Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 17 ... þeir fara í kaf Sigmundur kominn á þurrt og or furdu brattur, ab þvl ar áhorfand- um fannat. og fljóta niöur ána. Ljósnt. Mbl. Kristján. Nokkrir rallarana komnir undir þak. Frá vinstri: Hólmgeir Hermannsson, Kjartan Stefánsson, Haraldur Þórarinsson og Stefán Kjartansson. brotsmaður með meiru, en hann varð fyrir þeirri „skemmtilegu" reynslu að fljóta um hundrað metra vegalengd niður eftir Laxá í Aðaldal. „í fyrra var ég á öllu öruggari farkosti, en það var slanga úr gröfu og var hún með botni í. Sá farkostur hefði ekki sokkið meðan loftið hefði haldist í,“ sagði Sigmundur. „Það var allt í lagi að vökna þarna áðan, enda er ég vanur að vera við ár. Það var fyrst í fyrra sem ég fór niður á sem var eitthvað svipuð þessari, en það var í Hörgá. Þá varð ég fyrir því óhappi að reka árina í botninn, en Hörgá er grynnri en Laxá, og brotnaði árin. Ég stefndi þá á hættulegar flúðir og reyndi að róa í land með árarbrotninu. Þá kom eitthvað fát á mig og bátnum hvolfdi, höfuðið snéri niður og ég fastur í bátnum. Einhvern veginn tókst mér að losna úr bátnum og reyndi síðan að bjarga árinni. Þá missti ég bátinn og endirinn var sá að setan úr honum týndist. Eftir þessar hrakfarir fékk ég fyrst bakteríuna fyrir alvöru," sagði Sigmundur. „Ferðin sem við fórum áðan var mjög skemmtileg. Ég þekki ána nokkuð vel og reyndi að segja félaga mínum til, en hann þekkir ána minna. Þegar við vorum komnir undir brúna, sem er fyrir ofan Heiðarendann, þá rerum við í flúðina sem þar er, en aldan var það mikil að bátinn fyllti strax og hann sökk. Við létum það ekki á okkur fá og óðum í land, helltum úr bátnum og fórum af stað aftur. Þegar komið var að brúnni tók bátinn niðri öllum að óvörum því áin er frekar djúp þarna. Sem betur fer gerðist ekkert meira þar og við héldum áfram. Strax og við komum út í fyrstu flúðina sem er fyrir neðan brúna þá sökk báturinn aftur og fórum við þá í bólakaf. Við flutum niður flúð- ina meira og minna í kafi og hafði ég mestar áhyggjur af félaga mínum og fannst hann vera nokkuð mikið í kafi. Ég held að ég hefi flotið eina hundrað metra niður ána, en félagi minn nokkru lengra. Þetta er í sjálfu sér ekkert hættulegt, það er alltaf hægt að stöðva sig á Heiðarendaflúðinni þarna fyrir neðan. Þegar niður var komið óð ég í land með bátinn, en Friðrik komst í land hinum megin árinnar. Ég hafði mjög gaman af þessu, þetta er ákaflega skemmtileg íþrótt, en getur samt verið varasöm ef menn eru óvanir og ósyndir. En við vorum með hjálma og í björgunarvestum þannig að þetta var ekkert tvísýnt. Þegar menn lenda í ánni þá er það aðalatriðið að reyna að halda sér við yfirborðið, maður getur hvorki synt né stjórnað sér,“ sagði Sigmundur. „Ef keppni sem þessi verður næsta sunnudag þá ætla ég að taka þátt, jafnvel á þessum báti, þó að hann sökkvi undan manni. Takmarkið er ekki að vinna, heldur aðeins að vera með. Það ættu sem flestir að reyna þetta, því menn trúa ekki hve skemmtilegt þetta er fyrr en þeir reyna það sjálfir,“ sagði Sigmundur Ofeigsson. Spenning- urinn vegur fyllilega upp á móti kuld- anum — segir Friðrik Stefánsson „Það er ekki langt síðan ég byrjaði á þessu,“ sagði Friðrik Stefánsson, vatnarallari í sam- tali við Mbl., en Friðrik var annar þeirra sem fór á kaf í Laxá, þegar bátur sökk undan honum og félaga hans. „Þetta hófst allt með því að ég og félagi minn byrjuðum á að æfa fyrir keppni sem halda átti á Laxá í fyrra, en af þeirri keppni varð þó ekki. Við æfð- um okkur á Glerá á plastbáti, en áin er frekar grunn og bátinn tók oft niðri,“ sagði Friðrik. „Það var auðvitað mjög gaman að fara niður Glerá, en það var ekkert á við að fara Laxá, það var leikur einn miðað við þetta. Við Sigurmundur, en hann er fé- lagi minn, höfum einnig farið niður Hörgá á eins manns kajak. Maður varð reynslunni ríkari og hafði auðvitað gaman af,“ sagði Friðrik. „Það er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvernig það er að vera á svona báti fyrr en maður reynir það sjálfur, þeg- ar út í ána er komið þá tekur alvaran við, maður hugsar ekki um annað en að reyna að standa sig og fara ekki á kaf.“ „Þegar við fórum niður flúð- ina fyrir ofan Heiðarendann þá fyllti bátinn og við fórum í kaf, báturinn beinlínis sökk undan okkur. Þá var ekki annað að gera en að láta strauminn bera sig niður á lygnuna og ná þannig í land. Ég var meira og minna í kafi, en reyndi bara að halda höfð- inu upp úr vatninu. Mig rak niður flúðina, en áin skiptir sér þarna um hólma og stefndi báturinn niður eystri kvíslina. Þá varð ég var við það 'U) band sem önnur árin var bundin í var flækt um löppina á mér, en ég stefndi hins vegar á fleygi- ferð á hólmahornið. Ég var búinn að missa af mér hjálm- inn og var hætt að lítast á blikuna, en þá tókst mér að losna úr flækjunni. í þann mund lenti ég á hólmahorninu, en meiddi mig þó ekkert. Þá sá ég hjálminn fljóta fram hjá mér og ákvað þá að reyna að bjarga honum. Ég kastaði mér á eftir honum út í vestri kvíslina, en þá greip mig sterk- ur straumur og fór ég á bólakaf. Það þýddi ekkert að reyna að synda, ég reyndi aðeins að halda höfðinu upp úr og þannig flaut ég niður flúð- ina, líklega um 150 metra vegalengd. Ég var ekkert dasaður eftir volkið, nema síður væri, og tókst að bjarga hjálminum. Mér var heldur ekki kalt, a.m.k. ekki á meðan ég var í ánni, spenningurinn vegur fyllilega upp á móti kuldanum, en hins vegar fór mér að kólna þegar upp úr var komið. Auðvitað ætla ég að halda áfram í þessu, en ætla þó að reyna að útvega mér annan bát fyrir næstu ferð,“ sagði Frið- rik Stefánsson vatnarallari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.