Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 29 LjÓNmyndir jt. Staldrad vid í Teheran í hálfan dag Fólk er glaðlegt og vingjarnlegt og vill gjarnarn tala við ferðamenn, aem reyndar eru mjðg fáir í landinu um þesaar mundir og víða trónir Khomeini yfir geatum og gangandi. Ekki eru þó allir fátakir og olíugróðinn hefur farið í ýmaar girnilegar fjárfestingar. Þessar litlu þotur virðast vera notaöar ennþá en á Teheran-flugvelli voru ekki fasrri en 20 Boeing 747 þotur ónotaðar og aörar smnrri enda hefur starfsemi Iran Air dregist mjög saman. frostmark á vetrum. Golan bjarg- ar þó miklu, en furðulegt er alltaf að sjá menn vinna erfiðisvinnu alklædda vinnugalla og ekki sjáanlegt að þeim hitni alltof mikið. Annars vinna þeir ekki mjög hratt, vita sjálfsagt ekki að „akkorð" er til eða vilja ekki vita það, en það er sjálfsagt bara betra. Öll afgreiðsla gengur hægt og rólega fyrir sig og formlegheit eru mikil og ekki dugir að æsa sig, því þá tekur allt hálfu lengri tíma. Bæjarlífið í Teheran er mjög fjölskrúðugt, menn sitja með varning sinn og bjóða á öðru hverju götuhorni og í sumum götum eru hlið við hlið búðir, sem selja notaða bílhluti og tízkuverzl- anir. Sérstakt torg eða bazar er í miðborginni og þar var ein iðandi kös af fólki að selja og kaupa. Margir reyndu að ávarpa ferða- manninn íslenzka, þar sem hann stóð og góndi og tók myndir og gerði veikburða tilraunir til að kaupa merkileg teppi, en erfitt er að greina hvað fór á milli þar sem innfæddir töluðu írönsku og íslendingurinn móðurmálið. Helzt voru það unglingar, sem lögðu út í enskuna og einn og einn náms- maður hafði dvalið erlendis og talaði ensku betur en ferðamaður- inn. Spurt var um Khomeini og þá bentu þeir gjarnan á næstu mynd af honum, steyttu hnefann og sögðu hann harðstjóra. Sumir voru varkárari og kysstu jafnvel á myndir af klerkinum og höfðu þær hangandi uppi í söluskúrum jsínum. Þeir hinir sömu máttu heldur ekki sjá bandarikjadali og fórnuðu höndum þegar átti að slökkva þorstanum í Pepsi Cola og borga með dollaraseðli. En þeir voru reiðubúnir að selja ferða- manninum eins margar Pepsi og hann vildi þegar dregin var upp þarlend mynt. Hungur eftir gjaldeyri En svartamarkaðurinn blómstr- ar þegar erlendur gjaldeyrir er annars vegar. Opinberir aðilar bjóða 70—80 rials fyrir banda- ríkjadal, en fá má allt að 130 eða jafnvel meira þegar farið er á rétta staði. Reyndar þurfti ekki að fara út fyrir hótelið í þeim erindagerðum því íslendingnum voru boðin „hagstæð" viðskipti með dollara af einum hótelstarfs- manninum. Virtist það ekki illa séð því hann bauð upp á viðskiptin í móttökunni, en vildi síðan fá að koma upp á herbergi til að ganga frá málinu. En þetta hungur eftir gjaldeyri byggist mikið á því að menn vilja undirbúa sig fyrir brottför eða koma aurum sínum í verðmeiri hluti en riala. Eftir svo stutta dvöl í Teheran, nokkrir klukkutímar, er ekki hægt að gefa neina heildarmynd af ástandinu, en það sem hér hefur verið rakið er soðið upp úr samtöl- um við fólk og rakið það sem bar fyrir augu. Teheran er í fallegu umhverfi og teygir borgin sig yfir geipistórt svæði. Enda tekur drjúgan tíma að ferðast um hana. Ekki er hægt að segja. hana aðlaðandi, mörg hverfin eru óhrjáleg og viðhaldi lítið sinnt. Ekki er heldur litagleðinni fyrir að fara og mættu þeir kannski læra af Islendingum að mála húsin skrautlega! Að lokum verður svo að geta umferðarinnar sérstaklega, en hún er fyrirbæri út af fyrir sig. Götur eru ágætlega breiðar og margar akreinar, en af þeim hafa ökumenn ekki áhyggjur. Þeir vippa sér á milli þeirra og kemur þeim ekkert við þótt bíll sé fyrir aftan eða jafnvel við hlið þeirra. I umferðinni hér myndi heyrast hljóð úr horni, en þarna er lögmálið að komast áfram með einhverju móti. Við gatnamót hrúgast bílarnir upp hver um annan þveran og þegar græna ljósið kemur þeysa þeir af stað í kappi miklu. Og umferðin gengur bara hratt fyrir sig og þeir bílhræddu loka bara augunum, en fyrir hina hlýtur að vera gaman að aka um götur Teheran. Jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.