyrir verk sem ákveðin hafa verið með samningum stéttarfélaga." Um var að ræða 18.000.- kr. auk 2,5% meðal- talshækkunar sem við settum á hina einstöku kaupliði eftir vægi þeirra. Þessu vildi Verðlags- skrifstofan ekki una og túlkaði þetta sem að 2,5% ættu að koma á alla taxta. Átti þessi túlkun hennar einungis við gagnvart okkur og LÍR. Rétt er að það komi fram sagði Guðjón að Verðlagsskrifstofan byggði kæru sína einnig á gömlum verðstöðv- Vanskil Augljóst er að fyrirtæki og sveitarfélög sitja ekki með aura- ráðin í dag þ.e.a.s. ef marka má af stöðu þeirra gagnvart Byggðasjóði í lok síðasta árs. Hlutföll vanskila af höfuðstól vegna veðskulda var sem hér segir: Reykjavík 7,47% Reykjanes 9,44% ' Vesturland 12,71% Vestfirðir 6,45% Norðurland vestra 6,81% Norðurland eystra 7,43% Austurland 7,67% Suðurland 7,72% Landsmeðaltal 8,17% unarlögum sem við töldum úr gildi fallin. Dómsorð Hæstarétt- ar er hins vegar nokkuð athygl- isverð. í fyrsta lagi taldi hann ekki að útgáfa kauptaxta okkar frá 15/7 1977 væri saknæm og í öðru lagi vítir hann undirrétt vegna þess að hann hafi vikið að sakaratriðum sem ekki rúmast innan ákæruskjalsins eins og það er orðað. Úm áhrif þessa máls sagði Guðjón að þau hefðu einna helzt komið fram í því að tryggingarfélögin og nokkur ríkisfyrirtæki neituðu að borga reikninga um stuttan tíma en það leið sem betur fer fljótt hjá. Einnig komu þau áhrif í ljós að embættismannakerfið varð okk- ur andsnúið og vildi helzt ekki taka umsóknir okkar fyrir vegna þessara „óhlýðni“ okkar. Þess má að lokum geta að á sama tíma og ríkið stóð í málaferlum við SMS vegna þessa máls þá samdi það sjálft við sitt fólk í sambærilegum störfum um 27% hærra kaup en í gildi var hjá SMS eftir samningana 1977. Iðnskólinn í Hafnarfirði: 83 nemendur luku burtfararprófi Iðnskólanum í Hafnarfirði var slitið föstudaginn 23. mai. 244 nemendur stunduðu nám við skólann og luku 83 burtfarar- prófi. í tækniteiknun 10 nemend- ur og í eftirtöldum löggildum iðngreinum 73 nemendur: Bakaraiðn. bifvélavirkjun, hílamálun, hlikksmíði, bólstrun, hárgreiðslu. húsasmíði, húsamál- un, húsgagnasmíði, múrsmíði, ’ípulögnum, plötu- og ketilsmíði. fvirkjun, rennismiði, rafsuðu. skipasmíði, vélvirkjun. Hæstu einkunn við burtfar- arpróf i löggildum iðngreinum hlaut Ferdinand Hansen, 8,92. í tækniteiknun hlaut Sigurlin Her- mannsdóttir hæstu einkunn, 9.15. Hæstu einkunn yfir skólann í heild hlaut Fanney Davíðsdóttir, nemandi i verknámsdeild hár- greiðslu, 9,22. Við skólaslit færðu nemendur í verknámsdeild tréiðna skólanum forkunnar fagurt ræðupúlt, sem þeir höfðu gert og var merki skólans greipt inn i framhlið þess. Nemendur og kennarar skól- ans unnu að skipulagningu að- stöðu fyrir nemendur og kennar- ar og hönnuðu vönduð og falleg húsgögn fyrir þá aðstöðu. Enn- fremur hönnuðu og smíðuðu þeir hreyfanlegt þil i milli kennslu- stofa, sem stórlega bætir aðstöðu skólans til að inna af hendi ýmsa fræðsluþjónustu við atvinnulífið. Tækniteiknarar er iuku burtfararprófi frá Iðnskólanum i Ilafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.