Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 7 Hvers vegna flýr fólk alltaf frá kommúnista- löndunum? Átökin í Víetnam hafa mikiö veriö rædd hér sem annars staöar. Hér hefur lítill en hávaöasam- ur hópur haldið mjög fram hlut Hanoi-stjórnar- innar, hinna nýju herra Suöur-Víetnam. Svo ókafa stuöningsmenn eiga N-Víetnamar hér á íslandi, aö þessir stuðn- ingsmenn þeirra taka jafnvel upp hanzkann fyrir innrés þeirra í Kam- bodíu. Fyrir þennan hóp, sem og aöra, er lær- dómsríkt aó kynnast sjónarmiöum ungrar stúlku frá Víetnam, sem er ein í hópi flóttafólksins frá Víetnam, sem hingað er komiö. í athyglisveröu viðtali viö Tímann á sunnudag segir hún m.a. — Gerir þú samlíkingu milli bátafólksins frá Víetnam, sem þú tilheyrir og bátafólksins, sem nú flýr frá Kúbu? — Eftir frelsun Saig- on-borgar varó skólafólk aö taka þátt í endalaus- um fundahöldum um stjórnarfarió og þá vald- hafa, sem kvöddu. Þetta var bara þáttur í áróörin- um. Ég man að á einum þessara funda leyfðum viö okkur að spyrja spurningar, sem brann á vörum.: Hvers vegna er þaó alltaf fólk úr komm- únístaríkjum, sem tekur sig upp þúsundum sam- an og flýr til kapítalískra rfkja? Hvers vegna er aldrei sambærilegur fólksflóttí inn í kommún- istalöndin, ef þau eru jafn dýrleg og Marx og Engels hafa lýst á pappírunum? — Og hvert var svarið? — Þeir foróuöust aó svara og fóru aö tala um annað. Forréttinda- hópurinn Hún segir einnig í þessu viöali: — Er yfirstétt í Víet- nam nú? — Þaó er ekki yfirstétt í venjulegum skilningi þess orðs, en forréttinda- hóp mynda þeir, sem inngöngu hafa fengió í „Flokkinn". Kommúnist- arnir prédikuðu, aö þjóö- félag þeirra væri stétt- laust, en viö komumst aó því, aö það er enn meiri stéttaskipting í landinu en áöur. Munurinn millí flokksfélaga og svo hinna er gríðarlega mikill. Þeirra eru forréttindin, hærri laun og eigin mark- aðir þar sem allt er miklu ódýrara en á mörkuöum fyrir almenning. Inn- göngu í Flokkinn fá ekki aörir en þeir, sem eru úr verkamannastétt og hafa a.m.k. í þrjá ættliði barist fyrir Flokkinn. — Mörgum er sem sagt hafnað? —Nei, kommúnista- flokkurinn hafnar engum, en þeir sem uppfylla ekki öll skilyrði eru einfald- lega lægra settir. Þeir geta skrifað sig inn í alls konar félög á vegum Flokksins en verða ekki teknir inn í hann. Hvers vegna? í rauninni er ekki hægt að lýsa kjörum fólks í ríkjum sósíalismans bet- ur en með orðum stúlk- unnar frá Víetnam: hvers vegna er það alltaf fólk úr kommúnistaríkjunum, sem tekur sig upp þús- undum saman og flýr til kapítalískra ríkja? Það er ekki bara fólkið í Víet- nam, sem hefur orðið fyrir þessari reynslu. Nú berast daglega fréttir um flóttafólkið frá Kúbu, sem vill ekki lengur búa í sæluríki Kastrós. Áður var straumur flóttafólks frá A-Berlín til V-Berlínar. Það er ekki jafn auðvelt nú og það var aö komast á milli borgarhlutanna. En þrátt fyrir Berlínar- múrinn og hvers kyns óhugnanlegar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir fólksflóttann tekur fólk enn þá áhættu, sem því fylgir að reyna að komast frá A-Þýzkalandi til V-Þýzkalands. Sósíalistar hafa aldrei átt neitt svar við þeirri spurningu sem stúlkan frá Víetnam bar fram og munu aldrei eiga nein svör við henni. Þeirra eina leið er sú, að koma í veg fyrir slíkar spurningar með því að beita skoðanakúgun og hvers kyns þvingunum. Kommóður Fjölbreytt úrval af kommóöum í mörgum stæröum og 3 litum. Einnig bókahillur og skrifborð. VANTARÞIGVINNUQ VANTAR ÞIG FÓLK g Þl' AIGLVSIR l'M ALLT LAND ÞKGAR Þl Al'G- 1.YSIR I MORGUNBLAÐINl PERMA - DRI utanhússlímmálning —14 ára ending og reynsla. Málning hinna vandlátu Sig. Pálsson, byggm., Kambsv. 32, S-34472. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 5. júní. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn Suöurlandsbraut 20 Dregiö var í happdrætti Féks. Upp komu þessi númer: 1. vinningur 3875, hesturinn, 393 utanlandsferð, 214 beizli. Vinningarnir eru afhentir á skrifstofunni. Tekið veröur í hagbeit í Geldinganesi fimmtudaginn 5. júní kl. 8—9. Aðalskrifstofa Brautarholti 2, (áöur Hús- gagnaverslun Reykjavíkur). Símar: 39830,39831 og 22900. Nýjungar í CPM áætlanagerð Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeið um CPM-áætlanagerö í Kristalssal Hótels Loftleiöa fimmtudaginn 5. júni n.k. frá kl. 09—17. Leiöbeinandi á námskeiöinu veröur Dwight A. Zink, einn kunnasti sérfræðingur um CPM-áætlanagerö í Bandaríkjunum. Mr. Zink leiðbeindi á fyrstu CPM námskeiöum Stjórnunarfélagsins á árunum 1966 og 1967. Á námskeiðinu veröur kynnt hvernig CPM tæknin er notuð viö gerö framkvæmdaáætlana, áætlana um efnisnotkun og mannaflaþörf, kostnaöaráætlana og kostnaöareftirlit. Sýnt veröur hvernig nota má tölvu viö CPM áætlanagerö. Námskeiöiö á erindi til allra þeirra, sem hafa undirstöðuþekkingu á CPM áætlanagerö. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfélagi íslands, Síöumúla 23, sími 82930. A STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS Síöumúla 23 Sími 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.