Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 45 menningur og forystumenn laun- þega virðast láta sér vel líka þessi vinnubrögð svonefndrar ríkis- stjórnar og flestra annarra mála sem hún káfar á. Því er logið að þjóðinni að alltaf sé verið að telja niður verðbólguna þótt fyrir allra augum blasi að verðbólgudraugur- inn á fjósbita ríkisstjórnarinnar hefur aldrei tútnað jafn mikið út sem nú. Fjármagni þjóðarinnar er gegndarlaust ausið í nýjar al- óþarfar stofnanir og nefndir, ráð og starfshópar skipaðir í gríð og erg. Nefna má allt skattabrjálæð- ið sem dembt er yfir þjóðina. Stjórnin hlýðir þeirri dagskipun kommúnista að „taka peningana þar sem þeir eru til“. Svo þegar búið er að gera allan heilbrigðan atvinnurekstur óstarfhæfan þá verður ríkið og ef til vill „sam- bandið", fyrir einskæra náð kommúnista einu atvinnurekend- urnir og þá verður hinum vinn- andi manni „skammtaður skítur úr hnefa" eins og alls staðar blasir við í öllum kommaríkjum. • Segið þjóðinni sannleikann í stjórnartíð Ólafs Thors var Þessir hringdu . . . • Hvar eru barnaverndar- nefndirnar? Vesturbæingur hringdi: „í sambandi við myndina í sjónvarpinu á sjómannadaginn „Héðan til eilífðar" langar mig til að spyrja, hvar eru öll barna- verndarfélög og -ráð? Hver ræður valinu á svona myndum? Það er vitað að mörg börn sitja ein heima á kvöldin við sjónvarpið og vaka lengur en góðu hófi gegnir á sumrin. Þetta eru ekki hleypidóm- ar í sambandi við mannlíf það sem sýnt var í myndinni en spurningin er hvað fá börn og unglingar út úr þessari mynd? Væri ekki reynandi að gera skoðanakönnun og taka málið til alvarlegrar athugunar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Graz í Austurríki í vetur kom þessi staða upp í skák tékkneska stórmeistar- ans Pribyl, sem hafði hvítt og átti leik gegn Wittmann, Austurríki. 37. Hxf6+! - gxf6, 38. Dxf6+ - Ke8, 39. Bc6+ — Dxc6, 40. Dxc6+ og svartur gafst upp. viðskiptahalli orðin ískyggilega mikill en þó varla nema svipur hjá sjón hjá þeim ósköpum sem nú blasa við. Þetta umgetna ár voru þingkosningar og hlustaði ég á margar þrumuræður Ólafs þar sem hann fagurgyllti allt stjórn- arfarið og allt efnahagsástand þjóðarinnar. Um næstu áramót hélt hann að venju áramótaávarp til þjóðarinnar en nú var aðeins komið „annað hljóð í strokkinn". Hann sagði að sér hefði verið tjáð af ábyrgum aðilum að þjóðin væri komin á gjaldþrotabarm vegna geysilegra erlendra skulda og nú yrði að skera niður allan ónauð- synlegan innflutning og allar framkvæmdir sem krefðust erl- ends gjaldeyris ekki leyfðar nema með samþykki yfirvalda. Þetta var strax framkvæmt og hallinn við útlönd jafnaður á tilitölulega stuttum tíma. (Hitt má svo deila um hvort ekki hefði verið hægt að gefa innflutning frjálsan fyrr því óneitanlega komst flokkspólitík í spilið). Þetta dæmi sýnir hina miklu stjórnmálahæfileika Ólafs Thors og þá miklu hreinskilni og kjark sem þurfti til að segja þjóðinni sannleikann um efnahag hennar. Nú virðast flestar æðstu stofnanir og æðstu menn þjóðarinnar sam- taka um að fela fyrir þjóðinni hinn hrikalega efnahagsvanda sem hún er nú byrjuð og mun í vaxandi mæli súpa seyðið af. Sú skylda hvílir á herðum núverandi forsætisráðherra að skýra undan- bragðalaust frá stöðu efnahags- mála þjóðarinnar nú. Forsætis- ráðherra þarf að vera hreinn og frjáls, laus við undirhyggju og baktjaldamakk. Ingjaldur Tómasson. • Býð góðan dag án þess að flokka þjóðina Einar Guðmundsson, sá er símaði Velvakanda sl. föstudag, er líklega ekki eins vel vakandi og hann vill vera láta, a.m.k. ekki um það bil er morgunútvarp hefst, ef marka má frásögn hans af því sem þar fer fram. Einar finnur að því hvenær, og með hvaða hætti undirritaður býður góðan dag og kynnir sig. Telur að ég eigi að taka samstarfsmenn til fyrirmyndar, bjóða hlustendur velkomna á fæt- ur og nefna nafn mitt í upphafi morgunútvarps. Mér er ljúft að upplýsa Einar um það, að þá er morgunútvarp hefst þá kynni ég það jafnan með orðunum: „Útvarp Reykjavík. Góðan dag. Nú hefst morgunút- varp með lestri veðurfregna". Að bjóða hlustendur velkomna á fætur er hlutsemi um háttalag þeirra. Fjöldinn allur af fólki, og það jafn góðum útvarpshlustend- um, á þess engan kost að fara á fætur um það bil er útvarp hefst. Sumir eru sjúkir og hafa ekki fótavist þótt kominn sé fótaferð- artími. Aðrir eru í þann mund að leggjast til hvíldar (sumir til hinstu hvíldar). Þá eru þeir sem verið hafa á næturvöktum. Að ógleymdum þeim er kjósa að lúra fram eftir morgni. Mér er nær að halda að meiri hluti hlustenda snúi upp tánum í þann mund er morgunútvarp hefst. Að bjóða öllum góðan dag, án þess að flokka þjóðina í sveit fótgönguliða, ridd- arasveit, stórskotalið, sjösofendur eða svefngengla er því sá háttur er ég hefi kosið. Þá tel ég ekki skipta sköpum þótt þulur láti bíða að nefna nafn sitt þar til í upphafi frétta kl. 07,05. Það er þá fyrst, að loknum lestri veðurfregna er röðin kemur að honum svo að kveði. Svo mikla áherzlu leggur Einar á umvöndun sína og aðfinnslu að hann gleymir sjálfur að gera grein fyrir því hver hann er. Nafnar hans skipta tugum í þjóðskránni. En hvað sem því líður, Einar, velkominn á fætur. Kær kveðja. Pétur Pétursson þulur. HÖGNI HREKKVÍSI SIEMENS SIWAMAT þvottavelin frá Siemens • Vönduö. • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. Alkali og Frosfskemmdir Fundur veröur haldinn míövikudaginn 4. júní n.k. kl. 16.00 aö Hallveigarstíg í húsakynnum byggingarþjón- ustu Byggingaþjónustunnar — ráöstefnusal. Og eru verkfræöingar, arkitektar, tæknifræöingar, byggingaverktakar og byggingarmenn sérstaklega boönir á fundinn. Fundarefni: Alkali og frostskemmdavandamálið og glíma THORO verksmiðjanna viö þaö. Aöalefnafræöingur verksmiöj- anna, Mr. M. Kalandiak skýrir frá tilraunum sínum og svarar spurningum fundarmanna. Tekiö skal fram aö THORO verksmiðjurnar hafa gert ísland aö tilraunasvæði fyrir sig. Svæðisstjóri Evrópu frá THORO verksmiðjunum í Belgíu, Mr. G. Van Der Borgh, flytur erindi og sýnir litskyggnur, einnig svarar hann spurningum fundarmanna. STANDARD DRY WALL PR0DUCTS !l steinprýði BÍLABORG HF SMIOSHÖFOA 23, SÍMI 81265. Nú er rétti tíminn til aö athuga meö utanborös- mótor fyrir sumariö. Eigum til afgreiðslu nú þegar mótora frá 2—40 hestöfl. COttverö og greiðslukjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.