Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 48
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 Dýrmæt stig til Fylkis • Karl Heinz Rumenigge skoraði 25 mörk í þýsku deildarkeppn- inni og varð markahæstur. Bayern var í engum vandræðum — varö þýskur meistari í knattspyrnu um helgina Selfoss— Fylkír ||. I FYLKISMENN sóttu tvö dýr- mæt stig til Selfoss á föstudags- kvöldið, er liðið mætti þá heima- mönnum í 2. deild íslandsmóts- ins i knattspyrnu. Fylkir. sem tapaði fyrsta leik sínum á mótinu, sigraði með eina marki leiksins. sem skorað var í fyrri hálfleik. Um leikinn er það að segja, að Selfyssingar sóttu mun meira í fyrri hálfleik, en gekk illa að finna smugur í varnarmúr Fylk- is. Hins vegar áttu Fylkismenn nokkrar skyndisóknir sem hæg- lega hefðu átt að enda í netinu hjá Selfossi. Sigurmarkið kom upp úr miðjum fyrri hálfleik. Þá fékk Fylkir hornspyrnu, knött- urinn kom á stöngina nær, þar sem Hilmar Sighvatsson skall- aði knöttinn aftur fyrir sig og beint á kollinn á Kristjáni Steingrímssyni, sem afgreiddi Ingi b. Jónsson frá Akranesi vann besta afrekið á Ægismót- inu i sundi sem fram fór um heigina. Fátt var um fína drætti á mótinu fyrir utan afrek Inga og Sonju Hreiðars- dóttur. Ingi synti 100 metra fiugsund á 1:03,7 min og reynd- ist það gefa 868 stig, afrek Sonju i 100 metra bringusundi 1:22,4 mín gaf 853 stig. Hér á eftir fara úrslitin i mótinu. 200 m baksund karla mín. 1. Hugi S. Harðarspn, Self 2:21,7 2. Ingi Þ. Jónsson, ÍA 2:27,0 4x100 m skriðsund kvenna 1. A-sveit Ægis 4:34,6 2. Sveit Selfoss 4:39,6 4x100 m skriðsund karla 1. A-sveit Ægis 3:56,4 2. Sveit Selfoss 4:05,5 15 m skriðsund kvenna 1. Ólöf Sigurðard., Self. 19:16,5 2. Katrín Sveinsdóttir, Æ 19:53,6 3. Sonja Hreiðarsd., Æ 20:07,0 1500 m skriðsund karla 1. Hugi S. Harðarson, Self 17.55,5 2. Halldór Kristiensen, Æ 18.14,4 3. Þorsteinn Gunnars. Æ 18:36,0 200 m baksund kvenna 1. Þóranna Héðinsd., Æ 2:44,5 2. Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 2:48,7 3. Lilja Vilhjálmsdóttir, Æ 2:48,9 400 m fjórsund karla 1. Ingi Þ. Jónsson, í A 5:08,7 2. Ingólfur Gissurarson, ÍA 5:09,5 3. Tryggvi Helgason, Self. 5:15,4 400 m skriðsund kvenna. 1. Ólöf Sigurðardóttir, Self. 4:54,2 2. Katrín Sveinsdóttir, Æ 5:00,8 Englendingar sigruðu Ástraliu i vináttuleik i knatt- spyrnu sem fram fór í Sydney að viðstöddum 30.000 áhorf- endum. Lokatölur leiksins urðu 2—1 fyrir England og lék ástralska liðið mun betur en nokkurn óraði fyrir. hann snaggaralega í netið. I síðari hálfleik var síðan þæfing- ur og markatalan breyttist ekki. En samt brá fyrir á köflum og grófum leik, og fengu nokkrir leikmenn að sjá gula spjaldið og einum leikmanni var vikið af velli fyrir afargróft brot. Hilmar Sighvatsson var góður i liði Fylkis að vanda. 100 m skriðsund sveina sek 1. Ragnar Guðmundsson Æ 33,2 2. Jóhann Davíðsson, UBK 34,0 3. Þórir M. Sigurðsson, Æ 39,7 100 m bringusund kvenna mín 1. Sonja Hreiðarsdóttir, Æ 1:22,4 2. Elín Unnarsdóttir, Æ 1:28,5 100 m flugsund karla 1. Ingi Þ. Jónsson ÍA 1:03,7 2. Halldór Kristiensen, Æ 1:06,8 50 m skriðsund meyja sek. 1. Jóna B. Jónsd., Æ 34.0 2. Þórunn K. Guðm., Æ, 36,7 200 m bringusund karla mín. 1. Magni Ragnarsson, ÍA 2:44,0 2. Ingólfur Gissurarson, ÍA 2:48,2 200 m fjórsund kvenna 1. Sonja Hreiðarsd. Æ 2:43,5 2. Magrét Sigurðard. Æ 2:46,0 3. Anna Jónsd. Æ 2:48,7 • Ingi Þór Ingason vann besta afrekið á sundmóti Ægis. Ljósm. gg. Það voru þeir Glenn Hoddle og Paul Mariner sem skoruðu mörk enska liðsins, en Garry Cole skoraði eina mark Ástral- iu I síðari hálfleik. Ástraliu- mennirnir sóttu af alefli í síðari hálfleik og kom ensku vörninni nokkrum sinnum í slæma klípu. BAYERN Munchen varð um helgina þýskur meistari i knattspyrnu en liðið sigraði Eintrakt Braunschweig 2—1 á heimavelli sinum. Það var allt sem með þurfti, HSV vann Schalke 04 4—0, en það dugði ekki. Bayern hafði tveggja stiga forystu fyrir siðustu um- ferðina og nægði jafntefli til að vinna titilinn. Annars lék Bayern ekkert sérstaklega vel gegn Braun- schweig, þvert á móti, leikmenn Bayern virtust vera farnir að hugsa til hátiðahaldanna löngu áður en að leiknum lauk. Bayern fékk óskabyrjun, Paul Breitner sendi knöttinn i netið á 7. minútu, vítaspyrna. Fóru liðin sér síðan ákaflega rólega og fátt markvert átti sér stað fyrr en á 52. minútu, en þá skoraði Karl Ileinz Rumenigge annað mark Bayern og gerði algerlega út um leikinn. Ronnie Worm minnkaði muninn fyrir Braunschweig rétt fyrir leiks- lok. Á sama tima gersigraði Ham- burger lið Schalke 04. Erfiðlega gekk þó í byrjun og það var ekki fyrr en rétt fyrir leikhlé að Horst Hrubesch tókst að pota inn fyrsta markinu. í síðari hálfleik opnuðust hins vegar allar flóðgáttir og þeir Peter Nogly, Caspar Memering og Holger Hieronymus bættu mörkum við. Þetta var siðasti leikur Kevin Keegan með Ham- burger SV. Áður en lengra er haldið skulum við skoða úrslit leikja. Bochum—Werder Bremen 5—2 Mönchengl.b,—Leverkusen 4—2 Bayern—Eintr. Braunschw. 2—1 Hertha—Stuttgart 4—2 Duisburg—Fort. Dússeld. 0—2 Kaiserslautern—Dortmund 2—2 Frankfurt—1860 Múnchen 1—1 FC Köln—Bayer Uerdingen 1—0 Hamburger SV—Schalke 04 4—0 Það var mikill hasar í botn- baráttunni. Hertha vann stór- góðan sigur á Stuttgart, en það kom ekki að sök þrátt fyrir að bæði Uerdigen og Duisburg töp- uðu leikjum sínum. Markatala Herthu var lökust liðanna þriggja, sem öll fengu 29 stig. Það var því Hertha sem féll í 2. deild ásamt Werder Bremen og Braunschweig. Hertha byrjaði illa gegn Stuttgart, Klaus Jank skoraði og síðan fékk Stuttgart víti en Karl Heinz Förster skaut hátt yfir markið og fór Hertha þá að sækja í sig veðrið. Hertha fékk víti, en Doefenbach brenndi af. Engu að síður skoraði Hertha fjögur mörk í röð, Sidka (2), Rasmusen og Sziedat. Austur- ríkismaðurinn Roland Hatten- berger skoraði annað mark Stuttgart. Dieter Múller skoraði sigurmark Kölnar gegn Uerdig- en og þeir Seel og Bansewar skoruðu mörk Duesseldorf gegn Duisburg. Werder Bremen féll í aðra deild og átti enga möguleika á að bjarga sér í siðustu umferðinni. Kczor, Abel, Bast, Lameck og Eggert skoruðu mörk Bochum, en Dressel og Steinkogler svör- uðu fyrir Bremen. Schafer, Klimke og Nickel (2) skoruðu mörk Mönchengladbach gegn Leverkusen, sem svaraði með tveimur mörkum Werner Gelsdorf. Markvörður 1860 Munchen, Herbert Zander kom mikið við sögu í leik Frankfurt og 1860. Hann byrjaði á því að skora klaufalegt sjálfsmark, en síðan varði hann vítaspyrnu rétt fyrir leikslok, eftir að Senzen hafði jafnað fyrir 1860. Armenia Bielefeldt og Núr- emberg flytjast upp í 1. deild, auk annað hvort Rot Weis Essen eða Karslruhe, sem eiga eftir að leika um þriðja dætið. Það yrði athyglisvert ef Karlsruhe ynni þann leik því þá kæmu í 1. deild, öll liðin sem féllu á síðasta keppnistímabili. Lokastaðan í Þýskalandi varð þessi. Bayern Mtinchen 34 22 6 6 84:33 50 HamburKer SV 34 20 8 6 84:33 50 VFB Stuttgart 34 17 7 10 75:53 41 FC Kaiserslautern 34 18 5 11 75:53 11 FC Köln 34 14 9 11 72:55 37 Borussia Dortm. 34 11 8 12 64:56 36 Borussia Mönch. 34 12 12 10 61:60 36 FC Schalke 04 34 12 9 13 40:51 33 Eintracht Frankf. 34 15 2 17 65:61 32 VFL Bochum 34 13 6 15 41:44 32 Fortuna DUsseld. 34 13 6 15 62:72 32 Bayer Leverkusen 34 12 8 11 45:61 32 1860 MUnchen 34 10 10 11 42:53 30 MSV Duisburg: 34 11 7 16 43:57 29 Bayer Verdingen 34 12 5 17 43:61 29 Hertha BSC Berlin 31 11 7 16 41:61 29 Werder Bremen 34 11 3 20 52:93 25 Eintracht Brauns. 34 6 8 20 32:64 20 Hermundur setti drengja- og sveinamet STÓR hópur af ungu og efnilegu frjálsíþróttafólki dvelur um þessar mundir við æíingar og keppni i Eng- landi. Um siðustu helgi tóku ungmennin þátt i mótum og fer árangur þeirra hér á eftir. Oddný Árnadóttir ÍR nýtt persónul. met í 100 m hlaupi á frjálsíþróttamóti í Gates- head í Englandi og hljóp hún á 12.4 sek og sigraði. Bryndís Hólm varð 4. á 13.1 sek. Sigríður Valgeirsdóttir sigr- aði í einum riðli hlaupsins á 13.2 sek. Jóhann Jóhannsson varð 4. í 100 m hlaupi karla á 11.9 sek. Stefán Þór Stefánsson sigraði í hástökki karla stökk 1,90 m og Hafliði Maggason varð 4. stökk 1,80 m. Stefán og Hafliði bættu þó um betur er þeir kepptu sem gestir á meistaramóti Norð- austur Englands í Gateshead sl. laugardag. Stefán sigraði og stökk 1,93 m og Hafliði varð 4. á nýju persónulegu meti, stökk 1,85 m. Hermundur Sigmundsson varð 2. í kringlukasti á sama móti og kastaði 1,75 kg kringlu 36,28 m, sem er nýtt íslandsmet í drengja- og sveinaflokki. Meistaramót íslands í sundknattleik SUNDMEISTARAMÓT tslands i sundknattleik 1980, hefst föstudaginn 6. júni i sundlauginni i Laug- ardal kl. 21.30. Fyrsti leik- urinn er á milli Ægis og núverandi íslandsmeistara K.R. Nú í ár taka 4 lið þátt í mótinu, þau eru Ægir, K.R., Ármann og S.H. S.H.-ingar taka nú í fyrsta sinn þátt í mótinu og verða sennilega ekki auðunnir. K.R. og Ár- mann munu nú tefla fram erlendum leikmönnum og er vonandi að það verði íþrótt- inni til góðs og að áhorfendur fái að sjá skemmtilega leiki. Enn fremur hefur verið kom- ið á tveggja dómara kerfi og hefur það gefið góða raun. Mótið er tvær umferðir og lýkur fimmtudaginn 26. júní með leik K.R. og Ármanns. FYRRIIJMFERÐ: kl. 6. júnl fítstud. Æ—KR 21.30 8. jOnl sunnud. KR—Á 18.30 8. júnf sunnud. SH—Æ strax á eftir 10. júni þriðjud. Á-SH 21.30 13. júni fústud. Æ-Á 21.30 15. júni sunnud. SH—KR 18.30 SEINNI UMFERÐ: kl. 15. júni sunnud. Á—Æ strax á eftir 20. júni föstud. KR-SH 21.30 22. júní sunnud. SH—Á 18.30 22. júni sunnud. KR—Æ strax á eftlr 25. júni mfðvlkud. Æ-SH 21.30 26. júni fimmtud. Á-KR 21.30 íþrótta og leikja námskeiö Hafnar- fjaröar eru aö hef jast ÍÞRÓTTA- og leikjanám- skeið Hafnarfjarðar eru að hefjast. Innritun á námskeið fer fram i dag á Hörðuvöll- um og i Víðistaðaskóla. All- ar greinar iþrótta verða kenndar á námskeiðinu. Þátttökugjald er kr. 1000. Kennsla hefst miðvikudag- inn 4. júni. Tugþraut MÍ í kvöld í KVÖLD kl. 18.30 fer fram á Laugardalsvellinum fyrsti hluti meistaramóts íslands i tugþraut, 4x800 m hlaupi og 3000 metra hlaupi kvenna. All góð þátttaka er í grein- unum. Nýtt heims- met í stöng TVÍTUGUR Frakki Vigner- on setti um helgina nýtt heimsmet i stangarstökki stökk 5,75 metra. Gamla metið var 5,72 m. Vigneron reyndi tvivegis við 5,81 en felldi naumlega i bæði skipt- in. Allt útlit er fyrir að ekki verði langt þar til menn fari að stökkva heila 6 metra í íþróttinni. Ingi P vann besta afrekió Englapd í basli með Astralíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.