Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 31 Sigfús Halldórsson. Guðmundur Guðjónsson og Bill Holm héldu 23 skemmtanir á 6 vikna ferðalagi sinu Þremenningumim var vel tekið í Ameríku NÝLEGA komu til landsins þeir Sigfús Halldórsson tónskáld og Guðmundur Guðjónsson söngvari, en þeir voru ásamt Bill Holm pianóleikara og skáldi i hljómleikaferð i Vesturheimi. Þeir héldu skemmtanir i Bandarikjunum og i Kanada og voru þær alls staðar haldnar á vegum íslendingafélaganna á hverjum stað. Alls komu þeir fram 23 sinnum i ferðinni, sem stóð i um 6 vikur. Hátt á þriðja þúsund manns kom á skemmtanirnar og alls staðar var aðsókn meiri en heimamenn höfðu sjálfir búist við. Félög íslendinga í Vesturheimi eru misjafnlega fjölmenn og fjöldi áheyrenda í samræmi við það, eða allt frá 50 upp í 10 þúsund. Fjórum sinnum komu þeir fram á elliheim- ilum þar sem margt fólk af íslenzk- um ættum dvelur og þar var þeim sérstaklega vel fagnað af gamla fólkinu. Mestur áheyrendafjöldi, 10 þúsund manns, var í Philadelphia í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Þar var haldið svokallað „Folk Fair“, en þá koma saman ýmis þjóðarbrot og kynna sig og sitt land með ýmsum hætti. Islendingafélagið hafði bás með íslenskum munum og myndum, þar var dreift upplýsingum um Island, og Sigfús og Guðmundur komu tvívegis fram. Fyrri daginn voru skólabörn í heimsókn í salnum þar sem þetta fór fram og munu þau hafa verið eitthvað á milli 6 og 7 þúsund talsins. Síðari daginn var húsið opið almenningi og þá munu um 10 þúsund manns hafa verið í húsinu þegar þeir komu fram. Auk þessa má nefna, að í ferð- inni voru gerðir sjónvarpsþættir fyrir þrjár sjónvarpsstöðvar í Kanada og var efnið flutt bæði á ensku og íslenzku. Gert er ráð fyrir að um 6 milljónir manns geti séð þessa þætti. Þá má geta þess að dagblöð og útvarpsstöðvar fjölluðu um heimsóknir þeirra félaga. Þetta er í fyrsta skipti, sem slík ferð er farin vestur um haf og var það mál manna, að mikill akkur væri í slíkum heimsóknum fyrir félögin. Jón Ásgeirsson fyrrum frétta- maður og ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu undirbjó ferðina og skipulagði á vegum stjórnskipaðrar nefndar, sem annast samskipti milli Islands og Vesturheims og í samvinnu við hin einstöku félög vestanhafs. Hann var einnig með í förinni til þess einkum að kvnna sér, fyrir hönd nefndarinnar, starfsemi félaganna og möguleika á áframhaldandi og auknu sam- starfi. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ferðin hefði gengið ein- staklega vel, alls staðar hefðu móttökur verið eins og bezt hefði verið á kosið og greinilegt alls staðar að þeir félagar voru aufúsu- gestir. Sjálf dagskráin var um 1 'A klukkustundar löng, en svo fór gjarnan svipaður tími í að tala við fólkið, segja deili á sér og fréttir að heiman, en einnig að hlusta á ættfræðslu heimamanna. — Ég get ekki annað, en látið í ljós aðdáun mína á dugnaði og elju þeirra þremenninganna, sem aldrei létu bilbug á sér finna allan tímann, sagði Jón. — Það er ekki víst, að allir geri sér grein fyrir þeim vegalengdum, sem liggja að baki þessum heimsóknum og sann- arlega getur það verið lýjandi að sitja kannski í bíl tíu tíma á dag og fara svo að skemmta að ferðalag- inu loknu, sagði Jón. Hann gat þess einnig, að eftir heimkomuna hefðu margir aðilar haft samband við sig og spurzt fyrir um möguleika á samskiptum við félögin fyrir vestan haf og sitthvað annað í sambandi við aukin samskipti milli íslands og Kanada og Bandaríkjanna. Þess má geta, að í sumar verða farnar tvær leiguferðir frá íslandi til Kanada og verður Jón Ásgeirsson fararstjóri. Þá koma sömu flugvél- arnar með farþega frá Kanada til íslands. Önnur ferðin er til Winni- peg, hin til Vancouver. Frá Minnpapolis. i fremri röö eru SíkIún Halldórsson. Gail Mannusson formaður kvenfélaKsins Ilekla. Valdimar Björnsson fyrrverandi fjármálaráðherra i Minnesota. I aftari roð eru Björn Björnsson aðalræðismaður Islands i Minneapolis. Bill Ilolm ok Guðmundur Guðjónsson. Myndin er tekin i lok skemmtunarinnar i Minneapolis, sem jafnframt var fyrsta skemmtunln i ferðinni ok sótt af um 250 manns. Bill Holm heldur tölu sina ok er e.t.v. að seKja lyKasöKur frá tslandi. en myndin er tekin á elliheimilinu Stafholt i Blaine. WashinKton. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Nýtt úrval af teppum, mottum, rétthirnum og myndum. Skinn á gólfin. Teppaaalan, Hverfiagötu 49, a. 19692—41791, Raykjavík. húsnæöi í boöi Sandgeröí Tll sölu er 95 fm sérhæö í mjög góöu standi. Verö 17 millj. Faateignaaala Vilhjálma Þórhallaaonar. Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Síml 1263. Sölumaöur heima s: 2411. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37. Sími 12105. Pípulagnir sími 30867 Bólstrun, klæðningar Klæöum eldri húsg., ákl. eöa leóur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52. Sími 32023. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar til söiu | Til sölu punktsuöuvél 10 KWA 2x2. Upplýsingar í síma 83470. Oldsmobile Cutlass Broughan diesel 1980 Til sölu sem nýr Oldsmobil Cutlass Broughan diesel árg. 1980. Til sýnis hjá Véladeild S.Í.S. Ármúla 3, Hallarmúla megin, símar 38900 og 39810. Range Rover Til sölu Range Rover árgerö 1978, ekinn 66.000 km. Skipti á ódýrari bíl möguleg. Hagstæö kjör. Uppl. í síma 26466 á skrifstofutíma. húsnæöi i boöi Suðurlandsbraut 6 Til leigu 140 ferm verslunarpláss þar sem Hagaeldhús hefur veriö til húsa. Upplýsingar gefur Þ. Þorgrímsson og Co. Ármúla 16. | tilboö — útboö Útboð Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar ósk- ar eftir tilboöum í aö byggja menningar- miöstöö viö Geröuberg í Breiöholti. Bygging þessi er um 10.000 rúmmetrar og skal henni skilaö tilbúinni undir tréverk og málningu aö innan og tilbúinni undir málningu að utan. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu fram- kvæmdanefndar Mávahlíö 4, Rvík. frá þriöju- degi 3. júní n.k. gegn 100.000 kr. skilatrygg- ingu. Framk væmdanefnd byggingaáætlunar. húsnæöi óskast íbúö óskast til leigu. Tvennt í heimili. Upplýsingar í síma 35161, á kvöldin og 84443 á daginn. fundir — mannfagnaöir Verkakvennafélagið Framsókn Fundur veröur haldinn fimmtudaginn 5. júní í Alþýöuhúsinu kl. 20.15. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Kjaramál. 3. Önnur mál. Jóhannes Siggeirsson mætir á fundinn og ræöir um stööuna í samningamálum. Fé- lagskonur fjölmenniö á fundinn. Sýnið skírteini viö innganyinn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.