Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 *7* Þessi sjálfsmorðstilraun þin hlýtur að sannfæra þig um það sem ég hef ætíð sagt, að þú værir einn allsherjarmisskiln- ingur! Ég leyfi þér að vinna, góurinn, þvi bráðum er kominn hátta- timi fyrir þig! Hvað á ég að skrifa meira? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ekki er allt sem sýnist, mætti nefna spilið í dag. Lesendur spreyta sig á skemmtilegri úr- spilsæfingu. Gjafari er norður, aðeins hans vængur er á hættu en austur og „vestur segja alltaf pass. Norður S. G64 H. D83 T. ÁK86 L. DG5 Suður S. Á72 H. ÁK6 T. G43 L. Á1093 siður er sagnhafi í þrem grönd- um og vestur spilar út spaðakóng. Áður en lengra er lesið ættir þú að mynda þér skoðun um úrspilið. Þegar spilið kom fyrir sá sagn- hafi ekki ástæðu til að fara varlega. Hann tók útspilið með ásnum, spilaði tígli á kónginn og svínaði laufi. En þá hrundi spilið því allar hendurnar voru þannig: Norður S. G64 H. D83 T. ÁK86 L. DG5 Vestur S. K9 H. 1052 T. D10952 L. K62 Suður S. Á72 H. ÁK6 T. G43 L. Á1093 Vestur tók laufdrottninguna með kóng, spilaði aftur spaða og austur tók þá fjóra slagi, stóð síðan upp og þakkaði makker sínum fyrir frábært útspil. En sjálfsagt hefur þú séð, að hæglega mátti vinna spilið. Nóg var að gefa vestri fyrsta slaginn á spaðakónginn. Þar með var sam- band varnarspilaranna rofið. En hefði vestur einnig átt spaða- drottninguna gat hann ekki spilað aftur spaða án þess að gera gosann að fyrirstöðu, sem nægði. Austur S. D10853 H. G974 T. 7 L. 874 COSPER Getum við eitthvað hjálpað þér, mamma? Mér datt í hug í sambandi við hina gífurlega ört vaxandi skulda- söfnun erlendis, bófaflokkur sem settist að í Gaulverjabæ um 1910. Þeir héldu sig sem stórhöfðingja. Riðu gjarnan nokkrir saman í hópum um héruð fyrir austan. Ég held ég megi fullyrða að fólkið í Gaulverjabæjahreppnum hafi ver- ið (og sé reyndar enn) eitthvað mesta úrvalsfólk sem ég hef þekkt. Fólkið gat ekki trúað því að til væru menn sem einskis svifust þegar þeir þurftu fé í eyðsluhít sína og veisluhöld. Á hverjum messudegi voru kirkjugestum boðnar veitingar að messu lokinni og var þá ætíð vín á borðum. Þegar vínið fór að svífa á menn þá var gjarnan tekinn fram penni, blek og pappír og gesturinn beðinn um þann smágreiða að skrifa upp á víxil, aðeins um stuttan tíma. Einn góður bóndi sem átti ágæta jörð og bú, allt skuldalaust skrif- aði upp á marga víxla sem allir féllu á hann. Hann varð alger öreigi. Þegar þessi maður var orðinn hæfilega drukkinn var hann beðinn að skrifa upp á einn eða fleiri víxla. Þegar því var lokið spyr maðurinn. Hvað á ég nú að skrifa meira? Og fjárkúgarinn sem var búinn að veiða hann í net sitt svaraði: „Ætli það sé nú ekki komið nóg í bili Snorri minn“. Rithöfundurinn Ragnheiður Jónsdóttir lýsir þessum glæpa- fanti að nokkru í ágætri skáldsögu sinni „í skugga Glæsibæjar". Er nú ekki eitthvað svipað að gerast hjá þjóð okkar og bóndanum sem var féflettur svo rækilega að segja má að hann hafi staðið eftir á skyrtunni einni. Óhóflegur inn- flutningur alls konar óþurfta vara er látinn óáreittur. Ég nefni að- eins hinn gegndarlausa sælgætis- innflutning en hann hefur það helst til síns ágætis að leggja að velli allar heilbrigðar tennur fólks, einkum barna. Erlend fyrir- tæki bjóða oft vörur sínar langt undir kostnaðarverði og á meðan neyðist innlendur iðnaður til að draga saman seglin. Afleiðingin er versnandi gjaldeyrisstaða og at- vinnuleysi. Það er óskiljanlegt hvað al- íþróttafélag Öskjuhlíðar- skóla stofnað Sunnudaginn 18. maí sl. var farin ferð á Þingvelli að tilhlutan Foreldra- og kennarafélags Öskjuhlíðarskóla. Var farið í þeim tilgangi að stofna íþróttafélag. Farið var inní Bolabás og hluta af deginum eytt í íþrótta- leiki, síðan var farið í Valhöll og haldinn stofnfundur. Gestur fundarins var Sigurður Magnússon útbreiðslustjóri Í.S.Í. Á fundinum gerðust 87 manns stofnfé- lagar og í tilefni af ári trésins hlaut félagið nafnið ÖSP. í stjórn félagsins voru kosnir: Erling Bang, Margrét Stefánsdóttir, Ólafur Ólafsson, Magnús Magnússon, Hilmar Björnsson. Varamenn: Jósep Ólafsson og Jóel Brynjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.