Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980
25
r
lúið þá Paul Price (nr.2) og Leighton Phillips
eftir. Ljósm. Kristján Einarsson.
iði f[ögur
örn Islands
n á heimavelli
ísland:
Wales
knettinum í netið hjá Wales á 19.
mínútu.jen þá hafði Arnór verið
gómaður naumlega rangstæður.
Islendingar voru átakanlega nærri
því að skora á 24. mínútu, en þá
brunaði Arnór Guðjohnsen niður
hægri kantinn, lék tvo varnar-
menn Wales gersamlega upp úr
skónum og sendi síðan fyrir mark-
ið frá endamörkunum. Karl Þórð-
arson, sem fylgt hafði vel, var hins
vegar skrefi framar en knötturinn
kom fyrir.
Wales-búar
fengu líka færi
Walesmenn áttu einnig sín
tækifæri, þó að minni glans og
hraði væri í þeirra knattspyrnu.
T.d. varði Þorsteinn Ólafsson
frábærlega gott skot frá David
Giles á 22. mínútu og á 37. mínútu
var Gordon Davis fyrir opnu
marki, en sendingin sem hann
fékk var föst og hann hitti ekki
knöttinn.
Ótímabært mark
Ef einhvern tímann er voðalegt
að fá á sig mark, þá er það í lok
hálfleiks. Island fékk á sig mark í
slysatíma fyrri hálfleiks og var
um leiðinlegt slysamark að ræða.
Aðeins mínútu áður átti Pétur
Pétursson þrumuskot að velska
markinu, en Davis í markinu varði
vel. Knötturinn barst síðan fram í
íslenska vítateiginn. Þar var stig-
inn þófkenndur dans dálitla hríð
og síðan hrökk tuðran inn á
markteiginn. Þar hugðust þeir
Sævar Jónsson og Ian Walsh báðir
spyrna knettinum, en Walsh hafði
nokkuð átakalítið betur, krækti
knettinum til sín og sendi hann í
netið með föstu jarðarskoti.
Frískleg byrjun
— velskt mark
Það var hamagangur í íslensku
piltunum fyrstu mínútur síðari
hálfleiks og strax á 3. mínútu
endaði falleg sóknarlota með því
að Arnór sveif um loftin blá og
skallaði naumlega yfir. En þessi
fjörkippur endaði með marki
öfugum megin á vellinum. Leight-
on James lék Sævar Jónsson grátt
á vinstri kantinum, sendi glæsi-
lega fyrir markið að stönginni
fjær, þar sem David Giles beið
sallarólegur og skallaði léttilega í
netið. Var nú að sjá algera uppgjöf
í íslenska liðinu og Wales-búar
hófu að leika landann sundur og
saman. A 61. mínútu smaug Giles
síðan framhjá Sævari Jónssyni á
vinstri kantinum, Marteinn reyndi
að komast á milli en tókst ekki og
þar sem Giles óð einn inn í
vítateig íslands, kom Trausti Har-
aldsson eins og eimreið og sópaði
honum um koll. Víti. Brian Flynn
skoraði örugglega úr vítinu, 3—0.
Meiri mörk
meiri mörk
Á 75. mínútu bættu Walesmenn
enn við marki og þótti flestum
viðstöddum full mikið komið af
því góða. Leeds-leikmaðurinn Byr-
Mikil vonbrigði
ÞEIR VORU ekki beint ánægðir á. svipinn íslensku
leikmennirnir er Mbl. ræddi við þá eftir leikinn, og
greinilegt var á þeim að þeir höfðu orðið fyrir miklum
vonbrigðum með úrslitin eins og þeir 10.254 áhorfendur
sem leikinn sóttu. Hér á eftir fara svo ummæli nokkurra
þeirra um leikinn:
Þorsteinn ólafsson markvörður:
— Þetta var mjög lélegt hjá
okkur. Ég átti von á sigri í
leiknum, eða jafntefli. Við gerðum
slæm mistök í varnarleiknum.
Sævar Jónsson fékk ekki nægilega
mikla hjálp með hinn leikna
leikmann Leighton James. Þá
vantaði meiri kraft í sóknarleik-
inn. Framlínan fékk ekki nægilega
mikla hjálp. Ég fer út til Sviþjóð-
ar á morgun.
Pétur Pétursson:
— Það urðu mér mikil von-
brigði að tapa leiknum 4—0. Það
er erfitt hlutskipti sem við Arnór
fengum að vera svona einir
frammi. Við gátum skapað hættu-
leg tækifæri í fy'rri hálfleiknum en
enginn fylgdi á eftir. Okkur vant-
aði hjálp frá tengiliðunum og þá
vantaði hjálp frá öftustu vörninni.
Ég verð hér heima i fríi fram til 7.
júlí en þá fer ég út til Hollands og
æfingar hefjast að nýju. Það er
óvíst hvort ég fæ leyfi til þess að
vera með í landsleikjaferðinni til
Noregs og Svíþjóðar.
Karl Þórðarson:
— Þetta eru mikil vonbrigði.-
Fjögur mörk voru of mikill mun-
ur. Það vantaði meiri samvinnu á
milli varnar, tengiliða og fram-
línumanna. Ég fer út í næstu viku
til viðræðna við 1. deildar liðið
Liers en það er von mín að ég fái
tækifæri á að spreyta mig með 1.
deildar liði í Belgíu næsta keppn-
istímabil.
Arnór Guðjohnsen:
— Það er erfitt að leika í svona
leikjum. Aðeins tveir framlínu-
menn, og við Pétur fengum litla
hjálp. Við reyndum þó allt hvað
við gátum. Þá fannst mér meiri
baráttu vanta í íslenska liðið.
Leikmenn ekki nógu fljótir á
boltann, og meiri baráttuvilja
vantaði. Við fengum á okkur
klaufamörk. Það ætlar lengi að
loða við okkur.
Marteinn Geirsson fyrirliði:
— Þetta var miklu verra en ég
átti von á. Lið Wales lék vel. Ég vil
nota tækifærið og þakka áhorf-
endum dyggan stuðning. Við lék-
um vel í fyrri hálfleiknum en
síðan kom slæmur kafli i 15
mínútur. Hann virðist alltaf koma
í landsleikjum. Af hverju veit ég
ekki. Það er ekki vegna úthalds-
leysis. Vörnin hjá okkur var of
svifasein, tengiliðir seinir fram til
þess að hjálpa framlínumönnun-
um og ýmisíegt fleira sem ekki
gekk upp. þR
„Island á að geta
gert betur en þetta“
sagði Mike England þjálfari Wales
MIKE England þjálfari Wales:
— Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með úrslitin i leiknum.
Það er erfitt að leika á móti
íslandi á heimavelli þess. Allur
fyrri hálfleikur var erfiður.
íslenska liðið lék þá vel, en lið
on Stevenson, sem komið hafði inn
á sem varamaður, lék þá Guð-
mund Þorbjörnsson upp úr skón-
um við endalínuna hægra megin.
Sendi síðan fyrir markið, þar sem
Walsh var staddur og skoraði
annað mark sitt og fjórða mark
Wales, með lausum skalla. Tveim-
ur mínútum fyrir leikslok munaði
hársbreidd að Wales bætti fimmta
markinu við, er Carl Harris komst
einn inn fyrir íslensku vörnina, en
hann skaut framhjá sem betur fer.
Víti
Það hefur komið fram í skrifum
þessum, að lið íslands hefði átt að
skora eitthvað af mörkum miðað
við gang leiksins. Dómari leiksins,
Rolf Nyhuus frá Noregi, neitaði
landanum um mark á 77. mínútu,
er Arnór skallaði að marki. Fór
knötturinn í jörðina og upp í
lúkurnar á velskum varnarmanni.
Dómarinn var hins vegar að horfa
í aðra átt.
Islenska liðið
Ef rennt er yfir frammistöðu
einstakra leikmanna, þá deildu
menn varla um, að þrír íslensku
piltanna báru af félögum sínum.
Það voru þeir Arnór Guðjohnsen,
sem tók marga frábæra spretti,
Pétur sem gerði það sama, auk
þess sem báðir sendu frá sér
vandaðar sendingar. Karl Þórðar-
son var þriðji kóngurinn í liði
íslands. Hann var alls staðar á
vellinum, tók góða spretti og
skilaði knettinum vel frá sér.
Virðist Karl aldrei hafa verið
betri. Það verður ekki framhjá því
horft, að nokkrir leikmenn ís-
lenska liðsins brugðust illa. Sævar
Jónsson, nýliðinn ungi, fékk það
erfiða hlutverk að gæta Leighton
James. Réð Sævar ekkert við
verkefni sitt og gerði Guðni þjálf-
ari honum engan greiða að kippa
honum ekki út af. Var Sævar hvað
eftir annað grátt leikinn og
Wales ekki. Eg lagði á það ríka
áherslu í hálfleik að reyna að
keyra upp hraðann í leiknum og
það gerðu mínir menn og þá fór
að ganga betur. Við gerðum
okkur alltaf grein fyrir því að
ísland mætti ekki gera fyrsta
miglak vörn íslenska liðsins í
gegnum hann. Guðmundur Þor-
björnsson var heldur ekki sjálfum
sér líkur, undantekning ef sendi-
ngar hans rötuðu til samherja.
Sama er að segja um Atla Eð-
valdsson. Hann klauf oft sóknar-
lotur Wales-búa, en hélt knettin-
um illa og skilaði honum illa til
félaga sinna. Atli hefur ekki leikið
í sumar fyrr en nú og fór það ekki
framhjá neinum.
Þorsteinn Ólafsson verður ekki
sakaður um mörkin og hann varði
inn á milli mjög vel. Trausti gaf
sig aldrei og hékk í mótherjum
sínum þó svo að hann hafi brotið
klaufalega af sér er Wales fékk
vítið. Marteinn var traustur,
stundum þó lengi að losa sig við
knöttinn. Hinn nýliðinn, Sigurður
Halldórsson, var mjög sterkur, í
hópi bestu manna liðsins. Þar er
greinilega framtíðarmaður á ferð-
inni, jafnvel efni í atvinnumann.
Janus var traustur. Dómarinn
Nyhuus frá Noregi var hvorki
góður né slæmur,
Velska liðið
Velska liðið er ekki mikið meira
en þokkalegt. í því eru þó nokkrir
mjög skemmtilegir leikmenn og
má þar fyrst nefna þá Leighton
James og David Giles, sem báðir
leika með Swansea. Voru þeir allt
í öllu í velska liðinu og voru á bak
við allar sóknaraðgerðir Wales.
Ian Walsh, miðherjinn ungi frá
Crystal Palace, er einnig athyglis-
verður leikmaður, markheppinn
piltur.
I STUTTU MÁLI:
Landsleikur á Laugardalsvelli,
forkeppni HM.
ísland — Wales 0-4 (0-1).
MÖRK Wales: Ian Walsh (45. og
75. mín.), Giles (53. mín.) og Flynn
(61. mín.)
GUL SPJÖLD: Paul Price og
Arnór Guðjohnsen.
ÁHORFENDUR: 10.254.
— KK
• Mike England
markið í leiknum. því þá gæti
sigurinn orðið þeirra. Það tókst
okkur, og eftir að við höfðum
skorað tvö mörk var mesti vind-
urinn úr íslenska liðinu.
Bestu leikmenn íslenska liðsins
að mínu mati voru þeir Karl
Þórðarson, Pétur Pétursson og
Arnór Guðjohnsen. En framlínu-
mennirnirtveir fengu litla aðstoð,
og það eá^erfitt að eiga við vörn
aðeins tveir. Tengiliðirnir fylgdu
ekki nægilega vel eftir. Þá átti
íslenska vörnin í miklum erfið-
leikum með Leighton James, enda
er hann leikmaður í héimsklassa.
En mér finnst að ísland eigi að
geta gert betur á heimavelli. Þeir
verða að taka áhættu og reyna að
sækja meira en gert er. Við tókum
þá áhættu og okkur tókst að gera
fjögur mörk á útivelli. Það er
meira en margar sterkar þjóðir
hafa gert á móti íslandi. Ég tel að
lið Wales eigi góða möguleika í
riðlinum. En erfiðustu andstæð-
ingar okkar verða Rússar og
Tékkar. Ég vona að ísland geri
þeim lífið leitt og sigri þá hér til
að hjálpa okkur sagði hinn geðugi
Mike England.
- ÞR.