Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MED LESBÓK 273. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Ekki hægt að útiloka að Pólver jar biðji um aðstoð" Ovæntur toppfundur í Moskvu Muskvu, Varsjá. 5. desember. AP. LEIÐTOGAR Varsjárbandalagsríkjanna sjö komu sam- an til óvænts fundar í Moskvu í dag til að ræða ástandið í Póllandi. Þykir íundur þeirra minna nokkuð á svipaðan fund sömu aðila þremur vikum fyrir innrás Sovétríkjanna og fleiri Varsjárbandalagsríkja í Tékkó- slóvakíu 1978. í yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fundinn segir, að leiðtogarnir séu sannfærðir um að Pólverjar muni komast yfir „erfiðleika" sína. Kania, leiðtogi pólska Kommúnistaflokksins, lýsti því yfir á fundinum að Pólland „hefði verið, væri og yrði áfram sósialískt ríki". Vestrænir fréttaskýrendur telja að fundur þessi sýni hve alvar- legum augum ráðamenn í Kreml líta þróunina í Póllandi að undan- förnu. Á fundinum voru auk Kania Todor Zhivkov leiðtogi kommúnistaflokksins í Búlgaríu, Janos Kadar frá Ungverjalandi, Erich Honecker, a-þýzki flokks- leiðtoginn, Gustav Husak frá Tékkóslóvakíu og Ceausescu for- seti Rúmeníu. Af hálfu Kreml- verja sátu fundinn Brezhnev for- seti, Tikhonov forsætisráðherra, Suslov aðalhugmyndafræðingur kommúnistaflokksins, Gromyko utanríkisráðherra, Andropov yfir- maður KGB, Ustinov varnarmála- ráðherra og aðrir háttsettir ráða- menn. I yfirlýsingu fundarins segir, að pólski kommúnistaflokkurinn og pólska þjóðin geti treyst á stuðn- ing bandalagsríkja sinna í Aust- ur-Evrópu. Sovézkur fréttaskýr- andi sagði í sjónvarpi í Bandaríkj- unum fyrr í dag, að engin ástæða væri til að óttast að Sovétmenn gerðu árás á Pólland. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka að Pólverjar biðu vini sína og ná- granna um „aðstoð". Kissinger, fyrrum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem nú er í London eftir að hafa átt fund með leiðtogum helztu V-Evrópuríkja, sagði í dag, að ef Sovétríkin réðust inn í Pólland mundi endi bundinn á alla viðleitni Bandaríkjanna til að semja við ráðamenn í Moskvu. Sagðist Kissinger telja atburði undanfarinna daga mjög aivar- lega. Af opinberri hálfu í Júgóslavíu var í dag varað við erlendri íhilutun í málefni Póllands og sagt að hún gæti haft „ótrúlega nei- kvæðar afleiðingar" í för með sér. Réttarholdin i Peking: Ekkja Maos viðurkenn- ir minni háttar af glöp Peking, 5. desember. AP, JIANG Ging, ekkja Maos. leiðtoga kinverskra kommúnista, viður- kenndi fyrir rétti í Peking í dag að hafa leyft „minni háttar" herferð gegn Liu Shao-chi forseta Kina. en hann var hrakinn frá völdum og ofsóttur unz hann lézt árið 1969. Að sögn fréttastofunnar Nýja- Kina sagði Jiang Ging, sem er 67 ára, fyrir réttinum i dag. að Kang Sheng, sem var yfirmaður óryggis- lögrcglunnar. en er nú látinn. hafi lagt til að Liu yrði lagður í einelti og hún hefði samþykkt það. Að sögn kínversku fréttastofunn- ar voru iagðar fram í réttinum skýrslur, sem sýna að Jiang hafi lagt blessun sína yfir handtöku og ófsóknir gegn þremur mönnum öðrum, sem leiddu til dauða þeirra. Gat Jiang ekki neitað þessu, en hóf að spinna lygavef til að koma sökinni yfir á aðra, að því er fréttastofan Nýja-Kína greinir frá. Ymsar fleiri ásakanir komu fram í réttinum í dag og sagðist Jiang ýmist ekkert vita um þær eða hafa gleymt því, sem máli skipti. Jiang Ging var á árum áður leikkona í Shanghai og lék m.a. í nokkrum kvikmyndum. Hún varð síðar fjórða eiginkona Maos for- manns og var svo til alls ráðandi í listaheiminum í Kína á tíma menningarbyltingarinnar í landinu, á árunum 1966—1976. Núverandi ráðamenn í Peking hafa mjög fordæmt framferði hennar á þess- um árum og sakað hana um að hafa viljað verða „rauð keisaraynja". Minni spenna i sambúð Sýrlands og Jórdaniu llHtnaskiis. 5. desember. AP. SÝRLENDINGAR fluttu í dag nokkra af skriðdrekum sínum frá landamærunum víð Jórdaníu og er það haft til marks um að heldur sé að draga úr spennunni scm verið hefur milli landanna að undanförmi. Vestrænir sendimenn í Dam- askus sögðust telja að 15 skrið- drekar hefðu verið kvaddir frá landamærunum og væri þetta gert til að auðvelda Saudi-Arabíu að koma á sáttum milli landanna. Saudi-Arabar tilkynntu í gær, að Assad Sýrlandsforseti hefði sam- þykkt að draga 50 þúsund manna liðsstyrk sinn og 1200 skriðdreka smám saman frá landamærahér- uðunum. Er talið að verulega hafi dregið úr líkum á stríði þessara nágrannalanda. Sa Carneiro jarðsettur í dag Þúsundir Portúgala komu í gær í Jerónimos-klaustrið við ána Tejo í Lissabon til að votta hinum látna forsætisráðherra landsins virðingu sina.Likamsleifum Sa Carneiros forsætisráðherra var komið fyrir í klaustrinu í gærmorgun. en opinber útför fer fram á hádegi í dag. Einn þeirra fyrstu sem kom í klaustrið til að votta hinum látna virðingu sína, var Eanes, forseti Portúgals. Lýst hefur verið yfir fimm daga þjóðarsorg vegna slyssins. Sjá nánar grein um ástandið í Portúgal á bls. 22 í Mbl. í dag. Ráðherralisti Reagans tef st Washington. 5. desember. AP. NÝJAR. strangar reglur um siðgæði í stjórnmálum hafa gert Ronald Reagan verðandi Bandaríkjaforseta erfitt um vik í vali ráðherra sinna. Talið er að Walter B. Wriston. aðal- bankastjóri Citicorp. næst- stærsta banka Bandarikjanna. sem Reagan er taiinn vilja gera að f jármálaráðherra. muni eiga erfitt með að þiggja stoðuna. þar sem banki nans á útistand- andi skuldir í íran og hjá New York-borg. en erfiðleikar á báð- um stöðum hafa nokkuð komið til kasta fjármálaráðuneytis- ins. Samkvæmt hinum nýju reglum mega engir verða ráð- herrar. sem hugsanlega eiga slíka hagsmunaárekstra yfir höfði sér. Önnur hugsanleg fjármála- ráðherraefni í stjórn' Reagans eru talin verða Charles E. Walk- er, sem eitt sinn var aðstoðar- fjármálaráðherra og Donald T. Regan, sem er stjórnarformaður stærsta verðbréfafyrirtækis í Bandaríkjunum, Merrill Lynch. Líklegt er talið að Richard Schweiker fráfarandi öldunga- deildarþingmaður, sem var varaforsetaefni Reagans 1976 verði valinn heilbrigðisráðherra. Alexander Haig hershöfðingi er enn talinn líklegasta utanríkis- ráðherraefnið og Caspar Wein- berger fyrrum ráðherra er álit- inn eiga mesta möguleika á að verða útnefndur varnarmálaráð- herra. Taugaveiki brýzt út á jarðskjálftasvæðunum Napóli, 5. desember. AP. TAUGAVEIKI og aðrir smitandi sjúkdómar hafa nú skotið upp kollinum á jarðskjálftasvæðun- um á ítalíu og hafa yfirvöld stranglega varað íbúa á svæðinu við að drekka ósoðið vatn. Þá hefur bólusetningarherferð verið skipulögð til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóm- anna. Enn sem komið er, er aðeins um einangruð sjúkdóms- tilfi'lli að ræða. en yfirvöld óttast, að faraldur kunni að skella á. Mjög aumt heilsufarsástand er viða i tjaldbúðunum, þar sem fórnarlömb jarðskjálftanna haf- ast við, enda hefur verið bæði Ónóg skilnaðarorsök London. 5. desember. AP. DAVID Mason, þrítugur Breti. fær ekki að skilja við konu sina þótt hún neiti að þýðast hann nema einu sinni í yiku. Áfrýjun- ardómstóll i London úrskurðaði í dag. að það væri „fráleitt fyrir dómstólinn að telja það ósann- gjarnt af eiginkonu að neita að hafa mök við mann sinn nema einu sinni í viku". Þar með var breytt úrskurði lægri dómstóls, sem hafði tekið skilnaðarkröfu Masons til greina á grundvelli þeirrar röksemdar hans, að kynlífsskammtur sá, er kona hans úthlutaði honum, væri ósanngjarn. „Ég er sáróánægður með þetta," sagði Mason, „dómar- arnir eiga auðvelt með að segja, að þetta sé ekki ósanngjarnt, en þeir þurfa ekki að búa við það." Vinstúlka Masons, Alison, sem hann hugðist kvænast eftir skiln- aðinn, var líka mjög óánægð. „Dómararnir virðast ekki vita, að fólk hefur misjafnan smekk í þessu efni," sagði hún. Eini aðili málsins, sem virtist þokkalega ánægður, var eiginkona Masons, Brenda. Hún sagði blaða- mönnum, að hún elskaði enn mann sinn og vænti þess, að hann sneri til sín á nýjan leik. kalt og votviðrasamt á Suður- ítalíu undanfarna daga. Herlögregla á ítalíu hefur nú handtekið um 80 manns, sem staðnir hafa verið að þjófnaði á jarðskjálftasvæðinu. Dómarar hafa fengið fyrirmæli um að setja rétt í tjaldbúðum og annars stað- ar, þar sem þörf er á, til að lögum verði komið yfir þá, sem hyggjast hagnýta sér neyðina á svæðunum og ræna og rupla. Stjórnendur hjálparaðgerðanna á Suður-ítalíu hafa nú tekið leigu- námi allt autt húsnæði, sem þeir geta notað í nágrenni. jarð- skjálftasvæðanna. Er hér m.a. um að ræða sumarbústaði og íbúðir, sem ýmsir efnaðir íbúar á Norð- ur-ítalíu eiga. Hefur þessi aðgerð valdið nokkrum deilum á ítalíu. Samkvæmt opinberum tölum fórust 3076 í jarðskjálftunum, en 1575 er enn saknað. Alls slösuðust 7571 manns, að því er yfirvöld upplýsa. Rúmlega 11 þúsund ítalir frá jarðskjálftasvæðunum hafa farið frá ítalíu til að dveljast hjá ættingjum og vinum erlendis, að- allega í Svíss, Frakklandi og V-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.