Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 15 Krabbameinsskráin spannar hefur heildartíðni krabbameina breyst óverulega, þó að um lítils háttar aukningu sé að ræða. Breytingar varðandi krabbamein í einstökum líffærum eru þó mun meiri, aukning í sumum, en minnkun í öðrum. Til þess að reyna að finna skýr- ingar á þessum breytingum, hefur verið leitað eftir upplýsingum, sem gætu komið að gagni og þar hafa orðið hvað drýgstar þær upplýsingar sem leitarstöðvar Krabbameinsfé- lagsins hafa safnað. Skipuleg krabbameinsleit á vegum félagsins hefur að mestu miðast við konur, og þar sem brjóstakrabbamein er lang- algengasta krabbameinið meðal kvenna hér á landi, eins og víða annars staðar, hefur athyglin eink- um beinst að því. Þá hefur einnig haft sitt að segja að þótt Krabba- meinsskráin nái ekki nema aftur til 1954 þá liggja fyrir í fræðiriti nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um gang brjóstakrabbameins á Islandi síðan fyrir aldamót. Það er alkunna að tíðni brjósta- krabbameins eykst með aldrinum, og úr tölum Krabbameinsskrárinnar höfum við getað lesið að svo er einnig hér á landi. Með því að hafa heildarsýn yfir gang sjúkdómsins alla þessa öld, hefur okkur tekist að sýna fram á að annar orsakaþáttur er mjög þýðingarmikill, en það er hvenær konan er fædd. Þannig eru konur í meiri hættu sjötugar en tvítugar, og sjötugar konur nú í meiri hættu en sjötugar konur voru fyrir hálfri öld. Úr áðurnefndum upplýsingaforða hefur verið unnið til að kanna áhrif barnafjölda og aldurs við fyrstu fæðingu á hættuna á að fá brjósta- krabbamein. Hugmyndir höfðu kom- ið fram um þessi atriði sem áhættu- þætti og okkur tókst að sýna fram á marktæka fylgni. Niðurstöður, sem birtar voru fyrir tveim árum, voru á þá leið að því yngri sem konan er þegar hún á sitt fyrsta barn, þeim mun minni líkur eru á að hún fái brjóstakrabbamein. Því fleiri börn, því minni líkur. Mesti munur á áhættunni er meira en fimmfaldur. n SAMANBURÐUR A LIKUM A BRJOSTAKRABBAMEINI Ahrif BARNAFJOLDA oo ALDURS VIO FYRSTU FÆOINGU Vegna þess hve áreiðanlegar ætt- fræðiupplýsingar eru tiltækar hér á landi, var unnt að kanna enn einn áhættuþátt sem nefndur hefur verið, en það er fjölskyldugengi þessa sjúkdóms. Samkvæmt niðurstöðun- um sem nú liggja fyrir, er ljóst að kona sem á systur sem fengið hefur brjóstakrabbamein er í nær þrefalt meiri hættu á að fá þennan sjúkdóm heldur en kona sem ekki á ættingja með sjúkdóminn. Fleiri áhættuþætt- ir um brjóstakrabbamein eru í athugun og er langt komið að safna upplýsingum um blóðflokka ís- lenskra kvenna með brjóstakrabba- mein. Vegna breytinga sem gerðar voru á upplýsingaöflun við skoðun í leitarstöð B getum við eftir nokkur 95.. . >ví yngri sem konan er þegar hún á sitt fyrsta barn, þeim mun minni líkur eru á að hún fái brjóstkrabbamein. Því fleiri börn, því minni líkur. Mesti munur á ' áhættunni er meira en fimmfaldur. 99 ár leitað þangað upplýsinga til þess að tengja við aðra þætti sem eru ofarlega á baugi, svo sem hæð, þyngd og blóðþrýsting. Loks vil ég nefna að röntgenmyndir af brjóstum er hægt að flokka í nokkra flokka og er áhættan á brjóstakrabbameini mismunandi milli þessara flokka. Það sem hér hefur verið sagt er nefnt sem dæmi um það hvernig hægt er með faraldsfræðilegum upp- lýsingum að rannsaka, sanna eða afsanna, tengsl ákveðinna þátta við hættu á að fá vissan sjúkdóm, í þessu tilviki krabbamein í brjóst. En hvernig má nýta þessa þekkingu? Við munum halda áfram að afla þekkingar á þeim áhættuþáttum sem skipta máli með það fyrir augum í fyrsta lagi, að reyna að finna hinar raunverulegu eða beinu orsakir, en í öðru lagi til þess að hjálpa við meðferð á sjúkdómnum í heild. Með þeim upplýsingum um áhættuþætti sem munu liggja fyrir innan fárra ára verður unnt að kalla oftar inn í hópskoðun þær konur sem hafa marga af áðurnefndum áhættu- þáttum. Til dæmis mætti hugsa sér að kona sem komin er yfir fertugt, hefur átt fá börn, byrjað barneignir seint, á náinn ættingja sem fengið hefur sjúkdóminn, o.s.frv., verði lát- in mæta til nákvæmrar rannsóknar og brjóstamyndatöku á hverju ári, en önnur kona sem hefur lágmarks- áhættu samkvæmt áhættuþáttunum þyrfti ekki að koma til skoðunar nema á fimm ára fresti. Mér hefur orðið tíðrætt um áhættu og rannsókn á áhættuþátt- um sem aðferð til þess að finna beinar orsakir krabbameina og til þess að nota við skynsamlega stjórn- un á skipulegri leit að krabbameini á byrjunarstigi. En getum við eitthvað lagt af mörkum vegna meðferðar sjúkdómsins? Krabbameinsskráin hefur all- mikla reynslu í að skrá fyrirfram ákveðnar upplýsingar um alla Islendinga sem greindir hafa verið með krabbamein. Upplýsingunum er safnað saman og þeim raðað og er magn þeirra tiltölulega takmarkað, t.d. höfum við sáralitlum upplýsing- um safnað um meðferð og árangur hennar, þó við vitum um langlífi sjúklinganna, þ.e.a.s. hlutfall eftir- lifenda í hópnum í heild. Ennfremur höfum við safnað of litlum upplýs- ingum um útbreiðslu sjúkdómsins við greiningu. Með þeirri reynslu sem krabbameinsskráin býr yfir, ætti hins vegar að vera unnt að bæta úr þessu, ef til kæmi náin samvinna. við þá sem sjá um meðferð. Nú er það skoðun mín að ef litið er á hina stóru hópa, þ.e.a.s. alla íslendinga sem fá krabbamein í maga, brjóst eða blöðruhálskirtil, þá standi íslensk læknisfræði vel fyrir sínu, borið saman við aðrar þjóðir, að svo miklu leyti sem heildarlanglífi má leggja til grundvallar við slíkt mat. Tölur frá öðrum löndum eru ekki mikið betri og stundum verri en hjá okkur. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að til þess að vinna að því að tryggja öllum íslendingum besta meðferð við þeim krabbameinum sem þeir fá, sé nauðsynlegt að skipuleggja betur meðferðina í ein- stökum atriðum, koma sér saman um nákvæmar meðferðarforskriftir sem velja megi í milli eftir reynslu þeirra lækna sem bera ábyrgð á meðferðinni og nýjustu fræðilegum upplýsingum. Ef Krabbameinsskrá- in tæki þátt í að fylgjast með slíkri meðferð, gæti hún ekki bara bætt sinn eigin upplýsingaforða, heldur einnig, og það sem ég tel þýðingar- meira á þessu stigi, veitt mikla aðstoð við endurskipulagningu krabbameinsmeðferðar sem unnið er að í landinu. 99.. . kona, sem á systur, sem fengið hefur brjóstkrabba- mein, er í nær þrefalt meiri hættu á að fá þennan sjúkdóm en kona, sem ekki á ættingja með sjúkdóminn. 99 Guðmundur Jóhannesson, yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins Hópskoðanir til grein- ingar á leghálskrabba- meini voru hafnar hér á landi á vegum Krabba- meinsfélags íslands ár- ið 1964. Auk greiningar forstigs- breytinga og byrjandi legháls- krabbameins beindust þessar hóp- skoðanir einnig að bættri greiningu á krabbameinum í legbol og eggja- kerfum, ásamt ytri kynfærum. Arið 1974 voru brjóstaskoðanir teknar upp sem fastur liður í þessum hópskoðunum. Fyrstu fimm árin voru leghálsskoðanirnar eingöngu bundnar við Reykjavík og nágrenni en síðan 1969 hafa þær náð til landsins alls. í Reykjavík, á Akur- eyri, á Selfossi og á ísafirði eru skoðanirnar í gangi reglulega allt árið en á þrjátíu stöðum öðrum er skoðað annað hvert ár. Árangur sem erfiði? Þeir sem stóðu að því að koma þessum hópskoðunum á hér á landi gerðu sér vonir um að með nægri þátttöku og hæfilega þéttum skoð- unum mætti nánast útrýma leg- hálskrabbameini sem dánarorsök. En hefur þessi viðleitni borið tilætl- aðan árangur? Öll krabbameinsleit sem leiðir til fyrri greiningar á illkynja æxli er líkleg til að bæta batahorfur og koma að gagni fyrir viðkomandi sjúkling. Þrátt fyrir þetta hefur reynst erfitt að sanna gildi hópskoð- ana. Hópskoðanir til greiningar á leghálskrabbameini og forstigum þess hafa í þessu sambandi talsverða sérstöðu. Við greinum ekki aðeins hinn eiginlega krabbameinssjúkdóm fyrr en ella heldur greinum við einnig forstig hans, og við meðferð á þeim breytingum hindrum við að hinn eiginlegi sjúkdómur nái sér á strik. Það gerist þess vegna tvennt í senn. Fyrst aukum við tíðnina með fyrri greiningum á krabbameini á byrjunarstigum en þegar frá líður lækkum við tíðnina með því að finna fleiri forstigsbreytingar sem fá með- ferð og verða þess vegna ekki að krabbameinum. Fyrstu ár hópskoðana jókst dán- artíðnin nokkuð, einkum vegna þess að þær konur höfðu annað hvort fengið sitt krabbamein áður eða þær voru yfir þeim aldursmörkum sem sett voru í byrjun. Síðustu árin hefur dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms fækkað mjög verulega. Árið 1977 dóu aðeins 2 konur en árið 1968 voru dauðsföllin flest eða 21. Sé litið á þessa lækkun virðist ekki ofreiknað að okkur hafi tekist á þessum árum að bjarga að minnsta kosti f jörutíu konum frá því að deyja úr legháls- krabbameini. Hvergi má slaka á Sú aukning sem orðið hefur á fjölda nýgreindra meina síðustu árin, úr 3 tilfellum árið 1977 í 9 árið 1978 og 16 árið 1979, leiðir hugann að ýmsum af þeim vandamálum sem við stöndum andspænis í dag varð- andi áframhald hópskoðana, vanda- málum sem varða það hvernig fá megi sem mestan árangur af þessari leitarstarfsemi. i. Þeim konum sem aldrei hafa mætt til skoðunar fer fækkandi. 2 Þeim konum sem ekki hafa mætt síðustu fimm árin eða meir fer fjölgandi. 3. Stöðugt stækkandi hópur er í stöðugu eftirliti vegna minni háttar frumubreytinga eða fyrri aðgerða vegna krabbameins eða forstigs- breytinga. í þessu sambandi er rétt að minna á nauðsyn þess að nákvæmni frumu- rannsóknanna sé tryggð svo sem verið hefur. Höfuðvandinn er að afköstin eru takmörkuð vegna fjár- skorts og húsnæðisþrengsla. Núver- andi heildarafköst á öllu landinu eru um 12 þúsund skoðanir á ári og af þeim eru 2 þúsund í eftirliti. Utan Reykjavíkur er skoðað annað hvert ár og hægt að sinna þeim fjölda sem mætt hefur. Aðstaðan þar hefur batnað með tilkomu heilsugæslu- stöðva. Afköst leitarstöðvarinnar í Suðurgötu hafa verið um 6 þúsund skoðanir á ári en þyrftu að vera 8 til 9 þúsund til þess að við næðum að skoða allar konur á aldrinum frá tvítugu til sjötugs þriðja hvert ár. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að auka skoðanafjöldann en slíkt er illmögulegt vegna þrengsla. Varðandi áhrif hópskoðana okkar á tíðni krabbameins í legbol og eggjakerfum er erfitt að segja til um árangur. Þar höfum við ekki rannsóknarað- ferðir sem jafnast á við frumuprófið í leghálsinum. Með því að stuðla að útskafi við óeðlilegar blæðingar hjá eldri konum og með frekari rann- sóknum á æxlum í grindarholi er þó greinilegt að oft er flýtt sjúkdóms- greiningu í þessum tilvikum. Þegar litið er á hlutfall þeirra sem lifa í fimm ár eftir greiningu, fyrir þessi æxlisform, er greinileg breyting til batnaðar, þegar borin eru saman síðustu tíu árin fyrir hópskoðanir og fyrstu tíu ár hópskoðana. Auka verður leit að brjóstakrabbameini Lang algengasta krabbamein hjá íslenskum konum er brjóstakrabba- mein. Verulega vaxandi tíðni er síðustu árin. Það er þess vegna mjög 99 ... ekki of- reiknað að okkur hafi tekist á þessum árum að bjarga að minnsta kosti fjörutíu konum frá því að deyja úr legháls- krabbameini. 99 þýðingarmikið aþ gera allt sem hægt er til að tryggja sem besta greiningu þessa sjúkdóms. Eins og áður getur voru brjósta- skoðanir teknar upp sem fastur liður í hópskoðunum frá 1973. í samvinnu við röntgendeild Landspitalans hafa verið gerðar brjóstamyndatökur á talsverðum fjölda kvenna, fyrst öll- um yfir 35 ára (2000 konur), síðan í völdum tilvikum eftir ákveðnum ábendingum. Rúmlega 800 brjósta- myndatökur voru þannig fram- kvæmdar á síðasta ári. Við athugun á öllum brjósta- krabbameinum, sem greind voru á árunum 1973—1978, sem voru alls 350, höfðu 93 verið í skoðun innan eins árs frá gréiningu. Af þeim höfðu 76 verið greindar við skoðun og rannsókn eða 82%, en 17 höfðum við misst af, þar af 11 frá 6-12 mánuðum og 6 innan 6 mánaða. Þessi árangur verður að teljast mjög þokkalegur þar sem við náum aðeins til að skoða árlega fjórðung allra kvenna í þessum aldurshópum og læknisskoðunin ein verður aldrei fyllilega örugg. Með aukningu á ástungum og brjóstamyndatökum má vafalaust bæta þennan árangur. Á fundi sem haldinn var í fyrra- haust í Stokkhólmi, á vegum nor- rænu krabbameinsfélaganna, var mikið rætt um greiningu brjósta- krabbameins og lýst ýmsum rann- sóknum í því efni. Þar kom fram meðal annars að í þremur hópskoð- unum sem gerðar hafa verið á mismunandi stöðum í Svíþjóð, þar sem teknar voru brjóstamyndir af öllum konum 40 ára og eldri var nýgengi brjóstakrabbameins 6—7 tilfelli af 1000 skoðunum en sambæ- rilegt nýgengi hjá samanburðarhóp- um þar sem engar skoðanir voru framkvæmdar var 1,4, en þetta er vitanlega vísbending um verulega fyrri greiningu. Eftir að hafa tekið þátt í þessum fundi í Stokkhólmi sannfærðist ég enn betur en áður um gildi röntgenmynda af brjóstum. Þótt talsvert hafi til þessa verið gert til greiningar á brjóstakrabbameini, þá tel ég að við verðum að gera mikið meira og betur í framtíðinni. Að fenginni þeirri reynslu, sem við þegar höfum tel ég að stefna beri að því að beita brjóstamyndatökum, eða annarri sambærilegri rannsókn- araðferð, við hópskoðanir hjá öllum konum 35 ára og eldri, sem koma til skoðunar annað eða þriðja hvert ár. Til að þetta sé framkvæmanlegt þyrfti Krabbameinsfélagið að eign- ast eigið röntgentæki, sem væri færanlegt og hægt að flytja með út um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.