Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 45
• ísland tapaöi 0—4 fyrir velska knattspyrnulandsliöinu í gærkvöldi. Var leikurinn liöur í undankeppni HM. Pétur Pétursson er hér kominn í vígalega stellingu inni í vítateig Wales, þaö er Peter Nichoias sem aö honum sækir. Sjá nánar um leikinn á opnu. Ljósm. Kristján. Arthúr setti Evrópumet bAÐ VAR mikið lií og fjör á meistaramóti íslands í kraftlyft- ingum sem fram fór í Laugar- dalshöllinni um siðustu helgi. Arthúr Bogason frá Akureyri var stjarna mótsins og gerði hann sér lítið fyrir og setti nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu, fór upp með 340 kg og bætti þar með gamla metið sem hann átti sjálf- ur um 5 kg. Það var mjög mikil kcppni i þessum þyngsta fíokki á mótinu. Arthúr lyfti 310 kg í hnébeygju, en helsti keppinautur hans Jón Páll Steingrimsson úr Vrstmannaeyjum, lyfti 300 kg. Jón var hinsvegar sterkari aðil- inn í bekkpressu lyfti 195 kg á meðan Arthúr lyfti ekki nema 162,5 kg. En í réttstöðulyftunni tók Arthúr á öllu sem hann átti til og fór með sigur af hólmi i þessum flokki. Jón Páil lyfti 315 Jóhannes skoraði JÓHANNES Eðvaldsson skoraði gott mark fyrir Tulsa Rough- necks um helgina, en þá vildi svo til, að liðið tapaði 1—3 fyrir Tampa Bay Rowdies. Markið skoraði Jóhannes strax á 2. minútu leiksins, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Bill Caskey og leikið síðan á mark- vörð Tampa Bay. Tampa náði siðan betri tökum á leiknum og vann verðskuldað. Þrátt fyrir tapið, er Tulsa enn i efsta sæti Vesturlandsriðilsins. kg i réttstöðulyftunni. Úrslit samanlagt i þessum flokki urðu þvi að Arthúr lyfti 812,5 kg, Jón Páil 810, og i þriðja sæti varð Vikingur Traustason frá Akur- eyri, lyfti 710 kg. En það var ekki bara í þyngsta flokki sem keppnin var skemmti- leg. I 82,5 kg flokkinum var um æsispennandi keppni að ræða á milli Skúla Óskarssonar og Sverr- is Hjaltasonar. Skúli sem er mjög sterkur í hnébeygjunni tókst að ná góðu forskoti, lyfti 295 kg, Sverrir lyfti hinsvegar 265 kg. En Sverrir er mikill keppnismaður og lét sig hvergi. í bekkpressunni lyfti Sverrir 167,5 kg en Skúli aðeins 122,5 kg. Það var því síðasta lyftan sem réði úrslitum. Skúli lyfti 305 kg sem var nýtt met en Sverrir bætti um betur, lyfti 307,5 kg sem er nýtt íslandsmet og sigraði verðskuldað. Það skal þó tekið fram að Skúli var aðeins léttari en Sverrir er keppnin fór fram og yfirleitt keppir Skúli í 75 kg flokki en ekki 82,5 kg. Þriðji í þessum flokki varð Stefán Svavarsson KR, lyfti 590 kg. Önnur helstu úrslit á mótinu og afrek urðu þessi: í 60 kg flokki sigraði Kristján Kristjánsson frá Vestmannaeyjum, lyfti 400 kg samanlagt, 150 í hnébeygju, 75 kg í bekkpressu og 175 kg í réttstöðu- lyftu. Kári Elísson IBA keppti í 67,5 kg flokki og tókst mjög vel upp. Hann setti nýtt íslandsmet í samanlögðu, lyfti 542,5 kg. Gott afrek. 190 kg fóru upp í hnébeygj- unni, 130 í bekkpressu og 122,5 kg í réttstöðulyftu. Baldur Borg- þórsson KR varð íslandsmeistari í 75 kg flokki, lyfti alls 505 kg og bar höfuð og herðar yfir aðra keppinauta sína í þessum flokki. I 90 kg flokknum sigraði Akur- eyringurinn Kristján Falsson, lyfti 590 kg samanlagt. Formaður Lyftingasambands íslands, Ólafur Sigurgeirsson, var á meðal kepp- enda og varð í öðru sæti á mótinu, lyfti samanlagt 585 kg. Það er ekki á hverjum degi sem formenn sérsambandanna eru með í keppn- um. Góð frammistaða Ólafur. Elsti keppandi mótsins Jóhann Hjálmarsson frá Akureyri varð í þriðja sæti, lyfti 465 kg saman- lagt. Jóhann mun vera fimmtugur að aldri. Kröftugur keppnismaður sem lét aldurinn ekki á sig fá. Sigurvegari í 110 kg flokknum varð svo Viðar Sigurðsson, lyfti 655 kg. Mótið fór í alla staði mjög vel fram og var hið líflegasta, og mikil og góð skemmtun fyrir þá rúmlega 100 áhorfendur sem það sóttu. - þr. Sigurvegarinp. í Þotu-keppni F.Í., m/án forgj. Sveinn Sigurbergsson GK (t.v.) ásamt borbirni Kjærbo GS er varð í öðru sæti. Sveinn lék á 152 höggum og Þorbjörn á 154 höggum. Ljósm. óskar. Sveinn sigraði SVEINN Sigurbergsson sigraði á Högg hinni árlegu þotukeppni i golfi sem haldin var á Hvaleyrarholts- vellinum um helgina. Sveinn virt- ist lengi vel vera með öruggt forskot, en missti það niður undir lokin. Engu að síður tókst honum að tryggja sér sigurinn. Þorbjörn Kjærbo varð annar og þriðji varð Hannes Eyvindsson, eftir bráðabana gegn Jónasi Kristjánssyni. Keppnin gaf stig til landsliðs. Sveinn hreppti 30 stig, Þorbjörn 27 stig. Hannes og Jónas fengu 22,5 stig hvor og þeir óskar Sæmundsson og Páll Ketilsson 16 stig hvor. Július R. Júliusson, Eirikur Jónsson og Sigurjón Gíslason fengu 8 stig hver. Sig- urður Pétursson fékk hins vegar 2 stig. Crslit urðu annars sem hér segir: 1. Sveinn Sigurbg.ss., GK 152 2. Þorbjörn Kjærbo. GS 154 3.-4. Hannes Eyvindss., GR 155 3.-4. Jónas Krist jánss.. GR 155 5.-6. óskar Sæmundss.. GR 156 5.-6. Páll Ketilsson. GS 156 7.-9. Július R. Júlíuss.. GK 160 7.-9. Eirikur Jónsson, GR 160 7.-9. Sigurjón R. Gislas.. GK 160 10. Sigurður Péturss.. GR 161 11. Gylfi Krístinsson, GK 162 12. Geir Svansson, GR 163 13.-15. Sigurður Hafst.ss.. GR 164 13.-15. Gunnl. Jóhanness.. GN 164 13.-15. Magnús Hjörleifss., GK 164 16. Einar Þórisson, GR 165 Með forgjöf Högg 1. Jónas Kristjánsson, GR 141 2. Guðm. Hafliðason. GR 143 3. ívar Örn Arnars., GK 144 4.-5. Hannes Eyvindsson, GR146 4.-5. Jón Sigurðss., NK 146 'M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.