Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Kjarnorkuóskir herstöðvaandstæðinga Stofnunin Center for Defense Information í Washington hefur nú fjefið út sérstaka yfirlýsingu um ísland, eftir að henni hafði með ófullburða „fréttum" verið blandað inn í það kappsmál herstöðvaandstæðinfia, að hér á landi séu kjarnorku- vopn. í yfirlýsingunni, sem birtist hér í Morgunblaðinu á laugardaginn, kemur fram, að stofnunin ítrekar þá skoðun sína, að hér kunni að vera kjarnorkuvopn. Rökstuðningurinn er ekki nýr, því að líkindareikningurinn er byggður á því, að á Keflavíkurflugvelli séu flugvélar, sem geti borið kjarnorkuvopn, og landgönguliðadeild flotans á vellinum eigi meðal annars að starfa eftir handbók, sem snertir kjarnorkuöryggismál. Þessar röksemdir eru ekki sannfærandi til staðfestingar á því, að hér séu kjarnorkuvopn, síst af öllu þegar til þess er litið, að um það er samkomulag milli íslensku og bandarísku ríkisstjórnanna, að samþykki Islendinga þurfi til þess að kjarnorkuvopn komi inn í landið. Allir utanríkisráðherrar íslands síðan 1962 hafa lýst því yfir, að þessi vopn séu ekki í landinu. Utanríkisráðuneytið hefur í fréttatilkynningu greint frá því, að umræddri handbók um kjarnorkuöryggismál sé dreift til allra mikilvægra stöðva bandaríska flotans um allan heim. Samkvæmt kenningu stofnunarinnar í Washington ættu því kjarnorkuvopn að vera í öllum slíkum stöðvum. Herstöðvaandstæðingar eiga vafalaust eftir að efast um réttmæti þessarar yfirlýsingar íslenska utanríkisráðuneytisins, eins og þeir hafa hin síðari ár að minnsta kosti neitað að trúa yfirlýsingum íslenskra utanríkisráð- herra um að hér séu ekki kjarnorkuvopn. Eftir að forstjóri Center of Defense Information sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann tryði helst ekki bandaríska utanríkis- ráðuneytinu nema fá frá því skriflegar yfirlýsingar, hefur þess orðið vart í málflutningi Þjóðviljans, að nú sé rétt að krefjast skriflegra svara um þetta gamla mál. Ur því að herstöðvaand- stæðingar hafa þannig gert þessa bandarísku einkastofnun að sérstökum ráðgjafa sínum í hernaðarlegum málefnum, hljóta þeir að endurmeta afstöðu sína til kjarnorkuvopna út frá þeim viðhorfum, sem fram koma í hinni sérstöku yfirlýsingu stofnunarinnar um Island. En þar er megináhersla lögð á það sjónarmið fyrir utan tilvist flugvélanna og handbókarinnar í varnarstöðinni, að skynsamleg hernaðarleg áætlanagerð fyrir styrjöld við Sovétríkin krefjist þess, að kjarnorkuvopnum sé fyrir komið nálægt þeim tækjum sem eiga að bera þau. Og óvarlegt sé að reikna með því, að unnt verði að fljúga með kjarnorkuvopn frá Bandaríkjunum til íslands eftir að styrjöld við Sovétríkin hefði byrjað en hins vegar kynni það að takast á hættutímum. Með hliðsjón af þessu mega menn því búast við göngu herstöðvaand- stæðinga frá Reykjavík til Keflavíkur með bænarskjal um að kjarnorkusprengjunni verði fyrir komið í vopnabúrum varnar liðsins. Færi slík ganga vel hinu nýja merki herstöðvaandstæð- inga, þar sem helsprengjan er komin í stað Islands og fánalitanna. Er ekki að efa að fréttastofa hljóðvarpsins myndi fylgjast vel með þeirri göngu. Þess verður að vænta, að íslensk stjórnvöld taki ekki frekar í þessu máli en öðrum mark á tilmælum herstöðvaandstæðinga. Einnig munu Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn sækja í einrúmi á þessi nýju kjarnorkumið, því að ekkert hefur komið fram hjá þeim, sem jafnan hafa mótað íslenska utanríkisstefnu, sem bendir til þess, að þeir ætli að breyta um stefnu vegna skoðana hinnar bandarísku einkastofnunar. Annars ætti þeim að vera hæg heimatökin með þrjá Alþýðubandalagsráðherra í stjórn, sem bæri ábyrgð á kjarnorkuvopnum, ef þau væru hér. Raunar sýnir öll umræðan um kjarnorkuvopn í tengslum við Island, að með gagnrýnum huga verður að meta yfirlýsingar erlendra aðila, sem ekkert hafa lagt sig fram um að kynnast íslenskum málefnum og ekki einu sinni sótt landið heim til vettvangskönnunar. Og það er hvorki herstöðvaandstæðingum né fréttastofu hljóðvarpsins að þakka, að Center for Defense Information hefur gert hreint fyrir sínum dyrupi. Þvert á móti bendir ýmislegt til, að þessum aðilum hafi verið kærast, að þetta mál yrði áfram sveipað einhverri móðu. Löngum hefur verið um það rætt, að íslenska ríkisstjórnin fengi í þjónustu sína sérfróða menn í hermálum. í því efni má ekki stöðva við orðin tóm og nýta verður í þágu ríkisins krafta þeirra Islendinga, sem síðustu ár hafa lagt sig eftir menntun á þessu sviði. Breyta verður þeim hugsunarhætti, að íslendingar telji sér fært að líta á varnir landsins sem mál sér óviðkomandi og eitthvert eilíft rifrildismál. Nauðsynlegur skilningur á mikilvægi íslenskra landvarna fæst ekki, fyrr en íslendingar eiga sjálfir mannafla, sem ber skyldur og ábyrgð á þessu sviði, sem er einn af hyrningarsteinum sjálfstæðisins. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn verið ákaflega tregir til þess að játa eða neita tilvist kjarnorkuvopna á hinum ýmsu stöðum á jarðarkringl- unni. Herstöðvaandstæðingar hér á landi hengja hatt sinn á þessa staðreynd og neita að trúa yfirlýsingum íslenskra ráðamanna, sem eru þess efnis, að samþykki rikisstjórnar íslands þurfi til að hér verði kjarnorku- vopnum fyrir komið. Ekki er vitað, hvað varð til þess, að herstöðvaandstæðingar skiptu um skoðun og hættu að trúa íslenskum ráðherrum, ef til vill má rekja þau sinnaskipti til greinarinnar, sem Barry Schneider ritaði í ritið Defense Monitor febrúar 1975, en stofnunin Center for Defense Information gefur þetta rit út. Síðan birti Barry Schneider grein um kjarnorkuvopn Bandaríkja- manna í bandarísku tímariti, sem nefnist Bulletin of the Atomic Scientists og er ísland þar talið í hópi þeirra ríkja, þar sem Bandaríkjamenn hafi kjarnorkuvopn. Um svipað leyti og Barry Schneider birti sínar greinar fór friðarrannsóknastofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, sem á að starfa að rannsóknum á hermálum og er algjörlega óháð sænskum yfirvöldum í skoðunum sínum, að halda því fram, að á íslandi væru kjarnorkuvopn. Kom þetta bæði fram í ritum stofnunarinnar þetta ár og grein, sem forstöðumaður hennar, Frank Barnaby, ritaði í sænska tímaritið Ambio á árinu 1975. Aðspurður sagðist Barnaby hafa upplýsingar sínar um ísland úr bandarísk- um þingtíðindum. Eftirgrennslan sýnir, að 7. mars 1975 lætur bandarískur öldungadeildarþingmaður færa grein Barry Schneiders inn í þingtíðindin. Má því telja sannað, að hún sé heimild Frank Barnabys og stofnunar hans SIPRI. Orrustuþota af gerðinni F-4E Kjarnorkuvo] Um heimildirnar, gildi þ< Úr því að friðarrannsóknastofn- unin í Stokkhólmi féll fyrir grein Barry Schneiders er engin furða þótt herstöðvaandstæðingar hér á landi hafi einnig gert það, kunna nú einhverjir að segja. Jú, undir það má taka, en þá er til þess að líta, að hvorki Barry Schneider eða Frank Barnaby hafa með nokkrum hætti lagt sig fram um að kynna sér sérstaklega íslensk varnarmál. Barry Schneider bygg- ir niðurstöðu sína á almennum líkum, þegar hann verður þess var, að á íslandi eru flugvélar, sem geta borið kjarnorkuvopn. Og samkvæmt ræðu Benedikts Grön- dals á Alþingi 6. mars 1979 ræddi hann við forráðamenn SIPRI um þetta mál sem utanríkisráðherra og sögðust þeir byggja mál sitt á tilvist flugvélanna á Keflavíkur- flugvelli en nú hefur Frank Barn- aby einnig vitnað til bandarískra þingtíðinda eins og áður segir. Þegar leitast er við að meta, hvenær herstöðvaandstæðingar hættu að trúa íslenskum ráðherr- um og yfirlýsingum þeirra um, að hér á landi séu ekki kjarnorku- vopn, má til dæmis staldra við árið 1968. 21. janúar það ár fórst bandarísk sprengjuþota af gerð- inni B-52 í nauðlendingu á Thule- flugvelli á Grænlandi. Vélin var með kjarnorkusprengjur innan- borðs og dreifðist plútóníum um nokkurt svæði. Þetta slys kom til umræðu á Alþingi íslendinga 23. janúar, tveimur dögum eftir að það varð. Magnús Kjartansson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og rakti afleiðingar slyssins en sagði síðan: „Af þessum ástæðum fer ég þess á leit við hæstvirta ríkis- stjórn að hún ítreki enn, vegna atburðanna í Grænlandi, þá stefnu sína, að óheimiit sé að hafa kjarnorkuvopn á íslandi, að bann- að sé að fljúga með kjarnorkuvopn yfir íslenskt yfirráðasvæði og að óleyfilegt sé að lenda á íslandi með slíkan farm, hvernig sem á stendur. I annan stað fer ég þess á leit við hæstvirta ríkisstjórn, að hún taki þegar í stað upp viðræður við Bandaríkjastjórn og geri kröfur til þess að ríkisstjórn Bandaríkj- anna lýsi því yfir, að hún muni í hvívetna virða þessa stefnu ís- lenskra stjórnvalda. Og í þriðja lagi fer ég þess á leit við hæstvirta ríkisstjórn, að hún komi á eftirliti af sinni hálfu til tryggingar því, að við þessa stefnu verði staðið í verki af bandarísk- um valdamönnum, því að atburð- irnir á Grænlandi gefa ótvírætt til kynna, að Bandaríkjastjórn hefur ekki virt stefnu og yfirlýsingar dönsku ríkisstjórnarinnar um kjarnorkumál." Emil Jónsson utanríkisráðherra sagðist ekki hafa annað um þetta mál að segja „en það, að það er fullt samkomulag á milli ríkis- stjórnar íslands og varnarliðsins, þeirra, sem því stjórna, um það, að hér á íslandi séu ekki kjarnorku- sprengjur af neinu tagi. Og ég veit ekki annað og það hefur aldrei komið neitt fram, sem bendi í aðra átt en þá, að þetta samkomulag sé virt og haldið að öllu leyti af viðsemjendum okkar um þetta mál.“ Og í síðari ræðu segir Magnús Kjartansson: „Mér er fullkunnugt um þetta samkomulag, sem hæst- virtur ráðherra talaði um hér áðan.“ Og Emil Jónsson tekur að nýju til máls og segir: „Það er alveg sjálfsagt að ítreka af þessu gefna tilefni. að þetta samkomu- lag verði haldið, og ég skal ekki telja eftir mér að ítreka það, og eins þá um leið, að hér verði ekki flogið yfir landið með kjarnorku- sprengjur." Þegar þessar yfirlýsingar voru gefnar höfðu Orion-kafbátaleitar- flugvélarnar verið starfræktar á Keflavíkurflugvelli um nokkurra ára bil, en þær geta flutt kjarn- orkuvopn eins og F-102 A orrustu- þoturnar, sem þá voru einnig á Keflavíkurflugvelli, en einmitt í tilefni af komu þeirra hingað til lands 1962 greindi þáverandi utanríkisráðherra Guðmundur í. Guðmundsson frá samkomulaginu milli ríkisstjórnar íslands og Bandaríkjanna um kjarnorku- vopn, sem hér hefur verið um rætt. F-102 A vélarnar hurfu héðan af landi 1973 og komu þá vélar af gerðinni F-4 í þeirra stað, en þær geta einnig borið kjarn- orkuvopn. Á þeim tíma var Magn- ús Kjartansson ráðherra í ríkis- stjórn íslands og er ekki að efa, að hann hafi séð til þess, að við samkomulagið um kjarnorkumál- in hafi verið staðið. Síðan hefur það gerst, að nýjar gerðir bæði af Orion-vélum og F-4 orrustuþotum hafa komið hingað til lands og bæst hafa í flugflota stöðvarinnar ratsjárflugvélar af svonefndri AWACS-gerð en þær eru óvopn- aðar. í umræðunum á Alþingi í janú- ar 1968 greindi Emil Jónsson frá því, að daginn áður en þær fóru fram eða 22. janúar hafi verið birt viðtal í útvarpinu við aðmírál Stone, yfirmann varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann ítrekaði og undirstrikaði, að fullt samkomulag væri af hálfu Banda- ríkjamanna um að íslenska ríkis- stjórnin yrði að gefa leyfi sitt til að hér yrðu kjarnorkuvopn. Við rannsóknastörf sín gæti frétta- stofa hljóðvarpsins því leitað í eigin fórum að upplýsingum um kjarnorkumálin. En þeim atburð- um, sem hér hefur verið lýst frá 1968 voru gerð svofelld skil í Flugvélar af geröinni P-3C C leitar og fljúga venjulega vo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.