Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 37 bar fundum okkar að vísu sjaldnar saman en áður. Þ6 kom það fyrir, að við hittumst, og mér þótti alltaf vænt um að skynja einlægan áhuga hans á þeim störfum, er ég hafði með höndum. Vorið 1979 eyddi ég með honum sólskinsstund í garðlandi hans á Vatnsendahæð. Frá þeim fundi er mér minnisstæð sú kyrrð og rósemi, er settu mark sitt á framkomu hans og orðræðu, og mér varð á að hugsa, að þannig mundi sá einn mæla, er sáttur væri við Guð sinn og mennina líka. Þetta verður síðust endur- minning mín um hinn látna heið- ursmann: sólin, moldin, ilmurinn úr skauti jarðar — hið ljúfa viðmót mannsins sjálfs. Nú þegar hann er lagður til hinztu hvíldar, sendum við hjónin innilegar sam- úðarkveðjur til eftirlifandi konu hans, frú Ásu Sigurðardóttur, og til sona þeirra, Leifs, Atla og Braga og fjölskyldna þeirra. Sigurður Markússon. Á hinu fornfræga höfuðbóli og um skeið menntasetri — Möðru- völlum í Hörgárdal — sá Steinarr St. Stefánsson dagsins ljós í fyrsta sinn. Á þeim stóra stað átti hann frumrætur í frjóum jarðvegi, bæði traustar og djúpgengar. Af þeim óx sá sterki meiður manndóms og menningar í fari hans, sem alla tíð auðkenndi öðlinginn. Nú er hann horfinn af sviði þessa heims átta- tíu og fjögurra ára að aldri. Þótt ég sé Norðlendingur úr nágrannasveit uppruna hans kynntist ég ekki Steinarri fyrr en leiðir okkar lágu saman árið 1946 — ég þá nýkomin til íslands eftir langa útivist erlendis. — Þá átti hann að baki veglegan feril at- hafna, lengst sem útibússtjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Reykjavík, en áður á vettvangi búskaparlegra hlutverka, á árun- um 1920—1924 við landmælinga- störf hjá Búnaðarfélagi íslands og um skeið sem meðeigandi og útgefandi búnaðarblaðsins Freys, en Steinarr var búfræðingur að menntun. Leiðir okkar lágu inn á sömu götu þegar við með fleirum stofn- uðum fuglaræktarfélagið Hreiður. Var hann þá enn útibússtjóri, en hvarf skömmu síðar frá því hlut- verki og gerðist starfsmaður bú- vörudeildar SÍS og var þar fastur starfsmaður til ársins 1968. Þar fylgdist ég gjörla með starfshátt- um hans, en nánust urðu okkar kynni í félagslega framtakinu, misfellulaus og ánægjuleg í alla staði. Hliðstæð vottorð gefa hon- um allir þeir samstarfsmenn hans, sem ég þekki, einróma: „Vandfundinn er og verður stundvísari, hirðusamari og heil- steyptari aðili í hverju starfi og í hvívetna". I viðhorfum til verkefna fram- tíðarinnar var Steinarr enginn bjartsýnismaður, en í allri athöfn trúði hann á góðan árangur enda þátttaka hans og aðild svo heil- steypt og verkum af hans hendi svo hagað, að þau hlutu að bera starfsmanninum vegleg vottorð. Gleggst merki gefur að líta í bókum og skýrslum frá hans hendi, er sýna og sanna nærfærni og kostgæfni hirðumannsins. Raunsæi var auðkenni öðlings- ins en um réttsýni til framtíðar- hlutverka gat farið á ýmsa vegu nema grandskoðuð væru og af gjörhygli vegin af hans hálfu. Hann unni framförum og sérlega er þær voru grundvallaðar og unnar á traustum forsendum, það var nákvæmlega í stíl við hans lífsviðhorf öll. Á æskuárum var Steinarr áhorfandi og þátttakandi í rækt- unarstörfum að þeirra tíðar hætti, í þess orðs fyllstu merkingu. Eitt af aðalsmerkjum hans var líka að rækta vel garðinn sinn. Til hinstu stundar trúði hann á mátt moldarinnar og í eiginlegri merkingu skal sú fullyrðing stað- fest með því að tjá, að þrátt fyrir háan aldur ræktaði hann garð sinn langt frá heimilinu, heima- reiturinn við húsið á Hofteigi 14 í Reykjavík var honum allt of lítill athafnastaður. Þess vegna lagði hann á sig langa göngu og mikla fyrirhöfn til þess að koma fræi í mold að vori og uppskera árangur starfsins á haustnóttum. Slíkur var hugur og athöfn til hinstu stundar. Hann var enn ekki upp- gefinn að yrkja gróðurmold og móðurfold. í hversdagsönn heimilisins stóð eiginkonan, hin frábæra húsmóð- ir, Ása Sigurðardóttir, við hlið hans og í félagi hlutu þau að bera þunga þess andbyris, sem flestum mætir á langri leið, en hjúskapur þeirra stóð í hálfa öld og vel það. Og sólskinsstundir hafa þau átt bæði bjartar og fagrar. Hinu er ekki að leyna, að sviptivindar örlaganna lögðu stundum leið sína að garði fjölskyldunar, einkum á vegum afkomendanna, en þá var aðstoð öldnu hjónanna alltaf vís til að létta andstreymið. Þrír gjörvilegir synir þeirra hjóna komust allir til mennta, hver á sínu sviði, rækja hlutverk í þjóðfélaginu með sóma og ávaxta þannig gott uppeldi og alla önn í hvívetna, Atli sem blaðamaður, Leifur sem tæknimaður og Bragi í starfi varasaksóknara. Merki önd- vegismannsins er fallið. í dagfari öllu var festa, trúmennska og nákvæmni og hreinskilni meðal auðkenna hans. Fjölskylda mín og ég söknum vinar að leiðarlokum, en eigi má sköpum renna. Far þú i friði, Steinarr, vinur sæll og friður Guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt. Gísli Kristjánsson. + Maöurinn minn, HJÖRLEIFUR PÁLSSON, Hólmgarði 8, sem lést í Borgarspítalanum 26. maí, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 4. júní kl. 15. Fyrlr hönd vandamanna, Unnur Jónsdóttir. ----------------------\ Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Haukur Jóhann Sigurðsson Haukur J. Sigurðsson lést að morgni 23. maí á Landakotsspít- ala eftir erfið veikindi. Hann var fæddur í Reykjavík 28. júlí 1919, sonur hjónanna Sigurbjargar Jóhannsdóttur og Sigurðar Jónssonar frá Laug. Haukur var við nám í Bændaskól- anum á Hólum er faðir hans lést árið 1936, lífsstarf Hauks var þó ekki við búskap, heldur fetaði hann í fótspor föður síns og gerðist bifreiðastjóri, enda mun hann ekki hafa verið hár í loftinu þegar hann settist fyrst undir stýri, sem marga mun reka minni til. Haukur ók fyrst vörubíl föður síns eftir fráfall hans, síðan áætl- unarbílum hjá Steindóri, en sein- ustu ár vann hann sem vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Óhætt er að segja að farþegum Hauks hafi liðið vel í bíl með honum, enda var hann bílstjóri, sem allir báru traust til, ferðirnar urðu margar og margvíslegar. Haukur var farsæll bílstjóri og iét ekki ys og þys umferðarinnar raska ró sinni. Það var ekki ósjaldan þegar öðrum lá á að hann í rólegheitum taldi upp að tíu, en það var hans háttur að benda okkur hinum á að vera ekki með neinn æsing út af smámunum. Haukur giftist Helgu Guð- mundsdóttur frá ísafirði árið 1944, þau eignuðust fimm börn: Sigurður giftur Ásu Kristjáns- dóttur, Sigrún gift Steinþóri Júlí- ussyni, María gift Leifi Isakssyni, Guðrún gift Sigurbergi Sigsteins- syni og Ásrún. Eina dóttur átti Haukur fyrir, ídu. Það var eitt í fari Hauks, sem kemur upp í hugann við minning- una, samband hans við börnin, enda hændust þau að honum, það var eins og hann skildi þau best, sérstaklega þau minnstu, hann átti líka því láni að fagna að umgangast afabörnin meðan heilsa leyfði, þær eru líka ófáar tærnar, sem hann taldi á litlum fótum. Guð blessi minningu hans. Sigurjón, Auður Björg við gluggann eftirsr. Árelius IMielsson heimi, með sínum dunandi foss- um, hvíslandi skógum, blikandi ströndum og stundum, allri sinni mannlegu fegurð, sinni auðugu víðáttu. Að samlaga mig umhverfinu ljúflega, að gleðjast yfir að vera með frá vöggu til grafar, að æfa hugann daglega við auðug viðfangsefni, að vera óttalaus, glaðvær og raunsær, opinn fyrir töfrum náttúrunnar, ljósi og varma, en líka myrkrum og grimmd, að sofa, vaka, eta og skemmta mér, VORIÐ veldi lífsins „LM er vaka, ximsteinn xreða. Guði viirt en ekki mold.~ Lonxfellow. íslenzkt vor, með öllu sínu sigrandi geislaveldi, þar sem sólarhringur hver verður eilífð ljósi vígð, er sannarlega undir yfirskriftinni: „Himneskt er að lifa.“ Hvert vaknandi fræ á freðnum sverði er sannarlega lifandi og lifandi tákn, þar sem hvert augnablik við geislablik og sign- ingu frá sunnu himins verður: MLífsnautnin frjóa, aleflinvc andans «K athöfn þörf.“ Æðsta gjöf himins að lifa. Lífskrafturinn er þá gullið til vöxtunar úr greip leyndardóm- anna, sem við nefnum Guð. Og aldrei hefur okkar jörð veizt sá kraftur á fegri og fullkomnari hátt í mannlegu holdi en í Kristi. Enda segir eitt íslenzku skáldanna: «l>ú Jesús ert lífió.** Þannig getur samstarf og samruni efnis og anda, aflið, sem á heilans þráðum þýtur orðið hið æðsta, ef mannssálin megnar að samræma það á réttan hátt í orðunum að lifa. Þá verður dagur hver eitt dýrðlegt ævintýr. En til þess þarf sívakandi hug, heitar þrár og hreint hjarta, sem undir valdi þróttmikils vakandi og fórnandi vilja mótar stund og stað til fegurðar, friðar og gleði. Þannig getur hversdagsleikinn orðið helgidómur hins hæsta og helgiþjónustan, helgisiðirnir, helgiklæðin, allt táknað með yfirskriftinni að lifa — lifa í orðsins fegurstu merkingu. Göfug mannslíf er æðsta lista- verk jarðar. Af því mótast og skapast öll listaverk huga og handar. Einn göfgasti andi norrænna ætta og þjóða, sem lifði og lézt á þessari öld hefur lýst sinni lífsnautn, sínum lífsdegi á leið, sem ég lít hér við gluggann í sól vormorguns. Mikið vildi ég að margir læsu og lærðu þessa lífsspeki hans, sem Heilög ritning væri full- sæmd af. Hann segir: Ég beiti lífskrafti mínum daglega til þess: Að halda fast við sannleikann, að vera skilyrðislaust heiðar- legur í öllu, að ganga með bros á vör og heiðríkju í huga, að vera með opinn og jákvæð- an skilning gagnvart gjörvallri tilverunni, þessum dásamlega að sætta mig við veðrið sér- hvern dag, hvernig sem það er, einn á minni göngu, að hlusta á lífsspeki í Ijóðum, orðum og tónum hinna miklu meistara. Að leita í spurn óttalaust en efagjarn á heiðarlegan hátt, tileinka mér enga hugsjón án gagnrýni, að eignast vini og vera heill og tryggur, að taka öllu, sem að höndum ber án þess að mögla og aumka sjálfan mig, að sigra og tapa með sömu ró, sama jafnvægi, að lifa. Ættum við ekki að reyna að fylgja honum eftir fáeina daga, hvernig sem honum tókst þetta. Hann sem er sagður vegurinn. sannleikurinn og lífið gat lifað á þennan hátt. Eitt er víst, hér er lýst kristi- legum hugsunarhætti gagnvart hinu æðsta í himni og heimi sem heitir lif. Og við sjálfan Alföður hefur Islendingur sagt: Allt lofsyngur lífið — og lífið er - þú, Lífið — lífið — að lifa í veldi hins gróandi vors er gæfan æðst. Árelius Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.