Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.1980, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1980 Steinarr Stefán Stefánsson — fv. verzlunarstjóri Minning Fæddur 7. apríl 1896. Dáinn 25. maí 1980. Það er venja mín, þegar Morg- unblaðið kemur á morgnana, að renna augum yfir forsíðu og baksíðu, en áður en lengra er haldið lít ég yfir dánartilkynn- ingarnar og kynni mér hverjir hafi nú helzt úr lestinni; hvort gamall vinur eða kunningi sé horfinn sjónum. Æði oft bregður mér í brún og ég finn til saknaðar, þá góður vinur er genginn. I gærmorgun, hinn 28. maí, snart mig illa frétt um lát gamla vinar míns Steinars St. Stefáns- sonar. Mér var ókunnugt um, að hann hefði verið sjúkur eða kennt sér nokkurs meins, því síðast er ég hitti hann var hann glaður að vanda og gamansamur. En dauð- ann ber að með ýmsum hætti og stundum gerir hann ekki boð á undan sér, og svo mun hafa verið í þetta skipti. Við Steinarr höfum verið góðir vinir allt frá barnæsku. Hann var fæddur að Möðruvöllum í Hörgár- dal 7. apríl 1896, og vorum við svo að segja jafnaldrar. Á heimili foreldra minna höfðu foreldrar hans starfað um árabil, og voru þar í miklum metum sökum mannkosta og dugnaðar. Móðir Steinars, Sigríður Manassesdóttir, var fríð kona og með afbrigðum afkastamikil og verkhög. Móðir mín hafði oft orð á því, að enga stúlku hefði hún haft, sem jafnað- ist á við hana við tóskapinn, en þá valt á miklu fyrir húsmæður að hafa góðar tóskaparkonur á heim- ilinu, þegar unnið var í allan fatnað handa heimafólki á heimil- unum. Eftir að Sigríður giftist Pétri Jóhannssyni og fór að búa á Hallgilsstöðum, sem er næsti bær fyrir utan Möðruvelli út með fjallinu, kvakaði móðir mín oft til hennar, þegar mikið lá við og hafa þurfti hraðar hendur við að hæra ull, því enginn komst í hálfkvist við hana í þeim efnum. Steinarr fylgdi móður sinni eft- ir, þegar hún hvarf frá Möðruvöll- um og fór að búa. Þeim hjónum, Sigríði og Pétri, búnaðist vel. Þau eignuðust 5 börn, tvær dætur, Lovísu og Þórdísi, sem báðar eru búsettar fyrir norðan, og þrjá syni, Steindór, sem er látinn fyrir stuttu og var þeirra elztur, Guð- mund Karl, yfirlækni við sjúkra- húsið á Akureyri í mörg ár og var landsþekktur maður. Guðmundur Karl hét eftir læknishjónunum á Akureyri, Guðmundi Hannessyni lækni og síðar prófessor við Há- skóla íslands og konu kans, frú Karitas. Var það frægt norður þar, hversu vel Guðmundi lækni tókst að bjarga móður og barni, þegar Guðmundur Karl var borinn í þennan heim. En eins og alþjóð er kunnugt er Guðmundar Hann- essonar ávallt minnst sem ein- hvers merkasta manns þjóðarinn- ar og það hallaðist ekki á með þeim hjónum. Yngstur þeirra systkina á Hallgilsstöðum er Snorri, bóndi á Skipalóni. Faðir Steinars, Stefán Marzson, var einnig mikill hæfileikamaður og á undan sínum tíma eins og sagt var um þá menn, sem brutust áfram til mennta og undu því illa að standa alltaf í sömu sporum, enda þótt torfærur væru á vegi þeirra. Langafi Stefáns mun hafa verið danskrar ættar, hét hann Kristinn Madsen, stýrimaður frá Danmörku, en móðir Stefáns hét Margrét, systir Stefáns bónda á Hlöðum, sem var kunnur sæmdar- maður á sinni tíð. Stefán Marzson var fróður maður og sérlega háttvís. Átti Steinarr því ekki langt að sækja prúðmennskuna. Stefán klauf þrítugan hamarinn til þess að komast í Möðruvallaskóla. Lauk hann prófi þaðan 1895. Eftir að hafa lokið prófi í Möðruvallaskóla gerðist Stefán kennari í Arnar- nes- og Glæsibæjarhreppi í all- mörg ár, en á sumrin vann hann oft á Möðruvöllum við jarðabætur. Urðu allir fegnir þegar Stefán kom, honum var svo margt til lista lagt. Hann var mjög söngvinn og braust í því að læra á orgel. Var hann um skeið organisti í Möðru- vallakirkju. Fyrir áeggjan föður míns fór hann til Danmerkur vorið 1903, og var þar í eitt ár til að kynna sér mjólkuriðnað og jarðyrkju. Þetta var um sama leyti og pabbi hafði byggt nýtt fjós á Möðruvöllum og var að koma rjómabúi á laggirnar. Byggður var rjómabússkáli fyrir ofan tún og bæjarlækurinn notaður til að knýja vélarnar. Ymsar nýjungar flutti Stefán með sér heim fyrir utan stóra plóginn. Eru mér minnisstæðastir tréskórnir, sem hann kom með handa öllu fólkinu. Notuðu stúlk- urnar sína skó í fjósið, svo ekki væru hafðir sömu skór í bænum og í fjósinu. Var að því mikill þrifnaður. Piltar notuðu tréskóna þegar þeir stóðu við slátt á túni og sléttu engi, en ekki var gott að nota þá í miklu þýfi. Þá benti hann móður minni á, að í Dan- mörku notuðu mjaltakonur lér- eftssloppa til að hafa utanyfir í fjósinu og var nú sezt við að sauma bláröndótta léreftssloppa handa mjaltakonum til að vera í við mjaltir. Mæltust þessar nýj- ungar misjafnlega fyrir. Fram að þessum tíma höfðu kýr verið í lélegustu kofunum á bæjunum og venjulega var farið í óhreina fatagarma er farið var í fjósið. En Stefán var frábært snyrtimenni og hafði næmt auga fyrir því, sem vel var gert betur mátti fara. Okkur systkununum þótti mjög vænt um Stefán og söknuðum hans þegar hann féll frá 11. apríl 1944. Hinn 9. nóv. 1905 kvæntist Stefán á heimili okkar á Akureyri Jónínu Jónsdóttur frá Spónsgerði, og bjuggu þau hjón í Spónsgerði í nær fjórðung aldar. Eignuðust þau sjö börn. Þrjú þeirra, Ragna, Sveinn og Hulda, eru látin, en þau sem lifa eru Anna, Agnar, Baldur og Margrét. Spónsgerði er lítil jörð og kosta- rýr. Þurfti húsbóndinn oft að leita sér atvinnu utan heimilis. Hann var vegaverkstjóri í mörg ár í sinni heimabyggð. Það var ekki heiglum hent að hlaða vegkanta, svo vel færi, en Stefáni fórst það öllum mönnum betur. Ymis trúnaðarstörf hafði hann á hendi í sveit sinni, var um langt árabil í fræðslunefnd, einnig í sóknarnefnd og var meðhjálpari í Möðruvallakirkju í fjölda mörg ár. Öll þessi störf rækti hann af stakri skyldurækni og snyrti- mennsku. Þó litli bærinn í Spónsgerði léti ekki mikið yfir sér var óvíða skemmtilegra að koma. Hlakkaði ég til í hvert sinn, er ég fékk að heimsækja Spónsgerðisfólkið. Fyrst var komið við hjá Margréti, tengdamóður Stefáns, í litlu stof- unni, sem var vinstra megin í bæjardyrunum. Margrét var sér- stök í sinni röð, mikil listakona og lék allt í hennar höndum. Og svo var hún svo káf og skemmtileg. Þá var haldið inn í baðstofuna, þar sem húsfreyjan var með börnin sín. Á báðum stöðum var mér fagnað af mikilli hlýju og gest- risni. Oft hef ég hugsað um það síðan, hvernig svo margt fólk komst fyrir í svo litlum bæ, var glatt og virtist una vel við sitt. Til marks um það, hvað gaman var að koma í Spónsgerði, má geta þess, að þegaF frú Hjaltalín settist að á Möðruvöilum eftir að hafa notið heimsins lystisemda úti í Bretaveldi, lét hún söðla hest sinn á vetrarkvöldum, þegar henni leiddist, og reið út í Spónsgerði með fylgdarmanni til að láta Margréti segja sér skemmtilegar sögur, sem hún hafði þá lesið nýlega. Þegar við krakkarnir á Möðru- völlum og eldri drengirnir á Hall- gilsstöðum, Steinarr og Steindór, þurftum að fara að læra, var skólaskylda ekki komin á hér á landi og barnaskólar engir til sveita. Við vorum svo lánsöm að eiga góðan vin, Ólaf Davíðsson náttúrufræðing, sem settist að á Möðruvöllum og kenndi okkur. Nutu börnin úr nágrenninu góös af því, meðal þeirra voru Hall- gilsstaðabræður. Kom brátt í ljós, að Steinarr var mjög vel gefinn. Hann var fljótur að læra að lesa, var iðinn og skyldurækinn, svo honum sóttist vel námið. Tókst strax vinátta með okkur systkin- unum við þennan prúða dreng. Sú vinátta hefur haldizt síðan. Steinarr var elskur að sinni sveit. Gróður og ræktun áttu sterk tök í hinum vel gefna pilti. Leið hans lá til Hvanneyrar, þegar hann var 18 ára og þaðan lauk hann prófi vorið 1916. Nætstu ár á eftir var hann farkennari frammi í Eyjafirði. Enginn getur gert sér í hugarlund, sem ekki þekkir til, hve farkennslan var oft erfið og virtist vonlítil. Kennarinn hrakt- ist, ef svo má segja, bæ frá bæ. Víða voru húsakynnin ófullkomin, köld og dimm. Þá var krafan ekki komin til sögunnar. En það sem bjargaði þessu skólahaldi var áhugi fólksins og barnanna fyrir kennslunni. Nær undantekn- ingarlaust hygg ég að náið sam- starf hafi verið milli fólksins á bæjunum og kennarans og börnin virtu kennara sinn og þótti vænt um hann, þennan góða mann, sem kom á haustnóttum með hressandi blæ og varpaði birtu á fábreytta tilveru sveitafólksins. Altalað var að Steinari hafi tekizt vel kennslan. Hann var áhugasamur um, að kennslan kæmi að sem beztum notum, gamansemi hans og ljúfmennska veittu börnunum gleði og yl. Steinarr réðist til Bunaðarfé- lags íslands árið 1920. Hafði hann þá undanfarin sumur unnið að landmælingum og undirbúið áveitur með Valtý bróður mínum víða á Norðurlandi. Eftir að Val- týr kom alfarinn heim frá Dan- mörku, og gerðist starfsmaður Búnaðarfélags íslands, kaus hann Steinarr sem sinn aðstoðarmann. Hann vissi sem var, að betri mann gat hann ekki fengið í lið með sér. Urðu þeir mjög samrýmdir og miklir vinir. Vorið 1924 hætti Valtýr störfum hjá Búnaðarfélagi íslands og tók við ritstjórn Morgunblaðsins ásamt Jóni Kjartanssyni. Breytti Steinarr einnig til um líkt leyti og réðist verzlunarstjóri við útibú Kaupfélags Borgfirðinga í Reykjavík. Starfaði hann þar í tæpan aldarfjórðung, en þá hætti sú verzlun. Þar sem annarsstaðar var Steinarr hinn dyggi og trausti starfsmaður. Þegar útibú Kaupfélags Borg- firðinga hættir verzlun í Reykjavík, tekur Steinarr við störfum hjá Búvörudeild S.Í.S. og vinnur þar til ársins 1968, þá 72 ára að aldri. Engin ellimörk sáust þá á Steinari. Var fram eftir árum leitað til hans, ef mikið annríki var hjá SÍS, einkum á haustin í sláturtíðinni. Allir vissu, að þar var til mannsins að moka. Fyrir 16 árum tók hann allstórt land til ræktunar í Vatnsenda- landi og ræktaði kartöflur og ýmislegt grænmeti. Mikla alúð lagði hann við sín ræktunarstörf, eins og annað sem hann fékkst við. Hann var rólyndur maður, heill í hugsun og starfi, enginn veifi- skati, en stóð fast á sínu máli, þegar því var að skipta. Enginn styr stóð um Steinar, hann var hógvær maður og sanngjarn og vildi ekki vamm sitt vita. Stund- um átti hann til að þykjast vera ógurlega svartsýnn, fannst allt ganga á tréfótum. Oft held ég að það hafi verið í gamni gert til þess að vita hvernig aðrir tækju því. Ég tel að Steinarr hafi verið mikill gæfumaður. Hann var svo lánsamur að ganga aldrei á ann- ars hlut og ég get ekki hugsað mér annað, en allir, sem til hans sóttu, hafi farið ríkari er þeir fóru af hans fundi vegna góðvildar hans og heiðarleika. Daginn sem Steinarr var kistu- lagður, hinn 29. maí sl., voru liðin 51 ár frá því hann kvæntist sómakonunni Ásu Sigurðardóttur frá Kjarna í Arnarneshreppi. Voru þau gamlir sveitungar. Ása hafði þá misst fyrri mann sinn, Jens Eiríksson, stýrimann og skip- stjóra, ættaðan af Vestfjörðum, eftir 8 ára sambúð. Eignuðust þau hjón þrjú börn, misstu lítinn dreng en eftir lifa Baldur, múr- arameistari og Anna Margrét hús- frú. Baldur er kvæntur Hólmfríði Eyjólfsdóttur, skipasmiðs Gísla- sonar og eiga' þau einn son. Anna er gift Helga Kristóferssyni, verzlunarmanni, Grímssonar búfræðings. Eiga þau þrjár dætur og einn son. Þessum stjúpbörnum sínum reyndist Steinarr afburða vel og gerði aldrei mun á þeim og sínum eigin börnum. Ása var og er elskuleg kona, dugleg og fórnfús með afbrigðum. Áttu hún og Steinarr fallegt og hlýlegt heimili, þar sem öllum leið vel er sóttu þau heim. Þau eignuð- ust fimm börn. Misstu þau tvær stúlkur fárra daga gamlar með árs millibili. Synirnir þrír eru Leifur, tæknimaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann kvæntist Jónu Steingrímsdóttur, sem lézt árið 1966. Þau eignuðust sex dætur og eru fimm á lífi. Núverandi sam- býliskona Leifs er Ingibjörg Brynjólfsdóttir ættuð úr Borgar- firði. Næstelztur er Atli, blaða- maður á Dagbiaðinu, kvæntur Önnu Bjarnason blaðamanni, dóttur Gunnars Bjarnason fyrrum skólastjóra Vélskólans. Þau eiga tvær dætur og tvo syni. Yngstur er Bragi, vararíkissaksóknari, kvæntur Ríkey, hjúkrunarfræð- ingi, Ríkarðsdóttur, Kristmunds- sonar kaupmanns í Reykjavík. Þau eiga tvo syni og dóttur. Síðasta daginn sem Steinarr lifði setti hann niður í lítinn heimagarð sinn að húsabaki að Hofteigi 14. Um kvöldið lagðist hann rólegur til hvíldar og sofnaði svefninum langa. Slíkur viðskiln- aður var í samræmi við líf hins dagfarsprúða og vammlaus manns. Mér finnst ég talsvert fátækari síðan Steinarr féll frá. Það var svo notalegt og fylgdi því öryggi að vita af þessum gamla vini mínum á sínum stað heima á Hofteigi 14, eiga þar hauk í horni, ef eitthvað bjátaði á, því eins og skáldið frá Fagraskógi segir: Hvcrju »em ár oj? aldir að mér vikja er ekkert betra en ei^a vini sem aldrei svikja Steinarr brást aldrei sínum vinum. Um leið og ég kveð Steinarr sendi ég Ásu konu hans, börnum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. í Guðs friði Steinarr minn og þökk fyrir vináttu þína og tryggð. Hulda Á. Stefánsdóttir Nú, þegar þessi mæti maður er allur, þá vekjast upp í huga mér ljúfar endurminningar frá skóla- árum mínum í Reykjavík. Þetta var á fyrstu árunum eftir seinna stríðið. Þá voru flestir hlutir skammtaðir naumar en nú gerist. Eitt af því, sem mikill hörgull var á um þessar mundir, var húsnæði fyrir skólapilta utan af lands- byggðinni. Þegar menn komu í borgina að hausti eftir sumar- langa vegagerð, brúarsmíð eða misjafnlega vel heppnað síldar- ævintýri, þá var jafnan sá vand- inn mestur að verða sér úti um húsnæði fyrir veturinn. Einhvern veginn fór það svo, að úr þessum vanda greiddist ár hvert og ekki minnist ég þess, að neinn okkar þyrfti að hverfa frá námi vegna þess að hann fengi ekki inni í borginni. En dreifðir vorum við út um öll borgarhverfi, og víða var þröngt setið. Því fór þó víðs fjarri, að við utanbæjarmenn yrðum ein- hvers konar heimilisleysingjar í stórborginni, þar sem hver hokr- aði í sínu horni. Þvert á móti æxluðust málin svo, að við urðum heimagangar á æði mörgum heim- ilum reykvískra skólafélaga okk- ar. Þar var hver og einn þessara aðkomumanna meðhöndlaður eins og væri hann einn af fjölskyld- unni. Þetta var, hygg ég megin- ástæðan fyrir því, að við utanbæj- armenn undum okkur vel í borg- inni. Eitt þeirra heimila, sem þannig opnuðu dyr sínar upp á gátt fyrir okkur, hinum aðkomnu skólapiltum, var heimili Ásu Sig- urðardóttur og Steinars St. Stef- ánssonar. Það stóð þá að Hofteigi 14 eins og það hefur staðið alla tíð síðan. Veturinn 1949—1950 gerðust kynni mín enn nánari af þessu myndarlega og fallega heimili, húsráðendum þar og sonum þeirra þrem, en einn þeirra, Atli, var bekkjarbróðir minn í Verzlun- arskólanum. Þennan vetur bjó ég undir þeirra verndarvæng að Hofteigi 14, þótt ekki væri ég beinlínis í íbúð þeirra hjóna. Er það naumast ofmælt, að þennan tíma hafi ég átt hjá þeim mitt annað heimili Fyrir þenna vetur og þá sem á undan fóru stend ég í mikilli þakkarskuld við þau Ásu og Steinarr. Kynnum okkar Steinars lauk sem betur fer ekki, þegar ég flutti af Hofteignum vorið 1950. Þegar ég hóf störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga vorið 1951, var hann þar fyrir, en hann var starfsmaður í Búvörudeild Sam- bandsins frá árinu 1946 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1968, en þá hafði hann tvö ár um sjötugt. Við vorum að vísu aldrei í sömu deildinni, en þrátt fyrir það fundum við ýmis tækifæri til þess að viðhalda fyrri kynnum. Steinarr Stefánsson var ein- staklega vandaður maður til orðs og æðis. Hverju því verki, er hann tók að sér, var þannig skilað, að ekki varð á betra kosið. Hann hafði mikið yndi af að ræða um menn og málefni og var allra manna bezt heima, hvar sem borið var niður. En svo fróður sem hann var og vel lesinn um ólíklegustu hluti, þá var það ekki hans háttur að vera harður í dómum eða gagnrýninn á gerðir annarra. í viðræðu var það miklu fremur hans aðferð að leggja málin hlut- laust fyrir, segja frá þeim stað- reyndum, er máli skiptu, en láta síðan viðmælandann um að mynda sér skoðun. Steinarr Stefánsson var manna skemmtilegastur í viðræðu. Fyrst koma hér til þeir hlutir, er ég áður nefndi og réðu því, að hann ræddi aldrei nokkurt mál nema hann kynni á því góð skil. I annan stað var Steinarr einn af þessum fá- gætu mönnum, sem hafa tamið sér vandað málfar án þess að verða nokkru sinni tilgerðarlegir í tali; hið sérkennilega fagra tungutak heimabyggðar sinnar varðveitti hann til hinzta dags. í þriðja lagi var Steinarr gæddur mikilli kímnigáfu, sem hann beitti af þeirri hófsemi, er var svo ríkur þáttur í dagfari hans öllu. Eftir að Steinarr lét af störfum hjá Sambandinu fyrir aldurs sakir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.