Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Samninganefnd bankanna: Bankarnir hafa eng- an samning brotið „BANKAMENN fengu sömu Krunnkaupshækkanir «g t.d. BSRB á samningstímanum. Árið 1978 fengu þeir 3% 1. júní og 3% 1. september og 3% 1. apríl 1979.“ segir í greinargerð samninga- nefndar hankanna. sem hirt er í heild í Morgunblaðinu í dag, bls. 27. „Hitt er annað mál, að samið var um 3 mánaða lengri samn- ingstíma en hjá BSRB og til þess að mæta hugsanlegum grunn- kaupshækkunum sem aðrir semdu um á þessum 3 mánuðum voru sett 3% Í. júlí.“ Síðan segir samninganefnd bankanna: „I apríl 1979 eru svo sett svonefnd Ólafslög. Taka þau af frekari grunnkaupshækkanir Dómur í Fjalakattarmálinu: Borgin greiði 8 millj. vegna aðgerðarleysis í skipulagi Grjótaþorps DÓMUR FÉLL í gær í máli Valdimars bórðarsonar og Þorkels Valdimarssonar gegn borgarstjóranum i Reykjavík f.h. borgarsjóðs, skaðabótakrofur vegna Aðalstrætis 8, Fjalakattarins, og fleiri lóða við Aðalstræti og er krafist liðlega 2,5 milljarða króna í bótagreiðslur frá Reykjavíkurborg. Dómari í málinu var Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari og segir í niðurstöðu dómsins, að rétturinn líti svo á, að aðgerðar- leysi Reykjavíkurborgar um deili- skipulag á því svæði, sem hús stefnanda stendur á, sé svo veru- legt, að stefndi sé bótaskyldur gagnvart stefnandanum Þorkeli Valdimarssyni. Þá segir í dóms- niðurstöðu, að í þessu máli sé aðeins gerð krafa um bætur fyrir liðinn tíma,“ enda virðist stefn- andi ekki eiga margra kosta völ í að leita réttar síns í þeirri úlfa- kreppu, sem aðgerðarleysi Reykja- víkurborgar um skipulagsmál Grjótaþorps, hefur sett hann í.“ Dómsorð er á þessa leið: „Stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík fyrir hönd borgarsjóðs, skal vera sýkn af kröfum stefn- andans, Valdimars Þórðarsonar í máli þessu, en málskostnaður fell- ur niður að því er þennan stefn- anda varðar. Stefndi greiði stefnandanum, Þorkeli Valdimarssyni, kr. 8.000.000 með 43,5% ársvöxtum frá 20. maí 1980 til 1. júní sama ár, 46% ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu dóms þessa og síðan hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, og kr. 950.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lög- um.“ Bjarni Kristinn Bjarnason, borgardómari, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendum, Magnúsi Guðjónssyni, húsasmíða- meistara, og dr. Ragnari Ingi- marssyni, prófessor. Er slökunarstefn- an liðin undir lok? GEIR Ilaligrímsson. formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, flytur framsoguræðu á hádegis- fundi, sem Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu gangast fyrir. laugardaginn 6. desember. Ræðuefni hans er: „Er slökun- arstefnan (détente) liðin undir lok?“ Fundurinn verður haldinn í Att- hagasal Hótel Sögu og hefst kl. 12.15. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í Samtökum um vestræna sam- vinnu og Varðbergi og gestum þeirra. Geir Hallgrímsson almennt í landinu, og þar á meðal 3 prósentin 1. júlí 1979. Bankarnir brutu því engan samning. Ef svo hefði verið, gat SIB hvenær sem var sótt málið fyrir Félagsdómi, en það hefur ekki gerzt. — I Ólafslögum er einnig kveðið á um að gera megi nýja kjarasamninga, en engir almennir samningar voru gerðir í landinu á þessum tíma eins og rakið hefur verið, sbr. dómsorð kjaradóms BHM í tví- gang á þessu ári.“ Samninganefnd bankanna rek- ur síðan inntak samninganna, sem undirritaðir voru 3. október, en þar var gert ráð fyrir 3,5% hækkun launaliða frá 1. ágúst 1980 og segir nefndin að það hafi verið samdóma álit samningsaðila þá að þessi launahækkun hafi verið komin til skila. Síðan hafi launaliður verið hækkaður um 1,7% í sáttatillögu sáttanefndar frá 1. nóvember, auk þess sem SÍB hefði haft möguleika á að opna launalið samningsins að nýju sbr. samkomulagið um kjarasamninga, ef því sýndist fólk við sambærileg störf fá meira en bankamenn hafa fengið. Samninganefnd bankanna ásamt sáttanefnd að störfum i fundarsal Landsbanka íslands i gærkveldi. Ljósm. ói.k.m. Samninganefnd Sambands islenzkra bankamanna á fundi i banka- ráðsherbergi Landsbanka og Seðlabanka i gær. Þegar ljósmyndarinn leit við var litið að gera meðal bankamanna og styttu þeir sér stundir við að taka i spil. Kemur ríkisstjórnin i veg fyrir að yfirvinnubanni farmanna verði aflétt? KJARASAMNINGAR þeir, scm Farmanna- og fiskimannasam- bandið hefur verið að gera við viðsemjendur sína, skipafélögin, eru komnir í höfn, en enn er eftir að ganga frá félagsmálaatriðum. í fyrrinótt sátu fulltrúar FFSÍ næturlangt með tveimur aðstoð- armonnum ráðherra og reyndu að fá fram svör við þessum atriðum. Farmenn hafa gert að skilyrði fyrir undirskrift samn- inga. að ríkisstjórnin gefi ákveð- in loforð, en á þeim hefur staðið. Skipafélögin líta á þetta sem lagabrot, vísa til laga um stétt- arfélög og vinnudeilur og krefj- ast þess, að yfirvinnubanni sé aflétt. Hjá Ilíkisskip og Hafskip var í gær gerð tilraun til þess að vinna eftirvinnu, en hún var stöðvuð. Farmanna- og fiskimannasam- bandinu hefur verið lofað að svör þriggja manna ráðherranefndar, Steingríms Hermannssonar, Frið- jóns Þórðarsonar og Svavars Gestssonar, sem skipuð hefur ver- ið í málið, liggi fyrir árdegis í dag. Hafa farmenn því óskað eftir sáttafundi klukkan 14 á morgun. í gærkveldi var allt í óvissu um lyktir málsins, en aðstoðarmenn ráðherranna, Arnmundur Bach- mann, Þröstur Ólafsson og Þórður Friðjónsson, ásamt Halldóri Ás- grímssyni, munu hafa ætlað að leggja málið fyrir ráðherranefnd- ina. Ingólfur Ingólfsson, varaforseti FFSI, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þótt farmenn hafi sent kröfur sínar til ríkisstjórnar- innar á sama tíma og kröfur hafi verið afhentar útgerðum, virtist sem ekkert hefði verið aðhafzt í málinu, fyrr en þá nú og stendur þá allt fast. Kvað hann þá aðila, sem farmenn hefðu rætt við, hafa séð þessar kröfur fyrsta sinni nú nýlega. Hann kvað þarna vera atriði er varða veðurþjónustu við skip samkvæmt alþjóðareglum og skýrara orðalag, er varðar lífeyr- ismál sjómanna. Þar stóð hnífur- inn dýpzt í kúnni. Ingólfur kvað það skýrt, að farmenn myndu ekki aflýsa yfirvinnubanni, fyrr en svör væru fengin frá ríkisstjórn- inni. Spennan í hámarki á ÓlympíumóGnu: Ræður íslenzka sveitin úrslitum? Bókadreifing til Snæbjarn- og Hagkaups stöðvuð ar „VIÐ HÖFUM fengið staðfest að bækurnar sem Hagkaup hjóða upp á í verslun sinni eru komnar þangað í gegnum Bókaverslun Snæbjarnar og við höfum ákveðið að stöðva dreifingu bóka í þá verslun a.m.k. fram í miðjan mánuðinn,“ sagði Oliver Steinn, formaður félags bókaútgefanda, í samtali við Mbl. í gær. Sagði hann talsmcnn Bókaverslunar Snæbjarnar hafa lofað því að reyna að afturkalla bækurnar frá Hagkaup, en Hagkaupsmcnn segja að það komi ekki til greina, þeir hafi keypt bækurnar. Guðjón Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Hagkaup, sagði að sala á bókum væri mjög góð og bækurn- ar tættust hreinlega út. Sagði Guðjón að Hagkaup biði upp á allflestar nýjar bækur sem væru á markaðnum, en hann staðfesti að komið hefði hótun frá bókaútgef- endum um að stöðva dreifingu bóka til þess aðila Hagkaup bækurnar. sem seldi Þá kvaðst Guðjón vilja benda á að Kaupfélag Árnesinga seldi bækur á afsláttarverði í Þorláks- höfn, Hveragerði og víðar á Suð- urlandi, með 10% afslætti, og kæmist upp með að setja upp bókamarkaði á umræddum stöðum aðeins fyrir jólin jafnvel þótt bókabúð væri til staðar á staðnum. HIN UNGA islenzka skáksveit verður svo sannarlega i sviðs- liósinu í síðustu umferð Olympíuskákmótsins á Möltu. sem tefld verður i dag. íslenzka sveitin mun þá tefla við Ung- verja, sem eru nú efstir og jafnir ásamt Sovétmönnum. Það verða Danir sem mæta Sövétmönnum í síðustu umíerð- inni. Þeir sem tefla í dag í íslenzku sveitinni verða Helgi Ölafsson. Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson. Staðan er þessi fyrir síðustu umferðina: 1.—2. Sovétríkin og Ungverjaland 35 xk vinningur, 3. Júgóslavia 33, 4. Bandaríkin 31 Vz, 5.-6. England og Tékkóslóvakía 31, 7. Danmörk 30Vz, 8. Svíþjóð 30, 9.—15. Island, Rúmenía, ísrael, Búlgaría, Pólland, Argentína og Kanada 29‘/2 vinningur. Svo sem sjá má er baráttan um tíu efstu sætin gífurlega hörð. Árangur Islands verður að skoða í því ljósi að íslenzka sveitin hefur teflt við þær fjórar þjóðir, sem taldar voru sterkastar fyrir mótið, Sovétmenn, Tékka, Hollendinga og Ungverja á morgun. Danir og Svíar hafa aftur á móti sáralítið teflt við efstu þjóðirnar, einkan- lega Danir, sem komust fyrst í hóp efstu þjóða fyrir síðustu umferð- ína. Haukur ekki útnefndur alþjóðlegur skákmeistari Á FUNDI réttindanefndar Alþjóða skáksambandsins í fyrradag var Haukur Ang- antýsson ekki útnefndur al- þjóðlegur meistari í skák eins og talið var víst fyrir fundinn. Samkvæmt fréttum frá Möltu er ástæðan sú, að ekki komu til álita skákir Hauks við stigalausa menn á skák- mótinu Rilton Cup í New York um síðustu áramót. Það verð- ur því enn bið á því að Haukur verði útnefndur alþjóðlegur meistari í skák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.